Morgunblaðið - 01.02.1984, Síða 14

Morgunblaðið - 01.02.1984, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1984 Fannfergið feiknalegt Víða hafa verið óvenjulega miklar hörkur það sýnir hvernig fór fyrir lestinni frá Glasgow til sem af er yfirstandandi vetri, til dæmis í Fort William fyrir skömmu. Hún komst ekki Skotlandi þar sem fannfergi og frost hefur lengra en að þeim feiknaskafli sem glögglega stundum verið með ólíkindum. Þessi mynd sést á myndinni. Símamynd AP. Hvatningarræða Gonzalez í Evrópuráðinu: Samhentar aðgerðir móti hryðjuverkum SírMsborg, 31. janúar. AP. FELIPE Gonzalez, forsætisráðherra Spánar, flutti f dag ávarp á þingi Evrópuráðsins og hvatti þar leiðtoga ríkja í Vestur-Evrópu til „ákveðinna, skipulagðra og samhentra aðgerða" gegn hryðjuverkum. Tveir dagar eru liðnir síðan baskneskir hryðjuverkamenn myrtu Quintana Lacac hershöfðingja á götu úti í miðborg Madrid, og hefur víg hans vakið óhug og reiði á Spáni. Gonzalez gagnrýndi þá skamm- sýni sem hann kvað einkenna við- brögð ýmissa stjórna í Vestur- Evrópu við hryðjuverkum, og lagði áherslu á að sigur í baráttu gegn skipulögðum ofbeldisverkum öfga- hópa næðist ekki nema fyrir sameig- inlegt átak æðstu valdamanna. Rússar bjóða Rúm- enum góð kjör Kúkarext, 31. jan. AP. ÁGREINING um alþjóðamál og stirð samskipti landanna mun m.a. bera á góma í fyrirhuguðum viðræðum Gromykos, utanríkisráðherra Sovét- ríkjanna, og Ceausescu, forseta Rúmeníu, en Gromyko er staddur í Rúmeníu í þriggja daga opinberri heimsókn. I ræðu sem Gromyko flutti í Búk- arest í dag veittist hann harkalega að Bandarikjastjórn og sakaði hana um að bera alla ábyrgð á aukinni spennu á alþjóðavettvangi. Rúmenar hafa ekki tekið svo eindregna af- stöðu, og telja að bæði stórveldi beri sökina. Sovétmenn hafa boðið Rúmenum hagstæða viðskiptasamninga, og telja sumir fréttaskýrendur að þeir vilji í staðinn fá sér vilhallari stefnu í alþjóðamálum. eigendur t Hjá okkur fáið þið orginal pústkerfi 1 allar gerðir MAZDA bíla á mjög hagstæðu verði. Dæmi um verd á komplett pústkerfum: \ \ \ MAZDA 929 árg. '74- '78 kr. 3.338 MAZDA 929 árg. '79- '81 kr. 3.248 MAZDA 626 árg. '79- '81 kr. 3.123 MAZDA 323 árg. '77- '80 kr. 2.893 MAZDA 323 árg. '81- '84 kr. 4.351 MAZDA 818 allar árg. kr. 2.509 \ \ \ ísetnmgarþjónusta á staðnum. Notið eingöngu EKTA MAZDA VARAHLUTI eins og fram- leiðandinn mælir fyrir um. ÞAÐ MARGBORGAR SIG. BÍLABORG HF. Smiðshöfða 23 Símar: Verkstæði 81225 —Varahlutir 81265 Luke Kelly látinn Dyflinai, 31. janúar. AP. LUKE Kelly, rauðhærði banjó- leikarinn í írska þjóðlaga- flokknum The Dubliners, lést á mánudagskvöld í sjúkrahúsi í Dyflinni, 44 ára að aldri. Hann hafði háð langa baráttu við illkynja krabbameinsæxli. Kelly hafði tvívegis á undan- förnum fjórum árum hnigið niður á hljómleikum, fyrst í Cork í júlí 1980 og síðan í Dyfl- inni í apríl 1981, en hann gafst ekki upp og kom á ný fram opin- berlega í fyrra. Kelly, sem bæði var söngvari og banjóleikari, var einn af stofnendum The Dubliners fyrir rúmum tveimur áratugum, árið 1962. Flokkurinn hefur notið mikilla vinsælda á írlandi, en einnig víða erlendis, s.s. í Bret- landi, Bandaríkjunum. Ástralíu og Nýja Sjálandi. Á íslandi hafa The Dubliners einnig átt marga aðdáendur, og hingað kom flokkurinn á Listahátíð 1978. Húsfyllir var á hljómleik- um hans í Laugardalshöll, og einnig hafa hljómplötur The Dubliners selst vel hér á landi. Luke Kelly í Laugardalshöllinni í júní 1978. Þingmaður seldi sig á salerninu Swansea, Wales, 31. janúar. AP. EINN af þingmönnum breska Verkamannaflokksins í Wales, læknirinn Roger Thomas, var í gær fundinn sekur um að hafa boðið blíðu sína á almenningssal- erni í velska bænum Llansamlet. Var Thomas gert að greiða 75 punda sekt. Óvíst er hvort hann segir af sér í kjölfar hneykslisins og hvort til aukakosninga komi í kjölfarið. Hins vegar er mál manna, að málið hljóti að skaða pólitískan feril hans alvarlega. Thomas er 57 ára og giftur. Hann á tvö uppkomin börn. Hann lá undir grun og tveir dulbúnir lögreglumenn eltu hann inn f almenningssalernið, sem ku vera „kunnur samkomu- staður kynvillinga". Síðan 1967 er kynvilla lögleg í Bretlandi, en bannað er þó að bjóða blíðu sína með þeim hætti er Thomas gerð- ist sekur um. Hinn læknislærði Thomas vann Carmarthen-kjördæmið í síðustu kosningum með naumum meirihluta. Ekki þykir víst að flokkurinn héldi þingsætinu ef til aukakosninga kæmi. Fyrirliggjandi í birgðastöð Stál 37.2 DIN 17100 Allar algengar stærðir LhJu.N.P. Hh E B I SINDRA STALHF I.P.E. Borgartúni 31 sími 27222

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.