Morgunblaðið - 01.02.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.02.1984, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1984 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1984 17 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aóalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakiö. Reaganí endurkjör Ronald Reagan, Banda- ríkjaforseti, tilkynnti um helgina að hann gæfi kost á sér til endurkjörs í forseta- kosningunum sem fram fara næsta haust. Jafnframt var frá því skýrt að forsetinn nyti meira álits og trausts heima fyrir en nokkur andstæðinga hans. í flokki demókrata hafa menn að vísu ekki enn gert það upp við sig, hver verður mótframbjóðandi Reagans. Eins og málum er nú háttað er Walter Mondale, fyrrum vara- forseti Jimmy Carters, talinn sigurstranglegastur. Mondale sýnist lítt til þess búinn að ná meirihlutafylgi á móti Reagan þótt honum hafi tekist að afla sér stuðnings þeirra skipu- lögðu hópa sem taldir eru einna öflugastir innan Demó- krataflokksins. Þegar Reagan náði kjöri fyrir fjórum árum töldu flestir að hann myndi ekki sitja nema eitt kjörtímabil og vísuðu til þess að hann var þá 68 ára. Nú, fjórum árum síðar á sjöt- ugasta og þriðja aldursári er Reagan sigurstranglegri en nokkur annar frambjóðenda. Vinsældir hans hafa á skömm- um tíma vaxið úr 38% í 57%. Færi svo að hann hlyti endur- kjör væri hann annar maður- inn sem næði þeim árangri eftir að hafa setið full fjögur ár í embætti frá því Dwight Eisenhower var forseti 1952 til 1960 í tvö kjörtímabil, hinn var Richard Nixon sem náði endurkjöri 1972 en hrökklaðist síðan frá vegna Watergate- hneykslisins. Nefna má margt sem veldur vinsældum Ronald Reagans. Það sem ræður mestu um stuðninginn við hann er að efnahagsstarfsemi í Banda- ríkjunum hefur blómgast að nýju undir hans stjórn. Síðan í janúar 1983 hafa um fjórar milljónir nýrra starfa komið til sögunnar. Tekist hefur að vinna bug á verðbólgunni. Rík- isstjórn Reagans hefur getað haldið þannig á málum að Bandaríkjamenn hafa endur- heimt sjálfstraust sitt. Auð- vitað hafa mál ekki gengið að öllu leyti eins eftir og Reagan vildi, til dæmis er hallinn á fjárlögum Bandaríkjanna allt- of mikill og þannig mætti áfram tíunda ámælisverð atriði. En Ronald Reagan hef- ur einstakt lag á því að setja stefnu sína fram og skýra viðhorf sín með þeirri ein- lægni sem best er fallin til afla stjórnmálamönnum trausts og fylgis. Utanríkisstefna Ronald Reagans var skýr og ótvíræð þegar hann barðist gegn Jimmy Carter 1980. Reagan vildi að Bandaríkin endur- heimtu styrk sinn andspænis Sovétríkjunum. Miklum fjár- munum hefur verið varið til þess og á fleiri en einu sviði hefur stjórn Reagans sýnt að hún er til þess búin að láta hart mæta hörðu. Einnig í þessu efni hafa Bandaríkja- menn náð vopnum sínum eftir ófarirnar vegna gíslanna í Teheran sem hvíldu eins og skuggi yfir kosningabaráttu Carters og Reagans. Spurning er hvort íhlutun bandarískra landgönguliða í Líbanon verð- ur samskonar Akkillesar-hæll á Reagan nú og gíslarnir voru á Carter þá. Ákvarðanir hafa verið teknar og þeim hrundið í framkvæmd varðandi endur- nýjun á kjarnorkuherafla