Morgunblaðið - 30.12.1983, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1983
Óháði söfnuðurinn:
Baldur Kristjánsson settur
inn í embætti á nýársdag
— Séra Emil Björnsson lætur af störfum eftir 34 ára þjónustu
Á NÝÁRSDAG klukkan þrjú verður
guðsþjónusta í kirkju Óháða safnað-
arins í Reykjavík. Þar mun séra
Emil Björnsson, sem þjónað hefur
söfnuðinum í þrjátíu og fjögur ár,
setja Baldur Kristjánsson, tilvon-
andi prest safnaðarins, inn í emb-
ætti. Baldur Kristjánsson prédikar
og þjónar fyrir altari ásamt séra Em-
U. Organleikari er Jónas Þórir.
1 fréttatilkynningu frá söfnuð-
inum segir:
„Baldur Kristjánsson er 34 ára
gamall Reykvíkingur. Hann hefur
lokið prófi í almennri þjóðfélags-
fræði og lýkur væntanlega kandí-
datsprófi í guðfræði á vori kom-
anda. Hann hefur m.a. starfað hjá
landbúnaðarráðuneytinu, Banda-
lagi starfsmanna rlkis og bæja og
við blaðamennsku. Hann er sonur
Kristjáns Benediktssonar, borgar-
Séra Emil Björnsson
Baldur Kristjánsson
fulltrúa, og konu hans, Svanlaugar
Ermenreksdóttur, kennara.
Séra Emil Björnsson kveður nú
söfnuð sinn eftir að hafa þjónað
honum frá upphafi, eða í 34 ár.
Mikið starf hefur alla tíð verið í
söfnuðinum og á fyrstu árunum
byggði hann sér þá fallegu kirkju
sem stendur á mótum Háteigsveg-
ar og Stakkahliðar. Hann og kona
hans, frú Álfheiður Guðmunds-
dóttir, hafa alla tíð verið mjög
virk í starfi safnaðarins og hefur
frú Alfheiður verið formaður
kvenfélagsins frá stofnun þess ár-
ið 1950. Séra Emil hefur jafnframt
starfað sem fréttastjóri Sjónvarps
frá árinu 1967.
Safnaðarstjórn vill við þessi
tímamót þakka séra Emil Björns-
syni og frú Álfheiði áratuga þjón-
ustu og býður Baldur jafnframt
velkominn til starfa."
Nýtt lágmarksverð á hrossaútflutning um áramót:
Umsókn um útflutning 150 hryssa
á verdi ársins 1983 bíður
lega tekin fyrir með formlegum
hætti eftir áramót.
Folaldsmeri af Svaðastaðastofni í stóði Halldórs Sigurðssonar í Stokkhólma.
Halldór hefur sótt um leyfi til að flytja út um fimmtíu hryssur.
UMSÓKN um útfiutningsleyfi fyrir
150 hryssur liggur nú fyrir hjá land-
búnaðarráðuneytinu, að því er
Birna Baldursdóttir og Magnús
Friðgeirsson hjá Sambandi ís-
lenskra samvinnufélaga, staðfestu í
samtali við blaðamann Morgun-
blaðsins í gær, en Sambandið mun
hafa milligöngu um útflutning mer-
anna ef af verður. Sótt er um leyfi
til útflutningsins nú fyrir áraraót,
vegna þess að frá og með 1. janúar
mun væntanlega taka gildi lág-
marksverð á hrossum til útflutn-
ings, sem er verulega mikið hærra
en markaðsverð nú.
Áður en útflutningsleyfi eru
veitt, leitar landbúnaðarráðu-
neytið umsagnar Framleiðslu-
ráðs landbúnaðarins og Búnaðar-
félags íslands. Framleiðsluráð
hefur þegar mælt með útflutn-
ingnum, og von mun á umsögn
Búnaðarfélagsins í dag eða á
morgun. Samkvæmt upplýsing-
um er Morgunblaðið fékk í gær,
eru um 50 af hinum 150 hryssum
frá einu og sama hrossaræktar-
búinu; Stokkhólma í Skagafirði,
sem er í eigu Halldórs Sigurðs-
sonar, en hinar hryssurnar eru í
eigu fleiri einstaklinga.
