Morgunblaðið - 30.12.1983, Síða 10

Morgunblaðið - 30.12.1983, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1983 Friðarmálin í brennidepli: Ofeóknir í friði 1938- — eftir dr. Þí)ri K. Þórðarson Gyðingar eru ofsóttir í Sovét á þessari stundu, og minnast Islend- ingar þess. Þeir gleyma ekki frændliði fólksins sem sýnt var í „Helförinni" um árið. En Kreml spilar í annarri tóntegund 1983 en Reichskanzlei í Berlín gerði 1938. Þeir nota ekki kemísk efni, heldur útrýmingarbúið í þrældómi Síb- eríu. Ég fékk erlent blað í póstinum í morgun. Þar segir frá fólki í Úkra- ínu, sem flutt er nauðungarflutn- ingum, neitað er um vinnu eða sent í „vinnubúðir" fyrir þá sök ^ina að þau eru gyðingar. And- semítisminn er þar sagður lifa blómlegu lífi (við þögulan undir- leik þagnarinnar í röðum „frið- ar“-hreyfinga vesturlandakirkj- unnar). Höfundurinn (Jan Heit- mann) segir, að í Ráðstjórnarríkj- unum séu aðeins 50—60 sam- kunduhús gyðinga opin, öðrum hafi verið lokað af yfirvöldum. Til samanburðar getur hann þess, að gyðingar í ísrael, sem eru 3,5 milljónir, hafi sjö þúsund sam- kunduhús. Gyðingar í Sovét eru taldir 2,7 millj. Kennsla í helgi- máli gyðinga, hebresku, er bönn- uð, og bannað að skíra sveinbörn umskurðarskírn. Einhver myndi halda, að svo hjáróma rödd, sem á „friðarjól- 1983 „Nútímapáfar í alkirkju- hreyfingunni þegja yfir of- sóknum í Sovétríkjunum af ótta við að styggja hina mýldu rússnesku kirkju. 1‘etta síðara er þó alténd vit- að og sannað. „Helfórin“ er leikin aftur við annað undir- spil.“ um“ minnir á ofsóknir gegn gyð- ingum, hljóti að koma úr barka sje-í-a, — en þetta er danskt trú- boðsblað gyðingatrúboðs, viti menn. Annar höfundur í sama blaði (Terrey) segir hina heillandi sögu af rússneska ljóðskáldinu Jevtúsj- enkó (sem er ekki gyðingur) en vakti landa sína til vitundar um hryðjuverk SS í urðinni fyrir utan Kíev, er þeir myrtu 140.000 gyð- inga (nær því jafnmarga og öll ís- lenska þjóðin var þá) árið 1941. Jevtúsjenkó hélt fyrirlestur i tækniháskólanum í Moskvu og lauk honum með kvæði sínu „Babí Yar“. Kvæðið fékk mjög á áheyr- endur, og fór sigurför um heim allan. Fram til þess tíma höfðu sovézk yfirvöld þagað yfir þessum hryðjuverkum nazistanna, af því að þau voru framin gegn gyðing- um, en nú var loks þögnin rofin. Babí Jar hefur bæst við nafna- skrána um hryðjuverk nazista, en um ofsóknir í Sovét ríkir dulúðug þögn. Vart heyrist hósti eða stuna frá hinum nafntoguðu Uppsala- kirkjuþingum, og samkirkjuleg heimsþing í Nairobi og Vancouver þegja þunnu hljóði. Þetta minnir rösklega á sögusagnir (sannar eða upplognar) að Píus páfi XII í Róm hafi vitað um útrýmingu nazista á gyðingum, en þagað yfir þeim af hagkvæmnisástæðum kirkjudeild- ar sinnar í Þriðja ríkinu. Nútím- apáfar í alkirkjuhreyfingunni þegja yfir ofsóknum í Sovétríkjun- Þórir Kr. Þóröarson um af ótta við að styggja hina mýldu rússnesku kirkju. Þetta síð- ara er þó alténd vitað og sannað. „Helförin" er leikin aftur við ann- að undirspil. í Póllandi (einnig innan kaþ- ólsku kirkjunnar) dafnar