Morgunblaðið - 30.12.1983, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1983
15
ítalskir spámenn, stjörnuspekingar og galdramenn:
unum benti til þess. Þá spáðu
þeir því allir að Rússar og
Bandaríkjamenn myndu hefja
afvopnunarviðræður á nýjan leik
og að þessu sinni myndi fara að
sjást árangur.
Þá spáðu margir fundar-
manna því að vel athuguðu máli,
að veðurlag myndi vera mjög
ruglað á árinu, rigna þar sem
sólin ætti að skína og öfugt. Þá
myndu miklir kuldar með snjó,
regni og frosti, herja á þar sem
fólk er hlýjunni vanara.
Ýmislegt sem þessir sömu
menn spáðu fyrir ári síðan
stóðst ekki þó svo að sumt hafi
gert það. Þess vegna fóru þeir
lítið út í gengisspár enda mis-
lukkuðust þær spár hrapallega.
Þá stóðst ekki, að Vestur-Þjóð-
verjar myndu lenda í stríði við
Austur-Evrópuland eins og spáð
var. Fleira mætti nefna. Við
hæfi gæti verið að gefa munkin-
um Barbanera Di Foligno síð-
asta orðið. Hann er stjörnuspek-
ingur í hjáverkum og þykir
skarpur. Hann segir: „Enginn
þessara spádóma er hundrað
prósent öruggur, því almáttugur
guð getur breytt gangi allra
mála."
Tilræði, styrjaldir
og náttúruhamfarir
hins vegar engin kjarnorkustyrjöld
Mílanó, 29. desember. AP.
ÍTALSKIR spámenn, stjörnuspek-
ingar og galdramenn komu saman
til árlegs þings síns í Mflanó fyrir
skömmu og tjáðu síðan hverjum
þeim er hlýða vildi hvað athyglis-
verðast mun gerast á árinu 1984. í
þeim boðskap kenndi margra
grasa eins og fyrri daginn. Hung-
ursneyð, styrjaldir, náttúruhamfar-
ir og tilræði við pólitíska leiðtoga
og saklausa borgara. í stuttu máli
beint framhald af 1983.
Samkvæmt hinum forspáu
mega einkum tveir stjórnmála-
leiðtogar vara sig; Ronald Reag-
an forseti Bandaríkjanna, og
Moammar Kaddafy, leiðtogi
Líbýu. Allir voru þingfulltrúar
sammála um það, nokkrir voru
Kaddafy má vara sig, segja galdra-
mennirnir.
Reagan skotinn eða fær slag en lifir.
þó ekki vissir hvort Reagan yrði
fyrir tilræði eða fengi hreinlega
hjartaslag. Allir voru þó vissir
um að hann myndi ekki láta líf-
ið. Þokukenndari voru spádóm-
arnir um hinn umdeilda Kadd-
afy. Sumir sögðu að hann myndi
einungis hljóta sár á öxl eftir
tilræði, hinir voru þess fullvissir
að hann myndi hljóta bana af, en
það myndi ekki valda neinu telj-
andi róti.
Galdramaðurinn í Flórens
eins og hann kallar sig, spáði því
að Yuri Andropov myndi hverfa
af sjónarsviðinu á árinu. Hann
gat ekki fullyrt hvort hann
myndi látast eða víkja vegna
heilsubrests eða annarra orsaka.
Hann spáði einnig borgarastyrj-
öld á Filippseyjum og styrjöld-
um víðar, svo sem í Asíu og
Latnesku Ameríku. Flestir voru
sammála um stríðin í þessum
heimshlutum og einn bætti við
mikilli ólgu og jafnvel borgara-
stríði á Indlandi, auk þess sem
þar myndi geisa drepsótt.
Ekki var allt svo illt að ekkert
boðaði gott. Til dæmis spáðu
þingfulltrúar því að stríði írana
og fraka myndi ljúka fyrri hluta
ársins og ekki myndi koma til
kjarnorkustríðs, hvorki á nýja
árinu né næstu 3—4 árum að
minnsta kosti. Ekkert í stjörn-
Andropov hverfur úr sviðsljósinu.
