Morgunblaðið - 22.01.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.01.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1984 25 Að lífið sé skjálfandi lítið gras, má lesa í kvæði eftir Matthías, segir í þekktu ljóði dr. Sigurðar Þórarinssonar. Varla mun það einhlítt, eins og við nú fáum að heyra. SI. fimmtudag segir annar doktor, líffræðingur- inn Einar I. Siggeirsson, í grein í Mbl. um hugsanlega kynngi Græna lónsins, að nú fari fram merkileg visindaleg rannsókn á borholu við Svartsengi, og að niðurstaða hennar gæti leitt í ljós svarið við spurningunni um upphaf lífsins. Þarna á Reykja- nesinu sé eini staðurinn í veröld- inni , þar sem hægt sé að taka vatn úr borholu án þess að loft komist að. Undur og stórmerki ef upphaf lífsins á jörðinni skyldi nú finnast suður með sjó. Eitthvað vafðist þó „lífið" fyrir Nóbelsverðlaunahöfum ársins í vísindum, þegar spek- ingarnir spjöiluðu í viðtalsþætt- inum í sjónvarpinu í fyrri viku. Áttu m.a. að spá í það hvort líf gæti verið á öðrum hnöttum. Eðlisfræðingurinn William Fawler, sem mun manna spak- astur um það hvernig stjörnur fæðast og deyja, var eitthvað farinn að ympra á því að Vega hefði hring í kring um sig og gæti því haft einhver skilyrði, en varð dulítið kyndugur á svipinn þegar verðlaunahafinn í læknis- fræði Barbara McClintock kvaðst bara ekkert vita hvað líf væri. Og þá ekki hvað við væri átt með lífi úti í alheiminum. Við mannanna börn hefðum hér á þessari jörð búið okkur til eitthvert kerfi, sem við hefðum fyrir sið að kalla líf. En eitthvað allt annað gæti verið líf úti í geimnum. Og þegar kom að bakteríunum sagði þessi heill- andi áttræða vísindakona, að þær væru sko ekki upphafið á neinu. Þær væru afleiðing af ein- hverju. Hverju hefði hún ekki hugmynd um. Hafi ég rétt skilið. Við værum bara búin að venja okkur á það hér að þarna sé upp- hafið, rétt eins og menn voru lengi vissir um að jörðin væri flöt. Þeir vissu ekki betur. En hún varði sínar þekktu bakteríur þegar að þeim var vikið sem ein- hverjum frumstæðum heimsk- ingjum. Sagði að bakteriur væru gáfaðar. Auðheyrilega hafði hún ekki jafn mikið álit á veirunum sem sérstökum gáfna- verum. Og þegar maður fer að hugsa um það litla sem maður veit um bakteríur, þá blasir i rauninni við að þær hljóta að hafa mikla hæfileika, svo skipu- lega og markvisst sem þær vinna. Fyrir því gefst semsagt ekkert garantí hvað er líf. Við vitum bara ekkert um það. Og svo erum við að velta því fyrir okkur hvenær lífið kvaddi sér dyra og hvenær það var farið. Merkilegt hvað maður þarf að vita mikið áður en maður upp- dagar hve lítið maður veit. Dug- ar ekki minna en Nóbelsverð- launaspekingur til að vekja svo einfaldan grun. Það er einmitt þessvegna sem maður reynir að láta aldrei fram hjá sér fara þennan sænska viðræðuþátt með nýbökuðum Nóbelsvísinda- mönnum. Þegar svo fluggáfað fólk með alla sína þekkingu í farangrinum fer að spjalla um lífið og tilveruna, þá dettur allt- af yfir mann einhver sérstæð at- hugasemd eða viðhorf, sem opnar nýja sýn eða skilnings- glufu. Að vísu eru Nóbelshafarn- ir í vísindum svolítið mis- skemmtilegir, en varla kemur fyrir að einhver þeirra segi ekki eitthvað sérstakt og opni glufu í sálarglætuna. Því er mikill feng- ur að því að komast þó ekki sé nema gegn um sjónvarpsskerm í obbolitla snertingu við þá. Sá möguleiki einn setur okkur nú- tímafólk í miklu