Morgunblaðið - 30.12.1983, Síða 29

Morgunblaðið - 30.12.1983, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1983 29 við aðstæður sem nú væru taldar vonlausar. Ekki lét Haraldur það nægja að æfa og keppa í íþrótt sinni hér á landi, hann vildi kynnast skíðaiðk- un með öðrum þjóðum. Það var veturinn 1946 sem þeir Haraldur og sveitungi hans Jónas Ásgeirs- son héldu frá Siglufirði til Sví- þjóðar til æfinga og keppni. Þetta mun hafa verið fyrsta æfinga- og keppnisferð íslenskra skíðamanna til annarra landa, en þau áttu eft- ir að verða fleiri ferðalögin til út- landa. En smám saman verður íþrótta- iðkun að víkja fyrir alvöru lífsins. Haraldur lærði byggingariðn, rak fvrst verkstæði á Siglufirði með Asgrími Stefánssyni. Á verkstæð- inu í Gránugötunni var oft margt um manninn. Þar voru oft heitar umræður og þangað var gott að leita með brotin skíði. Haraldur kvæntist Eyrúnu Maríusdóttur og eignuðust þau fjögur börn og eru þrjú þeirra á lífi. Þau hjón komu sér upp myndarheimili í Reykja- vík sem gott var að heimsækja, en þau hjónin slitu samvistir. Hér sunnanlands stundaði Haraldur aðallega húsasmíði og minnist ég þess tíma með þakklæti er hann vann ásamt sonum sínum sem byggingarmeistari að byggingu íbúðarhúss okkar hjóna. Haraldur kom mér fyrir sjónir sem fremur einrænn maður, sem fór sínar eigin leiðir, oft ótroðnar slóðir. Hann var rökfastur og vildi ræða öll mál til hlítar. Ekki voru viðmælendur hans alltaf á sama máli og hann, en því tók hann ekki illa, því hann virtist njóta rök- ræðna um ágreiningsefnin. Hann var heiðarlegur, hreinn og beinn og lét skoðanir sínar óhikað í Ijósi. Við systkinin, foreldrar okkar og fjölskyldur sendum börnum Haraldar, móður, systur og öðrum ástvinum hans innilegar samúð- arkveðjur með þakklæti fyrir samverustundirnar. Ólafur Nilsson Á Sauðárkróki er Haraldur Pálsson fæddur en þegar hann verður nafntogaður skíðamaður er hann á Siglufirði og því höfum við víst flest talið hann Siglfirðing. Til fræðslumálaskrifstofunnar var oft beint beiðnum um útvegun á skíðakennurum til skóla. Um langt árabil var leitast við að verða við þessu og þá leitað í hóp góðra skíðamanna og þeirra sem dvalið höfðu í Skíðaskóla fsfirð- inga eða sótt skíðakennaranám- skeið innanlands eða erlendis. Stór er sá hópur orðinn, sem sagt hefur skólanemendum til í skíðaíþróttum eða staðið fyrir skíðaferðum og dvöl í skíðaskála. Aðdáunarvert er hve slys hafa orðið fá innan alls þessa fjölda og kvartanir í garð kennara engar, sem ég man eftir. Hvílíkri hugsun þarf ekki að beita við stjórn og umhyggju stórs hóps lítt harnaðra barna eða unglinga, sem oft finnst þeir allt kunna og geta? í hópi þessara ötulu kennara og stjórn- sömu leiðbeinenda var í mörg ár Haraldur E. Pálsson. Fyrir orð þeirra Helga heitins Sveinssonar eða Jónasar Ásgeirssonar, sem lengi sinntu skólanemendum, bauð Haraldur fram krafta sína. Bauð er ofmikið sagt, því að hann var svo yfirlætislaus um getu sína og færni, er hann í fyrstu ræddi við mig, að hann taldi sig vart nothæfan. Hann tók þó að mig minnir að sér Mývetninga. Er við tókumst í hendur brosti hann sínu hlýja hógværa brosi. Ég hygg að enginn hafi kennt víðar á Islandi skíðaíþróttir en Haraldur. Oft vill verða í íslenskum umhleypingum, að þegar kallað er eftir skíðakenn- ara er nægur snjór en svo bregður til hláku. Það var sérgáfa Harald- ar að finna snjó og koma þar fyrir kennslustöð. Ég símaði einu sinni til hans á stað þar sem hláka var og