Morgunblaðið - 30.12.1983, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1983
Móöir okkar, t MARÍA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Sólvallagötu 12, Kallavík,
lést 28. desember.
Guörún Einarsdóttir, Gunnar Einarsson, Ingimar Einarsson.
t
Eiginmaður minn,
EINAR ÁGÚSTSSON,
stórkaupmaöur,
Safamýri 65, Raykjavík,
andaðist i Landspítalanum 24. þ.m.
Sigríöur Einarsdóttir.
t
Eiginmaður minn og taöir minn,
HARALDUR SVEINN KRISTJÁNSSON,
Sauóafslli,
andaöist i Landspitalanum 29. desember.
Finndís Finnbogadóttir,
Hörður Haraldsaon.
t
Móöursvstir mín,
HJÖROÍS BALDVINS,
Hóvallagötu 49,
andaöist í Borgarspítalanum 27. desember. Útförin fer fram frá
Dómkirkjunni fimmtudaginn 5. janúar kl. 13.30.
Fyrir hönd fjöldskyldunnar,
Maia Sigurðardóttir.
t
Móöir mín og tengdamóöir,
STEFANÍA ERLENDSDÓTTIR,
Hofsvallagötu 60,
veröur jarösungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 30. desember kl.
13.30.
Fyrir hönd aöstandenda,
María og Hallgrímur Dalberg.
t
Sonur minn og bróöir,
HALLUR FRIORIK PÁLSSON,
Borgarnesi,
sem andaöist 22. þ.m. veröur jarösunginn frá Borgarneskirkju,
laugardaginn 31. desember kl. 13.30.
Ferö veröur frá Umferöarmiöstööinni kl. 10.30 f.h.
Jakobína Hallsdóttir,
Vigdís Pólsdóttir.
t
Hjartans þakkir til vina og vandamanna fyrir veitta samúö og
vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns og fööur okkar,
FRANS ÁGÚSTAR ARASONAR.
Guö gefi ykkur gleöilegt nýtt ár.
Sveinbjörg Guðmundsdóttir
og börnin.
t
Innilegt þakklæti fyrir auösýnda samúö og hlýhug vegna andláts
móöur og tengdamóöur okkar,
GUÐRÚNAR ÞORBJÖRNSDÓTTUR,
Ásvallagötu 51.
Stefanía Runólfsdóttir,
Þóra og Karl Maack.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra er auösýnt hafa okkur hlýhug og
samúö vegna andláts
HELGA KAJ RASMUSSEN,
bakarameistara.
Börn. tengdabörn og barnabörn.
Minning:
Haraldur Pálsson
trésmíðameistari
Fæddur 7. júlí 1924
Dáinn 18. desember 1983
Þegar góður drengur og besti
vinur manns kveður þetta líf
skyndilega þá vakna minningar
frá liðnum dögum. Og hugurinn
reikar norður yfir fjöllin til æsku-
stöðvanna heima í Siglufirði.
Fyrstu kynni mín við Harald
Pálsson urðu á ísi lögðum tjörnum
sem nú eru horfnar en voru norð-
arlega á Eyrinni. Þar hópuðust
forðum saman krakkar og ungl-
ingar á skauta. f þeim hópi var
Haraldur, lítill, hnellinn drengur
sem réð yfir frábærri leikni á
skautum. Hann naut þess líka
langt fram eftir aldri að skreppa á
skauta.
Aðaláhugamál hans var skíða-
íþróttin og veitti hún honum
marga ánægjustund. Fjórtán ára
að aldri hóf hann kennslu á skíð-
um norður í Fljótum. Sama vetur
vann hann sinn fyrsta sigur í
göngu á landsmóti. Upp frá því
var hann einn af litríkustu skíða-
mönnum þessa lands allt til
hinstu stundar.
Ég sem þessar línur skrifa hef
átt Harald Pálsson að vini frá því
við vorum börn að aldri. Sjaldan
bar skugga á vináttu okkar þótt
við værum ekki alltaf sammála.
Hann var ákveðinn í skoðunum og
staðfastur en skilningsgóður ef
aðrir lögðu gott til.
