Morgunblaðið - 22.01.1984, Síða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1984
Sumar i öðru landi
Ert þú 15—30 ára?
AFS býður 2 mán. sumardvöl í:
Danmörku, Finnlandi, Portúgal, Frakklandi, Þýskalandi,
Spáni — 15—18 ára.
Englandi, sjálfboðavinna — 17—19 ára.
Bandaríkjunum — 15—18 og 19—30 ára.
Umsóknartími: 20. jan. — 13. febr.
Skrifstofan opin kl. 14—17 daglega.
@lfS
á íslandi
- alþjóöleg fræÖsla og samskipti -
Hverfisgötu 39, P.O. Box 753 — 121 Reykjavík, sími 25450.
enna-
vinir
Sextán ára japönsk stúlka með
áhuga á tónlist, íþróttum, o.fl.:
Tae Suda,
5-22 Nishi Koiwa 4 chome,
Edogawaku,
Tokyo,
133 Japan.
VELADEILD,
VERSLUN
OG SKRIFSTOFUR
HAMARS HF.
ERU
FLUTTAR
INYTT HUSNÆÐI
BORGARTÚN 26
Við erum með innflutning á vörum sem bera toppmerki
eins og t.d. DEUTZ, KRONE, CLARK, HYSTER, NIEMEYER,
MONO og fjölda annarra hluta, sem þekktir eru
fyrir vöndun og hagkvæmni.
Varahluta- og viðgerðarþjónusta.
í bættu umhverfi erum við tilbúnir til stórátaka.
NÚERUM
VÉR SAMEINAÐIR
AÐ BORGARTÚNI 26
VÉLADEILD - VINNUVÉLAVERKSTÆÐI -
SKIPA- OG VÉLAVERKSTÆÐI - EFNISSALA -
NÝSMÍÐI - RENNIVERKSTÆÐI.
HAMARHF
Borgartún 26. Sími 22123
Bridge
Arnór Ragnarsson
Ný bridgebók
Þessa dagana er að koma út ný
íslensk bridgebók eftir Guðmund
Sv. Hermannsson sem heitir
Hringsvíningar og hrærings-
þvinganir. Guðmund þarf ekki
að kynna hann er einn af okkar
sterkustu bridgespilurum og
hefir skrifað um bridge í dag-
blaðið Tímann í nokkur ár.
í formála segir m.a.:
Þó bridge sé ein algengasta
dægrastytting Islendinga, þá
hefur þessi mikla bókaþjóð lítið
skrifað um spilið. Fyrir utan
nokkrar tilraunir til blaðaútgáfu
og eina kennslubók sem kom út
fyrir nokkrum áratugum hafa
nær öll ritverk um bridge, sem
hafa birst á íslensku, verið þýdd
úr erlendum tungumálum. Það er
helst að dagblöðin hafi haldið
uppi íslenskri bridgeritmenn-
ingu með birtingu á daglegum
eða vikulegum bridgeþáttum.
Það er auðvitað erfitt fyrir Is-
lendinga að ætla að keppa við
erlendar bridgebækur. Það er
ekki nóg með að erlendu bæk-
Kápusíða bókarinnar.
urnar séu sjálfsagt betri, enda
flestar skrifaðar af atvinnu-
mönnum, heldur eru þær líka
ódýrari. En þetta er samt
snautlegt og ég ætla nú að gera
eina tilraun til að ríða á vaðið.
Þessi bók er ekki hugsuð sem
kennslubók, þó ég voni auðvitað
að einhverjir hafi gagn af henni.
Ég hef valið þá leið að rabba vítt
og breitt um spilið og flétta inn í
spilum sem öll hafa komið fyrir í
íslenskum keppnisbridge eða
verið spiluð af íslenskum spilur-
um á erlendum mótum.
I niðurlagi formálans má lesa
eftirfarandi klausu:
Ljósmyndirnar sem birtast í
bókinni hefur Arnór Ragnarsson
tekið. Arnór hefur séð um
bridgeþátt í Morgunblaðinu síð-
asta áratug og flestar myndirn-
ar hafa birst þar áður. Myndirn-
ar tók Arnór á bridgemótum ár-
ið 1978—81 og í sjálfu sér eru
þær ein besta heimild um
bridgesögu þessara ára hérlend-
is sem til er.
