Morgunblaðið - 22.01.1984, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JANÚAR1984
29
ÞINGBRÉF
eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON
tekna. En það sem umfram er
samið hverju sinni þarf að
sækja sem lán utan (og þau
kosta sitt) eða eyðist í verð-
bólgu (gengislækkun og smækk-
un krónunnar). Það þarf ekki
síður að sækja á kostnað rekstr-
aröryggis (og um leið atvinnu-
öryggis) og samkeppnisstöðu ís-
lenzkrar framleiðslu. Ekki mun
skorta kröfugerð — og þá
máske fyrst og fremst frá þeim
sem fjarst standa framleiðsl-
unni.
Fjármálaráðherra mun vænt-
anlegga leggja áherzlu á af-
greiðslu lánsfjárlaga og fjár-
festingaráætlunar, sem ekki
vannst tími til að afgreiða, sam-
hliða fjárlögum, í atinu og önn-
unum fyrir Jólin. Alþingi hefur
ekki gert hreint fyrir sínum
dyrum, hvað ríkisbúskapinn
varðar, fyrr en þessi mál eru
frá, auk þess sem þau eru hag-
stjórnartæki ásamt fjárlögun-
um.
Fjármálaráðherra mun jafn-
framt fylgja fram skattafrum-
vörpum, sem fyrir liggja, og
eiga m.a. að ýta undir innlend-
an sparnað og stýringu hans til
þátttöku í atvinnulífinu. Frum-
vörp þessu eru stefnumarkandi
í þá átt að efla atvinnulíf og
gera það óháðara erlendu fjár-
magni. Þessi frumvörp spanna
miklu stærra mál en í fljótu
bragði sýnist. Þau eru í stuttu
máli viðleitni til að snúa vörn í
sókn í brauðstriti þjóðarinnar.
Félagsmálaráðherra mun og
væntanlega leggja áherzlu á af-
greiðslu stjórnarfrumvarps um
húsnæðismál þegar á fyrstu
vikum þings. Húsnæðismál vóru
hornreka á liðnu kjörtímabili.
Sú hreyfing sem á þeim var hjá
fyrri stjórnvöldum var frekar
aftur á bak en áfram. Þessi
málaflokkur tengist og kjara-
vettvangi, þar sem veðurspá er
óljós. Það má því búast við að
hann hafi einhvern forgang í
þingstörfum.
Síðast en ekki sízt skal nefna
frumvörp til stjórnarskrár- og
kosningalaga, sem fjórir flokk-
ar standa efnislega að og draga
eiga úr misvægi atkvæða eftir
búsetu. Þetta er mannréttinda-
mál, sem ekki verður komizt hjá
að afgreiða skjótt og skilmerki-
lega. Það er ekki eftir sem af er,
segir máltækið.
Þau mál, sem hér hefur lausl-
ega verið ýjað að, koma senni-
lega til kasta Alþingis þegar á
fyrstu starfsvikum. Annars er
líklegt að Alþingi fari hægt af
stað, það er eðli þess og vani, og
vaxi ekki verulega ásmegin fyrr
en sól hækkar meir á lofti. Sá
mikli vandi, sem grúfir yfir
þjóðarbúskapnum, knýr þó á
um meðhöndlan, og vonandi ber
þingið gæfu tií samstöðu við
björgunarstörfin. Stjórn og
stjórnarandstaða eru lýðræðis-
leg fyrirbrigði sem góð eru til
síns brúks (að vísu misgóð eins
og gengur) en þegar býður þjóð-
arsómi þarf að tvinna þau sam-
an í haldreipi, líftaug, í þágu
heildarinnar. Þetta tókst á Al-
þingi árið eitt þúsund. Það er
kominn tími til að fá hliðstæðu
þess atburðar í þjóðarsöguna!
Nemendahljómsveit Tónlistarskóla FÍH. Standandi frá vinstri: Rúnar Gunn-
arsson, Magnús Sigurðsson, Jón Borgar Loftsson og Hjalti Gíslason. Sitj-
andi: Davíð Guðmundsson og Ari Haraldsson.
Djamm-session Jazz-
klúbbs Reykjavíkur í dag
Nýstofnaður Jazzklúbbur Reykja-
víkur tekur til starfa með djamm-
sessjón á sunnudaginn, 22. janúar,
kl. 3. Leikið verður í veitingastaðn-
um Kvosinni í byggingu Nýja bíós.
Nemendahljómsveit frá Jazz-
deild Tónlistarskóla Félags ís-
lenskra hljómlistarmanna hefur
djammið, og verður sá háttur á
framvegis að hljómsveitir úr þess-
um nemendahópi byrja hverja
sessjón Jazzklúbbsins.
A sunnudaginn verða tvær
hljómsveitir aðrar á dagskrá. Hjá
Kristjáni Magnússyni og félögum
leikur fyrirliðinn á píanó, Þorleif-
ur Gíslason á tenór-saxófón, Árni
Scheving á bassa og Sveinn óli
Jónsson á trommur.
Þriðja hljómvseitin er tríó, þar
sem Guðmundur R. Einarsson
leikur á trommur, Guðmundur
Ingólfsson á píanó og Skúli Sverr-
isson á bassa.
Au\ún þjónusta
í aóalbanka
ogíöllumútibúum:
Gialdeyris -
J afgieiösla
Við önnumst nú alla algengustu gjaldeyrisþjónustu: Kaup og sölu á
ferðamannagjaldeyri, sölu námsmannagjaldeyris, stofnun innlendra
gjaldeyrisreikninga og útgáfu VISA greiðslukorta.
Iðnaðaibankinn
Reykjavík: Aðalbanki, Lækjargötu 12
Breiðholtsútibú, Drafnarfelli 16-18
Laugarnesútibú, Dalbraut 1
Grensásútibú, Háaleitisbraut 58-60
Réttarholtsútibú, Réttarholtsvegi 3
Garðabær: v/Bæjarbraut
Hafnarfjörður: Strandgötu 1
Selfoss: Austurvegi 38
Akureyrí: Geislagötu 14
Að þessu sinni skipa Nemenda-
hljómsveit Tónlistarskóla FÍH
þeir Ari Haraldsson á tenór-saxó-
fón, Magnús Sigurðsson á bassa,
Hjalti Gíslason á trompet, Rúnar
Gunnarsson á baritón-saxófón,
Jón Borgar Loftsson á trommur og
Davíð Guðmundsson á gítar.
Auk þessara fyrirframákveðnu
hljómsveita er ætlunin að hafa
sama hátt á og forðum í Breiðfirð-
ingabúð, að hver sem vill komast í
djammið hafi með sér hljóðfæri,
og verði þeir fleiri en rúmast á
einni sessjón, verður skráð á bið-
lista fyrir þá næstu.
Askriftarsíminn er 83033