Morgunblaðið - 22.01.1984, Side 20

Morgunblaðið - 22.01.1984, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JANtJAR 1984 Rætt við Gísla Alfreðsson Þjóðleik- hússtjóra Morgunblaftií/Friðþjófur. Gísli Alfreðsson Þekki innviðina hér nokkuð vel og veit hvar skórinn kreppir — Stefna Þjóðleikhússins varð- andi verkefnaval er skilgreind að verulegu leyti í reglugerð og lögum um Þjóðleikhúsið — þannig hefur Þjóðleikhúsið ákveðnar skyldur um (lutning ópera, söngleikja og balletta, auk leikrita. Við mótun stefnu í verkefnavali hafa margir lagt hönd á plóginn í gegnum árin. Þá er verkefnavalsnefnd umsagn- araðili að öllum þeim verkum sem Þjóðleikhúsið flytur og sömuleiðis Þjóðleikhúsráð. Þó hefur Þjóð- leikhússtjóri að sjálfsögðu mót- andi áhrif á endanlegt val verk- efna. Ég tel þá stefnu, sem ríkt hefur í verkefnavali undanfarin ár, rétta og mun leitast við að halda þessu í svipuðum farvegi og verið hefur, sagði Gísli Alfreðsson Þjóð- leikhússtjóri er blm. Mbl. innti hann eftir því hvort hann hefði hug á að gera breytingar á stefnu Þjóð- leikhússins hvað varðaði verkefna- val. Rekstur Þjódleikhúss- ins í endurskoðun — Þjóðleikhúsið hefur alveg sérstakar skyldur hvað varðar íslenzk leikrit, sagði Gísli. Sú stefna hefur ríkt hér á undan- förnum árum að huga sérstak- lega að íslenzkum leikritum og hefur hún borið ríkulegan ávöxt hvað varðar nýritun leikrita. Þá hefur Þjóðleikhúsið alltaf lagt áherzlu á að sýna gömul íslenzk leikrit og ber tvímælalaust að halda því áfram, því þessi leik- verk eru einmitt sá grunnur er vinsældir íslenzkrar leiklistar- starfsemi byggjast hvað mest á. Hvað varðar verkefnavalið yfir- leitt verður ekki um neina stefnubreytingu að ræða en e.t.v. gæti einhver áherzlubreyting orðið. Nú ert þú fyrsti atvinnuleikar- inn sem gegnir stöðu Þjóðleikhús- stjóra — kemur það ekki til með að móta viðhorf þín í þessu starfi? — Jú, það tel ég víst. Ég var til skamms tíma formaður í Fé- lagi íslenzkra leikara og hefur það lengi verið áhugamál mitt að leikarar sem listamenn yrðu bet- ur kynntir fyrir áhorfendum. Eitt af því, sem segir í lögum um starfsemi Þjóðleikhússins, er að leikhúsið skuli gæta velfarnaðar og þroska leikara sem hjá því starfa í hvívetna. Ég hef fullan hug á að takast á við þetta verk- efni og skapa möguleika til að rækja það betur en verið hefur. Nú, varðandi annað, þá er rekstur Þjóðleikhússins nú allur í endurskoðun. Það segir sig sjálft að eftir að vera búinn að vera hér starfandi leikari á þriðja áratug þekki ég innviðina hér nokkuð vel og veit hvar skór- inn kreppir. Að undanförnu hef ég starfað að því með starfs- mönnum hagsýslu að endur- skoða alla þætti i rekstri hússins í því skyni að ná fram aukinni hagkvæmni og nýta betur þá starfskrafta sem fyrir eru. Við bindum vonir við að þessi endur- skoðun geti leitt til þess að unnt verði að auka þau verkefni sem hér verða tekin til meðferðar, sem myndi skapa leikurunum aukin tækifæri og auka fjöl- breytnina fyrir áhorfendur. Samvinna um ópcruflutning Nú er einmitt að koma í ljós árangur af áralangri baráttu sem forverar mínir í þessu starfi og ég höfum átt í. Það hefur lengi bagað starfsemi Þjóðleik- hússins mjög að við höfum ekki haft aðgang að sérstöku æf- ingasviði. Þetta hefur orðið þess valdandi að allar æfingar hafa orðið að fara fram á aðalsviðinu sem auðvitað hefur haft mikið óhagræði og aukið vinnuálag í för með sér varðandi skipulagn- ingu á leikhússtarfinu. Það er því mikið gleðiefni fyrir okkur að nú í haust fengum