Morgunblaðið - 22.01.1984, Side 7

Morgunblaðið - 22.01.1984, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1984 7 HUGVEKJA eftir séra Guðmund Óskar Ólafsson 3. sunnudag eftir þrettánda: „Og postularnir sögðu við Drottin: Auk oss trú. En Drottinn sagði: Ef þér hafið trú eins og mustarðskorn, gætuð þér sagt við mór- berjatré þetta: Ríf þig upp með rótum og gróðurset þig í hafinu og það mundi hlýða yður.“ (Lúk. 17:5) Það sýnist eiginlega með ólíkindum að postularnir skyldu biðja Drottin um meiri trú, þeir sem voru þó í dagleg- um samvistum við Hann sjálf- an. Engu að síður færir guð- spjallið frásögn af slíku. Ljóst má samt vera, ef litið er raunhæft á málið að postul- arnir voru bara menn, eins og gengur og gerist, háðir þeim takmörkunum að geði og allri gerð eins og við hvert og eitt okkar. Já, þeir voru aðeins litl- ir menn, sem trúað var fyrir miklu, svo miklu að erfitt reyndist undir að rísa. Hins- vegar hefur trúlega forsendan fyrir bæn þeirra verið sú, að þeir hafa reynt Hann að því, sem þeir voru að tala til, að geta svarað bæn þeirra og veitt það sem þeir væntu er þeir mæltu: Auk oss trú. Ef þú leggur verk upp á að lesa þessar línur, þá kann að vera að þér detti í hug, að þú munir nú alveg komast af þennan daginn án þess að fara að knéfalla og biðja um aukna trú eins og fiskimenn og annað lúans fólk austur þar í eina tíð, sem mætti manninum frá Nas- aret. Látum svo vera, að sinni. En mig langar að segja þér frá rauða þræðinum. Þegar öll herskip mesta flotaveldis heims voru seglskip, þá var hver einasti kaðalspotti þessa flota merktur með ákveðnu einkenni á þann veg, að inn í allan kaðal var ofinn sterkur þráður, rauður að lit. Frá þess- um sið er trúlega sprottið orð- takið, að eitthvað gangi eins og rauður þráður í gegnum eitt eða annað og er þá gjarnan haft um það, sem einkennir til að mynda verk og háttu manna. Og nú langar mig að spyrja: Er ekki einhver þráður í þinni gerð, í þínu lífsviðhorfi, sem kominn er frá manninum sem postularnir voru að tala við. Mér er minnisstætt að ég las eitt sinn frásögn prests nokkurs af því er hann kom í hús eitt til þess að skíra barn. Móðirin sagði þá við hann: „Ég er nú engin kirkjumanneskja þó að ég láti skíra." Prestur spurði þá, hvort hún teldi sig ekki eiga kirkjunni neitt að þakka, en hún kvað svo ekki vera, sér vitandi. Presturinn mælti að það þætti sér einkennilegt, a.m.k. væri þessu á annan veg farið með hann sjálfan, allt ætti hann kirkjunni að þakka: „hugsunarhátt móður minnar, mannkosti vina minna og svo það litla, sem ég á af ábyrgð- artilfinningu og samvisku". Það kann að vera að það hendi okkur nokkuð oft að gleyma því, að við eigum og njótum úr þeim trúararfi, sem kristin kirkja hefur varðveitt þrátt fyrir allt og þeim ávöxt- um sem þaðan eru runnir. Slíkt er svo ofið djúpt í alla gerð, að auðvelt er að gleyma hvaðan það var í upphafi feng- ið í áhorf og vitund, sem innra býr, gerum máski ráð fyrir að sú trú, sem við eigum og ávext- ir hennar, ljósir sem huldir, hafi skotið rótum af sjálfu sér, en ekki af því að Orðið var boð- að um ár og daga, sem segir frá Honum, sem bæði vekur og styrkir trúna. Postularnir fundu það vísast berlega, að trúin sem bar þá yfir bárur sem brot, var ekki þeirra eigin máttarverkum og þreki að þakka, þeir voru allir og