Morgunblaðið - 17.01.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.01.1984, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1984 17 20 feta gámaeininga. Félagið á sjálft um 2.600 gáma. Stærstur hluti flutnings á svokallaðri ein- ingavöru fer fram í gámum. Hörð- ur Sigurgestsson sagði, að um væri að ræða svokallaða þurr- gáma fyrir almenna stykkjavöru. Síðan væri um að ræða kæli- og frystigáma, sem fjölgaði stögugt og tankgáma, hálfgáma og gafl- gáma. „Hagræðið af gámavæðingu byggist á því að flutningseiningar stækka og um leið má vélvæða lestun og losun skipa, vöruflutn- inga innan flutningaterminala og meðhöndlun vörunnar þegar hún er tekin úr gámum. Hvað vöru- meðferð varðar hefur hún gjör- breyzt með tilkomu gárna." Endurnýjun skipastóls Mikil endurnýjun hefur átt sér stað á skipastól Eimskips undan- farin ár, en að sögn Harðar Sigur- gestssonar hefur sú stefna verið uppi að fá færri, en stærri skip. „Endurnýjun skipastólsins er hins vegar fjarri því að vera lokið. Meðalaldur skipa félagsins er í dag um 11 ár, en æskilegast væri að hann væri á bilinu 6—7 ár. Við stefnum að því að vera með sem allra hagkvæmust skip á hverjum tíma. Það er okkur nauðsynlegt að vera samkeppnisfærir, bæði gagn- vart samkeppnisaðilum okkar hér og kannski ekki síður gagnvart erlendum aðilum, sem ella gætu tekið upp siglingar hingað til lands. Um þessar mundir er verið að huga að endurnýjun skipa fé- lagsins, sem sigla á Skandinaviu, auk þess sem stórflutningaskip eru í skoðun. Annars höfum við lagt áherzlu á að aðgreina enn- frekar áætlunarsiglingar og stór- flutninga." Breytingar á frystiflutningum „Undanfarin tvö ár höfum við í samvinnu við Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna unnið að endur- skoðun á frystiflutningum til Bandarikjanna og Evrópu, en heildarflutningar okkar á frystum fiski eru á bilinu 90—100 þúsund lestir á ári. Þegar hefur verið tek- in ákvörðun um að færa frysti- flutningana yfir á palla, auk þess sem áfram verður haldið á þeirri braut, að færa flutninga i auknum mæli í frystigámum. A síðasta ári fór um 15% af frystiflutningum í gámum, en til samanburðar um 9% árið 1982. Með þessum breyt- ingum á frystiflutningum fáum við mun betri nýtingu út úr skip- um félagsins, auk þess sem ferða- tíðni er aukin. Þessar breytingar munu siðan hafa i för með sér lægri flutningakostnað á frystum fiski í framtíðinni, sem hlýtur að vera markmiðið, auk þess sem vörumeðferð verður betri, en áður. Eimskip hefur á undanförnum misserum fjárfest töluvert i frystigámum og á nú um 170 slíka, en flestir þeirra eru 40 feta. Hver gámur tekur á bilinu 20—23 tonn af frystum afurðum, en heildar- þyngd sjálfs gámsins er 4,9 tonn. Reynslan af flutningum i gámum til Bretlands hefur verið mjög góð síðustu mánuði og það er ekki nokkur vafi á þvi, að frystiflutn- ingar i gámum munu stóraukast í framtíðinni. Við munum því halda áfram að fjárfesta i frystigámum, en slíkt er mikið fyrirtæki, þar sem hver gámur kostar um 20 þús- und dollara, eða um 590 þúsund krónur." Frystigeymsla byggð í Reykjavík „Ég geri ráð fyrir, að frystum fiski af Faxaflóasvæðinu verði i framtíðinni safnað til Reykjavík- ur, þar sem hann verður lestaður til útflutnings. Hins vegar munum við eftir sem áður senda skip um landið til að safna saman þeim fiski, sem síðar er fluttur út. Það er síðar nauðsynlegt að byggja litla frystigeymslu í Sundahöfn fyrir 1.500—1.800 tonn, þar sem hægt er að geyma afurðirnar i skamman tíma áður en þeim er skipað út,“ sagði Hörður Sigur- gestsson. Losunar- og lestunartími enn styttur Hörður Sigurgestsson var innt- ur eftir losunar- og lestunartíma skipanna. „Það hefur orðið gifur- leg breyting i þessum málum í gegnum tíðina og er nú svo komið, að það tekur okkur tæplega 2 daga, að losa og lesta hin stóru ekjuskip félagsins. Við stefnum hins vegar að því, að stytta þenn- an tíma ennfrekar, þannig að hann verði ekki nema 1 dagur, eins og gengur og gerist erlendis. Það verður aðeins gert með aukin- ni tæknivæðingu og i því sam- bandi hefur verið skoðaður sá möguleiki, að byggja svokallaðan gámakrana á spori í Sundahöfn, en með tilkomu slíks krana myndi losun og lestun verða mun fljót- legri.