Morgunblaðið - 30.12.1983, Page 12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1983
12
Aðventan — annatími á þingi:
1984 — friðarár í íslenskum þjóðarbúskap?
— Þeir sem tala lengst segja oft minnst
Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, setur 106. löggjafarþing íslend-
inga á sl. hausti. Þingmenn héldu í jólafrí 20. desember sl. Alþingi kemur til
starfa á ný 23. janúar nk.
ÞINGBREF
eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON
Aðventa
á Alþingi
Aðventan er sá tími árs sem
tengist helzt hugarró og jafnvægi,
enda fer þá friðarhátíð í hönd, jól-
in. Þessu var þó ekki að heilsa á
Alþingi á jólaföstu. Þá færðist
fyrst fjör í leikinn, eftir stafalogn
margra þingvikna, og nótt var
lögð við nýtan dag í návígi marg-
málla. Löggjöf, sem kveður á um
lágmarkshvíld vinnandi fólks, var
lítt virt. Ekki höfðu þó allir erindi
sem erfiði frekar en fyrri daginn.
Stærsta málið sem þingið af-
greiddi á aðventu var að venju
fjárlög komandi árs, ásamt skyld-
um tekjufrumvörpum ríkissjóðs.
Hinsvegar tókst hvorki að af-
greiða fjárfestingar- og lánsfjár-
áætlun né lánsfjárlög, sem vænt-
anlega verða forgangsverkefni á
nýju ári.
Fjárlögin bera glögg einkenni
þeirrar efnahagskreppu, sem ræt-
ur á í aflasamdrætti og arfleifð
margs konar erfiðleika. Þjóðar-
tekjur á mann drógust saman um
4,5% 1982, 3,5% 1983 og spár
standa til 4—5% samdráttar 1984.
Erlendar skuldir, sem vóru aðeins
17,8% af þjóðarframleiðslu í árs-
lok 1973, fyrir tíu árum, eru nú
komnar í 60%. Viðskiptajöfnuður
út á við, sem var hagstæður 1978,
hefur breytzt í viðskiptahalla
1979—1983, samtals yfir tólf þús-
und milljónir króna.
Viðskiptahalli og erlend skulda-
söfnun eru mælikvarði á þjóðar-
eyðslu umfram þjóðartekjur. Þessi
ógnvekjandi skuldastaða, samfara
rýrðum þjóðartekjum, setur mark
sitt á fjárlög ársins 1984. Tekjur
ríkissjóðs ganga saman að raun-
virði, til samræmis við rýrðar
þjóðartekjur, og stefnt er í mun
minni nýjar lántökur en undan-
farin ár. Þannig hefur fjárveit-
ingavaldið fimm til sex milljörð-
um króna minna úr að spila (á
fjárlögum og væntanlegum láns-
fjárlögum) 1984 en 1982, en þessi
minnkun samsvarar þreföldum
framlögum til vegamála í landinu
og fimm- til sexföldum framlögum
til orkumála. Hér er því ekki um
neina smámuni að ræða. En hóf-
semi í skattheimtu var nauðsynleg
til að létta kreppubyrðar fólks og
fyrirtækja.
Aflakvóti
Annað mál, sem þungt vegur,
eru lög um veiðar í fiskveiðiland-
helgi Islands. Ekkert er eðlilegra
en skiptar skoðanir um jafn við-
kvæmt mál, sem snertir atvinnu
og afkomu jafn margra, og vegur
jafnþungt í þjóðarbúskapnum sem
heild. Hinsvegar var óverjandi að
láta skeika að sköpuðu þegar und-
irstöðuatvinnuvegur þjóðarinnar
á í hlut. Hrun síldarstofnsins,
hrun loðnustofnsins og fiskifræði-
legar viðvaranir um hrunhættu
gjöfulasta nytjafisksins, þorsks,
réttlæta fyllilega, að löggjafinn
láti málið til sín taka. Það vakti og
athygli að sex af sjö sjávarútvegs-
nefndarmönnum neðri deildar Al-
þingis, þ.á m. Garðar Sigurðsson
fulltrúi Alþýðubandalags, lögðu
til, að þetta stjórnarfrumvarp yrði
lögfest, svo sem gert var.
