Morgunblaðið - 17.01.1984, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.01.1984, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1984 29 Stjórn veitustofnana í Reykjavík: Farið fram á 25% hækkun gjaldskrár Hitaveitu Reykjavíkur STJORN veitustofnana Reykjavíkur hefur farið fram á 25% hækkun gjaldskrár Hitaveitu Reykjavíkur, að því er Sigurjón Fjeldsted formaður stjórnarinnar sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær. Borgarráð hefur enn ekki tekið afstöðu til þessarar beiðnar, en gerir það væntanlega á fundi í dag, þriðjudag. Það voru þrír fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins í stjórn veitustofnana, sem samþykktu að óska hækkunarinn- ar, andvígir voru fulltrúar Alþýðuflokks og Alþýðubandalags. Á sama fundi var ákveðið að fresta afgreiðslum á hækkunum taxta Rafmagns- veitu Reykjavíkur. Sigurjón Fjeldsted sagði í samtali við blaðamann í gær, að 25% hækkunin þýði hækkun úr 12 krónum í 15 hvert tonn af heitu vatni. Stofngjöld munu hins vegar hækka mun minna, eða aðeins um 7%. „Þessi hækk- un er nauðsynleg til þess að Hitaveitan nái að rétta úr kútn- um,“ sagði Sigurjón, „en eins og öllum er kunnugt hefur fyrir- tækinu undanfarin ár verið neit- að um eðlilegar og nauðsynlegar hækkanir, sem hafa gert það að verkum að ekki hefur verið unnt að standa að nauðsynlegum framkvæmdum. Það gerir það svo aftur að verkum til dæmis, að núverandi kuldakast þarf ekki að standa miklu lengur, til þess að notendur heita vatnsins fari að finna fyrir því, að full- komlega eðlilegt hefur verið að fara fram á þessar hækkanir. Þá er einnig rétt að vekja athygli á því, að þótt þessi hækkun kunni að þykja mikil, og hart sé í ári, þá er gjaldskrá Hitaveitu Reykjavíkur áfram miklum mun lægri en þekkist annars staðar á landinu." Sigurjón Fjeldsted sagði, að brýna nauðsyn bæri til þess að Hitaveitan fengi þær hækkanir, sem nauðsynlegar væru til að tryggja öryggi notenda og unnt væri að verða við óskum æ fleiri notenda. „Á hverri sekúndu á álagstímum er dælt upp um þremur tonnum af heitu vatni hjá Hitaveitunni," sagði Sigur- jón, „og árlega bætist við ný byggð, sem samsvarar öllum Keflavíkurbæ eða hálfri Akur- eyri.“ Flugleiðir: Miklar bókanir á N-Atlantshafinu „ATLANTSHAFSFLUGIÐ hefur gengiö mjög vel í vetur og nú er staðan sú, að allar vélar félagsins eru fullar á Norður-Atlantshafinu fram í febrúar,“ sagði Sæmundur Guðvinsson, fréttafulltrúi Flugleiða, í samtali við Morgun- blaðið. Það kom fram í samtalinu við Sæmund Guðvinsson, að á síðasta ári varð um 25% aukning á far- þegaflutningum á Norður-Atl- antshafinu, en á árinu 1982 var aukningin liðlega 32%. Sæmundur Guðvinsson sagði að þrátt fyrir ótíðina að undanförnu hér á landi hefðu verið fluttir töluvert fleiri farþegar það sem af er ári, en á sama tíma í fyrra. Frá áramótum til 12. janúar sl. voru fluttir samtals um 5.600 farþegar innanlands, en til samanburðar um 4.500 á sama tíma í fyrra. Aukningin milli ára er liðlega 24%. Þá hafa verið flutt um 40 tonn af vörum milli staða innanlands, en til samanburðar voru flutt um 23 tonn á sama tíma í fyrra. Aukningin er því tæplega 74% milli ára. Töluverðar stöðu- breytingar ákveðn- ar innan Flugleiða TÖLUVERÐAR stöðubreytingar hafa verið ákveðnar innan Flugleiða og hefur Morgunblaðinu borizt eftirfarandi fréttatilkynning þar að lútandi: Barði Ólafsson, umdæmisstióri á Vestfjörðum, með aðsetur á lsa- firði, hefur verið ráðinn aðstoð- arstöðvarstjóri á Keflavíkurflug- velli. Við starfi Barða tekur Arnór