“ Framtíðin „Ég lít framtíðina björtum aug- um. Við stefnum eftir sem áður að því að þróa og styrkja grunninn að alhliða flutningaþjónustu í fram- tíðinni. Það gerum við með því að vera stöðugt með málefni félags- ins i endurskoðun. Endurnýjun flota félagsins verður haldið áfram, auk þess sem almennri tækjavæðingu verður haldið áfram. Þetta er undirstaða þess, að við getum veitt sífellt betri þjónustu við viðskiptamenn okkar í formi flutningaöryggis og lægri flutningskostnaðar. Annars er þetta eins og ég sagði í upphafi verkefni, sem aldrei tekur enda. Það hefur hins vegar verið mjög ánægjulegt að vinna að þessu verkefni með góðum samstarfs- mönnum og starfsfólki í gegnum tíðina", sagði Hörður Sigurgests- son, forstjóri Eimskipafélags Is- lands að endingu. Fyrsta húsnsði Eimskips fánum prýtt í tilefni komu Gullfoss 1915. Núverandi stjórn Eimskipafélags fslands, f.v. Jón H. Bergs, Halidór E. Sigurðsson, Thor R. Thors, Hörður Sigurgestsson, forstjóri, Halldór H. Jónsson, stjórnarformaður, Ingvar Vilhjálmsson, Pétur Sigurðsson, Axel Ein- arsson og Indriði Pálsson. maður bráðabirgðastjórnarinnar, Jón Gunnarsson, en formaður hennar, Thor Jensen, var erlendis. Fundarstjóri var kosinn Halldór Daníelsson, en ritarar þeir Magnús Einarsson, dýralæknir, og Björn Pálsson, yfirdómslögmaður. Sveinn Björnsson skýrði frá tildrögunum að undirbúningi að stofnun félags- ins og frá störfum bráðabirgða- stjórnarinnar. í upphafi fundarins var ákveðið, að fram færu tvær umræður um frumvarpið til laga fyrir félagið. Að lokinni skýrslu bráðabirgða- stjórnarinnar kom fram eftirfar- andi tillaga: „Fundurinn ákveður að stofna hlutafélag, sem nefnist Eimskipa- félag íslands. Jón Þorláksson, Sveinn Björnsson, Jón Gunnarsson, Ólafur G. Eyjólfsson." Var tillagan samþykkt í einu hljóði. Skömmu eftir að fundurinn hófst voru þrengsli orðin svo mikil í fundarsalnum, að til vandræða horfði og var þá farið fram á það við prest og fulltrúa Fríkirkjusafn- aðarins, er voru á fundinum, að þeir léðu Fríkirkjuna til fundar- haldsins. Samþykktu þeir það fús- lega og þökkuðu fundarmenn þeim með lófataki. Lýsti fundarstjóri yf- ir því, að fundurinn yrði fluttur á nýja fundarstaðinn er fundarhlé yrði. Var þá tekið fyrir að ræða frum- varpið að lögum félagsins. Klukkan 14.40 var gert fundarhlé, en fund- urinn settur að nýju kl. 16.00 í Frí- kirkjunni. Aftur var gert fundarhlé klukkan 19.50 og stóð það til klukk- an 21.00. Var þá fundinum fram haldið á sama stað og stóð fyrri umræðan um lagafrumvarpið fram yfir klukkan 3.00 um nóttina er fundinum lauk. Framhaldsstofnfundurinn var síðan haldinn fimmtudaginn 22. janúar og hófst hann klukkan 12.00 á hádegi í Fríkirkjunni. Voru fund- arstjóri og fundarritarar þeir sömu. Lagafrumvarpið var tekið til síðari umræðu og lágu fyrir prent- aðar breytingartillögur eftir at- hugun frumvarpsins á milli funda. Er umræðunum um lögin var lokið og þau höfðu verið samþykkt var gengið til stjórnarkjörs. Af hluthöfum á íslandi voru kosnir eftirtaldir fimm menn í stjórnina, taldir eftir atkvæðamagni: Sveinn Björnsson, Ólafur Johnson, Eggert Claessen, Garðar Gíslason og Jón Björnsson. Fyrir hönd Vestur- Islendinga voru kjörnir í stjórnina þeir Jón Gunnarsson og Halldór Daníelsson. Samþykkt var á fundinum heim- ild til stjórnarinnar að láta byggja tvö skip til millilandaferða. Framhaldsstofnfundurinn stóð með tveimur fundarhléum til klukkan rúmlega 4.00 um nóttina. Áður en fundinum var slitið stóðu allir fundarmenn upp og sungu „Eldgamla Isafold", en organleik- ari Fríkirkjunnar, Jón Pálsson, bankagjaldkeri, lék undir á orgel hennar. Á fyrsta stjórnarfundinum, föstudaginn 25. janúar 1914, var Sveinn Björnsson kjörinn formað- ur, varaformaður