Morgunblaðið - 17.01.1984, Side 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI
STOFNAÐ 1913
13. tbl. 71. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1984
Prentsmiöja Morgunblaðsins
Reagan hvetur til betri
samskipta stórþjóðanna
„Styrjaldaróttinn er skiljanlegur en ástæðulaus,“ sagði hann í ræðu um utanríkismál
WmHhington, 16. janúnr. AP.
wnn RONALD Reag-
an, Handaríkja-
forseti, sagði
[ ræðu í dag, að
'•"■ÉWJJ ■ aukinn ótti fólks
jfl við styrjöld milli
■ stórþjóðanna væri
„skiljanlegur en
ástæðulaus með öllu“. Sagði hann,
að vegna meiri styrks Bandaríkj-
anna væri heimsbyggðin í raun ör-
Olof Palme, forsætisráðherra
Svía, sagði í dag um ráðstefnuna,
að hún væri „táknræn fyrir þá von
manna, að stórveldin settust aftur
að samningaborðinu". Gromyko,
utanríkisráðherra Sovétmanna,
sagði við komuna til Stokkhólms,
uggari og Sovétmenn ólíklegri til
ævintýramennsku. Reagan skoraði á
Sovétmenn að taka höndum saman
við Bandaríkjamenn og bæta sam-
skipti þjóðanna og ástandið í heims-
málunum.
1 ræðu sinni fjallaði Reagan ein-
göngu um utanríkismál og var
henni sjónvarpað um öll Banda-
ríkin og um gervihnött til Evrópu.
Reagan sagði, að á árinu 1984
að stjórn sín væri reiðubúin til að
leggja sitt af mörkunum til bættra
samskipta austurs og vesturs og
Shultz, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, hvatti til nýrra við-
ræðna milli stórveldanna um af-
vopnunarmál í Genf. „Reagan for-
væru Bandaríkin betur í stakk bú-
in en fyrr til raunsærrar sam-
vinnu og samskipta við Sovét-
menn. Um árabil hefði verið að
halla undan fæti fyrir Bandaríkj-
unum en nú hefði þeirri þróun
verið snúið við og ráðamönnunum
í Kreml væri orðið það ljóst. „Það
er liklega þess vegna sem Kreml-
verjar spara ekki stóru orðin og
þau hafa ýtt undir ótta manna við
seti hefur sent mig til Stokkhólms
til að leggja áherslu á mikilvægi
ráðstefnunnar og þá þýðingu, sem
hún getur haft fyrir öryggi í Evr-
ópu og um allan heim,“ sagði
Shultz.
Shultz og Gromyko munu hitt-
ast á morgun og verður það fyrsti
fundur þeirra frá því í september
sl.
Fulltrúi íslands á Stokkhólms-
ráðstefnunni verður Geir Hall-
grímsson, utanríkisráðherra, og
kom hann þangað í dag. Geir verð-
ur fundarstjóri á ráðstefnunni á
miðvikudag en á fimmtudag mun
hann flytja ræðu sína.
hættu á styrjöld. Það er skiljan-
legur ótti en með öllu ástæðulaus,"
sagði Reagan.
Reagan sagði, að hagsmunir
Bandaríkjamanna og Sovétmanna
væru þeir sömu, að koma í veg
fyrir stríð. Þess vegna ættu þeir
að leggjast á eitt og koma í veg
fyrir, að valdi væri beitt til að út-
kljá deilumál, komast að sam-
komulagi um að draga úr vígbún-
aði og vopnabirgðum og auka sam-
vinnu og gagnkvæman skilning
milli þjóðanna. „Ef Sovétmenn
vilja frið, þá mun verða friður.
Saman skulum við tryggja friðinn
og hefjast handa strax,“ sagði
Reagan.
Ræðu sína flutti Reagan tveim-
ur vikum áður en búist er við, að
hann tilkynni, að hann muni leita
eftir endurkjöri sem forseti. Vakti
það ekki síst fyrir honum með
ræðunni að fullvissa Evrópumenn
um einlægan vilja sinn til að kom-
ast að samkomulagi um afvopnun
og bæta samskipti austurs og
vesturs.
Sovétmenn höfðu í dag það að
segja um ræðu Reagans, að þar
hefði „hernaðarhyggjan“ verið fal-
in í fögrum umbúðum og kváðust
ekki mundu láta blekkjast. Sir
Geoffrey Howe, utanrikisráðherra
Breta, hefur fagnað ræðu Reagans
og sagði hann, að með henni hefði
verið brotið í blað hvað varðaði
viðleitnina til bættra samskipta
austurs og vesturs. Talsmaður
vestur-þýsku stjórnarinnar tók í
sama streng.
Versnandi
veður á Bret-
landseyjum
London, 16. janúar. AP.
VEÐUR fer nú mjög versnandi á
Bretlandseyjum og í kvöld kyngdi
niður snjónum í Skotlandi og á ír-
landi. Ofsaveður var víða og nú þeg-
ar hafa þrír menn látist, en þeir urðu
fyrir trjám, sem rifnuðu upp með rót-
um.
