Morgunblaðið - 22.01.1984, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 22.01.1984, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1984 43 Jóna Jónsdóttir Ekkju- fellsseli - Kveðja Þú sefur — grasið grær á leiði þínu, í grennd við blettinn, sem þér helgur var, og fjöllin halda vörð í veldi sínu: í værð um eilífð skaltu hvíla þar. (S.J.J.) Um áramót hvarflar hugurinn oft til liðinna stunda og horfinna vina og samferðamanna. Um sl. áramót dvaldi hugur minn gjarn- an við minningar, sem tengdar eru ágætri vinkonu og velgerðarkonu minni frá unglingsárunum, Jónu Jónsdóttur í Ekkjufellsseli í Fell- um. Jóna í Ekkjufellsseli eins og hún var venjulega kölluð hafði vistaskipti nokkrum dögum áður en ljóssins hátíð gekk í garð í þessum dimma jarðheimi okkar mannanna barna. Ég er þess full- viss að þá hefur þessi aldna vin- kona mín fæðst inn í annan og bjartari heim og uppskorið þar eins og hún sáði á langri ævibraut. Ég heyrði vitran mann einu sinni segja að dýrðlegasta stund jarð- nesks æviskeiðs göfugs manns eða konu, væri dánarstundin. í þessu tilefni minntist hann andláts góðrar, aldraðrar alþýðu- konu, sem hann hafði verið við- staddur. Hann gat þess í leiðinni að þessi kona hefði unnið öll sín störf með stakri þjónustulund, en aldrei hugsað um laun eða viður- kenningu fyrir þjónustustörf sín eða sóst eftir metorðum í þjóðfé- laginu. Þessi lýsing finnst mér mjög vel eiga við Jónu heitna. Hún var ein af þessum góðu, hjartahlýju og skylduræknu al- þýðukonum, sem í engu mátti vamm sitt vita. Nú á tímum vel- megunar og efnishyggju, á yngra fólk sjálfsagt erfitt með að skilja þessa manngerð. En við stöndum í þakkarskuld við þessa verklúnu kynslóð, sem með bjartsýni og kjarki byggði upp atvinnuvegi landsins og bjó í haginn fyrir okkur nútíma fólk. Kynni mín af heimilinu í Ekkju- fellsseli hófust fyrir 37 árum. Þá stundaði ég nám við Eiðaskóla ásamt tveimur elstu dætrum þeirra Ekkjufellsselshjóna. í helg- arfríi var ég fyrst boðin heim í Ekkjufellssel með annari systur- inni. Þessi heimsókn er mér enn í fersku minni og síðan hefi ég allt- af verið velkomin þangað og verið fagnað eins og ég væri ein af börn- um þeirra Jónu og eftirlifandi manns hennar, Einars Sigur- björnssonar. Nú slær ævintýra- Ijóma á margar glaðværar stund- ir, sem ég átti með þessari ágætu fjölskyldu. Að koma f Ekkju- fellssel var alltaf ánægjulegt. Hjónin bæði mannkosta fólk, nokkuð ólík, en bættu hvort annað upp á margan hátt. Bæði voru þau höfðngjar heim að sækja og fljót var Jóna að töfra fram veisluborð án fyrirvara ef gest bar að garði. Gamall einstæðingur, sem víða hafði verið og var um tíma vinnu- maður í Ekkjufellsseli, sagðist mega segja að Jóna í Ekkjufells- seli væri sú allra besta matmóðir, sem hann hefði átt og geta sjálf- sagt margir tekið undir þessi orð hans. Þó veitingarnar væru höfð- inglegar var viðmót og vinskapur fjölskyldunnar mér dýrmætari. Börn þeirra hjóna eru fimm. Elst er Sigurbjörg húsmæðra- kennari, búsett í Reykjavík, ekkja og á tvo uppkomna syni. Margrét húsmóðir f Egilsstaðakauptúni, gift Magnúsi Þórðarsyni, eiga þau