Morgunblaðið - 01.02.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.02.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1984 Fiskverðið óákveðið — yfirnefnd Verðlagsráðsins fundar á morgun FISKVERÐ hefur enn ekki verið ákveðið, en það átti að liggja fyrir í dag, 1. febrúar. Verðákvörðun var fyrir nokkru vísað til yfirnefndar Verðlagsráðs sjávarútvegsins og kemur hún saman til næsta fundar á morgun. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun það vera vilji manna innan yfirnefndarinn- ar, að fiskverðshækkunin verði innan efnahagsramma ríkisstjórnarinnar, eða ekki meiri en 4%. Telja sumir heimildamanna blaðsins, að fiskverð muni ekki liggja fyrir í þessari viku, enda eigi eftir að finna einhverja niður- stöðu á því, hvað gert verði vegna vanda útgerðarinnar. Aðrir leggja á það áherzlu að verðið liggi fyrir nú í vikunni og telja lítið sem ekk- ert því til fyrirstöðu. Enn sem komið er hefur aðeins verið rætt um verðhlutfall milli stærðar- flokka og gæðaflokka, en lítið er farið að ræða verðið sjálft. Árangurslausir sáttafundir SAMNINGAFUNDI í deilu starfsmanna og framkvæmdastjórnar tslenska álfélagsins lauk á tíunda tímanum í gærkveldi, en hann hófst klukkan fimm síðdegis. Að sögn ríkissáttasemjara, Guðlaugs Þorvaldssonar, voru engar ákvarðanir teknar á fundinum, en deiluaðilar hittast að nýju klukkan 16.00 í dag. Fundur stóð í deilunni til eitt í enda og Félags bókagerðarmanna fyrrinótt og hófst aftur í gær- morgun klukkan 9 og stóð til há- degis. Sagði sáttasemjari stöðuna erfiða og að samkomulag væri ekki sjáanlegt enn sem komið væri. Fundur Félags prentsmiðjueig- hjá ríkissáttasemjara í gær var árangurslaus. Boðað hefur verið til nýs fundar að viku liðinni, á þriðjudaginn kemur klukkan 14.00, en deiluaðilar hafa fundað með viku millibili að undanförnu. Már seldi í Cuxhaven Skuttogarinn Már frá Ólafsvík seldi 115,2 lestir í Cuxhaven í gær. Heildarverð var 2.529.200 krónur, meðalverð 21,96. Framkvæmdastjóri Norræna félagsins: Sighvatur Björg- vinsson ráöinn Sighvatur Björgvinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Norræna félagsins og Elsa Stef- ánsdóttir skrifstofumaður á skrifstofu Norræna féiagsins. Tæplega 20 manns sóttu um hvora stöðu, en talsvert langt er síðan umsóknarfrestur rann út um stöð- urnar. Þau munu bæði hefja störf á næstunni. Rafmagnsveitur ríkisins: Tveir nýir yfirmenn Lést af völd- um voðaskots 21 ÁRS gamall maður, Markús Skæringsson, skíðakennari, lést af völdum voðaskots í Aspen í Colorado síðastliðinn laugardag. Markús fæddist í Bandaríkjunum 6. ágúst 1962, sonur hjónanna Úlf- ars Skæringssonar og Hjördísar B. Sigurðardóttur. Hann starfaði sem skíðakennari í Bandaríkjun- um og bjó þar allt sitt lif. ;1' Vo éj J Mtt Á skíðum og sleðum Talsverður hópur barna og unglinga notaði góða veðrið til að skemmta sér á skíðum og sleðum í brekkunum ofan Breiðholts í gær. Va>- auðsjáanlegt að börnin kunnu betur að meta snjóinn en þeir fullorðnu, sem að undanförnu hafa verið að berjast á bílum sínum eftir misfærum götum borgarinnar. Morgunblaðii/ól.K.M. Ráðherrastólar mega ekki ganga fyrir þjóðarhag segir Albert Guðmundsson fjármálaráðherra „ÉG HELD AÐ það sé öllum Ijóst að