Morgunblaðið - 01.02.1984, Side 3

Morgunblaðið - 01.02.1984, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1984 3 Vélamiðstöð borgarinnar lækkar gjaldskrá sína um 8,4%: Lækkunin nemur 8—9 milljónum yfir árið LÆKKUN á gjaldskrá ökutækja Vélamiðstöðvar Reykjavíkurborgar nemur alls um 8—9 milljónum króna yfir árið, miðað við að ekki komi aftur til hækkana, að sögn Ögmundar Einarssonar, forstöðumanns. Hann sagðist í samtali við blaðamann Mbl. telja, að taxtinn ætti að geta lækkað frekar en hitt, því síðan gjaldskrárlækkunin var ákveðin hefur orðið frekari lækkun á fjármagnskostnaði. Hin nýja gjaldskrá var staðfest af borgarráði í síðustu viku. „Það er minni fjármagnskostn- aður, sem gerir okkur kleift að lækka gjaldskrána," sagði Ög- mundur. „Ódýrara fjármagn svar- aði til nærri 18% lækkunar en þarna kom á móti smávægileg hækkun á kílómetragjaldinu. Gjaldskráin fyrir notkun bíla i eigu borgarinnar er byggð upp á svipaðan hátt og gjaldskrá bíla- leigubíla, annars vegar er dag- f'ald og hinsvegar kílómetragjald. daggjaldinu er nær allur fastur kostnaður og þar með talinn fjár- magnskostnaður, sem hefur lækk- að þetta mikið.“ Gjaldskrá Vélamiðstöðvar er endurskoðuð tvisvar á ári. Við síð- ustu endurskoðun, í júlí á síðasta ári, varð óveruleg hækkun á gjaldskránni, að sögn Ögmundar. „Þetta kemur fyrst og fremst borgarstofnunum og veitustofnun- um borgarinnar til góða, enda eru það þau fyrirtæki, sem mest nota sér þjónustu Vélamiðstöðvarinn- ar,“ sagði hann. „Lækkunin þýðir, að þau fyrirtæki og stofnanir hafa þeim mun rýmri fjárhag, rekstr- arfjárþðrfin minnkar. Og gjald- skráin gæti enn lækkað, því síðan þessir útreikningar voru gerðir hefur orðið 6% lækkun á fjár- magnskostnaði, sem er siðasta vaxtalækkun. Gjaldskráin var samþykkt af borgarráði en jafn- framt var ákveðið að taka hana til endurskoðunar í apríl næstkom- andi. Hvað þá gerist veltur á því hvernig þróun peningamála verð- ur hér á næstu vikum og mánuð- um,“ sagði Ögmundur Einarsson. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna: Samið um sölu á loðnu- hrognum til Japan að verðmæti 186 milljónir SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihúsanna en hún er mun stærri en sú ís- hefur nú samið um sölu i loðnu- lenzka og sú norska er einnig hrognun til Japans að verðmæt' stærri en okkar loðna. rúmar 186 milljónir króna. Alls er Blaðamannafundur með nokkrum aðstandendum Kvennahússins, þeim Guðrúnu Alfreðsdóttur, dreifingarstjóra Veru, Guðrúnu Erlu Geirsdóttur, frá menningarhóp kvenna, Guðrúnu Marínósdóttur, Sigrúnu Benediktsdóttur og Kirsten Briem frá Kvennaráðgjöf, Borghildi G. Flóvenz, starfsmanni Kvennahúss, Elínu Olafsdóttur frá Samtökum kvenna á vinnumarkaði og Sigrúnu Hjartardóttur frá stjórn Kvennahúss. i.jóam. Mbi. rax. Hótel Vík verður Kvennahús Kvennaframboðið og Samtök um kvennalista hafa á undanforn- um tveimur árum haft aðsetur sitt í húsinu Hótel Vík. Nú hefur verið ákveðið að gera húsið að allsherjar kvennahúsi, eins og tíðkast víða á meðal nágrannaþjóðanna. Verður húsið opið til afnota fyrir allar kon- ur sem vinna að málefnum kvenna í lengri eða skemmri tíma og rekst- ur þess í höndum fulltrúa þeirra hópa sem þar hafa fast aðsetur. A blaðamannafundi sem hald- inn var vegna