Morgunblaðið - 30.12.1983, Page 32
Fréttirfráfýrstu hendi!
TIL DAGLEGRA NOTA
FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1983
VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR.
og snæld-
hafebotni?
Bjórinn
urnar á
Smyglvarningur, sem kastað var í sjóinn í mynni
Reyðarfjarðar, finnst ekki þrátt fyrir mikla leit
ÞREMIIR sfldartunnum með nær
tvö hundruð myndbandsspólum,
áteknum og óáteknum, og 6—7
kössum af bjór, var varpað í sjóinn
frá vb. Þorra SU frá Káskrúðsfirði í
mynni Reyðarfjarðar að morgni Þor-
láksmessu. Belgur var við tunnurnar
og var ætlunin að þær yrðu sóttar
síðar. Þær hafa hins vegar ekki
fundist og þykir nú líklegast, að þær
hafi sokkið með varningnum, enda
var norðanrok þennan morgun og
báturinn á fullri ferð. Rannsókn
málsins stendur yfir hjá sýslumanns-
embættinu á Eskifirði og liggja fyrir
játningar a.m.k. eins skipverja á
Þorra og manns á Fáskrúðsfirði.
Samkvæmt upplýsingum Mbl.
var Þorri að koma frá Grimsby í !
Englandi og átti að tollskoða bát-
inn á Eskifirði. Myndsnældunum
og bjórnum hafði verið pakkað inn
og komið fyrir i tunnunum og var
ætlunin að skilja þær eftir við
færi, svo hægt væri að sækja þær
síðar. Skipstjórinn á bátnum, sem
var grunlaus um smyglvarning-
inn, var í brúnni á leið inn til
Eskifjarðar en umræddur skip-
verji fékk tvo félaga sína um borð
til að aðstoða sig við að kasta
tunnunum aftur af í sjóinn á leið
inn fjörðinn.
Þegar tollskoðun var lokið á
Eskifirði var Þorra siglt til heima-
hafnar á Fáskrúðsfirði. Þegar far-
ið var að leita að tunnunum fund-
ust þær ekki og hafa ekki fundist
enn, þrátt fyrir vandlega leit.
Fljótlega komust yfirvöld í málið.
Skipverjinn á Þorra mun hafa
borið við yfirheyrslur, að ókunnur
maður í Grimsby hafi fengið sér
pakka ætlaðan nafngreindum
manni á Fáskrúðsfirði. Af hálfu
skipverjans liggur fyrir játning í
málinu í þá veru, sem að framan
greinir, en hann og manninn í
landi, eiganda góssins, greinir
talsvert á um magn bjórkassanna
og myndsnældanna.
Bjarni Stefánsson, sýslufulltrúi
á Eskifirði, staðfesti í samtali við
blaðamann Mbl. í gærkvöld, að
rannsókn þessa máls stæði yfir og
að játningar lægju fyrir um full-
framið tollalagabrot. Hann færð-
ist að öðru leyti undan að ræða
málið, sagði það fara venjulega
leið til ríkissaksóknara þegar
rannsókninni væri lokið.
Skelfiskurinn selfluttur á milli bifreiða.
Valt með 17
tonn af skelfiski
Borgarnesi, 29. desember.
Gámaflutningabifreið frá Eim-
skip valt út af veginum í Kolbeins-
staðahreppi í fyrrakvöld. Á bflnum
voru 17 tonn af skelfiski sem átti
að fara í skip í Reykjavík.
Bíllinn var í samfloti við ann-
an Eimskipsbíl sem einnig var
með skelfisk. Lögðu þeir af stað
úr Stykkishólmi á þriðjudags-
kvöldið og höfðu verið sólar-
hring á leiðinni þegar óhappið
varð vegna ófærðar á Heydal.
Nokkur snjór var á veginum þar
sem bíllinn valt útaf og hálka. {
nótt komu bílar frá Eimskip og
tóku skelfiskinn og fluttu «uður
en bíllinn var skilinn eftir.
— HBj.
Morifunblaðið/Kristján örn.
Glatt á hjalla
Það var glatt á hjalla í Tónabæ í gærkvöldi er þar var haldin jólaskemmtun þroskaheftra á höfuðborgarsvæðinu
á vegum Styrktarfélags vangefinna.
