Morgunblaðið - 22.01.1984, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1984
Máiin rædd við Q4U yfir kaffibolla:
„Þráinn heldur
okkar gangandi“
„Þaö má eiginlega segja, aö
strax á fyrstu æfingunni meö Jóa
hafi hann hreinlega biásiö Danna
Pollock út úr æfíngahúanæðinu.
Slíkur var djöfulgangurinn/' sagöi
Gunnþór Sigurðsson, bassaleikari
Q4U, er Járnsíðan heimsótti sveit-
ina fyrir skemmstu.
Ef einhver heldur, aö hljómsveitin
Q4U sé dottin uppfyrir er þaö mis-
skilningur. Slikar vangaveltur eru á
hinn bóginn afar skiljanlegar því
hljómsveitin hefur ekkert látiö á sér
kræla um langa hríö og hefur ekkert
leikiö opinberlega í háa herrans tíö.
Þaö er þó ekki hægt aö segja, aö
setið hafi veriö auöum höndum.
Mannabreytingar hafa veriö mikl-
ar og komiö misjafnlega illa viö
hljómsveitina. Meölimunum bar
saman um aö brottför Árna Daníels
Júlíussonar, hljómborösleikara,
heföi komiö á slæmum tíma og rask-
að prógramminu mikiö. Danny Pol-
lock hætti rétt fyrir áramótin, en áö-
ur höföu þeir Óöinn Guöbrandsson
og Jóhann Richards (títtnefndur
Motorhead hér áöur fyrr) gengiö til
liðs við þau Gunnþór og Ellý.
Þótt þau fjögur hafi reyndar æft af
krafti aö undanförnu eru þau öll á
því aö koma ekki fram opinberlega
fyrr en i apríl/mai. Ellý á nefnilega
von á barni um páskaleytiö og
hyggst taka lífinu fremur rólega
þangaö til, a.m.k. láta allt tónleika-
hald lönd og leið.
Bárujárnið
iönd og leiö
Svo aftur sé vikiö aö Jóhanni lét
hann af ást sinni á bárujárnsrokkinu
fyrir um ári (ótrúlegt, en satt) og
kvaöst í spjallinu viö Járnsíöuna vera
oröinn dauöleiður á því. Þótt breyt-
ingin hjá honum sé e.t.v. mikil er hún
ekki minni fyrir Q4U, þ.e. aö fá svo
kröftugan trommara í staö trommu-
heila. Ég spuröi þau Gunnþór, Ellý,
Óöin og Jóa út í breytinguna.
„Auðvitaö er þaö mjög mikil
breyting að spila aftur meö lifandi
trommara," sagöi Gunnþór. „Þegar
viö vorum meö trommuheilann þurfti
maöur ekkert aö hafa áhyggjur af
honum. Hann sá um sitt, svo fremi
rafmagniö fór ekki af. Mannleglr
trommuleikarar eiga þaö til aö veröa
á í messunni og þá reynir á bassa-
leikarann að geta fylgt.“
— Þiö eruö þá búin aö segja
skilið viö tölvuvætt popp aö sinni?
„Já, ætli þaö ekki. Ég segi nú bara
fyrir mitt leyti, aö ég var oröinn dálít-
iö þreyttur á því,“ sagði Gunnþór,
sem alla jafna haföi orö fyrir svelt-
inni. „Danny vill prófa sig áfram i
þessu, en ég er þeirrar skoðunar, aö
eftir tiltölulega skamman tíma kom-
ist menn í þrot, a.m.k. meö þeim
tækjabúnaöi, sem við höföum. Auö-
vitaö er hægt að gera stórskemmti-
lega hluti ef menn eiga tækin, en á
meöan þau eru ekki fyrir hendi veröa
menn að láta sig dreyma og þaö
gengur aldrei til lengdar. Peningarnlr
eru ekki fyrir hendi og þá þýöir ekk-
ert að vera að pæla í þessu. Tölvu-
væðingin er ekki ókeypis."
— Eruð þiö þá þeirrar skoöunar,
að tölvupoppið sá aö syngja sitt
síðasta?
„Já, þaö hlýtur aö ganga sér til
húöar og þaö fyrr en síöar. Flestar af
þessum nýrri tónlistarstefnum gera
þaö fyrr en síðar einfaldlega vegna
þess aö menn komast í þrot. Þaö er
ekki endalaust hægt aö vera frum-
legur. Enda er ég þess fullviss, aö
strákarnir í Kraftwerk eru búnir aö
hlæja sig í hel yfir tilburöum tölvu-
poþparanna undanfarin 2—3 ár.
