Morgunblaðið - 17.01.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.01.1984, Blaðsíða 21
■jWorflimliInftift ÍSLENSKU ÚR LEIK: I íþróttlr I ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1984 Gísli Felix frábær gegn Maccabi Zion — en það dugði KR-ingum ekki sjá nánar bls. 24—24 Góður árangur Einars EINAR Ólafsson, ísafirði, hafnaði í 21. sæti í 15 km. skíðagöngu á móti í Svíþjóö um helgina og Gottlieb Konráösson, Ólafsfiröi, varö 30. á sama móti. Hér var um aö ræöa eitt af úr- tökumótum Svía fyrir Ólympíuleik- ana í Sarajevo í næsta mánuöi, og voru íslendingarnir tveir einu er- lendu keppendurnir á mótinu. Sigurvegari varö Gunde Sven, en hann hefur verið yfirburöamaö- ur í 15 km. göngunni hjá Svíum í vetur. Hann fékk tímann 38.49,5 mínútur. Einar fékk tímann 42.23 mínútur. og Gottlieb fór á 43.40 mínútum. Um fjörutíu keppendur luku keppni, en sjónvarpaö var frá þessu móti beint í Sviþjóö. Getraunir: 190.000 kr. fyrir 12 rétta í 19. leikviku komu fram tvær raðir meö 12 rétta og var vinn- ingur fyrir hvora röö kr. 190.010,- og 90 raöir komu fram meö 11 rétta og vinningur fyrir hverja röð kr. 1.809,-. Víti forgörðum — hjá Stuttgart í bikarleiknum gegn Hamburger Morgunblaðið/Símamynd AP • Ásgeir Sigurvinsson á fullri ferö meö boltann (leiknum gegn Hamburger á laugardaginn. Þaö er Manfred Kaltz sem sækir aö honum en í baksýn er Felix Magath. A-sveit Ármanns sigraði A-SVEIT Ármanns sigraði í sveitakeppninni í júdó sem fram fór um helgina. Fjórar sveitir tóku þátt í mótinu. í sigursveitinni voru Þorsteinn Jóhannsson, Örn Arnarson, Hilmar Jónsson, Gísli Wiium, Garöar Skaptason, Bjarni Friöriksson og Kolbeinn Gíslason. Sveit UMFK varö í ööru sæti, B-sveit Ármanns í því þriöja og sveit Gerplu í fjórða sæti. — SH. Sigraði Lattany SAUTJÁN ára Breti, Ade Mafe, geröi sér lítið fyrir og sigraöi Bandaríkjamanninn heimsfræga Mel Lattany í 200 metra hlaupi á laugardaginn á breska innan- hússmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Cosford. Þetta var í úrslitahlaupinu; dag- inn áöur í undanrásunum sigraði Mafe Lattany einnig. Mafe hljóp á 21.28 sek.í fyrra skiptiö, sem er nýtt breskt innanhússmet. í úrslita- hlaupinu fékk hann tímann 21.38 sek. „Hann er mesta efni sem ég hef nokkurn tíma séö,“ sagöi Frank Dick, aöalþjálfari enska frjálsíþróttalandsliösins um Ade. Bandaríkjamaður sigurvegari í bruni karla í fyrsta sinn: „Heppnin ekki með manni tvisvar í röð“ — sagði hann í samtali við fréttamann Morgunblaðsins Wengen, Sviee, 15. janúer, (ré önnu Bjarnedóttur fréttaritara Morgunblaðeine. „Eg hélt ég myndi deyja," sagöi Bili Johnson, 23 ára Bandaríkja- maður, sem sigraöi Lauber- horn-bruniö í heimsmeistara- keppninni á skíöum á sunnudag. Hann haföi start-númeriö 21 og haföi rétt slegið besta millitím- ann í keppninni, þegar honum uröu á mistök í síöustu beygjunni og hann fór næstum í splitt. Hann rétt náöi jafnvæginu, fór út af brautinni, en hoppaöi inn á hana aftur og kom í mark meö besta tímann: 2:10,89. Veöuraöstæöur settu svip sinn á keppnina og Austurríkismaðurinn Anton Steiner, meö start-númerið 59, varð annar. Tími hans var 