Bandaríkjanna. Friðarmálin svonefndu sýnest ekki ætla að verða jafn mikið átakaatriði í bandarísku forsetakosningun- um og sumir vilja vera að láta utan Bandaríkjanna, meðal annars andstæðingar varna íslands. Hér í Evrópu hefur því löng- um verið haldið fram af vinstrisinnum bæði á vett- vangi stjórnmála og í fjölmiðl- um að Ronald Reagan sé „herskár kúreki", sem grípi fyrst til byssunnar og hugsi svo. Þeir sem trúa þessu rugli eru auðvitað á nálum yfir því að kjarnorkustríð sé á næsta leiti. í upphafi Reagan-stjórn- arinnar gáfu forsetinn og ýmsir nánustu samstarfsmenn hans óvarlegar yfirlýsingar um kjarnorkuvopn og stríð með þeim. Nú er málum hins vegar þannig háttað að í Bandaríkjunum er viðurkennt að í utanríkismálum sé Reag- an kominn inn á miðjuna í bandarísku stjórnmálalífi. Enginn hefur talað ákveðnar um viðræður milli austurs og vesturs en Ronald Reagan síð- ustu vikur. Þessu geta and- stæðingar hans heima fyrir og erlendis hins vegar ekki kyngt, eins og best sést á haturs- áróðrinum í sovéskum fjölmiðlum í tilefni af yfirlýs- ingu Reagans um að hann verði aftur í framboði. í stjórnmálum geta fáeinir dagar hvað þá mánuðir skipt sköpum um vinsældir og frama. Þess vegna er of snemmt að lýsa yfir sigri Ron- ald Reagans í haust. Eins og málum er háttað nú er hann ofan á og það er mikið afrek út af fyrir sig hjá manni á þess- um aldri í þessu starfi. Umfangsmiklar skipulagsbreytingar menntamálaráðuneytinu: Tíu deildir sameinaðar undir þremur skrifstofum — til að afnema „margþætta skipulags- lega vankanta4* á ráðuneytinu UMFANGSMIKLAR skipulagsbreytingar eru fyrirhugaö- ar á menntamálaráðuneytinu. Tillögur Ragnhildar Helga- dóttur menntamálaráðherra þar að lútandi voru staðfestar á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun. Hinu nýja skipulagi er ætlað að afnema „margþætta skipulagslega vankanta44 á starfsemi ráðuneytisins, eins og segir í tillögunum, sem unnar voru af Gunnari H. Guðmundssyni, rekstrarverk- fræðingi hjá ráðgjafafyrirtækinu Rekstrarstofunni í Kópa- vogi. Uttektin var unnin í nánu samráði við ráðuneytis- stjóra, skrifstofustjóra og deildarstjóra ráðuneytisins. Helstu breytingar eru þær, að í stað tíu deilda í ráðuneyt- inu verða settar á stofn þrjár skrifstofur, en deildirnar settar saman í stærri einingar. Skrifstofurnar þrjár eru fjármálaskrifstofa, skólamálaskrifstofa og háskóla- og menningarmálaskrifstofa. í forsendum tillagnanna segir m.a. að deildir ráðuneytisins séu of margar og smáar. Það valdi því, að stjórnunarverkefni ráðu- neytisstjóra verði illviðráðanlegt og að óhjákvæmilegt sé að koma á meiri verkaskiptingu í yfir- stjórn. Verkaskipting í ráðuneyt- inu sé óregluleg, samskonar mál eigi stundum erindi til mismun- andi deilda og sambærilegar stofnanir heyri undir margar deildir. Engu að síður séu skörp skil á milli deildanna, þær starfi sem algerlega sjálfstæðar stjórn- unareiningar, sem leiði af sér þörf fyrir samræmingu. í forsendunum segir einnig, að skortur sé á samnýtingu þekk- ingar, reynslu og tækja. Auk þess séu „innan ráðuneytis ýmis verk- efni, sem ekki eiga heima í ráðu- neyti. Stærst þeirra er náms- gagnagerð