Morgunblaðið - 30.12.1983, Page 18

Morgunblaðið - 30.12.1983, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1983 Kjaradeilur til sáttasemjara upp úr áramótum? KEIKNAÐ er með að kjaradeilur launþega og atvinnurekenda fari fljótlega upp úr áramótum n«r allar til embættis ríkissáttasemjara. Aðilar vinnumark- aðarins, sem blm. ræddi við í gær, voru sammála um að frekari samningavið- ræður án atbeina ríkissáttasemjara væru ekki vænlegar til árangurs, svo mikið bæri í milli aðila. Guðlaugur Þorvaldsson, ríkis- sáttasemjari, sagði í samtali við Mbl., að enn sem komið væri hefði aðeins verið vísað til sín þremur deilum: BSRB og ríkisins, ríkis- starfsmanna í BHM og ríkisins og deilu Félags bókagerðarmanna og Félags prentiðnaðarins. „Fundir hafa ekki verið haldnir eða boðað- ir enn, nema hvað búið er að halda einn fund í deilu bókagerðar- manna," sagði ríkissáttasemjari. „Upp úr áramótum fer væntan- lega að komast skriður á viðræð- urnar." Björn Þórhallsson, varaforseti Alþýðusambands íslands, sagði ekkert vera í gangi þessa dagana og yrði varla fyrr en eftir áramót- in. „Við viljum reyna að tala eitthvað saman beint áður en deil- unni verður vísað til sáttasemj- ara,“ sagði Björn. Frá jólaskemmtun ungmenna f Seljaskóla Unglingar í Seljahverfí: Barátta hafin fyrir bættri aðstöðu til tómstundastarfa NÚ f vetur hafa unglingar í Selja- hverfi tekið höndum saman og hafið baráttu fyrir bættri aðstöðu til tómstunda- og félagsstarfa í Selja- hverfi, segir í fréttatilkynningu frá starfshópi unglinga í Seljahverfi. í samvinnu við Útideild og Æskulýðs- ráð gengust nemendur í Oldusels- og Seljaskóla auk annarra unglinga í hverfinu fyrir skemmtun í Iþrótta- húsinu við Seljaskóla sem heppnað- ist mjög vel. í framhaldi af þessari skemmt- un var stofnaður starfshópur til að vinna að málefnum unglinga í hverfinu. Hópurinn gekkst fyrir undirskriftasöfnun meðal ungl- inga í hverfinu til að leggja áherslu á þörf fyrir félagsaðstöðu og benda á algjört aðstöðuleysi sitt. Á fjórða hundrað unglingar skrifuðu sig á lista sem sendir voru borgarstjóra en fyrir borg- arráði liggja nú tillögur um starf- semi Æskulýðsráðs og Félags- málaráðs í Seljahverfi á næsta ári. Starfshópurinn er þessa dagana að undirbúa heilmikla þrettánda- gleði sem haldin verður í Tónabæ föstudagskvöldið 6. janúar 1984. Hjálparsveit skáta Njarðvíkum: Alls 12 sinnum kölluð út á árinu Vojfum, V atnsky.su.strönd, 28. desember. Iljálparsveit skáta í Njarðvík hef- ur 12 sinnum verið kölluð út til björgunar- og leitarstarfa á árinu. Hafa félagar í hjálparsveitinni lagt fram 1.300 klukkustundir í sjálf- boðavinnu til aðstoðar oft við erfið- ustu aðstæður, auk tíma sem fer í æfingar og vinnu í bílum og hús- næði, 3.000—3.200 klukkustundir. Að sögn Árna Stefánssonar, formanns HSSN, voru flest útköll í apríl, eða 5, en 4 útköll í janúar. Flest útköll voru vegna aðstoðar í óveðrum þá aðallega vegna snjóa, ennfremur vegna nauðlendingar flugvélar á Keflavíkurflugvelli, leitar að týndu fólki og týndri flugvél. f sveitinni eru 15 menn tilbúnir í útkall hvenær sem er, jafnt á nóttu sem degi og hafa þeir lagt