Jónatansson, aðstoðarafgreiðslu- stjóri á Reykjavíkurflugvelli. Jóhann D. Jónsson, sölufulltrúi í markaðsdeild, flyst til London og mun starfa þar sem sölu- og skrifstofustjóri. Gunnar S. Olsen, fulltrúi í fraktdeild, mun taka við starfi deildarstjóra í viðskiptaþjónustu- deild. Erlendur Á. Garðarsson, sölu- maður í fraktdeild, hefur flust yfir í markaðsdeild og tekið við starfi sölumanns þar. Þórunn Reynis- dóttir hefur verið ráðin í frakt- deild í stað Erlends. Birgir Bjarnason, yfirmaður fraktafgreiðslu innanlands, flyst í farþegaafgreiðslu á Reykjavíkur- flugvelli og tekur við starfi aðstoð- arvaktstjóra. Þorgils Kristmannsson, aðstoð- arstöðvarstjóri Flugleiða á Heath- row-flugvelli í London, flytur til Glasgow og verður fulltrúi félags- ins í Skotlandi. Marinó Einarsson hefur hafið störf við markaðsrannsóknir, en hann gegndi áður starfi auglýs- ingafulltrúa. Þá hefur Svandís Árnadóttir verið ráðin í starf launagjaldkera i stað Kristjáns Fr. Jónssonar, sem lést fyrir skömmu. Mynd/ Jóhann Hauksson Maðurinn sem slasaðist í Hestvíkinni við Þingvallavatn fluttur um borð í þyrlu Varnarliðsins. Slasaðir menn flutt- ir með þyrlu úr Hengli og Hestvík BJÖRGUNARÞYRLA Varnarliðs- ins sótti á laugardag tvo slasaða menn og flutti tii Reykjavíkur. Annar hafði hlotið alvarleg meiðsl í Hestvík við Þingvallavatn þegar snjósleði sem hann ók, fór fram af hengju og hinn hafði fallið í hlíð- um Hengilsins og brotnað illa. Um klukkan 14 á laugardag var hringt frá Nesjavöllum í Þingvallasveit til Slysavarnafé- lags fslands og tilkynnt um al- varlegt slys. Fimm menn voru saman á snjósleðum í Nesjalandi í Þingvallasveit. í Hestvík ók einn þeirra fram af hengju og hlaut alvarlega áverka. Maður- inn marðist mikið á höfði og kvartaði yfir verkjum í baki. Þess var óskað að maðurinn yrði sóttur í þyrlu, þar sem óttast var að hann hefði hlotið alvarleg meiðsl i baki. Slysavarnafélagið hafði sam- band við björgunarsveit Varn- arliðsins og óskaði eftir að þyrla yrði send á vettvang til þess að sækja hinn slasaða mann. Auk þess var óskað eftir lækni frá sjúkrahúsinu í Keflavík. Um það leyti sem þyrlan var að fara í loftið, klukkan 14.48, barst til- kynning ofan úr skíðaskála ÍR til lögreglunnar í Reykjavík og var tilkynnt um alvarlega slas- aðan mann. Slysið átti sér stað i vesturhlíðum Skeggja, sem er hæsti tindur Hengilsins. Maður- inn hafði fallið niður hlíðar fjallsins og hafnaði í urð. Hann lærbrotnaði illa, skarst í andliti og fékk þungt högg á brjóst og hlaut innvortis blæðingar. Auk þess skaddaðist maðurinn á mjöðm. Með honum voru vanir fjallamenn, sem hlúðu vel að fé- laga sínum á meðan aðstoðar var beðið. Slysavarnafélagið kom þess- um boðum til þyrlunnar og var ákveðið að báðir hinir slösuðu menn yrðu sóttir i sömu ferð- inni. Fyrst var farið í Hestvíkina og sjúkraliðar þyrlunnar sinntu hinum slasaða manni þar. Á meðan fór þyrlan upp á Heng- ilssvæðið og var læknirinn skil- dnn eftir hjá skíðamanninum. Pví næst var farið í Hestvíkina og hinn slasaði sóttur og að því loknu var aftur haldið upp í Hengil og hinn maðurinn sóttur. Þyrlan kom með mennina til Reykjavíkur klukkan 16.40. „Þetta gekk ákaflega vel í alla staði og gott að vinna með björg- unarsveit Varnarliðsins," sagði Hannes Hafstein, framkvæmda- stjóri Slysavarnafélagsins í samtali við blm. Mbl. f Morgunbladid/ Kristján Einarsson Þyrla Varnarliðsins í Hestvík. Sjúkraliðar hlúa að hinum slasaða manni ásamt félögum hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.