sú, sem fram fer í skólarannsóknadeild. Þetta verk- efni er þess eðlis, að engin ástæða er að vinna það í ráðuneyti," segir orðrétt í skýrslu um tillögurnar. „Ennfremur má nefna, að stjórnunarverkefni ráðuneytisins er á sumum sviðum mjög erfitt viðureignar vegna skipulags utan ráðuneytis og kostnaðarskipt- ingar við sveitarfélög. Má þar nefna kostnaðarskiptingu varð- andi rekstur grunnskóla." Loks er til þess tekið í forsend- unum, að húsnæði ráðuneytisins sé mjög óhentugt, þar sem það skipti starfsliðinu niður í alltof smáar einingar. Það auki þörfina fyrir yfirstjórn og samræmingu. Menntamálaráðuneytið er til húsa á nokkrum stöðum í borg- inni: á þremur hálfum og einni heilli hæð á Hverfisgötu 4—6, í Ingólfsstræti og ofar á Hverfis- götu. Ragnhildur Helgadóttir, menntamálaráðherra, sagði í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins, að verið væri að gera ráðstafanir til að setja kraft í endurbyggingu og endurbætur á Víðishúsinu. M.a. yrði húsnæði Námsgagnastofnunar í Tjarnar- götu selt og þeim fjármunum var- ið í Víðishúsið. Ekki sé útilokað, að hægt verði að taka tvær hæðir þar í notkun síðar á þessu ári. Þar er Námsgagnastofnun nú til húsa. Samkvæmt hinu nýja skipulagi fjallar fjármálaskrifstofan um öll fjármál, sem heyra undir ráðuneytið, fjárlagagerð, fjár- Ragnhildur Helgadóttir málaeftirlit, eftirlit með rekstri skóla og stofnana, stofnkostnað- armál, uppgjör við sveitarfélög, samningagerð um kostnað og uppgjör, eftirlit með fjármálum sjóða, þar á meðal Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna. Skólamálaskrifstofan fer með öll mál er lúta að skólamálum, nema málefni skóla á háskóla- stigi. Innan verksviðs skrifstof- unnar starfa fræðslustjórar, grunnskólar, fjölbrautaskólar, iðnskólar, dagvistarstofnanir, héraðsskólar, menntaskólar, sérskólar, Námsgagnastofnun og Iðnfræðsluráð. Háskóla- og menningarmála- skrifstofa fjallar um almenn menningarmál, vísinda- og rann- sóknarmál og málefni skóla á há- skólastigi. Þar verður unnið að þróun menningarstarfsemi og stuðningi við hana, svo og söfn og menningarstofnanir, sem heyra undir ráðuneytið. Skrifstofustjóri þar, Árni Gunnarsson, núverandi skrifstofustjóri ráðuneytisins, er jafnframt og verður staðgengill ráðuneytisstjóra. Jafnframt verður starfandi al- menn deild í ráðuneytinu, til hlið- ar við skrifstofurnar, undir beinni stjórn ráðuneytisstjóra. Þar verður veitt ýmis þjónusta fyrir allt ráðuneytið, s.s. skjala- safn, símavarsla, starfsmanna- hald, innkaup, afgreiðsla og upp- lýsingar. Yfirstjórn erlendra samskipta verður á hendi ráðu- neytisstjóra. Gert er ráð fyrir að skrifstofurnar vinni mjög sjálf- stætt undir stjórn ráðuneytis- stjóra. Skrifstofustjórar sjá um að undirbúningur verkefna og forvinna vegna ákvarðanatöku sé fullnægjandi og sjá um að upp- lýsingar berist til ráðherra og ráðuneytisstjóra. Gert er ráð fyrir nánu samráði milli skrif- stofustjóra og deildarstjóra inn- an hverrar skrifstofu. Núverandi deildarstjórar munu verða deild- arstjórar áfram og annast tiltek- in svið, eitt eða fleiri. Þá er stefnt að ákveðnum til- flutningi verkefna. Meðal annars mun námsefnisgerð