Morgunblaðið - 22.01.1984, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1984 21
Sigurður Þorvaldsson
á Sleitustöðum tíræður
Bæ, Höfðaströnd, 17. janúar.
Merkismaður hér í Skagafirði á
nú 100 ára afmæli 23. þessa mánaö-
ar. Hann er Sigurður Þorvaldsson,
fyrrverandi hreppstjóri á Sleitustöö-
um í Hólahreppi. Hann er fæddur á
Miöhúsum í Álftaneshreppi á Mýr-
um.
Sigurður gekk til Flensborg-
arskóla 1904 og tók kennarapróf
þaðan 1905. Þá fór hann í lýðhá-
skólann í Askov 1907 til 1908 og
tók kennaranámskeið þaðan 1908.
Á kennaraháskóla var hann í
Kaupmannahöfn 1908 og 1909, en
kennari við Hvítárbakkaskóla í
Borgarfirði var hann 1905 til 1907.
Við barna- og unglingaskólann á
ísafirði kenndi hann frá 1910 til
1916, en 1914 kvæntist hann Guð-
rúnu Sigurðardóttur frá Víðivöll-
um í Skagafirði, og keypti um það
leyti stórbýlið Sleitustaði í Hóla-
hreppi og fór að búa þar. Hélt
hann þó áfram kennslu með bú-
skapnum, til dæmis í Óslandshlíð
og Hólahreppi, en einnig á Hest-
eyri við Isafjarðardjúp og Hey-
dalsá í Strandasýslu 1939 til 1944,
og á Skagaströnd í Húnavatns-
sýslu 1944 til 1953, en þessi kenn-
araár hans stjórnaði kona hans að
töluverðu leyti stórbúinu á Sleitu-
stöðum. Hreppstjóri varð hann
1928 í Hólahreppi en hætti því
1978 eða eftir 50 ár. í fjöldamörg
ár var hann í hreppsnefnd og
formaður búnaðarfélags hrepps-
ins. Vegna glöggskyggni hans á
tölur voru honum falin ýmiss kon-
ar endurskoðunarstörf, þar á með-
al endurskoðun reikninga Kaupfé-
lags Austur-Skagfirðinga í 16 ár.
Sigurður var, og er enn, 100 ára,
einn af þeim mönnum, sem tekið
er eftir. Hár maður, beinn í baki,
skemmtinn og skýr í tali. Fram-
kvæmdamaður var hann mikill, til
dæmis byggði hann líklega fyrstu
vatnsaflsstöðina í Skagafirði til
heimilisnota. Hann hætti þó of
snemma búskap að manni finnst,
eða 1960, eftir 46 ára búskap og þá
tóku börn hans við jörðinni. Fáir
ferðamenn fara svo um Skaga-
fjörð að þeir kannist ekki við
Sleitustaði og margir ókunnugir,
sem fara um vegi, rugla saman
Sleitustöðum og Hólum í Hjalta-
dal vegna þess hve myndarlegt er
þar heim að sjá.
Sigurður og Guðrún, sem hann
hefur nú misst, eignuðust 12 börn,
en misstu fjögur ung. Afkomendur
munu nú vera 63. Hann dvelur nú
sem stendur á Sjúkrahúsi Sauð-
árkróks, en er sem fyrr beinn og
hressilegur, hann sér og hreyrir
mjög sæmilega en er farinn að
tapa minni. Það má geta þess, að
Sigurður stjórnaði mikið til uþp-
greftri í snjóflóðunum á Sviðningi
í Kolbeinsdal 23.12. 1925, en þá
fórust fjórar manneskjur.
— Björn
Glæsileg
boröstofuborð og stólar
Stök borð - stakir stólar eða samstætt -
Spurningin er bara hvað þú vilt?
Þetta er sýnishorn af úrvalinu. Sumt er til - sumt er
á leiðinni, svo getur líka þurft að panta eitthvað.
ÞÚ GENGUR AÐ GÆÐUNUM VÍSUM.
- OG GÓÐUM GREIÐSLUSKILMÁLUM.
Sérverslun með listræna húsmuni
Borgartúni 29 Sími 20640
LA BARCA
LA ROTONDA
IL COLONNATO