gyðinga- hatur, segir annar höfundanna (Heitmann). Og í Ráðstjórnarríkj- unum, segir hann, ber sérhver sov- étborgari persónuskilríki á sér, og stendur þar, frá hvaða sovétlýð- veldi hann er runninn. Á per- sónuskilríkjum gyðinga stendur aðeins eitt orð: Gyðingur. Það eru gamlar lummur, að sag- an endurtaki sig. En á friðarjólum (sem standa fram á þrettánda) er ekki úr vegi að minna á gulu stjörnuna. Minningarkertið, sem konan mín setti í gluggann á aðfanga- dagskvöld, minnti einnig á hina ofsóttu gyðinga í Austur-Evrópu. í kertaloginu fólst bæn um frið til handa mannkyni, þar sem dýrseðl- ið virðist hafa náð yfirhönd, að ljósið mætti skína í myrkrinu, einnig í myrkri friðarhreyfing- anna. Þórir Kr. Þórðarson er prófessor við Háskóla íslands. Sagan endurtekur sig, þótt margar kirkjudeildir þegi þunnu hljóði. Jólaóratorían Jólaóratorían eftir J.S. Bach er sex þátta verk, sex kantötur, er fluttar voru undir stjórn höfundar árið 1734, fyrsta kantatan á jóla- dag, tvær næstu á öðrum og þriðja í jólum, fjórða á ný- ársdag, fimmta sunnudaginn næsta og síðasta á þrettánd- anum. Þetta flutningsform ættu kirkjur að íhuga og þar með eiga vísa aðsókn þeirra er unna góðri tónlist. Að flytja verkið í heild er ekki talið áhlaupsverk og því er gjarnan brugðið á það ráðið, að skipta verkinu til helm- inga og flytja saman þrjá kafla. Kór Langholtskirkju hefur áður flutt allt verkið á tveim tónleikum en að þessu sinni voru þrír fyrstu þætt- irnir fluttir. Nokkuð hefur það tafist að fullgera kirkj- una í Langholti og þurfa menn enn að bíða þess að Jón Stefánsson geti flutt hlust- endum sínum góða tónlist í eigin kirkju. Vonandi getur kórinn haldið næstu jól í glæsilegri húsakynnum, það eiga kórinn og Jón Stefáns- son sannarlega skilið fyrir menningarlegt framlag sitt. Tónleikarnir voru að þessu sinni haldnir í Fríkirkjunni fyrir „troðfullu" húsi. Bæði kór og einsöngvarar fluttu verkið í heild nokkuð vel en það var einkum hljómsveitin sem var mjög ósamstæð í tónstyrk og öryggi. Þetta var Tíska Jón Þórarinsson sérlega áberandi hjá tréblás- urunum, sem voru ótrúlega ójafnir í styrk, og kom það skýrast fram í upphafi ann- ars þáttar, í hjarðljóðinu, sem er eini hljómsveitarþátt- ur verksins. Það kann að mega kenna húsinu um hljómdeyfð en kórinn hefur sungið verkið betur, sérstak- lega er varðar skírleika og jafnvægi milli radda, sem oftlega hefur verið frábær- lega gott hjá kór Laiigholts- kirkju. Einsöngvarar voru mjög jafnir og í heild var léttleiki einkennandi fyrir flutning þeirra. Ólöf Kolbrún Harðardóttir er frábær söngkona, þó söngmáti henn- ar eigi betur við í leikrænni túlkun en tónlist eins og Bach samdi. Sólveig Björling söng mjög léttilega og nokkr- um sinnum afar fallega. Jón Þorsteinsson er einn af efni- legri söngvurum okkar og starfar nú sem óperusöngv- ari í Hollandi. Hann söng mjög vel og er orðinn tölu- vert öruggur, eins og heyra mátti í aríunni, Frohe Hirt- en. Röddin er frábærlega fal- leg og þeirrar gerðarinnar, sem trúlega mun nýtast til flutnings margvíslegrar