spurði hvað hann væri að gera: „Kenna skíðaíþróttir, og skólastjórinn sagði að fundið hefði hann skafl í gili og þar undi hann sér með nemendur allan daginn. Fáir skíðakennarar hafa verið og þeim fer án efa fækkandi sem geta kennt skíðagöngu, svig og skíða- stökk. Þó að kennari geti kennt þessar þrennar skíðaíþróttir, þá njóta fáir þess orðspors að hafa orðið íslandsmeistarar í þessum greinum og staðið sig vel í keppni í einstakri þeirra eða samanlagt (norræn tvíkeppni eða þríkeppni, t.d. Osló 1952) á erlendum stór- mótum. Keppni í skíðaíþróttum hóf Haraldur 10 ára. Göngu ungl- inga 15 km sigrar hann á Lands- móti 1940. Svigmeistari íslands og annar í bruni, göngu og norrænni tvíkeppni. íslandsmeistari í nor- rænni tvíkeppni 1949 og 1951. Fyrstur íslendinga keppir hann ásamt Jónasi Ásgeirssyni og Sig- tryggi Stefánssyni á alþjóðamót- um erlendum 1946. Þannig má telja frækna sigra Haraldar allt fram til 1966. Nú síðari ár gaf Haraldur eigi kost á sér til skíða- kennslu út á land og var hans saknað af mörgum, — en heyra mátti auglýst að hann væri ásamt góðum félögum til aðstoðar á skíðastöðum Reykvíkinga og veitti með þeim tilsögn í skíðaíþróttum — og efndi til skíðagöngu fyrir fjölskyldur og jafnvel til göngu um nokkurn veg. Haraldur var dulur maður, traustur og gott að hafa hann í hópnum. Hann bjó yfir mikilli reynslu og kunnáttu í helstu skíðaíþróttum og lagði fram mikið kennslustarf, sem markað hefur spor sem skal reynt að þakka með þessum fátæklegu skrifum. Megi íslenskum skíðaiðkendum verða fjölhæfni Haraldar E. Pálssonar fordæmi til aukinnar færni á skíðaslóðum. Aðstandendum vil ég tjá samúð og virðingu íslenskra íþrótta- manna á hinum ágæta skíðamanni sem fórnaði sér fyrir góða íþrótt. Þorsteinn Einarsson Haraldur Pálsson setti sterkan svip á allt skíðalíf sunnan heiða í mörg ár. Það er erfitt að átta sig á, að hann muni ekki framar verða með okkur við æfingar eða á skíðamótum. Frá 1970, er Skíðafé- lag Reykjavíkur var endurskipu- lagt, var hann kjörinn í stjórn fé- lagsins, og var í henni til dauða- dags. Það voru ekki margir dagar yfir veturinn, sem Haraldur steig ekki á skíði. Hann var ótvírætt litríkasti skíðamaður okkar Sunn- lendinga. Yfirstjórn SR hefur síð- an 1970 verið með dálítið siglfirzk- an blæ, og hefur það verið SR til gleði og gagns. Haraldur var einn af þessum sterku skíðamönnúm frá Siglu- firði sem fóru til Noregs og Sví- þjóðar, og keppti við góðan orð- stír. Ennfremur vann Haraldur í skíðaverksmiðju utanlands og var mjög fær um allt sem viðvék við- haldi á skíðum. Svigmót og göngumót á vegum SR voru í mörg ár undir umsjá Haraldar, og óneitanlega var gam- an að sjá til hans, er hann var að leggja svigbraut í þrönga gilinu við skíðaskálann í Hveradölum. Skíðabrautir hans voru alltaf vel lagðar og keppendum til ánægju. Nú er lífshlaup Haraldar á enda, og við í kringum skíðahreyf- inguna þökkum honum samveruna og margar glaðar stundir, einnig viljum við votta börnum, tengda- börnum og barnabörnum okkar dýpstu samúð við fráfall föður, tengdaföður og afa. Fyrir hönd félaga í Skíðafélagi Reykjavíkur, Ellen Sighvatsson Kveðja frá stjórn Skíöasambands Islands Nú er borinn til moldar Harald- ur Pálsson. Haraldur fæddist 7. júlí 1924 á Sauðárkróki, en fluttist 1928 til Siglufjarðar. Haraldur er öllum skíða- mönnum kunnur af áralöngum störfum sínum að skíðamálum, fyrst sem keþpandi, en síðan sem kennari og forystumaður. Haraldur Pálsson var óvenju fjölhæfur