Morgunblaðið - 22.01.1984, Side 2

Morgunblaðið - 22.01.1984, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1984 mL. h Wf Iflk J Sendinefndin við komuna til Keflavíkur. Einkum skoð- aðar fjórar þyrlugerðir SENDINEFND Landhelgisgæslu og Alþingis kom heim frá Skotlandi i fyrrinótt, eftir tveggja sólarhringa skoðunarferð í þyrluflughöfnina í Aberdeen. Þar er stærsta þyrluflughöfn í heimi, gerðar út 80 þyrlur af öllum stærðum og gerðum, allt upp milljón farþega á ári. 250 þyrluflugtök eru á dag í Aberdeen. Skoðunar- og kynnis- ferðin var farin til þess að kanna æskilega þyrlutegund fyrir Landhelgisgæsluna, en nokkrar vélar koma til greina. Stærstu þyrluaðilarnir voru heimsóttir, m.a. Bristow Helicopters, Brit- ish Airways Helicopters og North Scottice. Vélarnar sem voru sérstaklega skoðaðar voru frönsku vélarnar Super Puma og Dolphin. Reynsluflogið var í Delphin og Wertland 30, þyrlu sem sérstaklega var flogið til móts við skoðunarnefndina frá Suður-Englandi. Þá heimsóttu íslendingarnir einnig stjórnstöð HM Coast- í 44 farþega og flytja þær liðlega I guard-stjórnstöð Landhelgis- gæslu hennar hátignar. Þetta var ströng skoðunardagskrá í tvo daga, og skv. upplýsingum Mbl., höfðu skoðunarmenn mikið gagn af ferðinni og á næstunni verður unnið áfram að því að meta hvaða vélartegund þykir henta best fyrir Landhelgisgæsl- una og öryggisþjónustu á ís- landi, en segja má að mest áhersla hafi verið lögð á að skoða Dolphin, Westland, Super Puma og Sikorsky-þyrlur. Mikl- ar nýjungar eru nú komnar fram í þyrluútgerð m.a. varðandi flug í slæmu skyggni, en þar eru komin ratsjártæki sem byggjast á infrarauðum geislum. Frá þyrluskýli í Aberdeen. Fremst á myndinni er þyrla af Dolphin-gerð, en hún er búin þeirri nýjung að aftari skrúfa vélarinnar, rótorinn, er inni í stélinu og getur þyrlan látið og lent að stjórn þó sá hreyfill bili. Lendir hún þá eins og flugvél. Fyrir aftan og til vinstri er þyrla af gerðinni Super Puma. Þátttaka borgarinnar í fyrirtækinu Isfilm: „Borgin tryggi sér aðstöðu til að fylgj- ast með þróuninni“ — segir Davíð Oddsson borgarstjóri „MÍN skoðun er sú að borgin eigi ekki að hafa forystu í rekstri sem þessum, en það komi fyllilega til álita að borgin taki þátt í því um hríð, eins og nú er gert að einum sjötta hluta til,“ sagði Davíð Oddsson borgarstjóri í samtali við Mbl., er hann var spurður álits á gagnrýni þeirri sem fram hefur kom- ið á þátttöku Reykjavíkurborgar í fyrirtækinu ísfilm. „Þetta er svið sem mjög skammt er komið á veg hér á landi, en ryð- ur sér æ meira til rúms erlendis. Það er ljóst að ný þróun í fjölmiðl- un hlýtur að verða hér eins og annars staðar og mér finnst eðli- legt að borgin sem sveitarfélag tryggi sér góða aðstöðu til þess að fylgjast með þróun mála á þessum sviðum og hafa jafnframt áhrif á þróunina," sagði Davíð. „Ég held að það sé misskilning- ur að þetta fyrirtæki sé stofnað tii höfuðs þeim fyrirtækjum sem fyrir eru, þessu nýja fyrirtæki er að ýmsu leyti ætluð önnur verk- efni en nú er sinnt hér á iandi. Þá á ég einkum við þróun fjölmiðlun- ar,“ sagði Davíð Oddsson. Greiðslukortaviðskipti/ Staðgreiðsla: Hagsmunir allra að koma á jafnstöðu — segir Ásmundur Stefánsson, forseti ASI „Við teljum að þeir aðilar sem greiða með peningum séu hlunnfarnir. Sá aðili sem veitir greiðslukortaþjónustu tekur á sig 2—5% þjónustugjald sem hann greiðir greiðslukortafyrirtækinu og auk þess tekur hann á sig vaxtakostn- að, sem er trúlega 2—3% á mánuði. Kostnaður söluaðila er því almennt 5-8%, auk þess umstangs sem greiðslukortunum fylgir hvað varðar bókhald og annað,“ sagði Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, en hann ásamt Snorra Jónssyni, hefur flutt tillögu í Verðlagsráði þess efnis að þeim söluaðilum sem veita greiðslukortaþjónustu sé gert skylt að veita viðskiptavinum, sem stað- greiða, staðgreiðsluafslátt, sem sé hið lægsta sá sami og kostnaðurinn sem hann ber vegna greiðslukortanna. Spil brotnaði í togaranum Viðey VIÐEY, annar skuttogari Hraðfrysti- stöðvarinnar í Reykjavík, varð fyrir því óhappi að spil skipsins brotnaði síðastliðinn föstudag er Viðeyin var að veiðum. Skipið hélt þegar til hafnar og verður spil úr Engey flutt yfír í Viðey. Viðeyin var að hefja sinn fyrsta túr á þessu ári að undanskildum jólatúrnum, sem lauk rétt eftir ára- mótin. Ekki er talið að skipið verði lengi frá veiðum, þar sem unnt er að færa spilið úr Engey á milli, en fyrirsjáanlegt er að Engey verður frá veiðum í talsverðan tíma vegna alvarlegrar vélarbilunar í síðustu viku. „Þarna er um mikla mismunun