„FJÁRVEITING til vetrarviðhalds á vegum fyrir árið 1983 var 108,7 milljón-
ir króna, en í nóvemberlok var búið að verja 117,8 milljónum til þessara
hluta, svo þá þegar vorum við komnir rösklega 9 milljónir fram yfir fjár-
veitinguna," sagði Hjörleifur Ólafsson vegaeftirlitsmaður hjá Vegagerðinni
um kostnað við vetrarviðhald Vegagerðarinnar á því ári sem nú er að líða.
í Reykjavík hefur kostnaður
vegna vetrarviðhalds á götum far-
ið enn meira fram úr áætlun, um
miðjan desember var talan komin
upp i 24,2 milljónir króna, en fjár-
veiting hljóðaði upp á 11 milljónir.
Að sögn Inga Ú. Magnússonar
gatnamálastjóra munaði þar einn-
Skreiðarsalan til Nígeríu:
Skuldir Nígeríumanna
nema um 770 milljónum
SKULDIR Nígeríumanna við íslend-
inga vegna skreiðarsölu til Nígeríu
nema nú um 770 milljónum ís-
lenzkra króna (27.750.000 dollurum)
samkvæmt upplýsingum Seðlabanka
fslands. Þetta miðast við hið opin-
bera verð, en talsverður afsláttur
hefur verið gefinn á þessu ári frá
því, þannig að í raun getur skuldin
reynzt lægri.
Hvað framleiðendur varðar, er
1 skuldin gagnvart þeim ekki jafn
há vegna fyrirgreiðslu bankanna
og því er hér að sumu leyti um
skuld Nígeríumanna við fslenzka
banka að ræða. Talið er að skreið-
arbirgðir í landinu séu um 100.000
pakkar, en verðmæti þessara
birgða er óljóst. Að undanförnu
hefur verið veittur um 20% af-
sláttur á skreið seldri til Nígeríu,
en ekki er ljóst hvort svo verður á
næsta ári. Það getur oltið á efna-
hagsstefnu Nígeríumanna á næsta
ári.
Greiðslur úr Verðjöfnunarsjóði
vegna skreiðar hafa dregizt nokk-
uð frá því, sem áður var ákveðið.
Áætlað hafði verið að þeim yrði
lokið fyrir jól, en samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins bíða
margir enn eftir þessari greiðslu.
Ólafur Björnsson, stjórnarfor-
maður Skreiðarsamlagsins, sagði í
samtali við Morgunblaðið, að
þetta hefði valdið mönnum mikl-
um vanda. Sagði ólafur að alls
hefði átt að deila út um 150 millj-
ónum króna af því, sem skreiðar-
framleiðendur hefðu lagt í skreið-
ardeild sjóðsins, en ekki væri ljóst
hve margir biðu enn þessara
greiðslna, þeim til verulegra vand-
ræða.
ig mestu um fyrri hluta ársins, frá
janúar fram á vor, en haustið hef-
ur verið þokkalegt hvað snjó varð-
ar, en töluvert hefur þurft að salta
vegna hálku.
I nóvemberlok í fyrra hafði ver-
ið varið 86,5 milljónum króna til
vetrarviðhalds á vegum Vegagerð-
arinnar á núgildandi verðlagi, en
að meðaltali hefur verið varið 96
milljónum i snjómokstur, hálku-
varnir og annað vetrarviðhald á sl.
10 árum. Eins og áður sagði var
kostnaður þessa árs 117,8 milljón-
ir í nóvemberlok.
Sagði Hjörleifur að tímabilið
frá janúar og fram á vor hefði ver-
ið mjög erfitt, en haustið nú og
það sem af er vetrar nokkuð
þokkalegt. í júlílok hafði 90,6
milljónum króna verið ráðstafað
til vetrarviðhalds, en frá haust-
byrjun og fram í nóvemberlok 27,2
milljónum.
Vestfirðir reyndust kostnaðar-
samastir í ár, með 31,8 milljónir af
þessum 117,8 milljónum, en kostn-
aður við aðra landshluta var sem
hér segir: Suðurland 6,7 milljónir,
Reykjanes ásamt Hellisheiði 13
milljónir, Vesturland 16 milljónir,
Norðurland vestra 10,3 milljónir,
Norðurland eystra 17,6 milljónir
og Austurland 17,5 milljónir. I
sameiginlegan kostnað, kaup á
snjómoksturstækjum og fleira var
varið 4,9 milljónum.
Snjómokstur
kostar meira
en áætlað var