Morgunblaðið - 22.01.1984, Page 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1984
Spilað
með franska
forráðamenn
Þef-flug-
vélin
franska
‘REFLECTS’
EARTH STRATA
TECHNICAL
DATA
SHOWN
ON
SCREEN
ið gagn og fann enga olíu. Iðnað-
arráðherrann tók af skarið og
fór fram á að prófessor Jules
Horowitz fengi að prófa tækin
sem óháður sérfræðingur. Hann
fór og lagði próf fyrir Omega, en
Bonassoli sagði að hún gæti
„séð“ gegnum veggi. Hann fékk
stál-reglustiku hjá Bonassoli og
fór með hana hinum megin við
steinvegg. Á leiðinni beygði
hann stikuna en myndin sem
Omega sýndi var af beinni reglu-
stiku. Tækið var opnað og inni í
því fundust ljósglærur, sem
vörpuðu fallegum myndum af
jarðlögum og fleira á skerm. Um
svipað leyti fóru fram tilraunir
með tækin í Turgau í Sviss. De
Weck sá þá að um svindl var að
ræða og lokaði bankareikningn-
um, en nokkrum milljónum of
seint.
Belgíski greifinn komst und-
an. Ekki er vitað hvar hann er en
sveitasetrið hans í Belgíu er til
sölu og sumir segja að hann sé
niðurbrotinn maður einhvers
staðar í Bandaríkjunum. ítalski
„uppfinningamaðurinn" á heima
í Vintimiglia á Ítalíu og segist
hafa unnið fyrir sultarlaun hjá
greifanum.
Barre, sem þá var forsætisráð-
herra, benti Bernard Beck, fv.
endurskoðanda ríkisins, á að það
mætti ekki hafa hátt um greiðsl-
ur Elf-olíufyrirtækisins, þegar
endurskoðandi fór að glugga í
bækur ríkisfyrirtækisins í lok
Delta og Omega
finna fjársjóðina
Franskir forráðamenn fengu
áhuga á uppfinningu ítalans
Aldo Bonassoli sumarið 1976.
Hann vann fyrir Alain de Villeg-
as greifa, gráhærðan sérvitring,
sem bjó á afgirtu sveitasetri í
Belgíu. De Villegas hafði góð
sambönd við áhrifaríka hægri-
sinnaða Frakka. Maitre Jean
Violet, franskur lögfræðingur og
fv. starfsmaður leyniþjónust-
unnar, var meðal vina hans.
Hann heyrði að Borfassoli hefði
fundið upp tæki, Delta, sem gæti
sent frá sér alveg nýuppfundið
efni, sem fyndi olíu í jörðu og
sendi þá frá sér vissar hljóð-
bylgjur. Þessar hljóðbylgjur
komu fram eins og myndir af
jarðlögum í tækinu Omega.
Delta var tilvalið tæki til að
koma fyrir í flugvélum, sem síð-
an „fundu lykt af“ olíu í jörðu.
Violet fékk strax áhuga á tækj-
unum.
Hann sagði Antoine Pinay frá
uppfinningunni. Pinay er orðinn
92 ára, en er enn mjög virtur
íhaldsmaður og mótaði efna-
hagsstefnu Frakka snemma á 6.
áratugnum. Hann sneri sér til
Pierre Guillaumat, forstjóra
franska Elf-olíufyrirtækisins, og
Alda Bonassoli,
„uppfinningamaöur“.
Weck. De Weck var fulltrúi
fyrirtækisins. sem kallað var
Pisalama, í fjármálaviðskiptum.
Viðskipti fyrirtækisins fóru í
gegnum einn af þremur stærstu
bönkunum í Sviss, Union des
Banques Suisse. De Weck hefur
nú látið af bankastjórastörfum
við bankann, en ekki út af þessu
máli.
Bankinn tapaði ekki á við-
skiptum Frakkanna við Fisalma.
Sumarið 1976 greiddi Elf-olíu-
fyrirtækið 2.600 milljónir ísl. kr.
inn á bankareikning fyrirtækis-
ins og 3.250 milljónir ísl. kr. til
viðbótar tveimur árum seinna.
De Weck fékk hálfa milljón doll-
ara greidda í þóknun frá Fis-
alma. Féð rann til bankans þar
sem hann fékk það greitt í starfi
sem bankastjóri.
Fyrri greiðsla olíufyrirtækis-
ins hefur horfið úr svissneska
bankanum og er væntanlega í
vasa belgíska greifans, sem hef-
ur einnig horfið sporlaust. En de
Weck frysti seinni greiðsluna á
bankareikningnum strax og kom
í ljós að það var maðkur í mys-
unni, eða að fínu tækin voru
frat, og peningunum hefur verið
skilað til Elf.
Upp komast svik
um síðir
Franskt efnahagslíf fór mjög
illa út úr oiíukreppunni á 8. ára-
tugnum. Leiðtogum þjóðarinnar
og stjórnendum franska olíufyr-
irtækisins var því mjög í mun að
komast yfir þetta undratæki.