Ég á margar góðar minningar
frá skíðaferðum með Haraldi. Við
gengum saman drengir fyrstu
spor okkar á skíðum. Og þegar
hann bað mig að koma með sér á
skíði þann örlagaríka sunnudag,
18. desember síðastliðinn, kom
mér síst í hug að ég myndi einmitt
þá ganga með honum síðustu spor
hans á skíðum í þessu lífi.
Við Helga þökkum kærum vini
tryggð og sanna vináttu og allar
ánægjustundirnar sem við áttum
saman. Við biðjum Guð að styrkja
og blessa alla ástvini hans.
Einar Ólafsson
Skíðaferðinni er lokið. Þeirri
för, sem hófst á hvítum snæbreið-
um milli siglfirskra fjalla, lauk á
heiðbjörtum skammdegisaftni eft-
ir hressandi göngu í Fossvogsdal.
— Með syni sínum og vini þeirra
beggja naut Haraldur Pálsson síð-
ustu stundanna í veröld vor
manna. Hann var „á snöggu auga-
bragði" kvaddur á brott til ann-
arrar ferðar, þeirrar sem enginn
fær undan vikist að fara. Hann
hélt af stað á kvöldi sem var frem-
ur siglfirskt en sunnlenskt, — góð-
ur skíðasnjór á jörðu, hægur and-
vari, bjart af tungli. Slíkt um-
hverfi hæfði Haraldi Pálssyni vel.
Og það er eins og betra sé að
kveðja þegar vitað er að lokasviðið
í lífsleik hans var ekki ólíkt þeim
sem honum höfðu löngum verið
kærust.
Haraldur Pálsson var Siglfirð-
ingur. Hann fæddist að vísu á
Sauðárkróki 7. júlí 1924 en fluttist
fjögurra ára með fjölskyldu sinni
til Siglufjarðar. Foreldrar hans
voru hjónin Guðbjörg Eiríksdóttir
og Páll S. Jónsson, trésmíðameist-
ari og lengi byggingafulltrúi og
bæjarverkstjóri á Siglufirði, hið
ágætasta fólk. Tvö systkini átti
Haraldur og voru bæði yngri en
hann, Olgu, sem gift er og búsett í
Hafnarfirði, og Sverri, sem lést
ungur. Auk þeirra átti hann syst-
ur sem dó í frumbernsku. — Har-
aldur ólst upp með foreldrum sín-
um og systkinum á Siglufirði.
Hann var raunar löngum í sveit á
sumrin eins og þá var títt en innan
við fermingu hóf hann þó sumar-
störf heima og reyndist snemma
dugmikill og úrræðagóður. Hann
lauk námi í húsasmíði um tvítugt,
setti þá þegar á laggirnar eigið
verkstæði ásamt vini sínum, As-
grími Stefánssyni, en fluttist til
Reykjavíkur 1951 og átti þar
heima síðan. Hann stundaði jafn-
an trésmíðar og stjórnaði gerð
fjölmargra húsa.
Haraldur Pálsson kvæntist í
október 1948 Eyrúnu Maríusdótt-
ur úr Reykjavík. Börn þeirra eru
fjögur: Sverrir, dó ungur; Eyþór,
verkfræðingur í Boston, kvæntur
Andreu Gosselin; Guðbjörg,
hjúkrunarfræðingur í Reykjavík,
gift Matthíasi Gunnarssyni prent-
ara og eiga þau tvö börn; Harald-
ur, hefur löngum starfað með föð-
ur sínum að trésmíðum. Eyrún og
Haraldur slitu samvistir fyrir
nokkrum árum en vinátta þeirra
stóð til hinstu stundar Haralds.
Ungur varð Haraldur skíðamað-
ur góður og óvenju fjölhæfur í
þeirri íþróttagrein. Hann hélt til
Svíþjóðar til náms og þjálfunar
skömmu eftir heimsstyrjöldina og
fór síðan marga ferðina til út-
landa og urðu sumar frægðarfarir.
Hann tók þátt í skíðamótum
heima og erlendis í tæpa hálfa öld
og var tíðum sigursæll enda af-
reksmaður og náði að verða ís-
landsmeistari bæði í norrænni
tvíkeppni og Alpagreinum. Hann
naut skíðaferða og raunar hvers
konar útivistar og féll því í valinn
á þeim vettvangi sem hann unni.