ekki verður gengið lengra en gert hefur verið. Það er ekki einu sinni svigrúm í fjárlögum fyrir þessum 4%, því fjárlögin eru afgreidd með halla. Við tökum við erlendum skuldum sem nema 60% af þjóðartekjum og yfirdrætti upp á þúsundir milljóna í Seðla- bankanum. Það er ekki hægt að leggja meiri skatta á fólkið. Hvar er svigrúmið? Það er hverjum sem er velkomið að koma upp í fjármálaráðu- neyti og staðreyna það sem ég hef sagt, en það er góður skilningur fyrir ástandinu í ríkisfjármálum hjá viðmælendum okkar. Þetta eru ábyrgir aðil- ar,“ sagði Albert Guðmundsson, fjármálaráðherra, í samtali við blm. Morg- unblaðsins um nýtt tilboð ríkisvaldsins í kjaradeilu þess við BSRB, sem lagt var fram á fundi hjá ríkissáttasemjara í gær. — Áttu von á að það náist samningum fyrir láglaunafólk samningar á þessum grundvelli? „Ég skal ekkert um það segja, en svigrúmið er ekki fyrir hendi til frekari launahækkana, því mið- ur þá er það staðreyndin sem fyrir liggur. Éf þeir sem nú standa í vilja nota það svigrúm sem við höfum boðið til þess að gera betur við láglaunafólkið, þá mega þeir nota það alfarið fyrir það,“ sagði Albert. — Ef samkomulag næst ekki á þessum grundvelli, hvert verður þá framhaldið? „Þá verður fólkið í landinu að velja á milli þess að berjast hlið við hlið gegn verðbólgunni, sem allir eru sammála um að sé mesti bölvaldur, eða að fá hér verðbólgu á nýjan leik. Ég mun ekki standa að því. Þessi ríkisstjórn vill ná árangri og hefur náð árangri. Ef fólk vill fá verðbólgu verður það að fá einhverja aðra til að standa fyrir henni. Eg álít að þá eigi að kjósa upp á nýtt og stjórnin eigi ekki að sitja eftir að Stefna henn- ar springur. Það má enginn láta sér þykja það vænt um ráðherra- stóla, að þeir gangi fyrir þjóðar- hag,“ sagði Albert Guðmundsson. Kristján Thorlacius, formaður BSRB: Itrekum kröfuna um 15 þúsund krónur á mánuði °S tryggingu kaupmáttar á samningstímanum „VIÐ HÖFUM lagt megináherslu á að tryggja 15 þúsund króna lág- markslaun, að stíga fysta skrefið til þess að endurheimta hluta kaup- máttar upp í þá gífurlegu kjaraskerð- ingu sem orðið hefur og að tryggja að sá kaupmáttur sem við kunnum að ná samningum um haldist út samningstímabilið," sagði Kristján Thorlacius, formaður BSRB, í sam- tali við blm. Morgunblaðsins vegna tilboðs ríkisstjórnarinnar í samning- um hennar við BSRB. „Okkur þykir ekki nægilega komið til móts við þessar megin- kröfur okkar í gagntilboði ríkisins Bankaráð Búnaðarbankans: skipaðir Lárus Jónsson til- SKIPAÐ hefur verið í tvær nýjar stöð- ur yfirmanna hjá Rafmagnsveitum ríkisins frá og með 15. febrúar nk., en þá verða sjö yfirmannastöður lagðar niður, eins og komið hcfur fram í fréttum. Fækkunin er vegna breytts skipulags RARIK. Frá og með 15. febrúar verður starfsemi stofnun- arinnar í Reykjavík undir tveimur deildum, fjármála- og áætlanadeild og tækni- og þjónustudeild. Núver- andi fyrirkomulag er að starfsem- inni er skipt niður í sjö deildir. Samkvæmt heimildum Mbl. verða hinir nýju yfirmenn þeir Sveinbjörn Óskarsson, sem nú gegnir stöðu deildarviðskiptafræð- ings í fjármáladeild, en hann verð- ur yfirmaður fjármála- og áætlana- deildar, og Steinar Friðgeirsson, núverandi