Morgunblaðið - 22.01.1984, Síða 37

Morgunblaðið - 22.01.1984, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1984 37 magnara. Jói sagðist hins vegar allt- af hafa átt trommusett. „Þaö er ekki haegt að vera í hljómsveit og eiga ekkert til aö spila á.“ Orð aö sönnu. Nýir menn, ný tónlist — Nú hefur Q4U nónast skipt um tónlist með vissu millibili, nán- ast kúvent í hvert skipti, er þetta hljómsveit harðsvíraðra tœkifær- issinna? „Viö höfum kannski ekki alveg skipt um tónlist, en hún hefur vissu- lega tekiö heilmiklum breytingum á þeim þremur árum, sem hljómsveitin hefur starfaö." Enn var þaö Gunnþór sem svaraði. Ellý var líka að stússa viö kaffihitun og annaö slíkt og mátti ekki meira en svo vera aö þvi aö spjalla framan af. „Viö erum búin aö þjóta í gegnum alls kyns tímabil á þessum tíma. Maöur hlær alltaf meira og meira aö því, sem viö gerö- um fyrst, en samt var þaö kannski skemmtilegasta tímabiliö. Þá vorum viö ný og fersk og laus viö aö þurfa að sneiða hjá endurtekningum. Því er ekki hægt aö neita, aö núna erum viö alltaf aö reyna aö foröast endur- tekningu eins og allir reyndar. Þaö veröur bara alltaf erfiöara og erfið- ara því stundum hefur maöur óneit- anlega á tilfinningunni, aö búiö sé aö gera þetta allt saman milljón sinnum áöur." — Hvernig tónlist er það þá, sem Q4U kemur fram með loksins þegar ftokkurinn aetlar aö efna til tónleika á ný? „Þetta er diskó." Þaö var Jói, sem varð fyrstur til aö svara. „Kannski ekki diskó," sagöi Gunnþór, „en eitthvaö i þá áttina. Viö viljum ekki að Q4U veröi eitthvert diskóband." Upp úr þessu þróaöist spjalliö inn á aörar og e.t.v. frjálslegri brautir um stund. Menn kepptust viö aö úthúöa rás 2, sögöu hana flytja sömu niöur- suöutónlistina og áöur heföi heyrst í gamla gufuradíóinu. Munurinn væri bara sá, aö núna glymdi þessi tónlist á báðum rásunum. „Maöur er eigin- lega farinn aö fagna þvi aö hafa þó alltént rás 1, áöur kvartaði maöur og kveinaöi yfir fábreytninni," sagöi Gunnþór. Plata meö vorinu — Stendur ekkert til að gefa út aöra plötu? „Jú, þaö er nú takmarkið aö gefa út aöra plötu meö vorinu. Hvenær þaö veröur nákvæmlega er erfitt aö segja til um. Viö viljum gefa okkur góöan tíma, viljum ekki flana aö neinu núna. Höfum gengiö í gegnum svo mörg flipp og látum okkur þau aö kenningu verða. Reynum þaö a.m.k. — Er ekki hætta á að hljóm- sveitin leysist upp úr því menn hafa ekkert almenniiegt fyrir stafni, eru t.d. ekkert að spila? „Nei, ekki úr þessu. Stefnan er sú, aö koma heldur ekki fram á tónleik- um fyrr en viö höfum náð aö flytja nákvæmlega þaö á sviöi, sem viö erum aö gera á plötu. Þaö hefur vilj- aö loöa við Q4U að klúöra „sándinu" alla tíö. Viljum þvo þann stimpil af okkur í eitt skipti fyrir öll. Þetta „sándpróblem" var draugur, sem fæddist um leið og hljómsveitin og hefur fylgt henni æ síöan." Eigendur þessara ummæla voru þau fjögur í sameiningu. — Eitt í lokin. Úr því enga pen- inga er upp úr þessu að hafa, tómir erfíðleikar fylgja þessu