Jón Helgason, landbúnaðarráð-
herra, skipaði hinn 18. október sl.
nefnd til að ákveða lágmarksverð
á undaneldishrossum til útflutn-
ings. í nefndina voru skipaðir
þeir Steinþór Runólfsson frá
ráðuneytinu, Kjartan Georgsson
frá Hagsmunafélagi hrossa-
bænda og Egill Bjarnason frá
Framleiðsluráði landbúnaðarins.
Nefndin kom saman hinn 29. nóv-
ember og ákveðnir voru þá sam-
tals tólf verðflokkar, lágmarks-
verð, fyrir stóðhesta og hryssur
til útflutnings. Mun þetta lág-
marksverð taka gildi nú 1. janúar
og Jón Helgason, landbúnaðar-
ráðherra, sagði í samtali við
blaðamann Morgunblaðsins í
gær, að ákvörðun nefndarinnar
stæði og þyrfti ekki staðfestingu
sína eða ráðuneytisins. Hitt væri
svo annað mál, að margir hefðu
rætt við sig og lýst þeim áhyggj-
um sínum að lágmarksverðið
væri of hátt. Því gæti verið að
það þyrfti að endurskoða, ef í ljós
kæmi að hrossin seldust ekki á
nýja verðinu. Málin hefðu verið
rædd óformlega og yrðu væntan-
Magnús Friðgeirsson hjá Sam-
bandinu tjáði Morgunblaðinu
einnig í gær, að fulltrúar hrossa-
útflytjenda hefðu þegar hitt ráð-
herra vegna málsins og ákveðið
væri að fram færu viðræður við
fulltrúa landbúnaðarráðu-
neytisins innan skamms.
Gunnar Bjarnason, ráðunautur
um útflutning hrossa, sagði í
samtali við Mbl. í gær að fráleitt
væri að unnt væri að selja hryss-
ur út á hinu nýja lágmarksverði,
sem væri 50 til 60% hærra en
verðið nú. Yrði þetta lágmarks-
verð á hryssum að veruleika, væri
hrossasala úr landi úr sögunni
um ófyrirsjáanlega framtíð. Þá
vildi Gunnar einnig gagnrýna
það, að nefndinni sem ákvað lág-
marksverðið, hefði verið ætlað að
hafa samráð við bæði hrossaút-
flytjendur og ráðunaut um
hrossaútflutning. Hvorugt hefði
verið gert og væri það brot á
starfsreglum nefndarinnar.
í fundargerð nefndarinnar um
lágmarksverð hrossa til útflutn-
ings frá 29. nóvember kom meðal
annars fram að meðalverð hryssa
árið 1983 er 21.620 krónur, en lág-
marksverð frá fyrsta janúar 1984
verður 30 þúsund krónur í tveim-
ur neðstu verðflokkum og 45 þús-
und í þriðja lægsta verðflokki.
Dr. Gunnar Ingi Birgisson
Varði doktors-
ritgerð í
verkfræði
GUNNAR Ingi Birgisson verkfræd-
ingur lauk doktorsprófi frá Univer-
sity of Missouri-Rolla, Bandaríkjun-
um í apríl síðastliðnum.
Doktorsverkefni hans er á sviði
jarðvegsverkfræði og fjallar um
rannsóknir á íslensku hrauni sem
undirstöðuefni, sérstaklega voru
könnuð áhrif álags á hraunfyll-
ingu í blautu og þurru ástandi.
Ritgerðin er á ensku og nefnist:
Investigation of dry and wet
strength of Icelandic lava-gravels.
Gunnar Ingi er fæddur í
Reykjavík 30. sept. 1947. Hann
lauk prófi í byggingarverkfræði
frá Háskóla íslands 1977. M.Sc.
prófi í jarðvegsverkfræði frá
Heriot-Watt University, Edin-
borg, Skotlandi. Hann hefur
stundað framhaldsnám og rann-
sóknir í jarðvegsverkfræði frá
1980 við háskólann í Missouri-
Rolla.
Hann starfar nú við eigið verk-
taka- og ráðgjafarfyrirtæki í
Reykjavík, og kennir jarðtækni
við Háskóla íslands.