eina dóttur. Guðrún, sem látin er fyrir 16 árum, átti einn son. Bald- ur byggingatæknifræðingur kvæntur Svölu Eggertsdóttur, búsettur í Fellnabæ. Yngst er Bryndfs starfsstúlka við Vonar- land, Egilsstöðum er hún búsett heima í Ekkjufellsseli. Þá ólu þau Ekkjufellsselshjón upp dótturson sinn Einar ólafsson, son Guðrún- ar. Jóna var mjög vel gerð kona bæði skarpgreind og vel verki far- in. Hún vann verk sín í hljóði og var alltaf viðbúin, ef einhver ann- aðhvort af fjölskyldunni eða kunningjunum þurftu á hjálp eða hollráðum að halda. Viðmót henn- ar var rólegt og tiginmannlegt svo öllum leið vel í návist hennar og ekki síst ungdómnum, sem oft var í kringum hana. Jóna stundaði nám við Kvenna- skólann í Reykjavík, þegar hún var ung. Þótti það góð menntun í þá daga. Að loknu námi var hún barnakennari í nokkur ár í Jök- uldalshreppi eða þar til hún gekk í hjónaband. Ef Jóna hefði verið ung núna, hygg ég að hún hefði gengið menntaveginn og vel hefði hún verið fallin til forustu f hverri þeirri stöðu eða stétt, sem hún hafði valið sér, sökum mannkosta, vits, og allrar framgöngu. Ég man ekki til að ég hafi nokkru sinni heyrt Jónu hallmælt eða háðsyrði falla í hennar garð. Það segir sína sögu hvaða vinsælda og virðingar hún naut meðal samferðamanna sinna. Jóna var aldrei rík af ver- aldlegum auðæfum, en hún var rík af innra auði, þar var hún fremst meðal jafningja og af þeim auðæf- um miðlaði hún óspart til þeirra sem á þurftu að halda í hret- viðrum lífsins. Nú er löngum farsælum starfs- degi lokið og margs að minnast, bæði sorgar og gleði, sem á vegin- um urðu, en öllu var tekið með jafnaðargeði. Eiginmaðurinn og afkomendurnir eiga góðar minn- ingar um hina látnu eins og við allir heimilisvinirnir í Ekkju- fellsseli eigum líka. Ég sendi fjölskyldunni mfnar dýpstu samúðarkveðjur og þakka Jónu alla þá ástúð og vináttu, sem ég varð aðnjótandi gegnum árin og bið henni guðsblessunar á nýju tilverustigi. Guðrún I. Jónsdóttir Mrtsölubkk) á hverjum degi! *SSnVMI//n£’/7 1 HIN MARGEFTIRSPURÐA SV-328 TÖLVA MEÐ 80 KB MINNI OG VÖNDUÐUSTU GERÐ AF LYKLABORÐI: VERÐ KR: 17.625.- SV-318 TÖLVA MEÐ 32 KB MINNI OG INNBYGGÐUM STÝRIPINNA: VERÐ KR: 11.640.- SV-101 QUICKSHOT STÝRIPINNI f/ SPECTRA VIDEO, ATARI COMMODORE, SPECTRUM OG FL. VERÐ KR: 495.- MEÐ HVERRI SPECTRA-VIDEO TÖLVU FYLGIR SPECTRA HOME ECONOMIST - BÓKHALDSKERFI FYRIR HEIMILIÐ, INTROUDUCTION TO BASIC - KENNSLUFORRIT í BASIC OG TVEIR SPENNANDI LEIKIR. STÝRIKERFIÐ CP/M 2,2 ER FÁANLEGT OG CP/M PLUS (v.3). VERÐUR FÁANLEGT. GÍFURLEGT ÚRVAL AF ALLSKYNS NOTENDAFORRITUM ER TIL Á MARKAÐNUM FYRIR CP/M STÝRIKERFIÐ ENDA ER ÞAÐ LANG MEST NOTAÐA STÝRIKERFIÐ FYRIR LÍTIL VIÐSKIPTATÖLVUKERFI. fKTV Bókabúö l^Braga TÖLVUDEILD V/HLEMM SÍMI: 29311 Karhu Multigrade jskíöin eru „uppfinning aldarinnar“ FYRIR GALVASKA FYRIR FJALLAGARPA Þyngd 650 gr. Verð kr. 3.759,- Ný Karhu Multigrade stálkantaskiöin slá f gegn. Kr. 3.796,- Breidd 62—52—57. Stærðir 190—220 cm FYRIR ALLA VENJULEGA Multigrade 52 mm. Stærðir 180—215 cm. Kr. 2.410 - ** r diunuF Glæsibæ, simi 82922.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.