Þeir voru búnir að þessu öllu saman
fyrir löngu,“ sagöi Gunnþór. Enn at-
kvæðamestur í spjallinu.
— Ef viö víkjum aöeins aö pen-
ingahliöinni, er ekki útilokað aö
halda hljómsveit úti á meöan eng-
inn sækir tónleika?
„Kannski ekki útilokaö, en erfitt er
það, maöur, erfitt er þaö. Þaö er
ekki fyrr en núna fyrst, aö ég hef
eignast bassamagnara," varö Gunn-
þór fyrstur til þess aö svara. Óöinn
tók undir þessi orö hans, hafði ný-
verið nælt sér í almennilegan gítar-
„Þiö þekktuö þennan mann ... “ sagöi einhvern tíma í sönglagatexta.
Þekkir einhver þennan mann? Jú, þetta er Jóhann Richards, trymbill
Q4U, meö makkann á bak og burt. Morgunbiaðiö/ kee
Dúkkulísurnar sigurkvöldið fræga á Kjarvalsstööum.
Kvennahljómsveitin Dúkkulís-
urnar sló í gegn svo um munaöi í
Músíktilraunum SATT og Tóna-
bæjar í desember. Sigruöu stöll-
urnar frá Egilsstööum af öryggi á
úrslitakvöldinu, sem fram fór á
Kjarvalsstööum.
Járnsíöan skýröi frá þvi fyrir
nokkru, að til stæöi aö Dúkkulís-
urnar færu á samning hjá Skífunni
og gæfu út plötu meö vorinu. Jón
Ólafsson, forstjóri Skífunnar, staö-
festi þetta í spjalli viö Járnsíöuna í
vikunni.
Aö sögn Jóns er enn ekki afráöiö
hvort tekiö veröur upp efni á litla,
stóra eöa e.t.v. EP-plötu (yröi þá
væntanlega 5—6 lög), en þaö skýr-
ist allt saman á næstunni. Sagöi
Jón jafnframt, aö góöar líkur væru
á, aö Bubbi Morthens „pródúser-
aöi“ plötuna.
Þaö er annars af Dúkkulísunum
aö frétta, aö þær hafa allar meö
tölu flust búferlum til Reykjavíkur
og eru aö koma sér fyrir í höfuð-
staönum. Eiga þær vafalítiö eftir aö
láta til sin heyra á næstunni og þaö
svo um munar. Koma þær fram á
sérstöku verölaunaafhendingar-
kvöldi í Tónabæ þ. 26. þ.m. og síö-
an i ýmsum skólum og skemmti-
stööum. Veit Járnsíðan t.d. til þess,
aö þær spila í Fjölbrautaskólanum
í Ármúla og svo í Safari í byrjun
febrúar.
Nú þegar framtiö Grýlanna er á
huldu og helst er hallast aö því aö
þær leggi alfariö upp laupana þarf
vart aö gera ööru skóna en Dúkku-
lísurnar veröi næsta stórsveit
kvenna í poppinu. Hæfileikarnir eru
ótvíræöir, um þaö getur umsjónar-
maöur Járnsíöunnar vitnað.
Steinar hf. gefa út
plötu með Pax Vobis
Þaö eru fleiri en Dúkkulísurn-
ar af yngri sveitunum, sem
senda frá sér plötu meö vorinu.
Rétt áöur en Járnsíöan fór i
prentun fyrir helgina bárust af
því fregnir, aö Steinar hf. ætl-
uöu aö gefa út plötu meö Pax
Vobis á næstu mánuöum. Áöur
haföi veriö tilkynnt, aö fyrirtæk-
iö gæfi út plötu meö Kikk —
annarri ungri og efnilegri sveit.
Aö sögn Péturs Kristjánsson-
ar, forstjóra Steina hf. í fjarveru
Steinars Berg isleifssonar, var
ákvöröunin um aö gefa út plötu
meö Pax Vobis tekin í vlkunni.
Sagöi Pétur, aö forráðamenn
fyrirtækisins væru bjartsýnir á
nýbyrjaö ár þrátt fyrir efnahags-
þrengingar.
Ekki hefur enn veriö tekin
ákvöröun um hvenær hafist verö-
ur handa viö upptökur á efni
þessara sveita, en samningar
hafa enn ekkl veriö undirritaöir.
Þeir eru þó nánast formsatriöi úr
þessu.
Pax Vobis í Safari.
tjórnar Bubbi upptök-
um á Dúkkulísu-plötunni?