Morgunblaðið - 17.01.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.01.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1984 31 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir MAGNÚS SIGURÐSSON Frakkland: Marx er dáinn ÞAÐ er áberandi, hve margir franskir menntamenn, sem áAur voru virkir marxistar, hafa leitað til hægri og nú er svo komið, að kommún- istaflokkurinn í Frakklandi getur ekki lengur státað af neinum málsmetandi rithöfundi né listamanni. Margir þessara manna eru sízt áhrifaminni nú en áður. Þannig sátu milljónir Frakka sem límdir við skjáinn langt fram yfir miðnætti fyrir skemmstu, er stórstirnið Yves Montand kom fram í sjónvarpsþætti. Hann var þó ekki að skemmta samlöndum sínum með söng eða leiklist eins og svo oft áður. Að þessu sinni kaus hann að tala um stjórnmál og kom áheyrendum sínum svo sannarlega á óvart. Með hörðum orðum fordæmdi hann vinstri menn fyrir tilfinningasemi, heimtaði bandarískar eldflaugar handa Frakklandi og sú einkunn, sem hann gaf George Marchais, leiðtoga franskra kommúnista var afdráttarlaus en einlæg: „Drullu- sokkur.“ að er ekkert nýtt, að fransk- ir listamenn láti frá sér fara pólitískar játningar og hvatn- ingar. Yves Montand, þessi vin- sæli leikari og „chansonnier", sem nú er orðinn 62 ára, var ár- um saman eins konar kenni- merki franska kommúnista- flokksins. Enda þótt hann væri aldrei innritaður í flokkinn, var hann ómetanlegur fulltrúi flokksins. Ástæðan var fyrst og fremst sú, að hann var ein af hetjum fjöldans enda „stjarnan“ í meira en 40 kvikmyndum. Árið 1956, er sovézkir skrið- drekar brutu á bak aftur upp- reisn Ungverja, lét Montand sig ekki muna um það að fara í söngferð til Sovétríkjanna og á sjöunda áratugnum dreymdi hann enn um heim án auðvalds. Það var ekki fyrr en sovézkir skriðdrekar brunuðu inn í Prag 1968 og Solzhenitsyn tók að skýra frá „Gulag“-heiminum, að Montand snerist til hægri og það ekki hljóðalaust. Ekkert einsdæmi En saga Montands er ekkert einsdæmi. Sú tíð er liðin í Frakklandi, er það taldist sjálf- sagður hlutur að vera yzt til vinstri, væri maður skáld eða listamaður. Nú er varla nokkur málsmetandi menntamaður þar til, sem heldur fram róttækum vinstri skoðunum. Með dauða skáldsins Louis Aragons í des- ember 1982, sem sat 32 ár í mið- stjórn franska kommúnista- flokksins, missti flokkurinn sinn síðasta viðurkennda hugsuð og skáld. Jafnvel franskir jafnaðar- menn eiga fullt í fangi með að finna virk skáld og hugsuði, sem þeir geta kallað sína. Það kom glöggt í ljós sl. sumar, er Max Callo, núverandi talsmaður frönsku stjórnarinnar en áður sagnfræðingur og rithöfundur, lét frá sér fara í viðtali: „Vinstri sinnaðir menntamenn eru stadd- ir miðsvegar á leiðinni til upp- lausnar." Nú er það nánast óhugsandi, sem fyrir nokkrum áratugum var alsiða í Frakklandi, að and- ans menn gæfu auðmjúkir frá sér viðurkenningarjátningar til kommúnistaflokksins. „Flokkur- inn minn gaf mér aftur augu mín og minni", sagði Aragon í einu ljóða sinna 1944. Á árunum eftir stríð gátu franskir kommúnistar státað af fjölda rithöfunda, listamanna og heimspekinga, sem voru yfirlýst- ir stuðningsmenn flokksins. Það voru rithöfundar eins og André Gide, Romain Rolland og André Malraux, listmálararnir Pablo Picasso og Fernand Léger og arkitektinn Le Corbusier, svo að