Morgunblaðið - 22.01.1984, Page 26

Morgunblaðið - 22.01.1984, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1984 A DRÖITEWfil UMSJÓN: Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir Félag guðfræðinema Fyrsta mót norrœnna kvenpresta Á haustdögum var haldið hið fyrsta mót norrænna kvenpresta. Mótið var hald- ið í Noregi, nánar tiltekið á gömlu og stóru pretssetri í Guðbrandsdal. Eftir vanga- veltur um fjárhag og frítíma varð þaö úr að við fórum héðan tvær sem fulltrúar annarra prestasystra okkar, séra Hanna María Péturs- dóttir í Ásum og ofanrituð. Annríkið Mótsdagarnir liðu við miklar annir, fyrirlestrar voru haldnir um guðfræðileg og kvennaguð- fræðileg efni. Höfundar tveggja nýútkominna bóka um rann- sóknir í kvennasögu kynntu þessar bækur sínar og efnt var til umræðu um þær. Dagar voru nýttir frá morgni til miðnættis, samtalshópar störfuðu, kvöld- vökur voru, veiziuhöld og hátíða- guðsþjónusta — og svo skipt- umst við á um að annast eld- hússtörfin með ráðskonunum tveimur. Við tókum líka þátt í barnagæzlu smábarna eftir löngun og föngum, en þau voru ekki nema tvö og oftast í umsjá mæðra sinna. Þarna voru rúm- lega 30 kvenprestar saman- komnir, frá Noregi, Danmörku, Svíþjóð og íslandi. Konur hafa enn ekki verið vígðar til prests í Finnlandi en á næsta mót verður finnskum kvenguðfræðingum boðið. ... og hinn djúpi friður Ákveðið var í upphafi að eng- um utanaðkomandi skyldi boðið til þessara daga, þeir skyldu not- aðir til skoðanaskipta, sem ekki yrðu gerð opinber, svo að hver gæti sagt, það sem í brjósti byggi. Hins vegar skyldi efnt til gestamóttöku á veiziukvöldi og fjölmiðlafólki boðið í hátíða- guðsþjónustu og kaffidrykkju og þá væri hverri og einni frjálst að segja það, sem hún vildi, til opinberrar birtingar eða flutn- ings. Við Hanna María notuðum þann tíma til að skipa okkur f fjölmiðlaflokkinn og eiga viðtöl við þrjá presta. Kvenprestar í Danmörku Séra Una Jart frá Danmörku var önnur hinna tveggja dönsku presta, sem önnuðust hátíða- guðsþjónustuna. Okkur frá ís- landi þótti gott að sjá þær í Biskupinn, sem átti að vígja hana, neitaði því reyndar, en annar biskup kom í hans stað. Um fjórði hluti dönsku prest- anna var á móti vfgslu hennar og þeir fóru ekki dult með skoðanir sínar. En hvernig er staða danskra kvenpresta núna? Séra Una segir að þær hafi mætt nokkrum erfiðleikum nú nýlega vegna hópa innan kirkj- unnar, sem vilji setja sérstakar reglur um það hvernig eigi að haga sér gagnvart kvenprestum. Og nú þegar yfirvofandi sé minni atvinna og atvinnuleysi meðal guðfræðinga bitni það eins og fyrri daginn meira á kon- um. Meira en helmingur guð- fræðistúdenta f Danmörku eru konur og ungir menn verða hræddir þegar atvinnuleysið ógnar þeim. Vald Jesú 3. sunnudagur eftirþrettánda Jesús kenndi eins og sá, sem vald hefur. Jesús hafði líka vald. Hann hafði vald frá Guði, föður sínum á himni. Jesús hef- ur enn þetta vald og þau, sem kynnast kenningu hans svo að þau finna að hún snertir hjörtu þeirra, vita að þetta vald er und- ursamlegt, engu öðru lík. Það er vald til að fyrir- gefa, vald til að styrkja, vald til að hugga. Við spyrjum sjálf okkur í dag: Þekkjum við þetta vald? Hefur það náð tökum á mér? Leitum og