2:11,00. Erwin Resch, einnig frá Austur- ríki, varö þriöji meö tímann 2.11,06. Lauberhorn-keppninni var frest- aö frá laugardegi fram á sunnudag vegna veðurs. Veöriö á sunnudag reyndist ekki hiö ákjósanlegasta heldur. Brautin var stytt um tæp- lega 800 m, úr 4281 m niöur í 3499, vegna storms. Þaö fór aö snjóa rétt um þaö leyti sem keppni byrjaöi og nýfallinn snjór þakti brautina frá upphafi. Hinir fyrstu í rööinni fóru því nokkuö hægar en vænst var af þeim, þótt Resch næöi góöum árangri meö start- númeriö 5. Brautin varö haröari þegar á leiö og Kanadamaöurinn Steve Pod- borski, sem varö 20., kenndi því aö nokkru leyti um óvænt úrslitin. Johnson vildi þó ekki samþykkja þá skýringu. „Ég var meö lang- besta tímann á æfingunni á föstu- dag, þá munaöi heilli sekúndu á mér og næsta manni, og heppnin er ekki með manni tvisvar í röö.“ Hann var himinlifandi meö úr- slitin og hlakkar til keppninnar í Kitsbuhl á laugardag. Flestir eru sammála um aö brautin þar sé sú erfiðasta í heimsmeistarakeppn- inni þótt Lauberhorniö sé lengri og krefjist meira þols. Johnson veöj- aði 50 dollurum viö þjálfara slnn að hann myndi vinna Lauberhorn- bruniö og hefur nú tvöfaldaö upp- hæöina fyrir Kitzbuhl. Hann hefur aldrei keppt þar. Svisslendingarnir stóöu sig ekki sem best á sunnudag. Pirmin Zurbriggen lenti í 6. sæti ásamt Ástralanum Stefan Lee, meö tím- ann 2:11,55. Silvano Meli og Urs Raber lentu í 11. og 15. sæti. ital- inn Michael Mair, varö 4. meö tím- ann 2:11,26 og Garz Athans frá Kanada 5. meö 2:11,52. Hinn vel kunni Austurríkismaöur Franz Klammt' varö 13. meö tímann 2:12,27. Bill Johnson sagöi aö Klammer heföi veriö aðal hetjan sín þegar hann ólst upp og byrjaði aö þjálfa á skíöum í Oregon og Kaliforníu 7 ára gamall. Staðan í samanlagðri stigakeppni er nú þannig: Stig Pirmin Zurbriggen, Sviss 122 Franz Meinzer, Sviss 98 Andreaz Wenzel, Liechtenst. 85 Ingemar Stenmark, Sviþjóð 83 Urs Raeber, Sviss 84 Juri Franko, Júgóslavíu 61 Erwin Resch, Austurríki 60 Mans Enn, Austurríki 59 Marti Weirather, Austurríki 55 Max Julen, Sviss 51 Franz Gruber, Austurríki 51 „Vonandi lofar þetta góðu“ „ÉG ER ánægö meö útkomuna og vona að þetta lofi góöu fyrir sumariö. Ég undirbjó mig ekki fyrir mótiö sem slíkt, heldur notaöi það til að sjá hvsr ég stæði,“ sagöi Þórdís Gísladóttir frjálsíþróttakona úr ÍR í samtali viö blm. Mbl., en hún stóö sig vel á frjálsiþróttamóti í Ottawa um helgina, stökk 1,88 metra og jafnaöi íslandsmet sitt innan- húss. Sigurvegari varö bandaríska stúlkan Louise Ritter sem stökk 1,96 og önnur kanadíska stúlkan Debbie Brill meö sömu hæö og Þórdís, 1,88. Ritter og Brill hafa veriö í hópi 10 beztu kvenstökkv- ara heims undanfarin ár. „Æfingarnar hafa gengiö mjög vel hjá mér í vetur og framtíöin leggst vel í mig,“ sagöi Þórdís. Hún keppir á ný innanhúss um næstu helgi, en síöan ekki meir þar sem hún hefur komist aö samkomulagi viö skóla sinn um aö fá aö sitja af sér innanhúss- keppnistímabiliö vegna undir- búnings fyrir Ólympíuleikana í Los Angeles, en Þórdís á góöa möguleika á aö veröa í hópi keppenda þar. — ágás.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.