Um árabil var Haraldur skíða-
kennari víða um land. Hann hafði
gaman af að segja fólki til og fjöl-
hæfni hans gerði honum kleift að
temja ýmsum nokkra leikni þó að
námskeið væru stutt.
Haraldur Pálsson var vinur
minn frá því ég var barn að aldri
og góðvinur konu minnar var
hann í rúm 30 ár. Og hann var
góður vinur sem við eigum mikla
þökk að gjalda. Þó að stundum liði
langt milli funda rofnuðu aldrei
tengslin við Halla Páls. Og alltaf
var jafngaman að hitta hann.
Hann var sagnasjór, sagði afar vel
frá og naut þess að rekja liðna
atburði. Ævi hans var ekki ætíð
dans á rósum en þó var beiskja
fjarri honum. Hann var að vísu
lítt gefinn fyrir að láta hlut sinn,
sat oft við sinn keip meðan sætt
var. En mér virtist hann tíðum
stunda þrætubókarlistina sem
íþrótt en ekki af stærilæti.
Æskuheimili Haralds Pálssonar
er mér í fersku minni. Þar átti ég
ungur marga góða og glaða stund.
Við Sverrir heitinn vorum á líku
reki, Haraldur nokkru eldri sem
fyrr segir. Hann hafði töluverð
mannaforráð þegar í æsku þvl að
allmargir voru á líkum aldri og við
Sverrir í nágrenninu. Fyrir því liði
fór Halli Páls. Aldrei varð þurrð á
viðfangsefnum. „Margt eitt kvöld
og margan dag“ áttum við saman.
Auðvitað voru skíðin aðalatriðið.
Hver okkar gömlu vinanna man
ekki refaleik þar sem Halli stýrði
og skipulagði? Hann varð, eins og
áður sagði, snemma afreksmaður
á skíðum, göngumaður góður og
stökkmaður. Og hann varð ásamt
Ásgrími Stefánssyni fyrrnefndum
einn leiknasti svigmaður Siglfirð-
inga eftir að þeir tóku að æfa þá
grein og kölluðu slalom. — En
hann kunni líka að nota sumrin og
kenndi okkur að meta umhverfið
og njóta þess. Nokkur strjál minn-
ingabrot festi ég á þetta blað: —
Þreyttir sveinar þera timbur,
nagla og smíðatól upp bratta hlíð.
Kofi er reistur í botni Hvanneyr-
arskálar. Það var gott sumar sjö
ára snáða. — Og enn fyrr: Harald-
ur og vinur hans, Finnur Jónsson,
nú Grímseyingur, fara með okkur
Sverri á reiðhjólum sínum upp í
Skarðsveg sem þá nær að vísu ekki
langt upp fyrir Skarðdal. Á leið-
inni niður hitna bremsurnar svo
að úr rýkur og við leggjumst á
bakkann við Grísará í heitu sól-
skini og blæjalogni. Það er sigl-
firsk sumarblíða. — Og enn
sumarkvöld: Haraldur er úr grasi
vaxinn og sendiboði hjá hafnar-
stjóranum, Guðmundi Hafliða-
syni. Hann fer gjarnan á hraðbáti
um fjörðinn. Og hvað er meira
ævintýri ungum dreng en að þjóta
um sléttan sjóinn milli síldarbáta
og flutningaskipa frá ýmsum
þjóðum? — Slíkur galdramaður
var Halli Páls að hann gat gætt
umhverfi og athafnir þeim töfrum
sem hverfa ekki heldur búa í vit-
und okkar, eru partur af okkur æ
síðan.
Seint gleymi ég skammdegis-
morgni einum 1946. Ég er nýkom-
inn frá Akureyri heim í jólaleyfi.