einhverjir séu nefndir. Og ekki má gleyma Jean Paul Sartre, fremsta rithöfundi exist- ensialistanna, sem árið 1964 hafnaði bókmenntaverðlaunum Nóbels í bræði. Fyrir Sartre var marxisminn hornsteinn allrar umræðu og „sjóndeildarhringur allrar menningar". Er Stalín dó 1953, lýsti Aragon honum sem „mesta heimspekingi allra tíma“. En þá þegar voru voðafréttir farnar að berast frá Sovétríkjunum. Bók Arthurs Koestlers, „Myrkur um miðjan dag“ sem var hörð fordæming á ógnum Stalínréttarhaldanna, var þá þegar komin út fyrir nokkru og hafði vakið mikla at- hygli. Vinstri menn í Frakklandi vísuðu öllu þessu á bug sem rógi en viðurkenndu samt, að öfga- verk hefðu verið framin. Er Nikita Kruchev fletti ofan af Stalín á 20. flokksþinginu 1956, varð öllum Ijóst, hversu langt glæpaverkin höfðu gengið. í kjölfar þessa tóku ýmsir menntamenn í franska kommún- istaflokknum að spyrja sjálfa sig, hvort sovétkerfið hlyti ekki sjálfkrafa og óhjákvæmilega að leiða til stalínisma og hvort yfir höfuð væri unnt að kalla það, sem gerzt hefði, sögulegt slys eins og sumir vildu gera. Það leið langur tími, áður en nokkur hreyfing komst á komm- únistaflokkinn sjálfan og for- ystumenn hans af þessum sök- um. Maurice Thorez, leiðtogi flokksins, lét þau boð út ganga, að ekki þyrfti að ásaka nokkurn mann um neitt. Það var fyrst 1961, að hann tók að tala um glæpi Stalíns. Og sjálfur Sartre, helzti menningarhugsuður flokks og þjóðar, taldi afnám stalínismans vera „slæm mis- tök“. Áhrif Solzhenitsyns Mesta áfallið reið hins vegar yfir 1974, er bók Solzhenitsyns „Archipel Gulag“ kom út. Það sem menn höfðu neitað að viður- kenna sem veruleika þrátt fyrir opinberanir Kruchevs, blasti nú við öllum sem nakinn og skelfi- legur sannleikur: Gulagið var óaðskiljanlegur hluti af sovét- kerfinu. Nú var það ekki bara Stalin, sem settur var á gapastokkinn heldur sjálfur Marx. Fylk- ingarnar snerust í umræðum franskra menntamanna. Áður höfðu marxistarnir verið sækj- endur. Nú urðu þeir að taka að sér hlutverk hinna ákærðu. Það var því engin furða þótt margir vinstri menn fyndu sér engan samastað framar. Maoistar og trotskyistar, sem verið höfðu í fararbroddi í frönsku stúdenta- óeirðunum í maí 1968, fjarlægð- ust kommúnista. Enn aðrir vinstri menn leituðu sér skjóls á meðal umhverfisverndarmanna og kjarnorkuandstæðinga. Yves Montand Margir héldu áfram að vera vinstri menn en án þess þó að lofa Marx. Ástæðan var einfald- lega sú, að kommúnistar þóttu ekki lengur samkvæmishæfir. Einn þeirra, heimspekingur- inn André Glucksman, reyndist sjálfum sér samkvæmur strax frá upphafi. Hann kvaddi Marx alfarið og lýsti marxismanum sem „mannætu 20. aldarinnar". En hann lét ekki þar við sitja, en gekk skrefi lengra. Það eru ekki bara marxistar, sem eru yfir- lýstir andstæðingar hans, heldur allir þeir, sem telja sig geta unað við marxismann og tekið afleið- ingum hans. í nýjustu bók sinni „Máttur hringiðunnar" (La force de vertige) gengur Glucksman svo langt að halda því fram, að útþenslustefnu Sovétríkjanna og þar með hættunni á Gulageyja- klasa í Vestur-Evrópu verði að svara með því að setja upp Pershing-eldflaugar, ef þörf krefur. „Opíum handa mcnntamönnum“ Glucksman er enginn einfari í skoðunum á meðal franskra menntamanna, sem áður fylgdu kommúnistaflokknum. Hann er í forystu fyrir hreyfingu, sem