Helztu efnisatriði hinna nýju
laga eru þau að sjávarútvegs-
ráðherra getur, að fengnum tillög-
um Hafrannsóknastofnunar,
ákveðið hámark þess afla, sem
veiða má úr einstökum fiskistofn-
um á ákveðnu tímabili (vertíð).
Hann getur ákveðið skiptingu
þessa hámarksafla milli ákveð-
inna gerða veiðarfæra, gerða
fiskiskipa og einstakra skipa, m.a.
með hliðsjón af fyrri veiðum
þeirra, stærð þeirra og gerð; svo
og heimilað flutning á úthlutuðum
aflakvóta milli skipa. í greinar-
gerð „er sérstaklega áréttað og á
það lögð áherzla, að náið samráð
verði haft við hagsmunaaðila um
framkvæmd ákvæða greinarinnar
í heild, svo og einstakra þátta
hennar". Þá er skýrt kveðið á um
það í lögunum sjálfum að þau gildi
aðeins „til ársloka 1984".
Gagnrýni sem einkum náði eyra
bréfritara, var þríþætt: 1) Stefnt
er í stóraukna miðstýringu. 2)
Varhugavert er að veita einum
manni svo mikið vald, án þess að
fyrir liggi nánari skýring á út-
færslu og framkvæmd. 3) Hvergi
er ýjað að rekstrargrundvelli
veiða og vinnslu en töluvert skort-
ir á að hann sé í höfn. „Rekstr-
argrundvallarræfillinn", eins og
einn þingmaður komst að orði, er
enn ófundinn.
Þessi þrjú atriði vega öll þungt.
Engu að síður verður nú, úr því
sem komið er, að halda markaða
leið; gera það bezta úr tiltækum
efnivið og færa sér síðan í nyt
lærdóma reynslunnar.
Lög og þingsályktanir
Meðal laga, sem samþykkt vóru
á jólaföstu, eru:
★ Lög um málefni aldraðra, sem
kveða á um að styrkja skuli
byggingu sveitarfélaga á hjúkr-
unardeildum og sjúkradeildum
fyrir aldraða úr viðkomandi
sjóði með „jafnháu framlagi af
mörkuðum tekjustofnum sjóðs-
ins og nemur þeirri fjárhæð
sem sjóðurinn fær á fjárlögum
frá ríkissjóði til þessara verk-
efna. Styrkur þessi skal teljast
hluti af 85% af framlagi ríkis-
sjóðs .. “
★ Lög um tekjuskatt og eignaskatt,
sem m.a. eiga að tryggja að
greiðslubyrði tekjuskatts og
sjúkratryggingargjalds þyngist
ekki milli áranna 1983 og 1984
sem hlutfall af tekjum greiðslu-
árs.
★ Lög um gjaldeyris- og viðskipta-
mál, sem fela í sér heimild til að
„leyfa sparisjóðum að verzla
með gjaldeyri", innan þeirra
marka sem bankastjórn Seðla-
banka Islands ákveður.
★ Lög, sem fela í sér heimild til að
fresta greiðslum vegna verð-
tryggðra íbúðarlána á allt að
25% af samanlagðri fjárhæð
afborgana, verðtryggingar-
þátta og vaxta verðtryggðra
lána Byggingarsjóðs ríkisins og
Byggingarsjóðs verkamanna og
verðtryggðra íbúðarlána banka
er gjaldfalla á tilteknu tímabili
— (staðfesting á bráðabirgða-
lögum).
•k Lög um framlengingu sjúkra-
tryggingargjalds, eins og það var
álagt 1983. Ennfremur fram-
lengingu ýmissa tekjulaga, s.s.
um vörugjald, skatt á skrif-
stofu- og verzlunarhúsnæði o.fl.
Tvær þingsályktanir vóru og
samþykktar á síðustu starfsdög-
um Alþingis fyrir jól. Hin fyrri
var flutt af forseta Sameinaðs
þings og formönnum þingflokka.
Leiddi hún til kjörs níu manna
þingnefndar, sem endurskoða skal
gildandi lög um þingsköp Alþing-
is. Nefndin er skipuð aðalforsetum
þings og þingdeilda og einum full-
trúa frá hverjum þingflokki. Fyrir
þinginu liggur þingmál um þetta
efni, flutt af þingmönnum Alþýðu-
flokks, og fjallar einkum um til-
lögur til þingsályktunar, umræður
utan dagskrár og fyrirspurnir.
