Morgunblaðið - 30.12.1983, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1983
vtnlilntiit*
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, simi 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 250 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakið.
Tveir biskupar tala
Tveir biskupar töluðu í
Morgunblaðinu á aðfanga-
dag, herra Pétur Sigurgeirsson,
biskup yfir íslandi, og Olof
Sundby, erkibiskup Svía. í upp-
hafi viðtalsins við sænska bisk-
upinn er sagt, að hann sé sá
„kirkjuleiðtogi á Norðurlönd-
um sem borið hefur höfuð og
herðar yfir aðra á alþjóða-
vettvangi á áttunda áratug
þessarar aldar“, hann hefur
verið í forystusveit Alkirkju-
ráðsins og gegnt fleiri trúnað-
arstörfum en er nú kominn á
eftirlaun.
í Morgunblaðinu lýsa báðir
biskuparnir afstöðu sinni til
friðar og stöðu heimsmála. Er
eftirtektarvert að bera um-
mæli þeirra saman. Olof Sund-
by flytur um þetta langt og
flókið mál og sest oftar en einu
sinni í stól samanburðarfræð-
inganna sem leitast við að
sanna fyrir vestrænum almenn-
ingi að Bandaríkin séu líklega
þegar á allt er litið verra risa-
veldi en Sovétríkin. Herra Pét-
ur Sigurgeirsson tekur af skar-
ið með einföldum og skýrum
hætti, þegar hann segir: „Það
er ekki von á góðu í alheims-
málum þegar alræðisvald vill
ráða yfir skoðanaskiptum og
heldur hugsun manna í járn-
greipum. Einræðis- og hervald
er hættulegasta ógnun við
heimsfriðinn... Frjáls hugsun
og einlæg leit að raunveruleik-
anum og hinum sönnu verð-
mætum er undirstaða alls vel-
farnaðar í heiminum."
Með þessum orðum kemur
herra Pétur Sigurgeirsson
beint að kjarna málsins. Þar
sem þörf mannsins fyrir frelsi í
er heft og sannleiksástinni er j
vikið til hliðar verður til tor- |
tryggni og illvilji sem eru jafn-
vel hættulegri friðnum en |
vopnin sem mennirnir smíða. í ■
máli Olof Sundby kemur hins |
vegar fram einkennilegur tví-
skinnungur þegar hann ræðir
um vígbúnað og frið. Sænski
biskupinn segir um niðurstöðu
ráðstefnu kirkjunnar manna
sem haldin var í Uppsölum að
hans frumkvæði og oft hefur
verið vitnað til hér á landi:
„Það sem var mikilvægast við
Uppsalaráðstefnuna var hin
eindregna fordæming á kjarn-
orkuvopnum, ekki á kjarnork-
unni, heldur vopnunum. Að
framleiða, geyma og beita
þessum vopnum er andstætt
kristnu siðgæði."
Olof Sundby bætir því við
eftir þessa setningu að í Upp-
sölum hafi ekki allir verið al-
veg sammála um þetta. Kemur
það ekki á óvart. Athyglisvert
er að sænski biskupinn talar
einvörðungu um kjarnorku-
vopn. Þau vopn sem kölluð eru
hefðbundin eru þó ekki síður
hættuleg lífi manna og friðn-
um. Það er einmitt með þeim
vopnum sem milljónir og aftur
milljónir manna hafa verið
drepnar frá því að kjarnorku-
sprengjunum var kastað á
Híroshima og Nagasaki. í síð-
ari heimsstyrjöldinni börðust
menn „bara“ með venjulegum
vopnum og týndu þó um fimm-
tíu milljónir manna lífi þau sex
ár sem stríðið stóð. Eyð-
ingarmáttur hefðbundnu vopn-
anna sem notuð voru í síðari
heimsstyrjöldinni er smáræði
miðað við það sem nú gerist.
Og hvers vegna sleppir sænski
biskupinn þeim vopnum sem
vakið hafa meiri óhug en önnur
þegar þeim er beitt, efna- og
eiturvopnum? Viðhorf hins
sænska biskups mótast vafa-
laust af því að Svíar telja nauð-
synlegt að bíta í skjaldarrend-
ur venjulegra vopna til að sýna
að þeir séu tilbúnir til að verja
hlutleysi sitt.
Á síðum Morgunblaðsins á
aðfangadag töluðu tveir bisk-
upar um stríð og frið. Við sam-
anburð á orðum þeirra getur
lesandinn ekki komist að ann-
arri niðurstöðu en þeirri að
herra Pétur Sigurgeirsson,
biskup yfir íslandi, hafi með
orðum sínum lagt þyngra lóð á
vogarskál friðarins en hinn
sænski erkibiskup. Þar haldast
í hendur raunsæi og einlægni
sem hafa meiri áhrif en flókin
samanburðarfræði þeirra, sem
virðast eiga þá hugsjón helsta
að taka við hlutverki Cham-
berlains á okkar tvísýnu tím-
um.
