Morgunblaðið - 01.02.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.02.1984, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1984 Stjórnir veiðifélaga í Vopnafirði: Mótmæla hugmyndum um laxveiðar í sjó STJÓRNIR veiðifélaga um lax- veiðiár í Vopnafirði hafa ritað land- búnaðarráðherra og þingmönnum Austurlandskjördæmis bréf þar sem harðlega er mótmælt hug- myndum um laxveiðar í sjó. Bréfið fer hér á eftir. Stjórnir Veiðifélags Selár, Vesturdalsár og Hofsár og Sunnudalsár í Vopnafirði mót- mæla harðlega framkomnum hugmyndum um að leyfa laxveið- ar í sjó í íslenskri fiskveiðilög- sögu. Stjórnir félaganna lýsa furðu sinni á þeirri firru, sem nú hefur skotið upp kollinum, að rofin verði sú samstaða sem náðst hef- ur um bann við laxveiði á Norður-Atlantshafi. Telja verður að fremur beri að vinna áfram að takmörkun á sjávarveiðum Fær- eyinga á laxi heldur en gefast upp fyrir stundarerfiðleikum í fiskveiðum þjóðarinnar. Með því að láta undan vanhugsuðum þrýstingi í þessum efnum eiga stjórnvöld á hættu að kollvarpa áratuga uppbyggingu laxveiða í íslenskum ám. Við skorum því á þingmenn Austurlandskjördæmis, land- búnaðarráðherra og aðra ráð- herra og þingmenn að hvika ekki frá þeirri stefnu sem íslendingar hafa fylgt síðustu áratugi að leyfa engar laxveiðar í sjó. Afmæli í dag Áttræðisafmæli á í dag, 1. febrúar frú Aðalheiður Bjarnadóttir frá Tjöm á Eyrarbakka, Laugarnesvegi 88 hér í Reykjavík. Frá skemmtun á vegum Átthagafélagsins Höfða. Átthagafélagið Höfði heldur árshátíð Átthagafélagið Höfði í Reykja- vík, sem er félag Grenvíkinga og Höfðhverfinga syðra, heldur árs- hátíð fyrir félagsmenn og gesti þeirra í veitingahúsinu Ártúni, að Vagnhöfða 11, laugardaginn 4. feb., og hefst hún með sameigin- legu borðhaldi kl. 20:00. Húsið verður opnað kl. 19:00. Gestir úr átthögunum verða Björn Ingólfsson, skólastjóri á Grenivík, og kona hans og flyt- ur hann brottfluttum annál að norðan. Veislustjóri verður Jónas Matthíasson. Trésmiðafélag Reykjavíkur: Lýsir yfir stuðningi við starfsmenn í álverinu Morgunblaðinu hefur borist eftir- farandi stuðningsyfirlýsing: Þetta félag vestustu-suður- Þingeyinga var stofnað í nóv. 1979, af fámennum hópi og fékk fádæma góðar undirtekt- ir. Mikið fjölmenni hefur ætíð verið á þorrablótum og árshá- tíðum félagsins, enda kemur fólk úr öllum áttum og langt að og allir eru velkomnir sem rekja ættir sínar á þessar slóð- ir, ásamt vinum og velunnur- um félagsins. Sl., sumar fóru félagsmenn í hópferð norður og fengu svo sem við var að búast af heima- mönnum ógleymanlegar mót- tökur, sem Grýtubakkahreppur og kvenfélagskonur sáu um. Núverandi formaður félags- ins er Lára Egilsdóttir og formaður árshátíðarnefndar er Loftur Árnason. (Fréttatilkynning) Trúnaðarmannaráð Trésmiðafé- lags Reykjavíkur lýsir yfir fyllsta stuðningi við starfsfólk Álversins í Straumsvík í kjaradeilu þess. INNLENT Verðkönnun hjá hárgreiðslustofum í SÍÐUSTU „Verðkynningu Verð- lagsstofnunar“ var greint frá verð- könnun á hárgreiðslustofum í Reykjavík, Kópavogi og á Seltjarnar- nesi. í 2. tbl. „Verðkynningar" er haldið áfrara að kanna verð á þess- ari þjónustu og er að þessu sinni birt verð á all flestum hárgreiðslustofum (auk nokkurra rakarastofa) á öðrum stöðum á landinu. Könnunin fór fram 12.