Bandaríkjamenn tilkynna formlega úrsögn úr UNESCO:
„Harma þessa ákvörð-
un Bandaríkiastjórnar“
SameinuAu hinAunum nc ParÍR. 29. rip*u>mher AP ” ”
SuneinuAu þjóAunum og Psrís, 29. deuember. AP.
JAVIER Perez de Cuellar, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, sagðist f dag harma
og hafa stórar áhyggjur af þeirri ákvörðun Bandaríkjamanna að draga sig út úr
samstarfi í UNESCO, menningar- og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna, að
ári liðnu.
Sagði talsmaður de Cuellar, að
hann vonaðist eindregið eftir því
að Bandaríkjamönnum snerist
hugur. Honum var formlega til-
kynnt þessi ákvörðun með bréfi frá
George P. Shultz, utanríkisráð-
herra Bandarikjanna.
Bandaríkjamenn leggja til nær
þriðjung rekstrarfjár stofnunar-
innar, sem hefur aðsetur í París.
Svarar framlag þeirra til um 50
milljóna dollara á ári.
„Séu Bandaríkjamenn staðráðnir
í að draga sig út úr samstarfinu
hefur það í för með sér, að starf
UNESCO verður aðeins svipur hjá
sjón,“ sagði Jean-Pierre Cot, full-
trúi Frakka í 161 manns fram-
kvæmdastjórn stofnunarinnar.
„Það verður að endurskoða allan
rekstrargrundvöll stofnunarinnar.
Þetta snertir ekki aðeins UNESCO,
heldur einnig Frakkland, þar sem
stofnunin hefur aðsetur í París.
Segja Síberíulægð hafa
komið hingað suðureftir
Rætt við Hilmar Skagfield, ræðismann íslands í Tallahassee, Flórída, um kuldakastið
„Þad hefur verið óskaplega kalt,“ sagði Hilmar Skagfield, ræðismaður
íslands í Tallahassee, Flórída, er Morgunblaðið ræddi við hann í gær.
„Veðurfræðingarnir kalla þetta Síberíulægð, sem komið hafi hingað suður-
eftir,“ bætti hann við.
„Frostið fór niður í 12 stig á
Celsíus, þannig að það hefur
kreppt að mörgum. Það var mikið
frost hér í tvo daga og síðan rauk
hitinn í 22 stig í gær. Ekki var þó
öllu lokið með þessari hitaaukn-
ingu því í nótt varð frostið svo
aftur 12 gráður.
Þetta er ákaflega óvenjulegur
kuldi hér um slóðir og tjónið á
appelsínu- og tómatauppskerunni
nemur nú þegar milljónum dollara
í syðri hluta ríkisins. Er jafnvel
talað um 500 milljónir dollara í
því efni. Kuldinn í suðurhluta
rikisins varð reyndar ekki næstum
eins mikill, en þess ber að gæta að
hús þar um slóðir eru flestöll
óupphituð, þannig að víða hefur
verið kalt á heimilum. Ávextirnir
þola heldur ekki að hitastigið fari
niður undir frostmark. Reyndar er
ástandið litlu betra í Lousiana og
Suður-Texas hjá ávaxta- og
grænmetisbændum þar um slóðir.
Svona veður hefur ekki komið
hér síðan 1962 og fór þá kuldinn
niður að svipuðu marki. Hér hefur
enginn snjór fallið, en ísing hefur
verið mikil á þjóðvegum og orðið
hefur að loka mörgum þeirra af
þeim sökum. Við sluppum þó betur
en íbúar margra annarra ríkja. í
Montana voru mestu kuldar, sem
þar hafa komið í 105 ár.