fram 90 klukkustundir að meðaltali á mann á árinu. I sveit- inni eru 40 félagar á útkailslista. Hjálparsveitin á tvo bíla, Ford, árgerð ’75 og Dodge, árgerð ’79. Auk þess ýmsan búnað til björg- unar- og hjálparstarfa. Þá hefur sveitin danskan almannavarna- búnað sem er búnaður til að hjálpa fólki úr húsarústum og til að veita fyrstu hjálp. Búnaðurinn er fyrir 10 manns. Á árinu hóf sveitin byggingu á björgunarstöð sem er 318 fermetr- ar að stærð, en í dag fer starfsem- in fram í leiguhúsnæði. Árni Stef- ánsson sagði starf hjálparsveita ekki aðeins krefjast mikillar vinnu af félögunum, hún væri einnig fjárfrek og vildi hann minna á að nú stendur yfir sala flugelda sem er helsta fjáröflun- arleið hjálparsveitarinnar. — E.G. Tómas Kaaber, formaður Hjálparsveitar skáU f Garðabæ, til vinstri, og Páll Árnason, byggingarnefndarmaður, fyrir framan hið nýja húsnæði sveitarinnar við Bæjarbraut. Morgunblaðið/RAX. Garðabær: Hjálparsveit skáta flytur í nýtt húsnæði HJÁLPARSVEIT skáU í Garðabæ flutti í nýtt húsnæði fyrir jólin, en þáð er við Bæjarbraut í Garðabæ. Að sögn Tómasar Kaaber, for- manns sveitarinnar, og Páls Árna- sonar, í byggingarnefnd, er um að ræða 170 fermetra stálgrindarhús, sem félagar sveiUrinnar hafa reist í sjálfboðavinnu á undanförnum mánuðum, en fyrsU skóflustungan var tekin sl. haust. „Bæjaryfirvöld í Garðabæ gáfu sveitinni lóð undir húsið, en síðan var tekin ákvörðun um kaup á stálgrindarhúsi frá Garða-Héðni, sem félagarnir hafa unnið við undanfarna mán- uði. Húsið er nú tilbúið að utan, en mestallur frágangur innan- húss er eftir. Húsinu er skipt í tvennt. Annars vegar er um að ræða bíla- og vélageymslu og hins vegar félagsaðstöðu og út- búnaðargeymslu," sögðu þeir fé- lagar. „Öll okkar aðstaða var orðin mjög bágborin, en húsnæði það sem sveitin hefur verið í undan- farin ár er orðið ónýtt og stóð sveitinni í raun fyrir þrifum. Á því liðlega eina ári, sem liðið er frá því að hafizt var handa við bygginguna sl. haust, hefur al- mennt starf verið í lægð, þar sem allir hafa lagt hönd á plóg- inn við nýbygginguna, en nú stefnum við að því að koma al- mennu starfi í fullan gang að nýiu,“ sögðu þeir Tómas og Páll. I Hjálparsveit skáta í Garða- bæ eru nú liðlega 30 félagar, þar af eru 20 þeirra mikið starfandi. Sveitin hefur starfað frá árinu 1969 og eflst jafnt og þétt. Sveit- in var stofnfélagi að Landsam- bandi hjálparsveita skáta, sem komið var á laggirnar árið 1971. Tómas og Páll sögðu, að al- mennir félagsfundir væru haldn- ir mánaðarlega, en auk þess færu félagar sveitarinnar í sam- eiginlegar æfingar um helgar, væri ýmist um að ræða dags- ferðir eða lengri. „Við þjálfum mannskapinn í almennri ferða- mennsku, fjallamennsku, skyndihjálp, björgunartækni og fleiri þáttum, sem koma að not- um í starfinu, eða í útköllum, sem eru fjölmörg á hverju ári.