skíðamaður, enda var það viðtekin venja, að Siglfirð- ingar væru jafnliðtækir í hvaða grein skíðaíþróttarinnar sem um var að ræða, ýmist bruni, svigi, stórsvigi, skíðastökki eða skíða- göngu. Hann hóf að keppa á skíðum 1934 og hefur fram á þennan dag ekki látið sig vanta í skíðalöndin, þrátt fyrir sjúkdóm þann, sem að lokum varð honum að aldurtila. Haraldur var í hópi fyrstu ís- lendinganna, sem kepptu á skíðum á erlendri grund, en 1946 keppti hann ásamt þeim Jónasi Ásgeirs- syni og Sigtryggi Stefánssyni í Svíþjóð og mun það hafa verið í fyrsta skipti, sem okkar skíða- menn háðu keppni erlendis. Þessi keppnisför vakti mikla athygli í Svíþjóð og keppti Haraldur í svigi, göngu og stökki og var hann til að mynda 8. í stökki í Suderhavn. Fjölhæfni Haraldar Pálssonar, sem skíðamanns sést bezt á því, að hann varð íslandsmeistari 1944 og 1948 í svigi og 1949 og 1951 í nor- rænni tvíkeppni, þá varð hann annar í bruni 1944. Haraldur tók þátt í fjölda móta hér heima og erlendis og var með okkar beztu skíðamönnum um árabil. Það má segja að Haraldur hafi lifað fyrir skíðin, þau áttu hug hans allan. Hvort heldur var að vetri eða sumri var ekkert um- ræðuefni honum hugleiknara. Haraldur hafði gaman af að segja frá gömlum skíðaviðburðum og tókst þá oft einkar vel upp. Ég minnist þess enn, þegar hann sagði okkur strákunum frá þátt- töku sinni í skíðastökki á Holm- enkollen í Osló með þessari líka lifandi og skemmtilegu frásögn. Við sem þekktum Harald mun- um sakna hans, þegar kemur í skíðalöndin í vetur, og áhuga hans á skíðaíþróttinni. Það má segja, að það hafi verið táknrænt að Har- aldur varð bráðkvaddur eftir að hafa verið nýlega kominn af skíð- um. Hann var trúr hugsjón sinni til hinztu stundar. Stjórn Skíðasambands íslands vill þakka Haraldi Pálssyni störf hans í þágu skíðaíþróttarinnar, og óbilandi áhuga hans á henni allt til síðasta dags. Þá sendum við fjölskyldu hans hugheilar samúð- arkveðjur. Skíðasamband íslands, Hreggviður Jónsson, formaður. Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð og vinarhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur. ömmu og langömmu, JÚLlÖNU FRIÐRIKSDÓTTUR, hjúkrunarkonu. Dóra Haraldsd. Frodoaon, Fin Frodoson, Jón Haraldaaon, Áalaug Stophenaen, Stefán Haraldaaon, Sveinrún Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Egill Sigurður Kristjáns- son — Minningarorð Kveðja frá skólafélögum Nú eru þrír fallnir í valinn úr árgangi 1966 frá Verzlunarskóla íslands. Hér deyja þeir ungir sem guðirnir elska og kveðja fyrstir sem mannfólkið saknar. Egill Sig- urður Kristjánsson var borinn til moldar í gær. Egill Sigurður er sígilt dæmi um bakfiskinn í íslenzkri verzlun- arstétt. Rækti daglegt starf af prúðmennsku og hógværð. Áreitti ekki annað fólk og lét ekki hlut sinn fyrir öðrum. Maður einstakl- ingsins og einkaframtaks. Skólafélagar kveðja nú vin sinn í bili og biðja alföður að styrkja ástvini hans í söknuði. Guð blessi Egil Sigurð. Ásgeir Hannes Eiríksson Hvað má ein lítil skammbyssa sín mðt hryðjuverkamönnum framtíðarinnar? Vígvélar framtíðarinnar Kvikmyndir Ólafur M. Jóhannesson VÍGVÉLAR FRAMTfÐARINNAR Nafn á frummáli: Blue Thunder. Handrit: Dan O’Bannon og Don Jac- oby. Tónlist: Arthur B. Rubinstein. Kvikmyndun: John A. Alonzo. Leikstjóri: John Badham. Jólamynd Stjörnubíós að þessu sinni snýst um þyrlu nokkra sem lögregluyfirvöld í Los Angeles hafa tekið i notkun i tilefni af fyrirhuguðum Ólympíuleikum þar í borg. Við upphaf