Kvennahússins kom fram að þegar hefur verið ákveðið að í húsinu verði m.a. starf Kvennaframboðs og skrif- stofa þess. Félagsmálafundir fyrsta laugardag hvers mánaðar og borgarmálafundir á mánu- dagskvöldum. Blað Kvennafram- boðsins, Vera, verður þar einnig til húsa. Samtök kvenna á vinnu- markaði verða með fast aðsetur í húsinu, svo og Menningar- og friðarsamtök kvenna. Þá verður boðið þar upp á kvennaráðgjöf einu sinni í viku, en tuttugu kon- ur, einkum féiagsráðgjafar og lögfræðingar, standa að henni. Ráðgjöfin verður konum að kostnaðarlausu. Aðrar hug- myndir um starfsemi í Kvenna- húsi hafa komið fram, s.s. um kaffistofu þar sem frammi myndu liggja blöð tímarit og bækur. Einnig hafa vaknað hugmyndir um kvennabókaút- gáfu í húsinu. Þá verður haldin kvennasam- koma í Kvennahúsinu þann 4. febrúar í því skyni að konur fái tækifæri til að stofna hópa um einstök málefni og að umræður hefjist um kvennastjórnmál og hugmyndafræðina þar að baki. hér um að ræóa 3.000 lestir á 2.100 dollara (FOB) hverja, en þetta magn samsvarar um 60 til 70.000 lestum af loónu upp úr sjó. Að sögn Eyjólfs Isfelds Eyj- ólfssonar, forstjóra SH, varð hins vegar ekki hjá því komizt að hafa inni í þessum samningum ákvæði um hugsanlega verðlækkun vegna þess, að Norðmenn hafa enn ekki gert neina sölusamninga við Jap- ani, en þeir hugðust selja um 8.000 lestir af loðnuhrognum á Jap- ansmarkaðinn. Á síðasta ári seldu Islendingar engin loðnuhrogn til Japans en Norðmenn 8.000 lestir, sem er um það bil það, sem mark- aðurinn þolir. Vegna þess að end- anlegt söluverð er ekki ljóst hefur enn ekki verið ákveðið verð á loðnuhrognum til seljenda. Ekki hafa verið gerðir samning- ar um sölu á frystri loðnu til Jap- ans en að sögn Eyjólfs eru þeir möguleikar fyrir hendi. Hins veg- ar er íslenzka loðnan smæst þeirr- ar loðnu sem á markaðnum er og því ekki líkur á góðu verði fyrir hana. Líkur eru á verulegu fram- boði af frystri loðnu frá Kanada Loðnan: Kap IIVE meö 80 lestir AÐEINS eitt skip, Kap II VE, var á loðnumiðunum í fyrrinótt og fékk það 80 lestir af loðnu. Er það fyrsti aflinn, sem fengizt hefur í langan tíma. Ekki var í gær ljóst hvort Kap héldi með aflann til hafnar. Sam- kvæmt upplýsingum Andrésar Finnbogasonar hjá Loðnunefnd eru loðnusjómenn nú vonbetri um að loðnan fari að ganga upp á grunnið út af Austfjörðum og fari þá að veiðast í auknum mæli. Þegar loðn- an gengur þangað þarf að skipta yfir af djúpnótinni og eru flestir útgerðarmanna nú að því. Kap II VE fékk afla sinn suð- austur af Hvalbak og hafa einstaka skip orðið vör við ióðningar á þessu svæði. I Rjótandi EUB0S baö og sturtu, ef þú hefur viðkvæma , húö! Þeir sem eru meö viðkvæma húö geta notað Eubos í staö venjulegrar sápu. Eubos taflan er í laginu eins og sápa, er notuð eins og sápa, en er samt ekki „sápa". J&s Við notkun Eubos starfar sýruvörn húðarinnar og svitaholurnar eðlilega. Þá brútnar húðin ekki og hvorki smit né áreiti trufla starfsemi hennar, og hún helst _ mjúk og pægileg. ' Eubos fæst einnig ( fljótandi formi,< sem kemur í stað, sjampós G. Ólafsson, EUBOS I i (| (i i d The medico-cosmetic skin cleanser. Gentle to the skin. When bathing, showering and shampooing. ® Í

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.