flytjast úr skólarannsóknadeild og til Námsgagnastofnunar. Skóla- rannsóknadeild verður ekki rekin í núverandi mynd eftir breyt- ingarnar. Einnig er ætlunin að ýmis fjármálaleg verkefni flytjist yfir til fjármálaskrifstofu, þar með talin fjármál skólaranns- óknadeildar. Má reikna með, að starfsmönnum ráðuneytisins, sem nú eru um 70 fastráðnir, fækki eitthvað eftir því sem verk- efni flytjast úr skóla- rannsóknadeild. í því sambandi er og gert ráð fyrir, að rannsókn- arverkefnum verði beint til Rannsóknarstofnunar uppeld- ismála, sem starfar í tengslum við Háskóla íslands og Kennara- háskóla íslands, auk þess sem verkefni verða fengin aðilum utan ráðuneytisins. Unnið verður að framkvæmd þessa nýja skipulags á næstu vik- um í samstarfi skrifstofu- og deildarstjóra, að sögn Ragnhildar Helgadóttur, menntamálaráð- herra. Búnaðarbankaskákmót 1984 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 Vinn. Röð 1 Pia Cramling 1 1 2 Knezevic ‘/2 ‘/2 1 */2 3 Shamkovic 0 'Á »/2 1 4 Jóhann Hjartarson 1 ‘/2 1/2 5 Sævar Bjarnason ‘/2 0 ‘/2 6 De Firmian ‘/2 1 */2 7 Helgi Ólafsson */2 l/2 >/2 1 8 Lev Alburt >/2 0 »/2 9 Guðmundur Sigurjónsson 0 1 */2 ‘/2 10 Margeir Pétursson ‘/2 ‘/2 /2 11 Jón Kristinsson 0 0 >/2 12 Jón L. Árnason 0 >/2 0 Hvítt: Jóhann Hjartarson Svart: Guðmundur Sigurjónsson Benoni-byrjun 1. d4 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. Rf3 — c5, 4. d5 — exd5, 5. cxd5 — d6, 6. Rc3 - g6, 7. Bf4 — a6 Hér er oftar leikið 7. — a6 til að hindra næsta leik hvíts. 8. Da4+ — Bd7, 9. Db3 — Dc7, 10. e4 — 0-0, 11. Be2 — Rh5, 12. Be3 — Bg4, 13. h3 — Bxf3, 14. Bxf3 — Rf6? Ónákvæmni sem reynist svört- um dýrkeypt. Rétt er 14. — Rd7, því eftir 15. Bxh5 — gxh5, 16. 0-0 — Hae8 fékk svartur ágæta stöðu í skákinni Timman — Ljubojevic, Amsterdam 1972. 15. e5! — dxe5, 16. d6 — Dxd6, 17. Hdl! Mun öflugra en 17. Bxb7 — Rc6, 18. Bxa8 — Rd4 með mótspili. Búnaðarbankaskákmótið: Fjórar biðskákir í gærkvöldi Skák Margeir Pétursson Svo hart var barizt í fjórðu umferð Búnaðarbankaskákmótsins að eftir fimm klukkustunda taflmennsku í gærkvöldi var aðeins tveimur skák- um lokið. Stórmeistararnir Milorad Knezevic og Leonid Shamkovich sömdu um jafntefli eftir stutta en spennandi skák og sömuleiðis gerðu þeir Guðmundur Sigurjónsson og Helgi Ólafsson jafntefli en skák þeirra var { járnum eftir tæplega tuttugu leiki. Staðan í mótinu hefur því lítið sem ekkert breytzt frá því í gær. Nú loksins eru góðar horfur á því að einhverjum íslensku þátt- takendanna takist að leggja út- lending að velli, því biðstöðurnar virðast allar hagstæðari fyrir þá. Margeir Pétursson á unnið enda- tafl gegn deFirmian og Jón L. Árnason hefur manni meira fyrir tvö peð gegn Alburt. Góðar líkur virðast á því að Jóni takist að stöðva mótspil Bandaríkjamanns- ins og ætti þá að eiga góða vinn- ingsmöguleika. Sú skák sem mest var fylgzt með í gærkvöldi var viðureign Piu Cramling við Jóhann Hjartarson. Framan af virtist svo sem sænska stúlkan ætlaði að halda áfram sig- urgöngu sinni, því Jóhann átti mjög þrönga og erfiða stöðu. En hann barðist af hörku og tókst að snúa á Piu í tímahraki. Það sást greinilega á