að ræða og við teljum að það eigi að koma þarna á jöfnuði, annað séu ekki eðlilegir viðskiptahættir. Þessum jöfnuði verður naumast komið á öðru vísi en með því að þeir sem staðgreiði fái afslátt, sem jafngildi kostnaðinum vegna greiðslukortanna. Hafi fyrirtækin efni á að taka þennan kostnað á sig vegna greiðslukortanna, hljóta þau á nákvæmlega sama hátt að hafa efni á að veita staðgreiðsluafslátt til þeirra sem staðgreiða vöru og þjónustu," sagði Ásmundur. Er þörf á að lögbjóða þetta fyrir- komulag, mun það ekki koma til af sjálfu sér? „Það er fullkomlega ljóst að þetta þróast ekki í þessa átt af sjálfu sér. Það kemur ekki síst til vegna þess að í þeim stöðluðu samningum sem greiðslukorta- fyrirtækin Eurocard og Visa- ísland gera við þá aðila sem veita greiðslukortaþjónustu, er skýrt kveðið á um að sá, sem tekur að sér að selja gegn greiðslukortum, veiti sömu viðskiptakjör, verð og þjón- ustu og það veitir viðskiptamanni sem greiðir í reiðufé svo vitnað sé til samningsins. Þarna kemur skýrt fram að það er ekki heimilt fyrir fyrirtækin að veita stað- greiðsluafslátt nema hann nái jafnframt til þeirra sem greiða með greiðslukorti. Það er því alveg ljóst að þetta fer ekki í þennan far- veg af sjálfu sér. Að auki hafa þessi greiðslukortafyrirtæki bankavald- ið á bak við sig, þannig að forsend- ur fyrir samkeppni eru nokkuð takmarkaðar. Við kynntum þessa tillögu á síð- asta fundi Verðlagsráðs og það var samkomulag um að umræðum skyldi frestað til næsta fundar ráðsins, þannig að viðbrögð við til- lögunni liggja ekki fyrir ennþá. Ég tel það mjög brýnt að þessi mis- munun sé leiðrétt og þeir sem stað- greiði njóti sömu kjara og þeir sem fá greiðslufrest. Ef þessi staða helst þá hlýtur þessum kostnaði vegna greiðslukortanna að verða velt yfir í verðlagið almennt og það þar með að leiða til hækkaðs verð- lags í þjóðféiaginu. Það hljóta því að vera hagsmunir allra aðila að koma þarna á jafnstöðu og það er í rauninni ekkert annað en það sem okkar tillaga gengur út á,“ sagði Ásmundur Stefánsson að lokum. Reglur um hundahald í undirbúningi hjá borgaryfirvöldum: Hundahald leyft með ströngum takmörkunum NÚ ER unnið að tillögugerð á vegum borgaryfírvalda um breytingar á reglum um hundahald í borginni, en nýlega skilaði starfshópur borgar- fulltrúa frá sér greinargerð um þessi mál. Líkur benda til að reglum um hundahald verði breytt þannig að það verði leyft með ströngum tak- mörkunum, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Davíð Oddssyni borgarstjóra í gær. „Við erum að vinna að því að bræða með okkur tillögur og það ætti ekki að vera mjög langt þang- að til þær liggja fyrir,“ sagði Dav- íð. „Það verður reynt að hafa regl- urnar þannig að það gefist tæki- færi til þess að halda þeim uppi, en það hefur ekki tekist í sextiu ár,“ sagði Davíð og bætti við að reglurnar yrðu að líkindum ekki samhljóða reglum um hundahald í Garðabæ og á Seltjarnarnesi, en yrðu þó þannig að fólki gæfist kostur á að halda hund með mjög ströngum takmörkunum." Sjálfstæðisflokkurinn: Þingmenn heimsækja Akureyri í febrúar „OKKUR þykir við hæfí að heim- sækja höfuðstað Norðurlands og halda þar þingflokksfund, heim- sækja fyrirtæki og stofnanir og kynna okkur atvinnu- og menning- arlíf þar,“ sagði Ólafur G. Einars- son, formaður þingflokks Sjálf- stæðisflokksins, en þingflokkurinn hefur ákveðið að fara til Akureyrar helgina 10.—12. febrúar nk. Laug- ardaginn 11. febrúar verður hald- inn almennur fundur formanns og varaformanns Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Fundinn sitja einnig þingmenn og munu ráðherrar flokksins sitja fyrir svörum. Ólafur var spurður hver dagskrá heimsóknarinnar væri. Hann sagði: „Við förum norður föstudagsmorguninn 10. febrúar. Þann dag heimsækjum við fyrir- tæki og stofnanir en um kvöldið Olafur G. Einarsson formaður þingflokksins. tökum við þátt í árshátíð sjálf- stæðisfélaganna á Akureyri. Laugardaginn 11. febrúar höldum við þingflokksfund og ræðum þar þau mál sem efst verða á baugi. Þann dag verða formaður flokksins, Þorsteinn Pálsson, og varaformaður, Frið- rik Sophusson, með opinn al- mennan fund en þeir verða þá með í gangi fundahöld, sem ná til allra kjördæma landsins. Þingmenn og ráðherrar flokks- ins mæta einnig á fundinn og munu ráðherrarnir sitja fyrir svörum. Laugardagskvöldið för- um við i leikhús þeirra Akureyr- inga og sjáum hina merkilegu sýningu þeirra á My Fair Lady. Þar með lýkur hinni eiginlegu heimsókn, en við höldum heim á ný á sunnudag.”

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.