Morgunblaðið - 17.01.1984, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 17.01.1984, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1984 Kaupmannahöfn: Fréttabréf úr Jónshúsi Jónshúsi, 10. janúar. NÚ ERU hátíðirnar um garö gengnar og tími til kominn að bjóða lesendum gott nýtt ár og þakka fyrir gamalt. Jólin voru mjög ánægjuleg, þótt margt sé að vonum öðruvísi en heima í sveit- inni, og sem betur fer kom enginn jólasnjór, svo að ferðalög urðu auðveíd og þægileg. Er þetta er ritað, hefur enn ekki snjóað, en veðurspá segir kólnandi veður. Hátíðaguðsþjónustur voru frábærlega vel sóttar bæði hér í Höfn og í Malmö og Gautaborg og sama er að segja um jóla- tréssamkomur fyrir börnin, sem voru víða haldnar. Ýmsar sam- komur fyrir jólin fóru einnig vel fram og má þar nefna sameigin- legan laufabrauðsbakstur, þar sem skoðanir voru nokkuð skipt- ar um, hve dökkt skyldi steikja; blót Þorláks helga daginn fyrir messudag hans, þar sem síra Ágúst talaði um hinn helga mann; og svokallaðan jólafro- kost að dönskum sið nokkru fyrr. Hátíðamatur var einnig í boði hjá gestgjöfum í félagsheimilinu á nýársdaginn og ekki gleymdist að kveðja jólin með góðum mat á þrettándanum. Þá er ekki laust við að haldin hafi verið jólaboð og jafnvel tekið í vist og spilað púkk að góðum og gömlum sið. Stuttu fyrir jói barst íslenzka söfnuðinum í Kaupmannahöfn prýðileg gjöf frá Gísla Sigur- björnsson forstjóra Elliheimilis- ins Grundar, sem mjög svo er þekktur fyrir gjafir sínar til kirkju- og mannúðarmála. Voru það 20 sálmabækur með áletruðu nafni safnaðarins og eru þær hinn bezti fengur, þar sem sálmabækur hafa reynzt of fáar í hinum fjölmennu guðsþjónust- um í haust og vetur. Ennfremur sendi Gísli sem oft áður jólabók- ina Jólin 1983, sem hann hefur tekið saman og annast útgáfu á. Voru bækurnar kærkominn lest- ur eldra fólksins íslenzka hér í borg. Hafi hann heila þökk fyrir höfðingsskapinn. Einatt er mikið um að vera í félagsheimilinu og má t.d. nefna að Norræna félagið hefur þar skemmtifundi í hverjum mánuði og í viku hverri eru samkomur þar á vegum EGV, „Vernd gamla fólksins", sem er dönsk stofnun. Þar var í gær á dagskrá ís- landskynning, sem undirrituð annaðist. — Þá talaði Jón Helga- son prófessor á síðasta konu- kvöldi fyrir jól og var það skemmtileg samkoma og hangi- kjöt fram borið. — Stjórnmála- menn koma annað veifið og man ég þar að nefna umræðufund með Kjartani Ólafssyni, meðan hann dvaldi hér, og síðar kom Árni Johnsen og talaði. — Síð- asta málverkasýning þar niðri var tekin niður fyrir jól, en það voru litkrítarmyndir eftir Dan- ann Andreas Myhr, allar málað- ar á íslandi, og sagði lista- maðurinn, að myndirnar væru eins konar dagbók frá ferðalagi á íslandi sl. sumar, sem varð honum mikið ævintýri. — í des- ember urðu gestgjafaskipti í fé- lagsheimilinu og tóku þau Bergljót Skúladóttir og Arfeq Johansen við veitingasölunni. Ekki er úr vegi að geta nýrra stjórnarmanna í íslenzku félög- unum, en miklar breytingar urðu í stjórnum beggja. Stjórn íslendingafélagsins skipa nú: Kristján B. ólafsson formaður, Áslaug Svane varaformaður, Sigrún J. Brunhede gjaldkeri, Kristín Oddsdóttir Bonde ritari og meðstjórnendur Guðrún Ei- ríksdóttir, Erlendur Hjaltason og Pálmi Gunnarsson. í stjórn Félags ísl. námsmanna í Kaup- mannahöfn eru Sigurður Ein- arsson formaður, Gunnlaugur Júlíusson gjaldkeri, Ragnar Þórðarson spjaldskrárritari, Gunnhildur Björnsdóttir og Sig- urður Jóhannesson meðstjórn- endur. Blað félaganna, Þórhild- ur, kom út bæði í nóv. og des. og er hið vandaðasta. í ritstjórn sitja: Ársæll Harðarson, Daney Arnardóttir, Erlendur Hjalta- son, Guðmundur Örn Gunnars- son og Sigurður Jóhannesson. G.L.