Þessir þingþættir hafa vaxið mjög
að umfangi liðin ár og þrengt að
meginverkefni Alþingis, löggjaf-
arstarfinu.
Síðari þingsályktunin kveður á
um starfshóp löggæzlu- og toll-
gæzlumanna, sem „samræmi og
skipuieggi auknar aðgerðir gegn
ólöglegum innflutningi og dreif-
ingu ávana- og fíkniefna og athugi
rannsóknaraðferðir í fíkniefna-
málum“. Niðurstöðum starfshóps-
ins „skal skila til dómsmálaráðu-
neytis eigi síðar en 1. marz nk.“.
Flutningsmenn tillögunnar vóru
úr öllum þingflokkum, en fyrsti
flutningsmaður Jóhanna Sigurð-
ardóttir (A). í greinargerð er fjall-
að um „hrikalegar afleiðingar
stóraukinnar fíkniefnaneyzlu" og
bent á, að „frá 1979 til 1982 hafi
um 250—260 mál verið tekin fyrir
að meðaltali á ári“ hjá fíkniefna-
dómstólnum. Þar segir og „að
20—30% þeirra, sem leita sér
lækninga hjá SÁÁ, geri það vegna
langvarandi ofnotkunar á kanna-
bisefnum og öðrum sterkum eit-
urlyfjum". Vitnað er til rits, sem
heilbrigðis- og tryggingaráðuneyt-
ið gaf út f júní 1983 um kannanir á
kannabisneyzlu íslendinga
(skyndikönnun í skólum landsins),
sem sýndu, að rúmlega 22%, eða
222 af 1001 sem könnunin náði til,
neyttu kannabis. „Allir sem gerst
þekkja til,“ segir í greinargerð-
inni, „eru sammála um að fíkni-
efnaneyzla fari hraðvaxandi hér-
lendis og að afleiðingarnar geti
orðið ógnvekjandi og stórkostleg-
ar fyrir fjölda einstaklinga og
þjóðfélagið f heild, ef ekki verður
brugðizt við með skjótum hætti."
Þegar hlutleysið
var hernumið
í önnum aðventu, þegar ýmis
nærtæk mál strönduðu á skerjum
tímaleysis, gáfu þingmenn sér tóm
til að fjalla um frið og afvopnun,
enda fjalla nokkrar tillögur til
þingsályktunar um það efni. Þing-
flokkur sjálfstæðismanna lagði
snemma þings fram tillögu, sem
varðar gagnkvæma afvopnun og
raunhæft eftirlit með því að sam-
komulag þar um, sem stefnt er að,
verði haldið. Þingmenn úr öðrum
flokkum fylgdu í kjölfarið, þó
lausar sé um hnúta búið í þeirra
tillögugerð. Mikilvægt er að þing-
heimur leggist á eitt um að sam-
ræma þessar tillögur. Einhuga,
raunhæf afstaða af hálfu Alþingis
skiptir miklu máli.
Á fjórða áratugnum var mikið
andóf í ríkjum lýðræðis og þing-
ræðis gegn vígbúnaði. Þetta andóf
beindist einhliða gegn heimaaðil-
um, enda undir róið af Öxulríkjun-
um. Enginn vafi er á því að væru-
kærð lýðræðisríkja þá flýtti fyrir
síðari heimsstyrjöldinni og öllu
því, sem hún leiddi yfir lönd og
lýði; og varð þess valdandi, að lýð-
ræðið í veröldinni komst nálægt
fjörbrotum. Hefðu Bandaríkin
ekki hlaupið undir bagga, eins og i
fyrri heimsstyrjöldinni (1914—
1918), benda sterkar líkur til að
lýðræðið í Evrópu hefði beðið
lægri hlut. Jafnsterkar líkur
benda til hins, að hefðu lýðræðis-
þjóðir heims búið að viðlíka sam-
tökum þá og nú, þar sem Atl-
antshafsbandalagið er, hefði mátt
sigla fram hjá þeim ógnum öllum,
sem yfir gengu. Það voru veikleik-
inn og varnarleysið sem buðu
hættunni heim.