Kvótanum
frestað
Með hliðsjón af því ofur-
kappi sem Halldór Ás-
grímsson, sjávarútvegsráð-
herra, lagði á að koma frum-
varpi til laga um kvótakerfið í
gegn á alþingi fyrir jólaleyfi er
sérkennilegt að nú nokkrum
dögum síðar skuli Halldór Ás-
grímsson skýra frá því að kvót-
akerfinu verði í fyrsta lagi
komið á 20. febrúar næst-
komandi — eftir að þingmenn
eru komnir úr jólaleyfi.
Frá upphafi var vitað að það
yrði bæði erfitt og flókið að
hrinda kvótakerfinu í fram-
kvæmd. Úrslitavaldið er í
höndum sjávarútvegsráðherra.
Það eru ekki réttu tökin á
þessu máli að knýja í gegn
heimild hjá löggjafanum og
skjóta síðan öllu á frest. Þessi
málsmeðferð styður þá gagn-
rýni margra þingmanna aðiík-
lega hafi ráðherra fengið of
mikil völd með lögunum.
„ÞETTA ER í fimmta skipti sem
SÁÁ flytur starfsemi sína, en
aldrei hefur fallið niður mínúta í
dagskránni þrátt fyrir flutninga
og það verður ekki heldur f þetta
sinn,“ sagði Hendrik Berndsen,
formaður stjórnar sjúkrastöðvar
SÁÁ þegar blaðamaður hitti hann
að máli á Silungapolli um fímm-
leytið í gær. Þá voru þeir 38 sjúkl-
ingar sem dvöldu í meðferð á Sil-
ungapolli rétt ókomnir af fyrir-
lestri, en þegar honum lauk vai
matast og síðan ekið í langferða-
bfl að Vogi, hinni nýju sjúkrastöð
SÁÁ við Grafarvog. Þar hélt með-
ferðardagskráin áfram með dag-
legum fundi AA-samtakanna og
verður því ekki sagt að flutn-
ingarnir hafí kostað óþarfa um-
stang eða truflað meðferð sjúkl-
inganna.
„Eini munurinn á flutningi
okkar nú og áður,“ sagði
Hendrik, „er sá að í nýju
sjúkrastöðinni bíður allt tilbúið
og hvorki hefur þurft að flytja
þangað húsbúnað eða annað
slíkt. Þannig skilja sjúkl-
ingarnir við Silungapoll eins og
hann var þegar þeir komu inn,
fara héðan á náttfötum og
sloppum sem sjúklingar klæð-
ast allan meðferðartímann og
halda áfram í sinni daglegu
meðferð á nýja staðnum eins og
ekkert hafi í skorist. Enda eiga
flutningarnir á engan hátt að
raska meðferð sjúklinganna, þó
að vissulega séu viðbrigði að
koma í svo stórt og vel búið hús
sem nýja sjúkrastöðin er, eftir
að hafa dvalið á Silungapolli,"
sagði Hendrik Berndsen að lok-
Að loknum kvöldverði á Silungapolli í gsr héldu sjúklingar þaðan að Vogi, hinni nýju i
Sjúklingar k
og starfeemii
Framsóknarflokk
hættir útgáfu Tfn
Öllum starfsmönnum blaðsins sagt upp að Þórarni Þórarinssyni ritstjóra undanskildum
STTARFSMÖNNUM dagblaðsins
Tímans, samtals um 70 manns, verð-
ur sagt upp um áramótin og um ieið
hættir Framsóknarflokkurinn út-
gáfu blaðsins. Við útgáfunni tekur
nýtt hlutafélag, Nútíminn, sem end-
anlega verður stofnað fyrir miðjan
janúar, að sögn Hákons Sigurgríms-
sonar, formanns blaðstjórnar Tím-
ans, sem einnig á sæti í undirbún-
ingsstjórn Nútímans hf. Aðeins Þór-
arinn Þórarinsson, ritstjóri, fær ekki
uppsagnarbréf en nú um áramótin
hefur hann unnið við Tímann í 50 ár.
Hann verður sjötugur á næsta ári.
í dag ráðgerir undirbúnings-
stjórn Nútímans hf. að halda fund
með starfsmönnum Tímans til að
kynna þeim fyrirhugaðar breyt-
ingar á rekstri blaðsins. Starfs-
menn blaðsins eru uggandi vegna
þessa og mun t.d. stjórn Blaða-
mannafélags Islands eiga fund
með blaðamönnum Tímans ein-
hvern næstu daga vegna uppsagn-
anna. Þær eiga að taka gildi 1.
apríl næstkomandi. Nokkrir
starfsmanna'* ritátjórnarinnar
hafa þó unnið svo lengi við blaðið,
að uppsagnarfrestur af hálfu út-
gefanda er fjórir mánuðir. Þeir
munu því ekki láta af störfum —
ef af verður — fyrr en 1. maí. í
uppsagnarbréfum starfsmanna,
sem undirrituð eru af Hákoni
Sigurgrímssyni, segir að vegna yf-
irtöku Nútímans hf. sé „óhjá-
kvæmilegt að segja öllum starfs-
mönnum blaðsins upp störfum.
Um endurráðningu fer samkvæmt
ákvörðun stjórnar hins nýja fé-
lags“. ,
Stofnfundi Nútímans hf. í
fyrradag var frestað fram í næsta