Ásg. ____________________47_ Grasköggla- verksmiðjur ríkisins gerðar að hlutafélögum? í landbúnaðarráðuneytinu er unn- ið að undirbúningi skipulagsbreyt- inga á graskögglaverksmiðjum ríkis- ins, sem gert er ráð fyrir að leggja fyrir alþingi í frumvarpsformi sam- hliða frumvarpi sem gerir ráð fyrir að Landnám ríkisins, sem hefur haft yfirumsjón með rekstri verksmiðj- anna, verði lagt niöur. Að sögn Jóns Helgasonar land- búnaðarráðherra er með þessum breytingum verið að opna mögu- leika fyrir einkaaðila að gerast að- ilar að verksmiðjunum. Sagði hann að þetta gæti orðið í því formi að þær yrðu gerðar að hlutafélögum. Sagði ráðherra að graskögglaverksmiðjur ríkisins væru fimm talsins, í Vallhólmi í Skagafirði, í Saurbæ í Dölum, á Stórólfsvelli við Hvolsvöll, í Flat- ey á Mýrum í Austur-Skaftafells- sýslu og í Gunnarsholti á Rangár- völlum. Sagði hann að verksmiðj- an í Vallhólmi væri þegar í hluta- félagsformi. Aðspurður sagðist Jón hafa fengið bréf frá einkaaðil- um sem sýndu áhuga á kaupum á verksmiðjunni á Stórólfsvelli en verksmiðjurnar hefðu ekki verið auglýstar enn sem komið væri. Lesefni ístórum skönvntum! Engar heimildir til afskipta af nið- urstöðum dómstóla Morgunblaðinu barst í gær frétta- tilkynning frá dóms- og kirkjumála- ráðuneytinu vegna áskorana til dómsmálaráðherra um afskipti af niðurstöðu dómstóla vegna ágrein- ings um sambýlishætti, sem leiddi til þess að eigendur voru dæmdir til brottflutnings úr eigin íbúð: Á sjöttu hundrað borgarar á Akureyri hafa skorað á dóms- málaráðherra að hlutast til um að ekki verði framkvæmdur með út- Valfeldur hf. í Gautsdal: Alhliöa fram- leiðsla á mokkavörum Miðhúsum í Barðastrandarsýslu, 16. janúar. SAMKVÆMT upplýsingum frá Þór- arni Sveinssyni ráðunaut var á síð- asta ári stofnað fyrirtæki sem Val- feldur hf. nefnist og er með heimilis- fang sitt í Gautsdal í Geiradal. Stofnendur eru sex og er ætlunin að framleiða allar mokkavörur, svo sem jakka, kápur, húfur, skó og aðr- ar smærri vörur. Þetta fyrirtæki er sambland af heimilisiðnaði og verksmiðju- rekstri, og er tækjum deilt niður á heimili eigenda. Framleiðslan hef- ur gengið mjög vel og fyrirtækið hefur ekki getað annað eftirspurn- um. t stjórn eru Hallfríður Bene- diktsdóttir, Bakka, formaður, Guðbjörg Karlsdóttir, Gautsdal, og Sæbjörg Jónsdóttir, Kambi, sem jafnframt er framleiðslu- stjóri. Framkvæmdastjóri er Þór- arinn Sveinsson. Aðrir eigendur eru Ingibjörg Benediktsdóttir, Brekku, og Katrín Þóroddsdóttir, Hólum. Fyrirtækið hefur í huga að auka við framleiðsluvörur sínar með því að fara að sauma úr pelsgærum. — Sveinn burði a.m.k. um sinn dómur Hæstaréttar uppkveðinn 25. mars 1983, sem skyldar tiltekna eigend- ur að íbúð í fasteign á Akureyri til að flytja úr húsnæði sínu, þar sem sannað var talið að þeir hefðu gerst sekir um stórkostleg og ítrekuð 6rot á skyldum sínum gagnvart eigendum að íbúðar- húsnæði í sömu fasteign. Af þessu tilefni vill dómsmála- ráðuneytið benda á að stjórnskip- un íslands er byggð á þrískiptingu ríkisvaldsins, og segir í 2. grein stjórnarskrárinnar að dómendur fari með dómsvaldið. Engar rétt- arheimildir er að finna fyrir handhafa framkvæmdavaldsins til afskipta af niðurstöðum dóm- stólanna. Dómstólarnir geta hins- vegar samkvæmt 60. grein stjórn- arskrárinnar ógilt löglausar ákvarðanir yfirvalda, þar sem dómstólum er falið að skera úr ágreiningi um embættistakmörk yfirvalda. Jafnframt skal á það bent, að þeir sem dóma hafa fengið fyrir máli sínu geta leitað aðstoðar fó- geta sem dómara til fullnustu á dómi, og er lögreglu skylt að veita fulltingi við fullnustu úrskurðar. Vart þarf að undra að umfjöllun um mál þetta hefur mjög mótast af tilfinningaafstöðu, en hvort- tveggja er, að um fremur fátíða aðgerð er að ræða svo og að nærri er gengið mjög persónulegum hagsmunum, en slíkt mótar óhjá- kvæmilega nokkuð umfjöllun í fjölmiðlum og með öðrum hætti. Þykir því rétt að vekja athygli á, að dómar og úrskurðir með sams- konar niðurstöðu gagnvart eig- endum íbúðarhúsnæðis hafa a.m.k. þrívegis gengið hér á landi. Ennfremur skal á það minnst, að lagaákvæði samsvarandi þeim, sem um ræðir í 17. grein laga um fjölbýlishús nr. 59/1976, sem vitn- að er til í ofangreindum dómi, er einnig að finna í nýlegri löggjöf annarra landa. Rafsuðu tæki Rafkapals- Verkfæra tromlur kassar -w* , w V* Þráðlaus Súlu- Málningar- borvél með borvélar sprautur hleðslutæki Loftpressur Smerglar Hleðslutæki Einhell vandaöar vörur Skeljungsbúðin SíÖumula 33 simar 81722 og 38125

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.