við afnot af íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar þar sem komið hefur verið upp æfingasviði, en jafnframt er þar aðstaða fyrir ballettskóla Þjóð- leikhússins. Þetta hefur ger- breytt allri vinnuaðstöðu hjá okkur til hins betra og skapað okkur aukna möguleika. Hvað um óperuflutning á vegum Þjóðleikhússins — hefur þetU verkefni ekki flutzt til íslenzku óperunnar? — Nei, sú lagaskylda hvilir eftir sem áður á Þjóðleikhúsinu að flytja óperur, og stofnun fs- lenzku óperunnar breytir engu þar um. Að vísu er nú til athug- unar á vegum menntamálaráðu- neytisins að tekin verði upp samvinna milli Þjóðleikhússins og íslenzku óperunnar um óperuflutning, og gæti það orðið að þessari lagaskyldu yrði þann- ig létt af Þjóðleikhúsinu að ein- hverju leyti. Það er töluverður áhugi á þessu meðal söngvara og myndi létta anzi mikið á okkur ef af yrði, þar sem óperuflutn- ingur er óhemju dýr liður í rekstri eins leikhúss. Verkefni til vors Hvað ber hæst í starfsemi Þjóð- leikhússins í upphafi þessa starfs- árs? — Hér eru nú í æfingu mörg spennandi verkefni. Það næsta sem frumsýnt verður er Sveik í seinni heimsstyrjöldinni, þar sem Bessi Bjarnason, Þóra Frið- riksdóttir, Gísli Rúnar, Gunnar Eyjólfsson, Baldvin Halldórsson og Sigurður Sigurjónsson fara með aðalhlutverk, en Þórhildur Þorleifsdóttir leikstýrir. Þá verður frumsýndur ballettinn Öskubuska sem er viðamikið fjölskylduverkefni. Tónlistin í verkinu er eftir Prókofjev. Á stóra sviðinu verður svo frumsýndur stór söngleikur í apríl, Gæjar og píur (Guys and Dolls). Þetta er einhver vinsæl- asti söngleikur sem saminn hef- ur verið í Bandaríkjunum. Hann var frumsýndur á Broadway árið 1947 og fóru þá Marlon Brando og Frank Sinatra með aðalhlut- verk. Það má geta þess til gam- ans að hinn frægi leikari sir Laurence Olivier átti sér lengi þann draum að fara með aðal- hlutverkið í þessum söngleik— en sá draumur hans rættist þó aldrei. Þetta verður fjölmenn- asta sýning vetrarins hjá okkur en fram munu koma hátt í 50 manns fyrir utan stóra hljóm- sveit. Með aðalhlutverkin fara Egill ólafsson, Bessi Bjarnason, Sigríður Þorvaldsdóttir og Ragnheiður Steindórsdóttir. Við höfum fengið brezkan leikstjóra, Tudor Davies, til að setja söng- leikinn á svið ásamt Benedikt Árnasyni en Flosi Ólafsson hef- ur annazt þýðingu verksins. Að öðru leyti erum við að vinna að verkefnavali næsta vetrar og þar kennir margra grasa, en það er víst ekki tíma- bært að nefna einstök verkefni. Mikill leiklistaráhugi Hvernig kannt þú við þig í starfi Þjóðleikhússtjóra? — Það er mjög skemmtilegt að fást við leikhússtarfsemi hér á landi, og gildir þá einu hvort maður er leikari eða leikhús- stjóri. Það er hinn mikli áhugi áhorfenda sem þessu veldur en íslendingar hafa jafnan sýnt leiklistinni áhuga öðrum þjóðum fremur. Hefur það víða vakið at- hygli erlendis hversu aðsókn að leikhúsum er hér mikil og hversu mikil gróska er hér í leiklistarlífinu. Sem dæmi um þetta get ég nefnt að hingað er nú að koma maður frá Indiana i Bandaríkjunum, sem hefur í hyggju að skrifa ritgerð um leiklist á íslandi. Ýmsum kynni að finnast að hann leitaði langt yfir skammt en svo er þó ekki — það eru ekki margar þjóðir í heiminum sem geta státað af öðrum eins leiklistaráhuga og íslendingar. Þessi mikli áhugi hefur skapað íslenzkri leiklist alveg sérstaka aðstöðu allt frá upphafi leiklistarinnar hér á landi og meðan hann helzt þarf sízt að örvænta um framtíð hennar. — bó.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.