betri aðstöðu en fyrirrennara okkar að geta feng- ið heim í stofu slíkt fróðleiks- efni, þótt jafnan heyrist hávær- ar raddir um að ekki megi sýna neitt á skjánum sem ekki er smábarnamatur. Sem ég var að velta þessum hugleiðingum upp, barst úr opnu útvarpinu setning frá Sigurði uppfinningamanni, sem fellur hér að sem flís að rassi: „Skyn- semin er dýrmætasta gjöf mannsins!" Selvfölgelighed, hefði nú kannski einhver sagt á blómatímum dönskunnar. En ætli það sé nú svo víst? Nýkomið í ljós að í okkar samfélagi er andstaða — undir forustu kvennaflokksins í borgarstjórn — gegn því að reyna að veita þeim börnum, sem eru á undan og virðast svo greind að þau ráða betur við viðfangsefnin, auka verkefni við skyldunámið í skól- anum og aðstoð við aukaskammt af námi. Nú hefur í áratugi verið unnið að því að byggja upp að- stoð við þá, sem minna ráða við en almennt er borið á borð í skólanum, með ýmiskonar úr- ræðum í formi sérkennslu, at- hvarfa, heimila, sálfræðiþjón- ustu o.s.frv. þótt ekki sé nóg að gert þar fremur en annars stað- ar og að ekki veiti af slíkri hjálp ef þau eiga að ná því að verða nýtir og ánægðir einstaklingar. Maður sæi bara sjálfan sig, ef maður stæði daglega andspænis viðfangsefnum sem maður ræð- ur ekki við. En ætli það sé ekki líka þrúgandi og eyðileggjandi að verða að sitja í skóla í 8 ár og fá ekki viðfangsefni til að takast á við? Ætli yrðu nokkrir gáfaðir Nóbelsspekingar úr því, til að sjá einföldu hlutina sem við hin sjá- um ekki. { grein í föstudagsblaði um rannsóknir vitsmunasál- fræðinga á greind og hvernig fólk beitir þekkingu sinni, er fjallað um aðferð vitneskjunnar. Þar er m.a. skýrt hvernig skákmeistarar sjá taflmennina sem klasa með nokkrum mönnum í og taka þá sjálfkrafa að tengja þá gífurlegum þekk- ingarforða um taflstöður, leiki og leikfléttur, sem þeir hafa við- að að sér á öllum þeim árum sem þeir hafa verið að tefla. Þeir nýta ósjálfrátt þennan þekk- ingarstafla þegar þeir þurfa að leysa úr verkefninu. I sömu grein segir líka: „Með því að koma á tengslum við þekkingu sem þegar er fyrir hendi opnar maður sér leið til að veita nýjum upplýsingum viðtöku". Og því í ósköpunum á þá að hindra greinda krakka í að afla sér allr- ar þeirrar þekkingar sem þau ráða við og vilja meðtaka í forð- ann til síðara brúks? Og það meðan þau eru að læra, vilja og geta. Þvi eins og Brútus hans Shakespears sáluga segir með ís- lensku orðalagi Helga Hálfdan- arsonar: í mannlífinu gxtir flóðs og fjöru; sé flódsins neytt, er opin leið til gæfu, en láist það, er lífsins sigling teppt Af hverju að teppa siglingu þeirra sem geta siglt fullum seglum í lífsins skólasjó og láta þá svo teppast á grunnu lóni og bágindum (miseries) eins og Shakespeare orðar það. Er það af því að við þurfum ekki á nein- um spekingum að halda, að menn mega ekki ná eins langt og þeir frekast geta? Ætli okkur veiti bara nokkuð af að safna öll- um þeim þekkingarforða sem hægt er og einstaklingarnir ráða við til síðara brúks fyrir land og þjóð og til að ráða lífsgátur mannkyns, eins og Nóbelshaf- arnir okkar á skerminum. Því er hér flutt áfram hvatning þeirra Shakespears og Helga til þeirra sem deigir eru í söfnun á þekk- ingarforða fyrir þá sem meðtek- ið geta: Nú lyftir okkur háflóð hæsta straums; við grípum hann! ef okkur fjarar uppi, þá tapast allt. I.jóam. Mbl. RAX. hversu mikinn þátt fjármála- stjórn