Síminn hringir. Faðir minn svar-
ar. Ég skynja af raddblæ hans að
ótíðindi hafa gerst. Sverrir Páls-
son er látinn. Sextán ára er hann í
val fallinn, mannsefnið góða orðið
harmsefni. Og nú, einmitt þegar
„dagurinn flýgur lágt við lönd“,
hverfur bróðir hans til þeirra
landa þar sem engin köld klaka-
hönd stýfir vængi. — Sverrir bar
ungur af um íþróttir allar og var,
þegar hann lést, einn efnilegasti
skíðamaður Siglfirðinga þó að
vart væri af barnsaldri. Ég hygg
fráfall hans hafi orðið Haraldi
reiðarslag þótt hann stæðist högg-
ið án þess að bogna eins og fjöl-
skyldan raunar öll. Síðan átti
hann eftir að sjá á bak öðrum
Sverri og stóðst þá eldraunina
einnig. Honum var ekki fisjað
saman enda átti hann til traustra
stofna að telja.
Og nú er sá sem styrkastur stóð
fallinn. Ástvinum hans öllum
vottum við hjónin samúð og biðj-
um þeim blessunar Guðs.
Fyrir sjónum skammsýnna
manna er för Haralds Pálssonar
lokið. Hann spennir ekki framar á
sig skíðin og hverfur á vit þeirrar
fegurðar sem hvít víðernin búa yf-
ir. Hann leggur ekki lengur skíða-
slóðir sem aðrir njóta að fara.
Hann kemur ekki oftar þreyttur
en glaður úr drengilegum kapp-
leik. Hann hefur haldið á vit
hinna albjörtu töfra og þangað
fylgja bænir vorar honum.
Olafur Haukur Árnason
Þegar ég frétti af andláti Har-
aldar E. Pálssonar vinar míns síð-
la sunnudagsins 18. desember sl.
kom mér ekki á óvart að hann
skyldi hafa verið á skíðum þennan
síðasta dag sem hann lifði, svo
stóran þátt átti skíðaíþróttin í lífi
hans öllu. Nú var ein skíðavertíðin
enn að hefjast og þótt Haraldur
gengi ekki heill til skógar síðustu
árin, lét hann það ekki aftra sér
frá því að skreppa á skíði þegar
tækifæri gafst.
Við fráfall þessa þrekmikla
íþróttamanns verður manni hugs-
að til kynna okkar og samskipta,
gömlu góðu áranna á Siglufirði og
síðan hér sunnanlands. Þrátt fyrir
nokkurn aidursmun, sem gætir
meira á yngri árum, minnist ég
fyrstu skíðaáranna á Siglufirði og
leiðsagnar Haraldar. Foreldrar
okkar byggðu húsið Hólaveg 6,
tvílyft timburhús, og var Páll fað-
ir Haraldar byggingarmeistarinn,
en þar bjuggu fjölskyldur okkar
frá árinu 1934. í kjallara þess húss
voru skíðin geymd og þar voru
málin rædd. A þeim tíma voru góð
skíði illfáanleg og skíðaáburður
ófáanlegur. Þá var gott fyrir
okkur yngri strákana að þekkja
mann eins og Harald sem sigldi til
útlanda til skíðaiðkana og var til-
búinn að gefa okkur stroku undir
skíðin svona við og við. Já, það fór
ekki hjá því að við bræðurnir lit-
um oft löngunaraugum í áburð-
arskápana þeirra bræðra Harald-
ar og Sverris. Þessir tímar á Hóla-
veginum eru ógleymanlegir, þar
sem Haraldur var hinn virki leið-
togi á skíðunum, alltaf boðinn og
búinn til að leggja þeim yngri lið
og leiðbeina þeim.
Haraldur var í fjölda mörg ár
einn fremsti skíðamaður landsins
og um árabil var hann besti
göngumaður Siglfirðinga. Reynd-
ar var Haraldur nær jafnvígur á
allar greinar skíðaíþróttarinnar,
göngu, stökk og svig, þótt telja
verði að gangan hafi verið hans
sérgrein. Verður ekki í fljótu
bragði komið auga á marga jafn-
ingja Haraldar að þessu leyti hér
á landi þegar litið er til baka.
Hann tók íþrótt sína alvarlega og
stundaði hana af kostgæfni. Við
dáðumst að þrautseigju hans og
ósérhlífni við æfingar á Siglufirði,