biðjum ef svar okkar er neitandi. Fögnum og treystum ef svar okkar er játandi og skipum okkur í raðir þeirra, sem útbreiða þetta vald með orðum og verk- um. við erum konur eða karlar. Ann- ars værum við að neita þvf að nám okkar hafi haft nokkur áhrif á okkur. En stundum koma þó sérstök kvennasjónarmið, sem líta öðruvísi út frá bæjar- dyrum kvenna. Sænskir kvenprestar Séra Eva Brunne er frá Sví- þjóð. Hún segir að kvenprestar f Svíþjóð séu um 450. Fyrstu kvenprestarnir þar vígðust árið 1960, þær Margit Sahlin, Ingrid Persson og Elisa- bet Ohlander. Sænskir kven- prestar hafa mætt mótstöðu með jöfnu millibili og nú á undan- förnum árum hefur mikil and- staða komið fram. Telurðu að það sé rétt fyrir kvenpresta að halda svona mót eins og þetta fyrir okkur einar? hempum, sem voru eins og okkar eigin hempur. Séra Una sagði að kvenprestar í Danmörku væru nú milli 300 og 400 talsins en alls væru um 1800 prestar þar. Fyrstu dönsku kvenprestarnir vígðust árið 1947, þrjár saman. Það gerðist ekki tfðindalaust. Brautryðjendurnir Johanne Andersen, sem fyrst var vígð, hafði litlar vonir um að fá prestvígslu þegar hún lauk guðfræðiprófi. En fulltrúar safnaðarins á Falster kusu hana að presti og danska þingið gekk svo frá málum að hún gæti vfgzt. Biblíulestur vikuna 22.-28. janúar Vald Jesú Sunnudagur 22. janúar: Mark. 2.6—12 — Vald til að fyrirgefa syndir. Mánudagur 23. janúar: Jóh. 7.40—46 — Vald boðunar- innar. Þriðjudagur 24. janúar: Matt. 5.43—48 — Vald kær- leikans Miðvikudagur 25. janúar: Mark. 2.13—18 — Vald köll- unarinnar. Fimmtudagur 26. janúar: Mark. 6.53—56 — Vald lækningarinnar. Föstudagur 27. janúar: Róm. 1.1—7 — Vald uppris- unnar. Laugardagur 28. janúar: Opinb. 1.4—8 — Eilíft vald Þetta er kirkjan í Eystra- Gausdal, þar sem hátíðar- guðsþjónustan var haldin. Kirkjan er frá miðöldum, en guðsþjónustan var í senn í fornum stíl og nýjum. Er gagnlegt að tala um Guð sem móður? f hátíðaguðsþjónustunni lásu þær prestar „Trúarjátningu kon- unnar", sem er einskonar hug- leiðing um hina postullegu trú- arjátningu. Við spurðum séra Unu Jart hvort hún teldi gagn- legt að tala um Guð sem móður. — Það er mörgum mikilvægt, segir hún, öðrum ekki. Þeim, sem ekki hafa átt góða föður- ímynd, er það sérstaklega gagn- legt og getur leyst vanda þeirra ef móðurímynd þeirra er góð. En telur þú að það sé gott fyrir kirkjuna að hafa kvenpresta? Já. Fyrst og fremst tökum við konur okkur ekki mjög hátið- lega. Prestsstarfið er í raun og veru mjög „kvenlegt". Það felst m.a. í þvf að sætta fólk og bera umhyggju fyrir þvf. Prédikar þú öðruvísi en karl- prestarnir? Já, ég prédika öðruvísi í barnaguðsþjónustum. En það geta karlar líka gert. En annars er prédikunin skrifuð eftir að maður hefur setzt niður með bókum sínum og það sama kem- ur út ur þeim lestri hvort sem Já, tvímælalaust. Við höfum haldið sænsk kvenprestamót, sem hafa leitt í ljós að við þurf- um að hittast. Og hér sjáum við að við leysum mál okkar á mis- munandi hátt i hverju landi fyrir sig. Við kennum hver ann- arri og finnum að við eigum sömu löngunina til að boða fagn- aðarerindið. Eva neitar því ekki að stund- um skipti það máli hvort kvenprestar eða karlprestar eigi í hlut. Hún segir að