svipbrigðum hennar að henni mislíkaði staðan, en hún ætti þó sennilega að geta haldið jafntefli í biðstöðunni, þó Jóhann hafi nú greinilega yfirhöndina. Þá fékk Jón Kristinsson snemma mun betri stöðu gegn Sævari Bjarnasyni og þegar skák- in fór í bið hafði Jón skiptamun yfir og vinningsmöguleika. Biðstöðurnar eru þessar: Svart: deFirmian (Bandaríkjunum) Hvítt: Margeir Pétursson Hvítur lék biðleik. Svart: Jóhann Hjartarson Hvítt: Cramling (Svíþjóð) Svartur lék biðleik. Svart: Alburt (Bandaríkjunum) Hvítt: Jón L. Árnason Hvítur lék biðleik. Svart: Sævar Bjarnason Hvítt: Jón Kristinsson Hvítur lék biðleik. Biðskákirnar verða tefldar áfram á morgun kl. 17 á Hótel Hofi. Á mánudaginn lauk biðskák þeirra Jóhanns Hjartarsonar og Guðmundar Sigurjónssonar með sigri hins fyrrnefnda. Skákin var bráðskemmtileg, eftir ónákvæmni Guðmundar í byrjuninni tryggði Jóhann sér yfirburðastöðu með fléttu og hélt síðan fast um sitt: 17. — De7, 18. Dxb7 — Rbd7, 19. Rd5 - Rxd5, 20. Hxd5 — Had8, 21. 0-0!? Hér var hægt að vinna skipta- mun með 21. Bxc5, en staðan er e.t.v. ekki fyllilega ljós eftir drottningarfórnina 21. — Dxc5, 22. Bxc5 — Rxc5. 21. — BI6, 22. Dxa7 — e4, 23. Be2 Svartur er í hræðilegri aðstöðu því menn hans eru leppaðir í bak og fyrir. Með næsta leik sínum tekst honum að komast út í enda- tafl, en það kostar peð og síðan innbyrðir Jóhann vinninginn af nákvæmni og öryggi. 23. — Rb6, 24. Dxe7 — Bxe7, 25. He5! — Bd6, 26. Hxe4 — f5, 27. He6 — Kf7, 28. Hxd6! — Hxd6, 29. Bxc5 — Hd2, 30. Bxf8 — Hxe2, 31. Bc5 — Hxb2, 32. Bd4 - Hb4, 33. Bc5 — Hb5, 34. Bxb6 — Hxb6, 35. a4! Það er oft erfitt að vinna hróks- endatafl með peði yfir, en þessi staða er léttunnin fyrir hvítan því hann kemur hrók sínum á bak við frípeðið. 35. — Ke6, 36. a5 — Ha6, 37. Hal — Kd5, 38. Kh2 - f4, 39. Ha4 — Ke5, 40. Kgl — g5, 41. Kfl Hér fór skákin í bið, en Guð- mundur ákvað að gefast upp án frekari taflmennsku. spurt og svarað I Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINSI Hér á eftir birtast fyrstu spurningar lesenda um skattamál og fyrstu svör ríkisskattstjóra, Sigurbjarnar Þorbjörnsson- ar. Þeir lesendur, sem hafa spurningar fram að færa, geta hringt í síma 10100 milli klukkan 2 og 3 alla virka daga. Lækkun fyrir- framgreiðslu Ásta Laufey Ilaraldsdóttir, Klepps- vegi 58, Reykjavík, spyr: Tekjur mínar hafa minnkað á milli ára, en nú á ég að greiða 1.500 kr. í fyrirframgreiðslu á mánuði. Er hægt að fá þessa upphæð lækkaða? Lára Olafsdóttir, Hólmgarði 18, Reykjavík, spyr: Eg var með 88.960 kr. tekjur á sl. ári, en frá því dragast lífeyrissjóður og félagsgjald. Ég á að greiða 1.440,- kr. fyrirfram í fimm mánuði, en hef engar tekjur haft síðan í ágúst. Verð ég að borga þetta, þrátt fyrir þessar aðstæður? Svar: Gjaldendur geta sótt um iækk- un á fyrirframgreiðslu þing- gjalda til skattstjóra ef þeir telja að rauntekjur hafi rýrnað milli ára. Skattstjóri tekur að jafnaði ekki til greina umsókn gjald- anda nema rauntekjur hans hafi lækkað svo mjög milli áranna 1982 og 1983 að tekjuskattsstofn á tekjuárinu 1983 sé meira en 25% lægri en tekjuskattsstofn hans var á tekjuárinu 1982, eftir að síðarnefnd fjárhæð hefur