Svo gleymið er fólk á gengna tíð
að enn heyrast raddir um hlutleysi
sem leið til að tryggja öryggis-
hagsmuni þjóðarinnar í viðsjálum
heimi. Danmörk, ísland og Noreg-
ur höfðu öll lýst yfir „ævarandi
hlutleysi" áður en síðari heims-
styrjöldin gekk í garð. Þessi ríki
sættu öll hernámi. Það var engin
tilviljun að þau gerðust síðar
stofnaðilar Atlantshafsbanda-
lagsins.
Hvern veg virða kjarnakafbátar
Sovétríkjanna hlutleysi Svíþjóðar
á líðandi stund? Það dugar
skammt að kalla Eystrasalt „haf
friðarins", ef „hlutleysið" vegur
ekki þyngra í raun. Og man nú
Starfsmannafélag Reykjavíkur
borgar og háskólamenn þess
— eftir Harald
Hannesson
Rétt í þann mund að samninga-
menn BSRB og ríkisins slíðruðu
sverðin vegna friðarhátíðar jól-
anna notaði stjórn hins nýja fé-
lags HM-manna tækifærið og
skaut föstum skotum að stéttarfé-
lagi sínu St.Rv. í Mbl. 23. des. sl.
Það er ekki vegna þess að ég
telji að dagblöðin séu réttur og
þaðan af síður æskilegur vett-
vangur til skoðanaskipta um inn-
anfélagsmál, að ég svara þessu á
sama stað, heldur miklu fremur
hitt, að ekki virðist ætla að takast
að fá þá umræðu á öðrum vett-
vangi.
Það er þó staðreynd að þegar
eftir stofnun félags HM-manna
var haft samband við formann
bráðabirgðastjórnar þess og þeim
boðið til viðræðna um kjaramál
sín, en þannig stóð þá á, að verið
var að samræma kjarasamninga
BHM við ríkið samningum St.Rv.
við Reykjavíkurborg eins og síðar
verður að vikið.
Áhugi fyrir því virtist þó nánast
enginn.
Innan stjórnar St.Rv. var hins-
vegar fagnað stofnun félags
HM-manna og þá að sjálfsögðu
vegna þess að talið var að það
myndi auka styrk félagsins, ef
þessir aðilar fengjust til sam-
starfs um kjara- og félagsmál
St.Rv. almennt.
En það er kunnara en frá þurfi
að segja að þessir aðilar hafa tekið
mjög lítinn þátt í þessum störfum
þrátt fyrir að formaður St.Rv. hef-
ur oftast verið úr þeirra röðum
allt frá stofnun félagsins.
Hvað varðar tvígreiðslu félags-
gjalda HM-manna þá er því til að
svara að þær eru ekkert einsdæmi,
því flestir félagsmenn St.Rv. eru í
öðrum félögum og greiða þangað
félagsgjöld. Má þar nefna bruna-
verði, vagnstjóra, fóstrur, sjúkra-
liða, ganga-, bað- og dyraverði í
skólum, meinatækna, röntgen-
tækna, vélfræðinga o.fl. Auk þessa
eru svo margir í vinnustaðafélög-
um t.d. hjá hita-, rafmagns- og
vatnsveitum.
Ef litið er á þá fullyrðingu
þeirra HM-manna, sem er að
Haraldur Hannesson
sjálfsögðu kveikjan að þessu svari,
að St.Rv. sinni lítið málefnum
þeirra, þá er þess fyrst að geta að
HM-menn hafa og hafa lengi haft
algjöra sérstöðu innan St.Rv. og er
engum um að kenna öðrum en
þeim sjálfum ef þeir nýta sér hana
ekki til fulls.
Þessi sérstaða er í því fólgin að
þeir hafa eins og aðrir félagar í
St.Rv. verkfallsrétt vegna aðal-
kjarasamninga.
Síðan þegar ríkið hefur samið
við BHM sem ekki hefur verk-
fallsrétt er „farið yfir“ samninga
þeirra og þá reynt að ná til
HM-manna í St.Rv. öllu sem þar
hefur fengist án þess þó að skerða
í nokkru þá samninga sem gerðir
voru við Reykjavíkurborg. Líklega
myndi þó einhvers staðar heyrast
hljóð úr horni ef sama aðferð væri
notuð t.d. við iðnaðarmenn, sem
þó væri engu ósanngjarnari sam-
kvæmt því sem um getur í marg-
nefndum aðalkjarasamningi.
Það er illt til þess að vita, ef nú