yfirverkfræðingur áætl- anadeildar, en hann verður yfir- maður tækni- og þjónustudeildar. nefndur bankastjóri — Sjálfstæðisflokkurinn á ekki þessa stöðu, segir Stefán Valgeirsson formaður bankaráðs „SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN á ekki þessa stöðu eftir það sem á undan er gengið í Búnaðarbankanum. Síðast var ekki ráðstafað bankastjórastöðu sam- kvæmt því sem formaður okkar tilkynnti að Framsóknarflokkurinn vildi, og hann var búinn að fá umboð til þess, eftir því sem mér er tjáð," sagði Stefán Valgeirsson alþingismaður og formaður bankaráðs Búnaðarbankans í gær- kvöldi, en á bankaráðsfundi síðdegis í gær kom formleg tilnefning um Lárus Jónsson alþingismann og formann fjárveitinganefndar Alþingis í stöðu banka- stjóra. Ekki komu formlegar tilnefn- ingar um aðra en Lárus á fundin- um í gær, en bankaráðsmenn náðu ekki samstöðu um afgreiðslu máls- ins. Stefán sagði að þó ekki hefðu komið fram aðrar tilnefningar þá væru fleiri inni í myndinni og nefndi hann sem dæmi að nafn Jóns Adolfs Guðjónssonar að- stoðarbankastjóra Búnaðar- bankans væri nefnt. Hann kvað því allt óráðið með niðurstöðu málsins. Bankaráðið kemur saman á ný kl. 10 árdegis, en í upphafi fundar- ins verður að sögn Stefáns reynt að ganga frá ráðningu forstöðumanns Stofnlánadeildar landbúnaðarins. Þann hluta fundarins sitja einnig fulltrúar Búnaðarfélags íslands og Stéttarsambands bænda. Þá verður bankastjóraráðningin tekin fyrir, en lögð mun áhersla á að úr því máli verði skorið sem fyrst og ekki síðar en í þessari viku. Samkvæmt heimildum Mbl. mun Lárus Jónsson hætta þingmennsku eða æskja leyfis frá þingstörfum verði hann ráðinn barikastjóri Bún- aðarbankans. Varamaður hans í Norðurlandskjördæmi eystra er Björn Dagbjartsson matvælaverk- fræðingur. og þess vegna höfum við í dag svarað þeim á þá lund, að við ítrekum kröfu okkar um 15 þús- und króna lágmarkslaun, annað- hvort í peningum eða einhverju sem jafngildi þeirri hækkun. í öðru lagi leggjum við áherslu á að sá kaupmáttur sem samið verður um haldist út samningstímabilið. Við erum sammála um að halda viðræðum áfram og vonum að það verði komið þannig til móts við okkur að við náum samningum. Kröfugerð okkar er í slíku lág- marki að við höfum svo til ekkert svigrúm til þess að slaka til, enda höfum við miðað þessa kröfugerð við það ástand sem við viðurkenn- um að sé í þjóðfélaginu, m.a. í at- vinnumálum. Við höfum mjög orð- ið varir við það að almenningur skilur og styður okkur í þessari kröfugerð og við trúum ekki öðru en að ríkisstjórnin taki tillit til þessara sanngjörnu krafna og að stjórnmálamenn skoði dálítið hug sinn i sambandi við almennings- álitið í þessu máli. Við teljum að það sé svigrúm til þeirra kaup- hækkana sem við höfum sett fram kröfú um. Það hefur komið greini- lega í ljós að atvinnuvegirnir hafa rétt mikið við að undanförnu. Hvert fyrirtækið á fætur öðru lýs- ir yfir góðri afkomu, enda hafa þau fengið stórkostlega tilfærslu frá launamönnum í sinn hlut. Þá fer vaxtakostnaður minnkandi stig af stigi og það hlýtur að koma að því, að heimilunum sé einnig gert fært að komast af,“ sagði Kristján Thorlacius ennfremur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.