—26. janúar sl. og var at- hugað verð á 10 þjónustutegundum á samtals 61 hárgreiðslustofu. Vissir erfiðleikar eru fólgnir í að gera verðkönnun á hárgreiðslu- stofum. Verðið á einstökum liðum getur verið breytilegt á sömu stofu og fer það eftir því hve mikil vinna er lögð í hvern einstakan viðskiptavin og einnig getur mis- munandi efniskostnaður haft áhrif. Verðið eins og það birtist í þessari könnun er því meðalverð fyrir meðalþjónustu á hverri stofu og er það mat Verðlagsstofnunar að könnunin gefi rétta mynd af verðlagningu á þessum hár- greiðslustofum. Hins vegar ber að leggja áherslu á, að ekki er lagt mat á gæði þessarar þjónustu heldur er einvörðungu um verð- upplýsingar að ræða. Helstu niðurstöður eru eftirfar- andi: 1. Mestur verðmunur er á hár- þvotti. Lægsta verð á honum er 20 kr. en hæsta verð er rúmlega Qórfalt hærra eða 86 kr. 2. I fjórum öðrum tilvikum er hæsta verð meira en tvöfalt hærra fyrir samskonar þjón- ustu. Þannig munar á perman- enti í sítt hár 116% og í stutt hár 105%. Á lokkalitun (strýp- ur) í stutt hár 103% og í sítt hár 102%. 3. Ef allir þjónustuliðir í könnun- inni eru keyptir þar sem þeir eru ódýrastir þyrfti að borga samtals 2.283 kr. Ef þjónustan er hins vegar keypt þar sem hún er dýrust í hverju tilviki þyrfti að borga 4.509 kr. eða 98%. í könnuninni í Reykjavík, Kópavogi og á Seltjarnarnesi var þessi munur nokkru hærri eða 106%. Þótt hér sé um ýtr- ustu mörk að ræða, gefa þessar tölur þó vísbendingu um mik- inn verðmismun. 4. Athygli vekur, að í könnuninni kemur í nokkrum tilvikum fram að samskonar þjónusta kostar mjög svipað á öllum eða flestum hárgreiðslustofum í sama byggðarlaginu. Þannig er ekki um neina verðsamkeppni að ræða á þessum stöðum. Verðlagsstofnun vekur athygli á, að samkvæmt lögum um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti er slíkt samráð milli fyrirtækja um verð óheimilt. 5. Samhliða verðkönnuninni var athugað hvort hárgreiðslustof- urnar upplýsa viðskiptavini sína um verð, en samkvæmt gildandi reglum á verðlisti að liggja frammi á áberandi stað. I ljós kom að meirihlutinn fer að þessum fyrirmælum. Af þeim 61 stofu sem athugaðar voru, reyndust 26 ekki fara að settum reglum og mun Verðlagsstofn- un gera ráðstafanir til þess að úr því verði þegar bætt. Verðkannanir Verðlagsstofnun- ar liggja frammi fyrir almenning hjá Verðlagsstofnun, Borgartúni 7, og hjá fulltrúum stofnunarinn- ar úti á landi. Þeir sem þess óska geta gerst áskrifendur að „Verð- kynningu Verðlagsstofnunar" sér að kostnaðarlausu. (Frétt frá Yerðlagsstofnun.) Hæsta, lægsta og meðalverð Meðalverð i Mismunur á Reykjavík, Medal- Lægsta Hæsta hæsta og lægsta Kópavogi og Seltjarnarnesi verð verð verð verði Formklipplng kvenna venjuleg, efni innifalið 224.80 204.75 150,- 250- 67% Hárþvottur 53.50 50.45 20- 86.