Gunnar er sonur Auðbjargar
Brynjólfsdóttur og Birgis Guð-
mundssonar, Reykjavík. Kona
Gunnars Inga er Vigdís Karlsdótt-
ir og eiga þau tvær dætur.
Bílasala Guöfinns:
Hefur ekki
fengið lóð
BÍLASÖLU Guðfinns hefur ekki ver-
ið úthlutað lóð við Umferðarmiðstöð-
ina, eins og frá hefur verið skýrt í
Mbl., en úthlutun var til athugunar,
en ekki reyndist unnt að úthluta lóð-
inni, þar sem hún var of lítil.
Samkvæmt upplýsingum sem
Mbl. fékk hjá Gunnari Eydal,
skrifstofustjóra borgarinnar, er
lóðaúthlutun til bílasölunnar til
athugunar, en ekki hefur enn
fundist hentug lóð fyrir starfsem-
ina.
Flugleiðaþota á Kennedy-flugvelli:
Nokkrir farþegar fóru
út um neyðarrennu
NOKKRIR farþegar urðu óttaslegn-
ir er eldur steig úr einum hreyfli
Flugleiðaþotu í New York við flug-
tak á þriðjudagskvöldið og yfirgáfu
þotuna um ncyöarrennu. að því er
Sæmundur Guðvinsson, fréttafull-
trúi Flugleiða hf., tjáði blaðamanni
Morgunblaðsins í gær. Sæm undur
sagði enga hættu hafa verið á ferð-
um og aðeins fáir hinna 242ja far-
þega hefðu farið úr vélinni, sem hélt
af stað til íslands eftir að búið var
að koma fyrir nýrri neyðarrennu við
dyr þotunnar, í stað þeirrar sem not-
uð var.
Málsatvik voru þau, að sögn
Sæmundar, að mjög kalt var í
veðri í New York þennan dag eins
og víðar í Bandaríkjunum undan-
farið. Hreyfill númer þrjú á DC-8
þotunni varð því seinn í gang, og
safnaðist olía inn á hann, svo þeg-
ar hann hrökk í gang stóðu eld-
glæringar aftur úr honum. Nokkr-
ir farþeganna, sem sátu næst
hreyflinum urðu þá óttaslegnir og
stóðu á fætur og hlupu að dyrum
vélarinnar. Flugfreyja hefði þá
ákveðið að hindra fólkið ekki í að
fara frá borði, þótt þá þegar væri
eldurinn slökknaður og ljóst að
engin hætta var á ferðum.
Starfsmenn Kennedy-flugvallar
tóku síðan á móti fólkinu úti og
tjáðu því að engin hætta væri á
ferðum og hélt vélin síðan í loftið
nokkru síðar, svo sem áður grein-
ir.
Hæsti hjúskapar-
aldur á Islandi
SAMKVÆMT upplýsingum Þjóð-
skjalasafnsins áttu þau Siguröur
Magnússon og Ingibjörg Daða-
dóttir 75 ára brúðkaupsafmæli, en
ekki 74ra eins og sagði í blaðinu
nú í desember.
í Þjóðskjalasafninu liggur
prestþjónustubók Dómkirkjunn-
ar og þar hefur Jóhann Þorkels-
son, dómkirkjuprestur, fært eft-
irfarandi: „Hinn 19. desember
1908 voru gefin saman í hjóna-
band Sigurður Magnússon, nemi
í trésmíði, og Ingibjörg Daða-
dóttir.“ Svaramenn voru Sigurð-
ur Thoroddsen og Skafti Þórar-
insson og fór vígslan fram í
heimahúsi. Þess má geta að Sig-
urður Thoroddsen er verkfræð-
ingurinn, faðir dr. Gunnars heit-
ins Thoroddsen, en Ingibjörg var
í vist hjá Sigurði.
Eins og áður sagði í frétt
Morgunblaðsins í gær er Sigurð-
ur nú 103ja ára, verður 104ra í
apríl, en Ingibjörg 99 ára, verður
100 ára í maí næstkomandi.
Samkvæmt upplýsingum Þjóð-
skjalasafnsins mun einsdæmi að
fólk hafi náð svo háum hjúskap-
araldri á íslandi.