Undirritaður minnist þess
ekki að útgefandi hafi beðið um
að fá að birta þessar myndir.
Hins vegar fékk höfundur bókar-
innar myndir að láni hjá mér til
birtingar í bridgeblað sem átti
að gefa út fyrir einu eða tveimur
árum.
Bókin er tæpar 100 blaðsíður.
(Jtgefandi er Skákprent.
Bridgefélag Selfoss
Staðan í firmakeppninni eftir
1. umferð 12.1.1984. Þessi keppni
er jafnframt 3ja kvölda ein-
menningskeppni.
Samtak hf. —
Vilhjálmur Þ. Pálsson 116
Smiður hf. —
Valey Guðmundsdóttir 103
Gúmmívinnustofan hf. —
Leifur Leifsson 103
Verslun Ársæls Ársælssonar —
Gunnar Þórðarson 102
Trésmiðja Sigfúsar Kristinss. —
Hrannar Erlingsson 98
Brunabótafélag íslands —
Haraldur Gestsson 97
Einarshöfn hf. —
Einar Axelsson 95
Gunnar Andrésson —
Úlfar Guðmundsson 88
Prentsmiðja Selfoss hf. —
Eygló Gránz 86
Bakki sf. —
Bjarni Sigurgeirsson 86
Fossvélar hf. —
Páll Árnason 85
Skóbúð Selfoss —
Leifur Eyjólfsson 81
Frá hjónaklúbbnum
Barometerkeppnin hófst þann
10. jan. 44 pör mættu til leiks, að
sjö umferðum loknum er staða
efstu para þannig:
Dóra Friðleifsdóttir —
Guðjón Ottósson 200
Sigrún Steinsdóttir —
Haukur Harðarson 161
Sigríður Malmquist —
Guðmundur Malmquist 120
Valgerður Eiríksdóttir —
Bjarni Sveinsson 110
Hanna Gabríelsdóttir —
Ingólfur Helgason 108
Ester Jakobsdóttir —
Sigurður Sigurjónsson 99
Ólöf Jónsdóttir —
Gísli Hafliðason 80
Bridgefélag
Breiðholts
Aðalsveitakeppnin hófst sl.
þriðjudag með þátttöku 12 sveita
og eru spilaðir 16 spila leikir.
Staðan eftir tvær umferðir:
Rafn Kristjánsson 34
Gunnar Traustason 31
Gunnlaugur Guðjónsson 30
Baldur Bjartmarsson 25
Þriðja og fjórða umferð verða
spilaðar í Gerðubergi nk. þriðju-
dag kl. 19.30 og eru spilarar
beðnir að mæta stundvíslega.
Bridgedeild Hún-
vetningafélagsins
Tíu sveitir taka þátt í aðal-
sveitakeppni deildarinnar og eft-
ir tvær umferðir af 9 er staðan
þessi:
Hreinn Hjartarson 36
Valdimar Jóhannsson 25
Halldóra Kolka 24
Halldór Magnússon 24
Þriðja umferð verður spiluð
miðvikudaginn 25. janúar í Síðu-
múla 11 og hefst stundvíslega kl.
19.30.
Bridgefélag
Kópavogs
Önnur umferð aðalsveita-
keppni félagsins var spiluð
fimmtudaginn 19. janúar. Stað-
an að tveimur umferðum loknum
er þessi:
Sveit Sigurðar Vilhjálmssonar74
Sveit Hauks Hannessonar 65
Sveit Björns Halldórssonar 61
Sveit Guðrúnar Hinriksdóttur 60
Næsta fimmtudag, 26. janúar.
verður spilaður eins kvölds
tvímenningur en þarnæsta
fimmtudag, 3. febrúar, verður
aðalsveitakeppninni haldið
áfram.
Bridgedeild Barð-
strendingafélagsins
Aðalsveitakeppni félagsins
hófst 9. janúar. 14 sveitir mættu
til leiks. (16 spila leikir).
Staða 6 efstu sveita eftir 4 um-
ferðir:
Þórarinn Árnason 71
Viðar Guðmundsson 69
Ingvaldur Gústafsson 67
Sigurður ísaksson 57
Iiannes Ingibergsson 47
Guðmundur Jóhannsson 38
Næst verður spilað 23. janúar
og hefst keppni stundvíslega kl.
19.30. Spilað er í Síðumúla 25.