- 330% Harlagning stutt hár, efni innifalið 229.40 211.35 150.- 260.- 73% Hárlagning sítt hár, efni innifalið 272.20 238.65 173.- 320,- 85% Permanent stutt hár, hárþv. og efni innifalið 668.65 635.60 400.- 820,- 105% Permanent sítt hár, hárþv. og efni innifalið 790.25 758.75 450.- 971,- 116% Hárblástur stutt hár, efni innifalið 251.90 228.50 150,- 260,- 73% Hárblástur sítt hár, efni innifalið 287.95 252.30 180- 310,- 72% Lokkalitun (stripur) stutt hár, efni innifalið 424.90 414.35 280- 567,- 103% Lokkalitun (strípur) sítt hár, efni innifalið 510.55 493.85 330- 665.- 102% 3.714.10 3.488.55 2.283.- 4.509.- 98% Menntaskólinn á Isafirði í nýtt húsnæöi: Gjörbreytir aðstöðu til skólahaldsins — segir Björn Teitsson, skólameistari MENNTASKÓLINN á ísafirði flutti í nýtt húsnæði í síðustu viku. Nýja húsnæðið er tengt byggingu heimavistar, sem byggð var fyrir rúmum áratug, og er það á tveimur hæðum, sera hvor um sig er rúmir 1100 fermetrar, að sögn Björns Teitssonar, skólameistara á ísafirði. Hann ávarpaði nemendur og starfsfólk í upphafi starfsdags í nýja húsnæðinu og síðan gæddu allir sér á kaffi og rjómakökum, enda var sólardagur á ísafirði þann dag — þótt sólin léti ekki sjá sig í gegnum élin. „Það liggur vel á okkur í tilefni af þessu,“ sagði skólameistari. „Við kenndum í gamla húsnæðinu á mánudaginn, notuðum þriðju- daginn til að flytja og hófum kennslu hér á miðvikudagsmorgni. Við höfum þó ekki fengið allt hús- ið ennþá, heldur aðeins mestan hluta efri hæðar þess. Þetta bætir aðstöðu til skólahaldsins mjög mikið og á eftir að batna enn meira er kemur fram á árið, því að áfram verður unnið við að fullgera bygginguna. Við fengum strax átta kennslustofur og tökum eitt herbergi að auki undir kennslu, þannig að við höfum sama kennslustofafjölda hér og í gömlu byggingunni. Síðar á árinu tökum við í notkun bókasafn og sömuleið- is á vinnuaðstaða kennara eftir að batna mikið. Við erum raunar að bíða eftir húsgögnum fyrir kenn- arana og einnig fer húsnæðisvandi okkar smám saman að verða úr sögunni." Um 150 nemendur eru nú í Menntaskólanum á ísafirði. Frá upphafi hefur kennslan farið fram í gamla barnaskólahúsinu, sem að stofni til er frá árinu 1901. Það verður nú lagað og síðan aftur tek- ið í þjónustu barnaskólans. Gítartónleikar í Skagafirði og á Blönduósi PÉTUR Jónasson gítarleikari heldur þrenna tónleika í Skagafiröi og á Blönduósi 2., 3. og 4. febrúar. Fyrstu tónleikarnir verða í Héð- insminni í Blönduhlíð fimmtudag- inn 2. febrúar kl. 21.00. Föstudag- inn 3. febrúar kl. 21.00 verða tón- leikar í Höfðaborg á Hofsósi og laugardaginn 4. febrúar verða síð- an tónleikar í Tónheimilinu Björk á Blönduósi og hefjast þeir kl. 14.00. Á efnisskránni eru m.a. verk eftir Johann Sebastian Bach, Al- béniz, Villa-Lobos og William Walton.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.