tónlistar. Kristinn Sig- mundsson er efnilegur nýliði og mátti marka það að Bach var honum nokkur ráðgáta, þó allt væri rétt og laglega sungið. Dúett hans og Ólafar var ekki nógu vel unninn og ópassandi að bassinn syngi dempað eins og um aukarödd væri að ræða. Þarna eru báð- ar raddir jafn réttháar og tónsmíðin unnin á þann veg, jafnvel þar sem raddirnar eru samhljómandi, þar verð- ur víxlun á tónstöðu til þess að þungamiðjan færist á milli raddanna. í heild voru tónleikarnir góðir, nema er varðar „ballansinn" í hljómsveitinni. Einleikarar áttu þarna nokkra góða spretti. Trompet-einleikur- inn er erfiður og var framinn af Lárusi Sveinssyni. Fram- an af var trompetinn ekki al- veg „tandurhreinn" er lagað- ist er á leið tónleikana. Að flytja slíkt stórverk, sem Jólaóratorían er, verður ekki gert svo vel sé nema að allar aðstæður séu sem bestar, bæði í húsakosti og manna- haldi, þ.e. með harðsnúnu liði tónlistarmanna. Á næstu jólum, ef. Guð lofar, verður kórinn að flytja allt verkið í fullgerðri kirkjunni í Lang- holtinu, svo listelskir menn megi eiga þar bæði skjól með Guði sínum og háleitri list og lofsöngvum Honum til dýrð- ar. Nýkjörin stjórn Jazzklúbbs Reykjavíkur á fyrsta fundi sínum. Fyrir miðju er formaðurinn, Hrafn Pálsson, honum á vinstri hönd Guðbjörg R. Jónsdóttir gjaldkeri og Þórhallur Halldórsson varaformaður en hægra megin við for- manninn standa Magnús T. Ólafsson ritari og Ágúst Elíasson meðstjórnandi. (Ljósm. Guðjón Einarsson). Jazzklúbbur Reykja víkur endurvakinn JAZZKLÚBBUR Reykjavíkur, góðkunnur félagsskapur en gjarn á að leggjast í dvala stund og stund, er genginn í endurnýj- un lífdaganna, segir í fréttatil- kynningu frá klúbbnum. Sunnu- daginn 11. þessa mánaðar kom hópur fólks saman á Hótel Loft- leiðum og ákvað að koma á ný á laggirnar jassklúbbi fyrir borg- ina og nágrannabyggðir undir hinu gamla nafni, Jazzklúbbur Reykjavíkur. Tilgangur klúbbsins er að útbreiða skilning á menning- argildi jasstónlistar og standa fyrir reglubundnum djamm- sessjónum í því skyni a.m.k. einu sinni í mánuði. Verður fyrsta djamm-sessjónin í janúar 1984. Jazzklúbbur Reykjavíkur beitir á samkomum sínum happa- og -glappaaðferðum fyrri ára, þannig að leitast verður við að skipta um flytj- endur sem tíðast á hverri sessjón, enda til þess ætlast að menn taki með sér eigin hljóðfæri, a.m.k. þau léttari. Stjórn Jazzklúbbs Reykja- víkur skipa Hrafn Pálsson, Þórhallur Halldórsson, Guð- björg R. Jónsdóttir, Magnús Torfi Ólafsson og Ágúst EIí- asson. í varastjórn eiga sæti Tómas Agnar Tómasson, Þór- unn Jónsdóttir, Kristján Magnússon, Guðmundur R. Einarsson og Guðlaugur Hannesson. Endurskoðendur eru Jónatan Ólafsson og Karl Lilliendahl. Allir geta gerst stofnfélagar í Jazzklúbbi Reykjavíkur fram yfir fyrstu djamm-sessjónina 22. janúar, með því að snúa sér til einhvers áðurgreindra manna eða á djammsessjón- inni sjálfri, sem væntanlega verður haldin í Kvosinni við Lækjargötu kl. 15 til 17 þann dag. Sá atburður verður nánar kynntur síðar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.