Nýja lægðin lét fyrst til sín taka
á Norður-írlandi og í dag féllu
stór tré, sem vindurinn hafði rifið
upp, í gegnum þak á tveimur
skólahúsum. 30 stúlkur voru i
skólahúsunum og slösuðust 15
þeirra, en ekki þó alvarlega. 1
Saintfield, fyrir sunnan Belfast,
lét slökkviliðsmaður lífið þegar
tré féll á bíl hans, en hann var að
koma frá því að bjarga öðrum
tveimur, sem höfðu orðið fyrir því
sama.
Miklir erfiðleikar eru nú víða í
Skotlandi vegna gífurlegrar
ófærðar á vegum og hefur mörg-
um þjóðleiðum verið lokað af þeim
sökum. Talið er, að flakið af belg-
íska togaranum, sem saknað er í
Norðursjó, sé nú fundið og eru
mennirnir, fimm talsins, taldir af.
í gær rak á land í Skotlandi hol-
lenska flutningaskipið Pergo, sem
var yfirgefið í ofsaveðri sl. föstu-
dag.
„Tákn fyrir vonina
um nýjar viðræður“
— sagöi Olof Palme um öryggismálaráð-
stefnu Evrópu sem hefst í Stokkhólmi í dag
Stokkhólmi, 16. janúar. AP.
AFVOPNUNAR- og öryggismálaráðstefna Evrópu hefst á morgun í Stokk-
hólmi og hafa fulltrúar þeirra 35 þjóða, sem eiga aðild að henni, verið að
koma til borgarinnar í dag. George P. Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, og Andrei A. Gromyko, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, sitja ráð-
stefnuna fyrir hönd sinna þjóða og munu eiga með sér fund á morgun,
þriðjudag. Fulltrúi íslands er Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra.
Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra, kom í gær til Stokkhólms þar sem
hann mun sitja afvopnunar- og öryggismálaráðstefnu Evrópu. Geir er hér á
tali við Pierre Schori, aðstoðarutanríkisráðherra Svía, sem tók á móti honum
á flugvellinum AP
Daglöng árás á
Austur-Beirút
Beirut, 16. januar AP.
LÍBANSKIR drúsar, sem Sýrlendingar styðja, skutu í dag á hverfi kristinna
manna í Austur-Beirút og féllu margir óbreyttir borgarar. Kristnir menn
svöruðu árásunum í sömu mynt.
Drúsar létu í dag rigna yfir
Austur-Beirút og nágrenni fall-
byssukúlum og eldflaugum í meira
en 10 stundir og urðu hundruð
fjölskyldna að leita hælis í kjöll-
urum og loftvarnarbyrgjum. Að
sögn lögreglunnar féllu 10
óbreyttir borgarar og 40 særðust.
Drúsar segjast hafa verið að svara
árásum kristinna manna á þorp í
fjöllunum en kristnir menn kenna
drúsum um upptökin.
Saad Haddad, majór, sem ráðið
hefur fyrir hluta af Suður-Líban-
on og notið við það fulltingis ísra-
ela, lést sl. laugardag af krabba-
meini. Yitzhak Shamir, forsætis-
ráðherra fsraels, var í dag við út-
för hans í Marjayoun í Líbanon.
Sjá ennfremur á bls 18.
Glistrup laus úr fangelsinu:
Segir dómsmálaráðherra
vera sekan um landráð
Mogens Glistrup var fagnað með blómum þegar hann kom í danska
þingið í dag í Kristjánsborg Nordfoto
Kaupmannahöfn, 16. janúar. Frá
fréttaritara Mbl. Ib Björnbak.
MOGENS Glistrup, stofnandi
Framfaraflokksins og eini fanginn,
sem kosinn hefur verið á þing í
Danmörku, var í dag látinn laus úr
fangelsi. Glistrup hefur sakað þá
um landráð, sem stöðvuðu hann sl.
fimmtudag, þegar hann ætlaði á
brott úr fangelsinu, þar á meðal
Erik Ninn-Hansen, dómsmála-
ráðherra.
„Ég býst enn við að verða for-
sætisráðherra þessarar þjóðar
einn góðan veðurdag," sagði
Glistrup þegar hann kom til
danska þingsins í Kristjánsborg-
arhöll þar sem hann ætlaði að
sitja þingflokksfund. Það kom
nokkuð á óvart að Erik Ninn-
Hansen, dómsmálaráðherra,
skyldi láta Glistrup lausan í dag
því að enn hefur hann ekki feng-
ið kjörbréfið í hendur eins og áð-
ur var sett sem skilyrði.
Glistrup hefur formlega kært
þá fyrir landráð, sem stöðvuðu
brottför hans úr fangelsinu sl.
fimmtudag og þ.á m. Ninn-
Hansen, dómsmálaráðherra. í
lögum segir, að „hver sá, sem
heftir frelsi danskra þingmanna
eða gerir það að skipun annarra,
er sekur um landráð". Dóms-
málaráðuneytið batt friðhelgi
Glistrups sem þingmanns við af-
hendingu kjörbréfsins en Glist-
rup mótmælir þeirri túlkun þar
sem það hafi verið orðið ljóst sl.
fimmtudag, að hann hafði verið
kjörinn á þing.
Búist er við, að danska þingið
svipti Glistrup þinghelgi daginn
eftir að það kemur saman, 25.
janúar, en Glistrup kvaðst viss
um, að hann hefði ráðrúm til að
hafa „afgerandi áhrif“ á dönsk
stjórnmál áður en hann færi aft-
ur í fangelsið.