og skuldir hlaðast upp, hvers vegna er sveit eins og Q4U aö basla áfram? „Þaö er þráinn og ekkert annaö en þráinn, sem heldur okkur gang- andi," sagöi Gunnþór. „Þaö eru svo margir, sem vildu hafa óskaö þess aö viö værum löngu hætt, en viö ætlum ekki aö láta undan óskum slíks fólks. Þaö er nefnilega alltaf svo, aö um leið og hljómsveitir detta úr sviðsljósinu hrynja „vinirnir" úr hópnum eins og lýs af höföi. Viö vilj- um sanna þaö fyrir okkur, og þá ekki síöur þessum „vinum", að við getum spjaraö okkur án þeirra. Bíöiö bara og sjáiö. Þetta veröur „devastating" loks þegar við mætum á sviö aö nýju.“ Vinsældalisti Járnsíöunnar og Tónabæjar: Snákabandalagió heldur enn lífi Tónabæjarfólkið valdi engan lista ( síöustu viku. Öllu liöinu var nefnilega boöið í bíó. Hins vegar mætti liöið galvaskt til leiks í þessari viku og valdi þá sameigin- legan lista Járnsíð- unnar og Tónabæj- ar í 10. sinn. Við skulum ekki dvelja lengur við formál- ann heldur vinda oss rakleiöis í nýj- ustu tölur: 1 ( -) New Dim- ension/IMAGINAT- ION 2 ( 6) Owner of a Lonely Heart/YES (3) 3 ( -) Where Is My Man/EARTHA KITT 4 ( -) Talking in Your Sleep/ROM- ANTICS 5 ( -) That’s All/ GENESIS 6 ( 8) Union of The Snake/DURAN DURAN (8) 7 ( 1) Say It Isn’t So/HALL OG OATES (4) 8 ( 4) That Was Then But This Is Now/ABC (3) 9 ( 3) Love of the Common People/ PAUL YOUNG (3) 10 ( 2) Hold Me Now/THOMPSON TWINS (2) Fjögur ný lög komust inn á listann aö þessu sinni. Þau, sem duttu út, voru Heart and Soul meö Huey Lewis, A Matt- er of Time meö BARA-Flokknum, Promises, Promises meö Naked Eyes og It’s a Jungle out There meö Bone Symphony. Tvö þau fyrsttöldu geröu stuttan stans, en Naked Eyes náöu 4 vikum á listanum og Beinasinfónían 5 vikum. Þaö markverö- asta viö þennan lista er auövitaö þaö, aö Duran Duran jafnaöi met þeirra félaga Paul McCartney og Michael Jackson meö áttundu vikunni sinni á listanum. Lifi snákabandalagiö! Simon Le Bon, söngvari Duran Duran. „Á vængjum söngsins“: Tónleikar á Austfjörðum Sigrún Gestsdóttir, söngkona, Einar Jóhannesson, klarinettleikari, og David Knowles, píanóleikari, halda tónleika í Austfjörðum undir yfir- skriftinni „A vængjum söngsins”, mánudaginn 23. og þriðjudaginn 24. janúar nk. ■ Fyrri tónleikarnir verða á Seyð- Neskaupstað og spila fyrir nem- isfirði mánudaginn 23. janúar og endur. hefjast kl. 20.30, og á þriðjudag verða tónleikar á Neskaupstað kl. Á efnisskránni eru verk eftir ís- 21.00. Auk þess munu tónlistar- lensk tónskáld, Mozart, Schumann mennirnir heimsækja tónlistar- og Schubert, m.a. Der Hirt auf skóla á Reyðarfirði, Eskifirði og dem Felsen. Okkur er það einstök ánægja að geta nú boðið viðskipta- vinum okkar upp á almenna gjaldeyrisþjónustu s.s.: • stofnun inniendra gjaldeyrisreikninga • afgreiðslu ferðamanna- og námsmannagjaldeyris • útgáfu Eurocard kreditkorta auk allrar almennrar bankaþjónustu. VŒZIUNRRBRNKINN Bankastræti og Húsi verslunarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.