Magnúsar átti í því, hve giftusamlega tókst að vinna bug á efnahagsvanda þessara ára og reisa þjóðarbúið við að nýju í kjölfar þeirra. Efast ég um, að annar fjármálaráðherra hafi skil- að betra búi í hendur eftirmanns síns" — en við fjármálastjórn Magnúsar tók vinstri stjórn 1971 sem missti verðbólguþróunina úr höndum sér svo að fsland hefur ekki borið sitt barr eftir það. Mættu þeir arftakar Magnúsar Jónssonar frá Mel sem nú standa í brú þjóðarskútunnar og halda um stýrisvölinn draga ályktanir af störfum hans og samstarfsmanna hans og rétta þjóðarskútuna við með þeim hætti sem þá var gert. Morgunblaðið á ekki aðra ósk betri en þá að sú verði gifta núver- andi stjórnar en til þess verða all- ir að leggjast á eitt. „Jóns Þorláks- sonar týpa“ í ævisögu Ólafs Thors er vikið að bréfi sem hann skrifaði á sín- um tíma og nefnir hann þá að hann vilji helzt Magnús Jónsson frá Mel í framboð fyrir norðan, „Jóns Þorlákssonar-týpa sem ræðumaður", en meira hól gat Ólafur Thors engum gefið en já- kvæðan samanburð við fyrirrenn- ara sinn í formennskusæti Sjálf- stæðisflokksins, Jón Þorláksson. Var Magnús Jónsson frá Mel þá ungur maður og mikið vatn átti eftir að renna tii sjávar áður en hann fann kröftum sínum viðnám með þeim hætti sem þjóðfrægt er. Ólafur hefði viljað gera Magnús Jónsson ráðherra þegar í upphafi Viðreisnar en kom því ekki við eins og málum var háttað og rakið er í Ólafs sögu. Þar sem frá þessu er skýrt, er vitnað í Magnús Jóns- son en hann segir: „ólafur skipti sjálfur ekki höfuðmáli, heldur flokkurinn ... Hagsmunir flokks- ins voru ávallt í fyrirrúmi og per- sónulegar tilfinningar urðu að víkja fyrir þeim." Þannig reyndu störf og áhugasvið Magnúsar Jónssonar einnig á viðkvæmt til- finningalíf hans og að lokum of- bauð álagið líkamsþreki hans svo hann gat ekki sinnt áfram vara- formennsku í Sjálfstæðisflokkn- um og dró sig út úr stjórnmála- baráttunni. En störf hans í þágu Búnaðarbanka Islands urðu hon- um þá þeim mun kærari og naut hann sín þar með þeim hætti að til fyrirmyndar þykir. Ad skírast í erfidleikum Eitt hið síðasta sem Magnús Jónsson skrifaði var grein hans um Bjarna Benediktsson í sam- nefndu riti Almenna bókafélags- ins sem út kom fyrir jólin. Með þakklæti og virðingu og samúð til fjölskyldu Magnúsar frá Mel gríp- um við að lokum niður í grein hans til að minna á stærstu stund- irnar í pólitísku lífi hans og sam- herja hans. Grein Magnúsar heitir í ríkisstjórn og þar segir hann meðal annars: „Eftir alþingis- kosningarnar 1967 þegar Viðreisn- arstjórnin hélt velli tilkynnti Bjarni mér að ég yrði að gegna áfram embætti fjármálaráðherra. Ég hafði þá setið í stól fjármála- ráðherra í tvö ár og kynnzt vanda þeirra starfa það vel að mig fýsti ekki að halda áfram. Ég sagði því Bjarna að ég skyldi gegna starfinu áfram ef hann legði á það áherzlu, en þó með því skilyrði að ég ætti jafnan vísan stuðning hans ef í odda skærist milli mín og annarra ráðherra eða þingflokksins. Auð- vitað var þetta ósvífin krafa af minni hálfu en hann féllst á hana og stóð rækilega við það loforð sitt. Kom því aldrei til álita að ákveða með atkvæðagreiðslu í rík- isstjórn kvaðir á ríkissjóð gegn mínum vilja. Átti þessi afstaða Bjarna ekki lítinn þátt í því hversu fljótt tókst að rétta við fjárhag ríkisins eftir erfiðleikaár- in 1967 og 1968.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.