einasta í slóðinni Hans, sem hafði kallað þá til fylgdar. Þeir sögðu því tæpast þegar eitt- hvað svarf að þeim, eða þegar einhver eða eitthvað kastaði skugga eða auri á trú þeirra: Herra, tak frá okkur það sem myrkvar og mælir í gegn, held- ur einfaldlega: Auk oss trú, vef þann rauða þráð í vitund og veru, sem hvergi brestur. Og það var þá, sem Hann benti þeim á, að litla trúarkornið, sem þeir ættu, það gæti dugað þeim til hins stóra, jafnvel þess, sem kynni að virðast ómögulegt. Og að austurlensk- um sið þá gaf hann þeim þetta til kynna með táknmynd: „Ef þér hafið trú eins og must- arðskorn, gætuð þér sagt við mórberjatré þetta: Ríf þig upp með rótum og gróðurset þig í hafinu og það mundi hlýða yð- ur.“ Postular eru áreiðanlega ekki einir um að óska sér svona trúar, að geta flutt úr stað það sem til fyrirstöðu reynist í lífinu. Ég er viss um að þú þekkir slíkar væntingar hver sem þú ert, að óska þess að hafa vald og getu til þess að skáka því öllu sem þú mætir í viðfangi daganna á þá staði, sem þér þætti hentast hverju sinni. Við stöndum öll ein- hvern tíma frammi fyrir ófær- um, sem við gjarnan vildum hnika til, svo að gatan væri greiðari í margvíslegum skiln- ingi. En mér er jafnframt mæta vel kunnugt að ýmsir vilja fást við agnúana á vegin- um sínum með atfylgi annarra herra, en Hans, sem postul- arnir treystu best og þar verð- ur reyndar hver að fara þá leið sem auðna gefur efni til. Við eigum í málinu orðtak, sem segir að trúin flytji fjöll og ég veit að margur getur staðfest að hafa séð slíks dæmi. Ég hef þekkt fóik, sem hefur mætt örlögum sínum, þyngri en tárum taki, af því- líkum styrkleika að með öllum ólíkindum var, af því að rauð- ur þráður Guðstrúar bjó í barmi. Fyrrnefndu orðtaki um trúna og fjallið hefur einnig verið þannig hagrætt: Trúin annaðhvort flytur fjöllin úr stað, eða grefur göng í gegnum þau. Þetta merkir einfaldlega að töframál trúarinnar fyrir lífið manns þýðir ekki endilega að erfiðleikarnir, sem við öll mætum á svo marga vegu, að þeir hverfi eða smækki fyrir trú okkar, veikri eða sterkri, heldur hitt að við megnum að takast á við þá, una og lifa án þess að verða knésett. Mig langar að líkja því við hluta úr elskulegu kvæði þar sem mætti líkja trúarinnar must- arðskorni við snarrótarpunkt- inn: „Flest grös hefði kalið við klakann/eða króknað við far- daga él./En punkturinn þol- góður þarna/hefur þraukað og unir sér vel./ ... Sjáðu leggina iðgræna undir/þessum öxum sem gæla við hönd./Þú skalt styðjast við stráin þau arna/- þegar sterkviðrin æða um lönd./ (Ól.Jóh.Sig.) Já, við þetta veika korn, sem trúin svo tíðum sýnist, má styðjast í fullu trausti og senda þannig marga fyrirstöðu á haf út. Það kom eitt sinn maður í nauðum til Marteins Lúthers og leitaði ásjár og styrks. Lúther sá að hann var við að bugast og mælti: „Er þá Guð dáinn? Svarið var: Nei. Þá sagði Lúther: „En hvaða ástæða er þá til að láta hug- fallast?" Hann þekkti þann þráð, sem getur haldið mann- inum uppréttum: „Vor Guð er borg á bjargi traust.“ Lúther útskýrði einnig 1. boðorðið m.a. með þessum orðum: „Að hafa Guð er það eitt að treysta honum og ekkert annað og reiða sig á hann.