stofnuð var 1977 af ungum menntamönnum undir kjörorð- inu: Marx er dáinn. Þessum mönnum hefur tekizt að sanna að andstætt allri hefð í Frakk- landi, þá er það hægt að vera menntamaður þar án þess að vera kommúnisti. Það er líka tímanna tákn, að rithöfundurinn Raymo nd Aron nýtur nú vax- andi álits og vinsælda. Hann hefur ávallt haldið fram frjáls- lyndri menningarstefnu og hvorki stutt kommúnista né heldur gerzt talsmaður aftur- haldskenndra hægri afla. f bók sinni „ópíum handa mennta- mönnum" gerir hann grín að þeim menntamönnum, sem not- færa sér marxismann sem deyfi- lyf gagnvart vandamálum líð- andi stundar og lýsir þeim sem „skrifborðsbyltingarmönnum". Franskur almenningur hefur fylgzt náið með allri þessari um- ræðu ekki hvað sízt sökum þess hve hún hefur skipað mikinn sess í fjölmiðlum. Víst er, að margir þeirra, sem þar hafa tek- ið virkan þátt, þurfa ekki að una illa við sinn hlut. Svo vikið sé aftur að þjóðhetjunni Yves Montand, þá hefur vegur hans á meðal samlanda sinna aldrei verið meiri. Það sýndi skoðana- könnun, sem gerð var eftir sjón- varpsþátt hans, er getið var hér í upphafi. Ekki færri en 17% þeirra, sem spurðir voru um frammistöðu Montands, vildu meira að segja gera hann að for- seta Frakklands. (Heimildir: Der Spiegel oJV.) Aðalfundur fulltrúaráðsins Aöalfundur fulltrúaráös sjálfstæöisfélag- anna í Reykjavík veröur haldinn þriöju- daginn 17. janúar kl. 20.30 í Valhöll. -----------Dagskrá:------------- 1. Skýrsla stjórnar. 2. Kjör formanns og 6 fulltrúa í stjórn. 3. Kjör í flokksráð. 4. Ræöa. Friðrik Soph- usson varaformaöur Sjálfstæöisflokksins. 5. Önnur mál. Stjórn fulltrúaráösins. Áætlanagerð fyrirtækja Tilgangur námskeiösins er aö gefa þátttakendum heildaryfirlit yfir hvaða áætlanir er æskilegt að gerin fyrirtækjum og gera í stórum drátt- um grein fyrir hvernig þær eru unnar. I lok námskeiðsins hafi þátt- takendur náð að tileinka sér hclstu hugtök um áætlanagerð og séð dæmi um algengustu tegundir áætlana. Námskeiðið er ætlað framkvæmdastjórum smærri og meðalstórra fyrir- tækja og starfsmönnum áætlanadeilda hjá stærri fyrirtækjum. Efni: Gerð verður grein fyrir hvað áætlanagerð er, helstu hugtök skil- greind og rætt um hvaða hlutverki áætlanir gegna í rekstri fyrirtækja. Nánari grein verður gerð fyrir eftirtöldum atriðum: Starfsgrundvelli og markmiðasetningu fyrirtækja - Skipulagningu á áætlanagerð i fyrirtækjum - Stefnuáætlunum - Skipulagningu - Fram- kvæmdaáætlun - Fjárhagsáætlun - Rekstraráætlun - Greiðsluáætlanir - Efnahagsáætlanir- Eftirliti með áætlunum. I.eiðbeinendur: Eggert Ágúst Sverrisson. viöskiptafræðingur frá Háskóla íslands 1973. Varviðstarfsnám við InternationalTradeCenter í Genf, Sviss í 1/2 ár. Starfar nú sem fulltrúi forstjóra Sambands íslenskra samvinnufélaga. Þórður Sverrisson viðskiptafræðingur frá Háskóla (slands. Stundaði framhaldsnám í rekstrarhagfræði við Gautaborgarháskóla um eins árs skeið. Starfar nú sem fulltrúi framkvæmdastjóra flutningssviðs hjá Eim- skipafclagi íslands hf. Tími: 23.-26. janúar kl. 14-18. Starfsmenntunarsjóður Starfsmannafélags Ríkisstofnana greiðtr þátffókugjald fyrir félagsmenn sina á þetta námskeið. Eggert Þórður TILKYNNIÐ ÞÁTTTÖKU í SÍMA 82930 ^ STJÓRNUNARFÉLAG v ISLANDS SKXJMÚLA 23 S Ml 82930

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.