Venjulega er svona 8—10 stiga
hiti á Celcíus á morgnana á þess-
um árstíma og hitinn fer síðan í
18—20 gráður þegar heitast er á
daginn. Ég hef átt heima hérna í
33 ár og frostið nú svo og kulda-
skeiðið 1962 er það versta sem ég
minnist. Veturinn 1958 snjóaði
reyndar talsvert hérna — fyrsti
snjórinn í 80 ár — en kuldinn varð
ekki nándar nærri eins mikill og
nú.“
Veður
víða um heim
Akurayri +3 skýjaó
Amaterdam 10 skýjað
Aþena 17 heióskfrt
Berlín 10 heióskirt
BrUsael 10 skýjaó
Bueno* Airea 30 skýjaó
Chicago +7 skýjaó
Dublin 10 heióskirt
Frankfurt 9 heióskfrt
Genf 8 heióskfrt
Havana 31 heióskfrt
Hong Kong 11 skýjaó
JerOsalem 16 heióskirt
Jóhanneaarborg 23 heióskfrt
Kairó 22 heióskirt
Kaupmannahöfn 9 heióskirt
Liaaabon 15 heióskirt
London 9 akýjað
Loa Angeles 20 heióskírt
Mataga 15 skýjaó
Mexíkóborg 23 heióskirt
Miami 26 skýjaó
Montreal 0 snjókoma
Moskva 0 skýjaó
New York 13 heiósklrt
París 8 skýjaó
Peking 3 heiðskfrt
Perth 28 skýjað
Reykjavík +3 snjókoma
Rio de Janeiro 33 skýjaó
Róm 16 heióskfrt
San Francisco 15 skýjaó
Seoul +4 heióskfrt
Stokkhólmur 4 heióskfrt
Sydney 24 heióskírt
Tókýó 9 skýjaó
Vancouver +1 skýjaó
Vínarborg 9 heióskírt
Varsjá 10 skýjaó
Þórshöfn 7 alskýjað
P0ÚCOK3
iuuMíki
AMERÍKA
PORTSMOUTH/NORFOLK
City o( Hartlepool 19. jan.
Bakkafoss 30. jan.
City of Hartlepool 8. febr.
Bakkafoss 19. feb.
NEW YORK
City of Hartlepool 18 lan.
Bakkafoss 29. jan.
City of Hartlepool 7. febr.
Bakkafoss 18. feb.
HALIFAX
City of Hartlepool 22. jan.
City of Hartlepool 10. feb.
BRETLAND/MEGINLAND
IMMINGHAM
Eyrarfoss 2. jan.
Alafoss 8. jan.
Eyrarfoss 15. jan.
Alafoss 22. jan.
FELIXSTOWE
Eyrarfoss 2. jan.
Álafoss 9. jan.
Eyrafoss 16. jan.
Álafoss 23. jan.
ANTVERPEN
Eyrarfoss 3. jan.
Álafoss 10. jan.
Eyrarfoss 17. jan.
Álafoss 24. jan.
ROTTERDAM
Eyrarfoss 4. jan.
Álafoss 11. jan.
Eyrarfoss 18. jan.
Álafoss ' 25. jan.
HAMBORG
Eyrarfoss 5. jan.
Álafoss 12. jan.
Eyrarfoss 19. jan.
Álafoss 26. jan.
WESTON POINT
Helgey 27. des.
Skeiösfoss 16. jan.
LISSABON
Skeiösfoss 10. jan.
LEIXOES
Skeiösfoss 11. jan.
BILBAO
Skeiösfoss 12.jan.
NORDURLÖND/-
EYSTRASALT
BERGEN
Dettifoss 6. jan.
Mánafoss 13.jan.
Dettifoss 20. jan.
KRISTIANSAND
Mánafoss 2. jan.
Dettifoss 9. jan.
Mánafoss 16. jan.
Dettifoss 23. jan.
MOSS
Mánafoss 3. jan.
Dettifoss 6. jan.
Mánafoss 17. jan.
Dettifoss 20. jan.
HORSENS
Dettifoss 11. jan.
Dettifoss 25. jan.
GAUTABORG
Mánafoss 4. jan.
Dettifoss 11. jan.
Mánafoss 18. jan.
Dettifoss 25. jan.
KAUPMANNAHÖFN
Mánafoss 5. jan.
Dettifoss 12. jan.
Mánafoss 19. jan.
Dettifoss 26.jan.
HELSINGJABORG
Mánafoss 6. jan.
Dettifoss 13. jan.
Mánafoss 20. jan.
Dettifoss 27. jan.
HELSINKI
írafoss 5. jan.
GDYNIA
írafoss 7. jan.
ÞÓRSHÖFN
Dettifoss 19. jan.
VIKULEGAR
STRANDSIGLINGAR
-fram ogtil baka
frá REYKJAVÍK
alla mánudaga
frá ÍSAFIRÐI
alla þriðjudaga
frá AKUREYRI
alla fimmtudaga
EIMSKIP