Morgunblaðið - 30.12.1983, Síða 17

Morgunblaðið - 30.12.1983, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1983 17 sjúkrastöd SÁÁ, þar sem daglegri meúferðardagskrá var framhaldið. omnir í Vog ii hafin ndinni má sjá sambærilegt svefnherbergi á Silungapolli. Ljósm. Mbl / KEE. urinn íans mánuð, einkum vegna ágreinings meðal hluthafa um hvort nauð- synlegt væri að Framsóknarflokk- urinn væri meirihlutaeigandi í fé- laginu, eins og til hafði staðið og drög að samþykktum félagsins gerðu ráð fyrir. Bráðabirgða- stjórninni, sem kosin var, er m.a. ætlað að ganga frá endanlegum tillögum um samþykktirnar, að sögn Hákons. „Það kom fram meiningarmun- ur á fundinum 'um’ Rvernig meta skyldi framlag flokksins inn í nýja félagið," sagði Hákon í samtali við blaðamann Mbl. í gær, „efasemdir um að ástæða væri til að Fram- sóknarflokkurinn sem slíkur ætti meirihluta." Hann sagði að Nútíminn hf. yf- irtæki allar eignir og skuldir Tím- ans. Hann vildi ekki tilgreina hverjar skuldirnar væru eða hve miklar þær væru en sagði að þær væru „ekki óyfirstíganlegar". Há- kon kvað hluthafa vera hátt á annað hundrað og væru það allt einstaklingar. Engin fyrirtæki eða stofnanir ættu hluti í nýja félag- inu að Framsóknarflokknum frá- töldum. „Þetta er hlutafélag flokks og flokksmanna," sagði hann. Um hugsanlegar endurráðn- ingar starfsmanna sagðist Hákon Sigurgrímsson ekkert geta sagt enn, frá því yrði væntanlega geng- ið fljótlega. Hvort fækkun yrði í starfsliði blaðsins við breyt- ingarnar sagðist hann heldur ekki géfa sagt enn, það yrði kannað um leið og gengið yrði frá endurráðn- ingum. Björgunardeild Vamarliðsins: Rekstrarkostnaður deildarinnar um 150 milljónir króna á ári — andvirði flugvéla 490—640 milljónir króna REKSTTRAR- og fjármagnskostnaður björgunardeildar Varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli nemur alls 650—800 milljónum íslenskra króna en inn í þeim töhim er kostnaður við kaup á 3 þyrlum og einni Hercules-flugvél, sem þar er jafnaðarlega staðsett. Launa- og rekstrarkostnaður er um 150 milljónir á ári, en andvirði flugvéla er á bilinu 490—640 milljónir króna. Þessar upplýsingar fékk Mbl. hjá Friðþóri Eydal, blaðafulltrúa Varnarliðsins. Verð Hercules-vélarinnar sem hér er jafnaðarlega er á bilinu 5—10 milljónir Bandarfkjadala, en andvirði þyrlanna, sem eru þrjár að tölu, er talið vera um 4 milljónir Bandaríkjadala hverrar, eða sam- tals 12 milljónir. í íslenskum krón- um er því hér um að ræða vélakost upp á 490—640 milljónir íslenskra króna. Þyrlurnar sem hér eru fljúga að meðaltali um 1000 flugstundir á ári i björgunar- og æfingarferðum, en flugstundin kostar um 1.000 banda- ríkjadali, þannig að þar er um að ræða 1 milljón dala, eða um 29 milljónir króna. Hins vegar er flug- timi Hercules-vélarinnar helmingi dýrari og sé reiknað með álíka flugtíma þeirrar vélar á ári, er þar um að ræða 2ja milljóna dala kostnað, eða sem nemur 58 miiljón- um króna. Starfslið björgunardeildarinnar á Keflavíkurflugvelli er 50 manns og launakostnaður vegna hópsins er um 1 milljón dala á ári. Á Hercu- les-vélinni er 10 manna áhöfn og árlegur launakostnaður þar er um 200.000 dalir. Innifalinn i þessum tölum er ekki þjálfunarkostnaður mannanna, en að sögn Friðþórs Ey- dal eru allir menn þjálfaðir í 6—8 vikur, ár tæki að þjálfa björgunar- menn og þyrluflugmenn þyrftu árs þjálfun eftir að búið væri að kenna þeim að fljúga öðrum vélum. Friðþór gat þess ennfremur að björgunardeildin væri sérþjálfuð til að bjarga hermönnum og þá eink- um flugmönnum, sem skotnir hafa verið niður á vígvelli. Því mætti spyrja, ef íslendingar tækju við rekstri björgunardeildarinnar, myndu þeir þá taka þátt sem slíkir í hernaðinum, eða yrði að kalla til aðrar sveitir. Varðandi annan rekstrarkostnað en launagreiðslur, nefndi Friðþór að kostnaður við viðhald, við veru sveitarinnar hér og ýmsa þjónustu næmi um 1 milljón dollara, þannig að sé launa- og flugkostnaði bætt við nemur kostnaðurinn um 3 millj- ónum dollara, eða sem nemur um 87 milljónum króna á ári. Sú björgunarsveit er hluti af stærra björgunarkerfi sem starfar í Englandi, en aðrir hlutar kerfisins eru staðsettir víða um heim, í Þýskalandi, Japan, Spáni, Kóreu og í Bandaríkjunum. Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra: Starfsemi björgunardeild- arinnar verður ekki yfir- tekin í einu vetfangi „ÉG TEL eðlilegt að náin og góð samvinna sé á milli Landhelgisgæsl- unnar og Varnarliðsins, ekki síst varðandi þyrlurekstur og björgunar- störf,“ sagði Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra ( samtali við Morgunblaðið, þegar hann var innt- ur álits á hugmyndum Halldórs Ás- grímssonar á yfirtöku íslendinga á björgunardeild Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. „Rekstur þyrla Varnarliðsins krefst 60 manna starfsliðs svo ekki verður slík starfsemi yfirtek- in í einu vetfangi," sagði Geir. Spurningu um það hvort hann teldi möguleika á að við yfirtækj- um rekstur deildarinnar, m.a. vegna sérþjálfunar hennar, svar- aði Geir þannig „Reynslan verður auðvitað að segja til um það og fjárhagsleg uppbygging og þau þjónustustörf sem slík björgun- ardeild innir af hendi fyrir Varn- arliðið sjálft og varnarkeðju Atl- antshafsbandalagsins í heild,“ sagði Geir. Spurningu um það hvort hann áliti möguleika á yfirtöku starf- seminnar, svaraði Geir þannig: „Ég hef ekki kynnt mér málið það vel að ég geti kveðið upp úr með það, en mér finnst sjálfsagt að kanna málið.“ Einnig var haft samband við Gunnar Bergsteinsson forstjóra Landhelgisgæslunnar, en hann sagðist ekki vilja tjá sig um mál þetta. Hugmyndir sjávarútvegsráöherra um yfirtöku á björgunarsveit Varnarliösins: íslendingar leggi til mannafla, en tæki og kostn- aður í annarra höndum — segir Halldór Ásgrímsson „ÉG HEF lengi verið þeirrar skoðunar að við fslendingar ættum að yfirtaka sem mest starfsemi Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli og tel að við getum gert það á alllöngum tíma og eitt af því sem mér hefur lengi fundist að ætti að byrja á er yfirtaka á starfsemi björgunarsveitarinnar þar,“ sagði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra f samtali við Morgnnblaðið í gær. Spurningu um það, hvernig slíkt gæti farið fram, svaraði Halldór: „Það gæti til dæmis orðið með þeim hætti að Landhelgisgæslan sæi um þann rekstur. Það er nauðsynlegt bæði fyrir Varnarliðið og okkur og þjóðirnar sem að Atlantshafs- bandalaginu standa, að þessi starf- semi sé rekin þarna. Hún hefur ver- ið rekin á kostnað Bandaríkja- manna og ég tel að við getum séð um þessa starfsemi og það ætti ekki að þurfa að kosta Bandaríkjamenn eða NATO nokkurn skapaðan hlut meira." Halldór var spurður hvort við ættum að kaupa tæki sveitar- innar, en hann svaraði því neitandi: „Ég hugsa mér að þau verði áfram í þeirra eigu, en vi^sjáum um rekst- urinn, mannaflann, og þeir greiði fyrir reksturinn, á sama hátt og til dæmis alþjóða flugmálastofnunin greiðir rekstrarkostnað flugvélar flugmálastjórnar að verulegu leyti,“ sagði Halldór. Halldór var spurður, hvort það væri réttur skilningur, að hugmynd hans væri sú að Bandaríkjamenn ættu vélar og tæki, fslendingar ynnu störf björgunarsveitarinnar, en Bandaríkjamenn greiddu rekstr- arskostnað, þannig að fslendingar kæmu ekki nærri fjárhagshliðinni. Halldór sagði þá að íslendingar kæmu ekki nærri fjárhagshliðinni, nema að litlu leyti. Hann var spurð- ur að því, að hvaða leyti það gæti orðið. Halldór svaraði: „Við getum ekki byrjað á að útfæra svona hugmyndir í smáatriðum, það þarf að byrjp á því að ræða þessi mál. rQg það er ekki hægt að segja að þetta skuli vera svona en ekki hinsegin. Þaó þarf að tala um þessa hluti, þetta er samningamál, sem um er að ræða.“ Sú björgunardeild sem hér er, er þáttur í víðtæku björgunarkerfi, sem teygir sig víða um heim og sagðist Halldór gera sér grein fyrir því. „En hluti af þessu björgunar- kerfi er einnig undir stjórn annarra þjóða,“ sagði Halldór, „og við erum aðilar að Atlantshafsbandalaginu með sama hætti og ýmsar þjóðir sem eru inni f þessu björgunarkerfi og við eigum hæft fólk til að sjá um þetta.“ Halldór var spurður að því, að þar sem það björgunarkerfi, sem björgunarsveitin á Keflavíkur- flugvelli er deild í, væri sérþjálfað til að bjarga hermönnum á ófrið- artímum og á þann hátt þjálfað til að taka þátt í hernaði, hvort íslend- ingar ættu einnig að taka að sér það verkefni. „Ég vil ekki hugsa málið út frá því,“ svaraði Halldór. „Ég er ekki svo svartsýnn að álíta að það komi til styrjaldar. En ég er þessar- ar skoðunar óg eg vil láta á þetta reyna,“ sagði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.