“ Það kom fram í samtalinu við þá Tómas og Pál, að fjárhags- vandræði hrjáðu starfsemi sveit- arinnar eins og reyndar annarra björgunarsveita. „Rekstur á svona sveit er í raun ótrúlega fjármagnsfrekur. Við höfum fjármagnað þetta í gegnum tíð- ina með flugeldasölu eins og aðr- ar hjálparsveitir skáta og fer hún jafnan fram fyrir hver ára- mót, en flugeldasölu sveitarinn- ar nú fyrir þessi áramót lýkur á gamlársdag. Þá fórum við út í jólatréssölu fyrir þessi áramót, sem gekk þokkalega. Þessar tvær fjáröflunarleiðir nægja þó hvergi til að standa undir eðli- legu starfi og endurnýjun tækja". Aukin markaðshlutdeild innlendra iðnaðarvara ÍSLENZKUR iðnaður hefur heldur sótt í sig veðrið á þessu ári, ef marka má markaðshlutdeildartölur fyrir fyrstu tvo ársfjórðunga ársins, en þær eru byggðar á könnun Félags íslenzkra iðnrekenda. í nýútkomnu hefti Hagtalna iðnaðarins kemur fram, að mark- aðshlutdeild innlendrar hreinlæt- isvöruframleiðslu var á fyrstu tvéimur ársfjórungum ársins 64,1%, en markaðshlutdeildin var 59,7% á síðasta ári. Markaðs- hlutdeild innlendrar hreinlætis- vöruframleiðslu hefur stöðugt verið að minnka frá árinu 1978, þegar hún var 72,2%. Á árinu 1979 var hún 70,5%, um 67,3% árið 1980, um 63,2% árið 1981 og síðan 59,7% á síðasta ári, eins og áður sagði. Ef litið er á innlenda kaffi- brennslu kemur sama þróunin fram. Árið 1978 var markaðs- hlutdeildin 93,5%. Hún fer síðan stöðugt minnkandi, var 92,2% árið 1979, 86,6% árið 1980, um 79,8% árið 1981, um 78,7% árið 1982, en á fyrstu tveimur ársfjórðungum þessa árs var markaðshlutdeildin heldur farin að færast upp á við og var 80,3%. Innlend málningavörufram- leíðsla hefur hins vegar verið á undanhaldi á liðnum árum og náði lágmarki á fyrstu tveimur árs- fjórðungum þessa árs. Markaðs- hlutdeild innlendrar málninga- vöruframleiðslu var 65,6% á árinu 1978, um 64,7% árið 1979, um 66,2% árið 1980, um 63,8% árið 1981, um 61,5% árið 1982 og á fyrstu tveimur ársfjórðungum þessa árs var markaðshlutdeildin komin niður í 60,3%. Ef litið er á innlenda sælgætis- framleiðslu hefur hún verið nokk- uð breytileg frá því að kannanir á markaðshlutdeild hennar hófust árið 1980. Árið 1980 var mark- aðshlutdeildin 43,8%, árið 1981 var hún 49,3%, árið 1982 um 47,8% og á fyrstu tveimur árs- fjórðungum þessa árs var mark- aðshlutdeild innlendrar sælgætis- framleiðslu komin í 54,5%. Sjálfsagt aÖ takmarka leigu erlendra fragtskipa — segir Halldór Ásgrímsson „MÉR FINNST sjilfsagt að reyna að takmarka leigutöku erlendra fragtskipa til siglinga hér eftir því sem mögulegt er. Það er sannarlega ekki gott, að okkar skip liggi aðgerð- arlaus á sama tíma og hér eru leigu- skip,“ sagði sjávarútvegsráðherra, Halldór Ásgrímsson, á fundi í Sjó- mannafélagi Reykjavíkur, er hann var inntur eftir því, hvort ekki væri rétt að takmarka leigu erlendra fragtskipa hér. „Þetta væri kannski ekkert ólíkt því, að við værum hér með aðgerð- arlaus fiskiskip og erlend skip á veiðum í landhelginni og það er þess vegna, sem við höfum ákveðið að segja upp fiskveiðisamningum við erlendar þjóðir. Ekki vegna þess að við viljum ekki skilja sjón- armið þeirra. Ég held að við ætt- um erfitt með að sætta okkur við það, að erlend skip væru hér að veiðum á sama tíma og okkar liggja atvinnulaus. Svipað er með fragtskipin, þó það sé kannski ekki alveg jafn viðkvæmt," sagði Halldór Ásgrímsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.