Morgunblaðið - 22.01.1984, Page 22

Morgunblaðið - 22.01.1984, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1984 Sekur eða saklaus? Mál Kiessling setur ullt á unnun endann í V-Þýzkalandi Manfred Wörner, varnarmálaráðherra V-Þýzkalands. HELMUT Kohl hefur ekki verið lengur en 14 mánuði kanslari í Vestur-Þýzkalandi. Á þessum skamma tíma hef- ur stjórn hans notið vaxandi virðingar og vinsæida á mörgum sviðum. En stjórnin hefur orðið fyrir miklum áföllum á öðrum sviðum. Hvert stjórnmálahneykslið af öðru gengur nú yfir. Otto Lambsdorfs efnahagsmála- ráðherra á yfir höfði sér opinbera ákæru fyrir stór- felldar skattaívilnanir í þágu Flick-fyrirtækjanna og nú beinast spjótin að Manfred Wörner varnarmálaráðherra. Á grundvelli vafasamra rann- sókna gagnnjósnadeildar vestur-þýzka hersins lét hann reka fjögurra stjörnu hershöfðingjann Giinter Kiessling úr embætti fyrir kynvillu, án þess að nokkrar frambærilegar sannanir hafi verið lagðar fram fyrir þeim áburði opinberlega. Það er jafnvel talið, að villzt hafi verið á mönnum og gagn- njósnadeildin hafi njósnað um allt annan mann, er hún áleit sig vera að fylgjast með Kiessling. Mál Kiesslings er orðið að stórmáli í Vestur- Þýzkalandi. Wörner riðar nú tií falls í embætti varnar- málaráðherra, aðferðir gagn- njósnadeildarinnar sæta harðri gagnrýni og mc;nn spyrja sjálfa sig: hver er sek- ur og hver er saklaus? Allt er málið hið furðulegasta og á vafalítið eftir að draga mik- inn dilk á eftir sér eða eins og haft var eftir einum emb- ættismanni í Bonn: „Hausar munu fjúka“ Vitað er, að þeim Rogers, yfir- manni NATO-herjanna í Evrópu, og Kiessling samdi ekki of vel og því komst sá orðrómur á kreik, að það hefði verið hin raunverulega ástæða fyrir brottvikningu Kiessl- ings. Rogers hefur vísað öllu slíku afdráttarlaust á bug og sagt, að enda þótt hann og Kiessling hafi haft mismunandi skoðanir á sum- um sviðum, þá hefði aldrei verið I um slíkt ósætti að ræða milli þeirra, að þeir hefðu ekki getað starfað saman. Á fundi stjórnarinnar í síðustu viku, er mál Kiesslings var að komast í hámæli, hafði Kohl kanslari engar vöflur á, en sneri sér strax að Wörner, er minni mál höfðu verið afgreidd: „Og nú, Wörner, bíðum við öll eftir skýrslu þinni um Kiessling." Varnarmálaráðherrann var vel undirbúinn. Á því léki enginn vafi, sagði hann, að Kiessling hefði haft tengsl við kynvillinga og það hefði því verið mjög áhættusamt að láta hann halda stöðu sinni sem hers- höfðingi. Kvaðst Wörner af þess- um sökum ekki hafa séð nokkra aðra leið færa en að víkja Kiessl- ing úr starfi umsvifalaust. Wörner bar fyrir sig skýrslur gagnnjósnadeildar vesturþýzka hersins (Militárischer Ab- schirmdienst, MAD) og rann- sóknarlögreglunnar (LKA) í Nordrhein-Westfalen, sem hann sagði leiða það óhrekjanlega í ljós, að Kiessling hefði vanið komur sínar á skemmtistaði kynvilltra manna í Köln. óyggjandi sannanir væru fyrir því, að Kiessling hefði sézt á þessum stöðum. Friedrich Zimmermann innan- ríkisráðherra tók næstur til máls og lýsti yfir stuðningi sínum við Wörner, sem hefði haldið sig inn- an ramma laganna og með tilliti til öryggis ríkisins ekki getað farið öðru vísi að en hann gerði. En Heiner Geissler, heilbrigðis- og æskulýðsmálaráðherra vildi, fá að vita meira um málið en upplýst hafði verið. Var það virkilega rétt, að Wörner styddist einnig við skýrslur rannsóknarlögreglunn- ar? Herbert Schnoor, innanríkis- ráðherra í fylkinu Nordrhein- Westfalen, væri nýbúinn að lýsa því yfir, að rannsóknarlögreglan þar hefði engan þátt tekið I að rannsaka málið. Wörner var fljót- ur að leiðrétta Geissler og sagði, að rannsóknarlögreglan hefði ljáð aðstoð sína og tekið þátt í rann- sókninni. Kohl ekki ánægður Flestir ráðherrar vestur-þýzku stjórnarinnar voru ánægðir með þessi svör og létu sér þau nægja. En Kohl kanslari var ekki í þeim hópi. Hann kvaðst að visu telja ákvörðun Wörners rétta, en eins og málið allt kæmi almenningi fyrir sjónir, gæti það hæglega orð- ið til þess að spilla fyrir Wörner

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.