“ Lærisveinarnir þekktu þetta. Þeir voru kallaðir úr hvunndagsverkunum, nokkrir menn úr fjöldanum til þess að verða ármenn kirkjunnar í heiminum, þeirrar stofnunar, sem á það hlutverk að boða Hann nálægan og næstan, sem getur svarað þegar við biðjum: Auk oss trú. Og þegar hún er hlutverki sínu samkvæm, þá tekur hún undir með Páli þeg- ar hann segir um Jesúm Krist: „Hann er vor trú.“ Og til Hans má beiðni okkar berast, sem hinna fyrstu votta, þegar við finnum veikleikann gagntaka okkur. Megi góður Guð gefa okkur heill til þeirra viðbragða og slíkrar trúar að við „styðj- umst við stráin þau arna“, til þess að rauði þráðurinn í lífi okkar verði hvorki svikinn, né sundur rakinn að eilífu. Séra (•uAmundur Óskar Ólaísson er prestur í Nesprestakalli. ÐSTÖD VERÐBREFA- IÐSKIPTANNA Hvernig ávaxtar þú sparifé þitt 0,1,2,3..eða 11 %? Verðtryggður sparnaður — Samanburður á ávöxtun m.». lérakiarivWtðhi Veöskuldabréf Sparisk. rikissj. Sparisjóösreikn. Raun- évíxtun Fjðktt éra tll að tvðl. 10% 5Vt% 1 %% 7% ár 13 ár 47 ár Riuniukning hðfuðat. attir 7 ér 95% 45,5% 11% ENN BATNA KJÓR SPARIFJÁREIGENDA Getum nú boðið sparifjáreigendum áhættulausa skammtímafjárfestingu frá 45 dögum til allt að fjögurra ára meö 5% til 5,50% ávöxtun umfram verðtryggingu — án óvissu um endurheimtutíma fjárins. Kynniö ykkur nýjustu ávöxtunarkjörin á Verð- bréfamarkaöi Fjárfestingarfélagsins. SOLUGENGIVERÐBRÉFA 23. janúar 1984 Spariskírteini og happdrættislán ríkissjóðs Ár-flokkur Sölugengi pr. kr. 100 Ávöxtun- arkrafa Dagafjöldi til innl.d. 1970-2 17.415,64 Innlv. í Seölab. 5.02.84 1971-1 14.747,94 5,00% 1 ár 232 d. 1972-1 13.471,37 5,00% 2 ár 2 d. 1972-2 11.002,09 5,00% 2 ár 232 d. 1973-1 8.389,92 5,00% 3ár 232 d. 1973-2 8.070,12 5,00% 4 ár 2 d. 1974-1 5.283,57 5,00% 4 ár 232 d. 1975-1 4.002,39 Innlv. í Set Slab. 10.01.84 1975-2 3.021,25 Innlv. iSeölab. 25.01.84 1976-1 2.751,56 5,00% 47 d. 1976-2 2.273,74 Innlv. i Seðlab. 25.01.84 1977-1 2.006,09 5,00% 62 d. 1977-2 1.681,17 5.00% 227 d. 1978-1 1.360,18 5,00% 62 d. 1978-2 1.074,02 5,00% 227d. 1979-1 920,03 5,00% 32 d. 1979-2 697,55 5,00% 232 d. 1980-1 598,40 5,00% 1 ár 82 d. 1980-2 462,82 5,00% 1 ár 272 d. 1981-1 396,39 5,00% 2 ár 2 d. 1981-2 294,49 5,00% 2 ar 262 d. 1982-1 276,76 5,00% 1 ár 38 d. 1982-2 205,41 5,00% 1 ár 248 d. 1983-1 158,54 5,00% 2 ár 38 d. 1974-D 5.073,59 5,50% 57 d. 1974-E 3.487,71 5,50% 308 d. 1974-F 3.487,71 5,50% 308 d. 1975-G 2.288,03 5,50% 1 ár 308 d. 1976-H 2.118,74 5,50% 2 ár 67 d. 1976-1 1.652,73 5,50% 2 ár 307 d. 1977-J 1.491,34 5,50% 3 ár 68 d. 1981-1. fl. 315,04 5,50% 2 ár 98 d. Veðskuldabréf — verðtryggð Sölugengi m.v. 2 afb. á ári Nafnvextir (HLV) Avöxtun umtram verötr. 1 ár 95,34 2% 8,75% 2 ár 92,30 2% 8,88% 3 ár 91,66 3%% 9,00% 4 ár 89,36 3 Vi% 9,12% 5 ár 88,22 4% 9,25% 6 ár 86,17 4% 9,37% 7 ár 84,15 4% 9,50% 8 ár 82,18 4% 9,62% 9 ár 80,24 4% 9,75% 10 ár 78,37 4% 9,87% 11 ár 76.51 4% 10,00% 12 ár 74,75 4% 10,12% 13 ár 73,00 4% 10,25% 14 ár 71,33 4% 10,37% 15 ár 69,72 4% 10,49% 16 ár 68,12 4% 10,62% 17 ár 66,61 4% 10,74% 18 ár 65,12 4% 10,87% 19 ár 63,71 4% 10,99% 20 ár 62,31 4% 11,12% Veðskuldabréf óverðtryggð Sðtu°anðím/V Il8%l?nv owjHLV latb. áári ,8/" 20% 25/4 27% 1 ár 2 ár 3 ár 4 ár 5 ár Hlutabréf Hampiöjan 10% hlutafjár Kauptilboö óskast Daglegur gengisútreikningur Verðbréfamarkaður Fjárfestingarfélagsins Lækjargötu 12 101 Reykjavik Iðnaóarbankahúsinu Sími 28566

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.