myndarinnar eru skilaboð þess efnis til áhorf- andans að slík þyrla sé þegar í smíðum hjá hernaðaryfirvöldum vestra. Hvílíkar vígvélar munu ekki svífa yfir blóðvelli framtíðar- innar. Þyrlan sem nefnist Blue Thunder Speciai er ekki aðeins bú- in hríðskotafallbyssu sem getur dritað fjögurþúsund kúlum á mín- útu heldur einnig rafeindatækjum sem gera flugmanninum fært að sjá jafnt í myrkri sem í albjörtu. Má með sanni kalla þessa vígvél hið alsjáandi auga himinsins, enda er henni ætlað það hlutverk að stýra mannlífi á þeim vígvelli sem risaborgir framtíðarinnar verða, að sögn. Fannst mér býsna áhuga- vert að fylgjast með mannlífi Los Angeles-borgar með augum þessa stálfugls. Svo virðist sem asfaltfrumskóg- urinn sé orðinn næsta varhuga- verður. Rándýr í mannsmynd eigra þar um í leit að bráð og enginn virðist óhultur. Flögraði sú hugsun að mér er ég fylgdist með næturlifi borgarbúa úr þyrluflugmannssæt- inu að þeir væru kannski ekki svo mikið betur settir en það fólk er býr við eftirlit öryggislögreglu. Auðvitað njóta íbúar bandarískra stórborga réttaröryggis en lög- gæslan virðist næsta vanmáttug við að halda villidýrunum í skefj- um. Fannst mér endurspeglast í myndinni, í viðbrögðum lögreglu- yfirvalda við þeirri alþjóðlegu íþróttahátíð er senn sækir heim Los Angeles-borg — og kennd er við Olympstind djúptækur ótti við að ekki væri nokkur von að hafa hemil á hryðjuverkamönnum og öðrum þeim er sækist eftir lífi hins almenna borgara, nema að grípa til hernaðar. Sannast hér hið fornkveðna, að blóð kallar á blóð. Þegar lögregl- unni duga ekki skammbyssur og haglabyssur í baráttunni við óþjóðalýðinn er gripið til fallbyssa sem hægt er að beina að fólki úr mikilli hæð. Virðist þá engu máli skipta hvort hinir varnarlausu hljóti miska af eður ei. Var næsta ónotalegt að sjá þyrluna tæta í sundur dúkkur sem stillt hafði ver- ið upp í tilbúnu þorpi. Hinir sak- lausu meðal þorpsbúa voru málað- ir hvítir en gangsterarnir rauðir. Ekki var nákvæmni fallbyssunnar góðu meiri en svo að nokkur börn tættust í sundur — að sjálfsögðu hvítmáluð. Eins og menn kannski grunar var hér um æfingu að ræða og gestirnir ekki af verri endanum, yfirmenn flughers og flota. Lýsti einn gestanna því yfir að lokinni skothríð að æfingin hefði heppnast prýðilega, aðeins hefði verið um 10% ónákvæmni að ræða, en slíkt væri vel innan „eðlilegra marka“, eins og hann orðaði það. Ég hef víst ekki enn getið nafns þessarar jólamyndar Stjörnubíós. Á frummálinu nefnist myndin: Blue Thunder í höfuðið á þyrlunni almáttugu, en eins hefði verið hægt að nefna myndina: Á ferð og flugi í þyrlu, því nóg er þveist með áhorfandann í þyrluskömminni og lá við að maður væri sjóveikur undir lok myndarinnar. Annars er hér um hefðbundna spennumynd að ræða og ber sá ágæti leikari Roy Scheider hitann og þungann af þeirri al-amerisku hetju er hér birtist í líki þyrluflugmannsins Murphy. Malcholm McDowell puntar og uppá myndina í hlut- verki vonda mannsins sem reynir að sjálfsögðu að skjóta Bláu þrum- una af festingunni. Skemmtileg til- viljun ræður því að einn af félög- um McDowell gengur undir nafn- inu Iceland. Loks komumst við á heimskortið, en mér skilst að þessi ságæta spennumynd hafi hlotið bærilega aðsókn útí hinum stóra heimi. Hér virðist hún eins vegar ætluð börnum, því ég sá ekki færri en fimm smákrakka á myndinni. Alls ekki krakkamynd nema ef til vill að mati kvikmyndaeftirlitsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.