Halldór Dani- elsson, ritari ólafur Johnson, vara- ritari Garðar Gíslason og gjaldkeri Eggert Claessen. Samkvæmt bráðabirgðaákvæði félagslaganna skyldi sá úr hópi hluthafa á Islandi, sem fæst at- kvæði hafði fengið í stjórnarkjöri, ganga úr stjórninni, ef Lands- stjórnin skipaði mann í hana af sinni hálfu. Það gerði hún með bréfi þann 4. mars 1914 samkvæmt samningi milli félagsins og Lands- stjórnarinnar frá 4. febrúar sama ár. Skipaði Landsstjórnin fyrir sína hönd Olgeir Friðriksson og gekk Jón Björnsson þá úr stjórn félagsins. Á áttunda fundi stjórn- arinnar þann 6. febrúar 1914 sam- þykkti hún að ráða Emil Nielsen útgerðarstjóra félagsins. Gegndi hann starfi framkvæmdastjóra fé- lagsins óslitið til 1. júní 1930, er hann lét af því að eigin ósk. Hann hélt þó áfram störfum í þjónustu félagsins allt til ársins 1947 og hafði aðsetur sitt erlendis. Hlutafjársöfnunin Eins og fram kemur í hlutaút- boðinu skoraði bráðabirgðastjórnin á íslendinga að kaupa hlut i hinu nýja félagi fyrir 385.000 krónur, en það var sú fjárhæð, sem stjórnin taldi þurfa til að byggja tvö skip og hefja rekstur þeirra. Á síðari stofnfundinum kom fram, að safnað hefði verið og inn- borgað hlutafé að upphæð er næmi samtals 365.000 krónum, þar af safnað á Islandi 325.000 krónum og vestanhafs 40.000 krónum. Hlutafjársöfnun var sfðan haldið áfram, og í skýrslu félagsstjórnar- innar á aðalfundi 1916 kemur fram, að innborgað hlutafé í árslok 1915 samkvæmt upphaflega hlutaútboð- inu hefur numið 711.085 krónum. Þar af var hlutafé frá Landssjóði 100.000 krónur. Frá hluthöfum í Vesturheimi um 160.000 krónur, og annað innlent innborgað hlutafé um 451.000 krónur. I september 1915 var ákveðið að efna til nýs hlutaútboðs, að upp- hæð 300.000 krónur, svo að unnt yrði að bæta þriðja skipinu við skipastól félagsins. Fékk það góðar undirtektir og síðari hluta árs 1916 höfðu safnast um 240.000 krónur af þessu hlutaútboði. Þá ákvað stjórn- in að efna til enn frekara hlutaút- boðs, og var því einnig mjög vel tekið. I árslok 1917 nam hlutafé fé- lagsins samtals 1.673.351 krónu, og breyttist hlutaféð síðan sáralftið um nokkurt árabil. Nam hlutafé Landssjóðs áfram 100.000 krónum, heildarhlutafé Vestur-Islendinga rúmlega 200.000 krónum, en annað hlutafé var frá almenningi hér á landi. Var fjöldi hlutafjáreigenda um 14.000, þegar flestir voru. Verð- ur sú gífurlega þátttaka að teljast mjög athyglisverð. I |agarfoss eitt af nýjustu skipum fé- lagsins. Kekstraráætlun hlutaútboðsins Áður en skilið verður við hluta- útboðið er rétt að athuga hve ná- kvæm rekstraráætlun þess reynd- ist. I ársskýrslu félagsins á aðal- fundi 1916 var gerður ítarlegur samanburður á áætluninni og raunverulegri rekstrarútkomu. Kemur þar fram, þegar tillit hefur verið tekið til skemmri rekstrar- tíma en upphaflega var gert ráð fyrir og breyttra forsenda vegna kostnaðarauka af völdum styrjald- arinnar, að rekstrargjöldin reynd- ust 6.150,38 krónum lægri en áætl- að hafði verið í útboðsbréfinu, en tekjurnar hins vegar verulega hærri, eða sem nam 247.861,49 krónum. Orsök þessara auknu tekna var sú, að flutningsmagnið reyndist mun meira en áætlað hafði verið. Þar sannaðist, að kaup- menn og aðrir flutningsaðilar reyndust félaginu í upphafi mun trúrri en menn höfðu þorað að vona. Fyrstu skipin Eitt fyrsta verkefni félagsstjórn- arinnar var að semja um smíði á tveimur millilandaskipum. Hafði smíðin verið boðin út og 23 tilboð borist frá 6 löndum. Var í mars 1914 samið um smíði skipanna tveggja við Köbenhavns Flydedok og Skibsværft í Kaupmannahöfn, en tilboðið frá þeirri skipasmíða- stöð reyndist hagkvæmast. Fyrra skipið, er hlaut nafnið „Gullfoss" kom til landsins 15. apr- íl 1915. Var kaupverð þess með búnaði 620.000 krónur. Síðara skip- ið, sem hlaut nafnið „Goðafoss”, kom til landsins 29. júní 1915. Nam kaupverð þess með búnaði 538.000 krónum. Hófu skipin þegar reglu- bundnar siglingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.