karlprestum stafi stundum stuggur af kvenprestum og við verðum að sýna að við höfum okkar skoðan- ir. Einmitt þess vegna sé gott fyrir okkur að hittast og hjálpa hver annarri. Finnst þér rétt að við konur semjum sérstakar bænir, sem fjalla um málin frá okkar sjónar- miði? Það er undursamlegt. Þá get- um við notað orð, sem við skilj- um, orð, sem eru ekki slitin af sífelldri notkun. Þá getum við talað um okkar raunveruleika. Margt, sem sagt er, er orðið okk- ur óviðkomandi. Konur verða kannski til þess að skapa nýtt mál í guðsþjónustunni, tala á nýjan hátt um allt, sem gerist. Nýguðsþjón- ustuform, nýj- ar starfsaðferðir Séra Eva er stúdentaprestur í Stokkhólmi. Hún segir að starf stúdentaprests sé m.a. fólgið í því að vera viðstödd, sýna stúd- entunum að hún sé þarna. Svo er starfað í margskonar hópum utan guðsþjónustunnar, t.d. biblíuleshópum og kvennahóp- um. — f stúdentaguðsþjónustun- um getum við haft það form, sem við viljum, segir hún. — Fólk, sem ekki kemur í hinar hefðbundnu guðsþjónustur, kemur í guðsþjónustur, sem eru byggðar öðruvísi upp, t.d. í svo- kallaðar þemaguðsþjónustur. Við verðum að gera eitthvað til þess að ná til fólksins, sem kem- ur ekki í guðsþjónustuna eins og hún er venjulegast. Margt fólk hefur áhuga á nýjum formum, nýjum aðferðum í starfi kirkj- unnar. Hvernig hefur þér svo líkað hérna á þessu móti? Ég get sagt það með því að ég hlakka til að fara heim og reyna að koma skilaboðunum héðan til kvenna í Svíþjóð. Kvenprestar í Noregi Séra Helen Björnöy er prestur í Tromsö, nyrst í Noregi. Hún var vígð árið 1981. Fyrsti norski kvenpresturinn var vígður árið 1961. Það var Ingrid Bjerkás. Nú er 71 kvenprestur í Noregi, um 50 þeirra eru við prestsstörf, hinar sinna börnum og heimilum eða einhverju öðru. Telur þú að það sé einhver mun- ur á kvenprestum og karlprestum? Við vinnum sömu störf en leysum oft á dálítið annan máta. Við kvenprestar höfum líka önn- ur verkefni. Hvaða verkefni? Við berjumst kvennabaráttu til þess að gefa konum kjark í safnaðarstarfi og í þjóðfélaginu. Hvernig gerist það? Það gerist í prédikunarstarf- inu, sálusorgun, fræðslustarfi og í kvennahópunum. Telurðu að það sé nauðsynlegt fyrir kirkjuna að hafa kvenpresta? Já, kirkjan þarf fleiri kven- presta svo að fagnaðarerindið hljómi í fullum sannleika. Það þarf að prédika að hinir svoköll- uðu eiginleikar kvenna fái að njóta sín, þ.e.a.s. að við umvefj- um þau, sem við erum með, með umhyggju okkar. Það þarf líka að prédika svo að hinn skýri boðskapur fagnaðarerindisins um jafnréttið í Kristi hljómi. Þú ert prestur í KFUK og vfgð til þess starfa. Hvernig tengist það safnaðarstarfi norsku kirkjunnar? Æskulýðsstarf kirkjunnar er tengt starfi KFUK. Ég vinn með prestunum í söfnuðum þeirra og hef ekki neitt æskulýðsstarf, sem er aðeins á vegum KFUK. Starf KFUK er æskulýðsstarf kirkjunnar. Ég er sjálf alin upp i æskulýðsstarfi, sem KFUK mót- aði. Ég er mjög þakklát fyrir það. KFUK hvetur til lífsgleði og kjarks. Þar eru konur aldar upp til að verða sjálfstæðar og finna kjark i fagnaðarerindinu til þess að nota í lífi og starfi. Þetta kom svo skýrt fram á þingi Alkirkju- ráðsins í Vancouver í sumar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.