Morgunblaðið - 17.01.1984, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.01.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1984 37 Jón Kristjáns- son - Minning Fæddur 10. desember 1900 Dáinn 24. desember 1983 Síminn hringir og okkur er sagt frá láti Jóns. Hver skilur tilgang lífsins, þegar allt verður svo dap- urlegt. Elsti sonur Jóns hafði lát- ist svo snögglega, iangt um aldur fram, en hann lést 15. des. sl. Út- för þeirra var gerð frá Dómkirkj- unni hinn 28. des. sl. En Guð ræð- ur og við verðum að trúa að það sé tilgangur með þessu öllu. Jón fæddist í Bolungarvík 10. desember 1900 og var því 83 ára er hann lézt. Hann stundaði sjóinn lengi vel og svo ýmis önnur störf. Hann kvæntist Margréti Guð- mundsdóttur frá Súðavík og eign- uðust þau fimm börn, þau eru, Kristján, látinn, Erla, Hilmar, Guðmundur og Margrét. Við kynntumst Jóni og Margréti árið 1971 er við fluttum inn í fjöl- býlishúsið að Leirubakka 14. Við vorum öll ung, Jón og Margrét voru aðeins eldri, en við urðum aldrei vör við aldursmuninn sem var í rauninni 50 ár. Það var ekk- ert kynslóðabil til í því húsi. Þar bjuggu þau Jón og Margrét í 12 ár og aldrei bar skugga á samkomu- lagið í stigaganginum. Við áttum öll ánægjuleg samskipti við Jón og Margréti. Jón tók að sér að hugsa um garðinn fyrir okkur íbúana við Leirubakka 2—16. Ég veit að það eru allir sem þakka honum vel unnin störf þar. Það var ánægju- legt að horfa út í garðinn á vorin og sjá hvernig grasið grænkaði og laufin sprungu út á trjánum. Ánægjan var líka sú að við gátum verið viss um að allar plönturnar sem keyptar voru í garðinn fengu bestu umhirðu sem þurfti svo þær gætu fest rótum og lifað af vetur- inn. Ég man að fyrsta haustið eft- ir að garðurinn var tilbúinn batt Jón upp hverja einustu plöntu og hlúði að þeim fyrir veturinn. Svo strax og voraði var Jón kominn út í garð með hrífu eða annað sem til þurfti til að hreinsa og laga til. Hann kenndi börnunum að um- gangast plönturnar og bera virð- ingu fyrir garðinum. Það getur verið erfitt að halda litlum görð- um í góðu horfi, hvað þá garði sem er í kringum blokk sem hefur 56 íbúðir. Börnin voru líka mörg og öllum þótti þeim vænt um „afa“ eins og þau kölluðu hann. Þau fylgdust vel með þegar hann var að slá og raka, vildu hjálpa til við heyskapinn, því bletturinn var stór. Og þeir fullorðnu sem fylgd- ust með Jóni út um gluggann sinn sáu að þar var maður sem kunni að vinna, því þar var ekki kastað til hendinni og ekkert látið bíða til næsta dags sem hægt var að gera í dag. Hann vildi skila því með sóma, sem hann tók að sér. Og garðurinn er gott dæmi um það. Bara að þeir ungu sem taka við geti nú hugsað eins og hann. En það var nú ekki bara á sumrin sem Jón sást úti, hann mokaði snjóinn fyrir okkur á veturna. Það vita all- ir sem þurfa að moka snjó frá sín- um dyrum að það getur verið erf- itt, og Jón mokaði á hverjum degi ef þess þurfti, og stundum tvisvar á dag. Jón og Margrét undu hag sínum vel á Leirubakkanum, en þau voru nýflutt í nýtt húsnæði í Fossvog- inum og ætluðu að eyða þar ævikvöldinu. En margt fer öðru- vísi en ætlað er. Við erum nú öll flutt frá Leirubakka 14, en ekki datt okkur í hug þegar við hitt- umst öll um miðjan nóvember sl. að það yrði í síðasta skiptið sem við sæjum Jón. En við vitum svo lítið og tíminn líður svo hratt. Blessuð sé minning Jóns. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Við biðjum Guð að styrkja þig Margrét mín í þinni miklu sorg. Erna, Palli, Helga, Gylfi, Brynja, Sölvi, Linda, Guöjón, Ann og Geir. Stykkishólmi: Björgunarbúnað- ur aukinn í bátum Stjkkuhólmi, 10. janúar. í SAMBANDI viö sjóslysið sem varð hér á Breiðafírði í haust hafa komið upp raddir um hvort ekki mætti auka öryggi á bátunum, t.d. með því að hafa aukabjargbelti uppi við sem yrði þa viðbót við þau belti sem eru í hverjum báti. Myndu þá jafnvel aukast líkur fyrir því að björgun gæti tekist. Bragi Húnfjörð skipaskoðunar- maður í Stykkishólmi sagði mér að hann hefði mjög hugleitt þetta mál og á fundi sem haldinn var i nóv. sl. í Stykkishómi með skipstjórum hér til að ræða öryggismál sjómanna, kvaðst hann hafa borið fram tillögu um að aukabjargvesti væru til stað- ar uppi við í bátum sem næst íveru- stöðum áhafna. Var gerður góður rómur að tillögunni. Á þessum fundi var einnig samþykkt að menn reyndu að setja helming af skelafla í lest til að auka með því stöðugleika bátanna. Nú segir Bragi að mb. Jón Freyr sé kominn með þessa tilhögun og hafi jafnframt því komið fyrir aukabát frammi á hvalbak og er hann fyrsti báturinn sem þannig er útbúinn. Létu forráðamenn bátsins af þessu tilefni smíða sérstakan kassa til að geyma beltin í sem er þannig útbúinn að vel er eftir honum tekið og auðvelt er að opna hann. Kassinn er staðsettur við útgang úr vistar- verum skipshafnar. Fleiri útgerðarmenn hugleiða nú sama útbúnað við sína báta, sagði Bragi að lokum. Árni Snjókeðjur fyrir öll farartæki. (fflmnaust h.t SÍDUMÓLA 7-9 • SÍMI 82722 BFYKIAVÍK SIEMENS NÝTT! Siemens-ferdavidtækin Ódýr og handhæg og henta vel til nota heima og heiman. oMITH & NORLAND HF„ Nóatúni 4, sími 28300. Metsölublaóá hverjum degi! -geriðskilsemfyrst. Gjalddagi slysatryggingaog sjúkra- slysatrygginga var / 1? HAGTRYGGEVG HF Suóurlandsbraut 10,105 Reykjavík, simi 85588.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.