Þeir vildu koma í veg fyrir að
aðrar þjóðir fengju það fyrst, en
Valery Giscard d’Estaing Philippe de Weck, fv.
með skýrsluna bankastjóri.
greifinn og ítalski „uppfinninga-
maðurinn" nefndu oft hugsan-
legan áhuga Bandaríkjamanna á
tækinu í samræðum. Þeir vildu
einnig koma í veg fyrir að aðrir
fengju sömu hugmynd. Þess
vegna var haft mjög hljótt um
tækin, aðeins örfáum útvöldum
sagt af þeim og þau aldrei skoð-
uð almennilega af sérfræðing-
um. Þegar forráðamenn fengu að
líta á þau var Omega höfð undir
tjaldi og sögð gefa frá sér lífs-
hættulega geisla. — Albin Chal-
andon tók við forstjórastöðu í
Elf-fyrirtækinu 1977 og fékk þá
skriflegt leyfi frá frönskum
stjórnvöldum til að halda við-
skiptum fyrirtækisins við Fism-
al áfram með svo óvenju mikilli
leynd.
í byrjun 1979 áttuðu menn sig
á því að „þef-flugvélin“ gerði lít-
1979. Hann bað Beck að semja
skýrslu um málið og aðeins
senda sér afrit. Beck eyðilagði
sitt eigið eintak áður en hann lét
af störfum árið 1982 og sósíal-
istastjórn Mitterrand og Mauroy
kom til valda. Le Canard Encha-
ine sagði frá því í desember að
skýrslan hefði verið eyðilögð.
Giscard d’Estaing brást hinn
versti við því og mætti í sjón-
varpsfréttum daginn eftir með
sitt eintak af skýrslunni, en
hann hafði fengið eitt eintak
ásamt Barre. Þeir segja báðir
enn að ieyndin yfir viðskiptun-
um hafi verið nauðsynleg og
benda á að upphæðin, sem olíu-
fyrirtækið eyddi, hafi ekki verið
svo ýkja há þegar litið er á út-
gjöld olíufyrirtækja á ári yfir-
leitt.
ab
OMEGA SYSTEM
FOKKER 27
Fyrrverandi Frakklandsforseti,
forsætisráðherra hans, forstjórar
franska olíufyrirtækisins, svissn-
eskur kaupsýslumaöur og fv.
bankastjóri og nokkrir fleiri, sem
fengu að heyra um leyndarmálið,
trúðu allir að hægt væri að fram-
leiða flugvél sem gæti „þefað“
uppi oiíulindir djúpt í jörðu. Þeir
héldu að þetta væri meiriháttar
uppfinning sem gæti sparað þjóð-
inni og olíufyrirtækinu stórfé. Þess
vegna var lagt út í samvinnu við
belgískan greifa og ítalskan
„uppfinningamann" og milljónum
eytt í ekki neitt.
Málið var talið gleymt og graf-
ið þegar franska grínblaðið Le
Canard Enchaine komst á snoðir
um það og allt komst upp nú í
kringum áramótin. Pierre
Mauroy, forsætisráðherra, lét
birta skýrslu um málið og
Valerie Giscard d’Estaing, fv.
forseti, varð fjúkandi reiður.
Hann sagði í sjónvarpsviðtali í
fyrri viku að Francois Mitter-
rand, forseti, væri ekki lengur
fulltrúi allra Frakka fyrst að
hann léti Mauroy komast upp
með að sverta virðingu franskra
stórfyrirtækja og fyrrverandi
leiðtoga. Málið mun varla deyja
alveg út fyrr en eftir næstu
kosningar. Þær verða haldnar
1988. Skoðanakannanir hafa
þegar sýnt að það hefur haft
neikvæð áhrif á vinsældir Gisc-
ard d’Estaing og Raimond Barre,
fv. forsætisráðherra og líklegs
forsetaefnis. En það hefur einnig
haft neikvæð áhrif á vinsældir
Mauroy. Hneykslið snertir ekki
Jacques Chirac, sem einnig er fv.
forsætisráðherra og líklegt for-
setaefni. Hann var svo heppinn
að samband hans og Giscard
d’Estaing var mjög slæmt þegar
forsetinn heyrði fyrst af „þef-
flugvélinni“ og honum var ekki
sagt af henni. Hann hætti í rík-
isstjórninni tveimur mánuðum
seinna og Barre tók við af hon-
um.
Elf bauð Bonassoli og greifanum
að prófa tækin á svæði í suð-
vestur-Frakklandi þar sem olíu-
borun var hafin. Myndir af mörg
hundruð metra djúpum jarðlög-
um birtust á skermi í fullum lit.
Þeir verkfræðingar, sem við-
staddir voru, voru hæstánægðir
með Delta/Omega. Tækin höfðu
ekki eingöngu sýnt olíulindirnar
á staðnum heldur einnig frönsku
borana, sem höfðu þegar fundið
þær.
Pinay og Gulliaumat foru
saman á fund Giscard d’Estaing
í júní og sögðu honum frá upp-
finningunni. Hann sá strax að
þetta voru mjög mikilvæg tæki.
Þau þurftu ekki bara að koma að
gagni við olíuleit heldur gátu
þau einnig unnið gagn í varn-
arstarfi Frakka. Ef þau fundu
olíu gætu þau einnig fundið
kjarnorkuvígbúna kafbáta í hafi
niðri. Hann lagði blessun sína
yfir kaup á tækjunum og skildi
fyllilega að það þyrfti að hafa
hljótt um þau.
Milljónir lagðar inn á
svissneskan banka
De Villages greifi stofnaði
fyrirtæki, sem var skráð í Pan-
ama, Liechtenstein og eyjum í
karabíska hafinu, í samráði við
svissneska bankastjórann og
kaupsýslumanninn Philippe de
DELTA
SYSTEM
PICTURES
OF
STRATA
BEAMED
FROM
TENT TO
LORRT
Undratækin Delta og Omega.