ver- ið hækkuð um 50%. Frá þessari reglu má skattstjóri víkja ef sér- staklega stendur á að mati hans, enda hafi fjölskylduástæður gjaldanda breyst eða aðrar að- stæður skert gjaldþol hans veru- lega. Frádráttur vegna feröa Guðjón Guðmundsson, Helgalandi 5, Mosfellssveit, spyr: Er tekið tillit til kostnaðar sem ég þarf að greiða vegna aksturs á eigin bíl til og frá vinnu, en vinnutími er á nóttunni, en þá ganga ekki al- menningsvagnar. Heimili er langt frá vinnustað. Svar: Launþegar, sem stunda at- vinnu sína í a.m.k. 25 kílómetra fjarlægð frá heimili sínu og þurfa dag hvern að fara á milli heimilis og vinnustaðar, mega draga frá tekjum sinum greidd fargjöld með áætlunarbifreiðum eða samsvarandi fjárhæð sé not- að annað flutningstæki. Lækkun tekju- skattsstofns Jónína Þórðardóttir, Háteigsvegi 18, Reykjavík, spyr: Er hægt að fá skatta lækkaða vegna legu á sjúkrahúsi í 4 mánuði á þessu ári, en ég hafði engan ellilíf- eyri í þann tíma, en á að greiða 3.340 kr. á mánuði næstu fimm mánuði. Einnig spyr ég hvort hægt sé að fá skattgreiðslu, sem ég greiddi sl. ár, lækkaða. Svar: Ef veikindi (svo og ellihrör- leiki, slys eða mannslát) hafa skert gjaldþol manns verulega skal skattstjóri taka til greina umsókn um lækkun tekjuskatts- stofns. Framteljandi skal fylla út eyðublað „Umsókn A skv. 66. gr. og/eða 80. gr. R3.05" og láta það fylgja framtali sínu. Fram- teljandi getur einnig sent slíka umsókn til ríkisskattstjóra vegna álagningar sl. árs. Varðandi lækkun á fyrir- framgreiðslu, sjá svar til Ástu Haraldsdóttur. Frádráttur vegna starfsloka Gunnar Kristjánsson, Langagerði 44, Reykjavík, spyr: Þar sem samþykkt hefur verið eftirgjöf á sköttum til þeirra sem ljúka störfum fyrir aldurs sakir, óska ég upplýsinga um hvernig skuli gera grein fyrir slíkum aðstæðum, hvort til þurfi sérstakt eyðublað t.d.? Svar: Þeir sem láta af störfum vegna aldurs eiga rétt á að draga frá helming tekna sinna er þeir hafa aflað sér síðustu 12 mánuði fyrir starfslok. Þeir skulu fylla út sérstakt eyðublað „Yfirlýsing og greinargerð R.3.08" vegna þessa frádráttar. Á því eyðu- blaði, svo og í Leiðbeiningum ríkisskattstjóra á bls. 11 og 12 eru nánari skýringar og leið- beiningar við útfyllingu þessa eyðublaðs. Hjá framteljanda sem hyggst láta af störfum á ár- inu 1984 skiptist framangreind- ur frádráttur á framtöl 1984 og 1985. Sjómannafrádráttur Tryggvi Gunnarsson, Miðbraut 7, Vopnafirði, spyr: Hvers vegna fá ekki sjómenn sem skráðir eru á fiskiskip og taka regluleg frí frádrátt fyrir frítúra, nema þeir kæri beint til ríkisskatta- nefndar? Svar: Maður, sem lögskráður er á ís- lenskt skip, má draga frá tekjum sínum sjómannafrádrátt, 140 kr., fyrir hvern dag sem hann er lögskráður á skipið að viðbætt- um þeim dögum þegar hann þiggur laun eða aflahlut sem sjó- maður, t.d. þá er skip liggur í höfn vegna tímabundinna tafa frá veiðum vegna viðgerða, enda sé hann háður ráðningarsamn- ingi og á launum sem sjómaður við útgerðina á því tímabili. Samkvæmt reglugerð um sjó- mannafrádrátt skal sjómaður, sem fer fram á að fá sjómanna- frádrátt sem svarar til lengri tíma en þeirra daga sem hann var lögskráður, t.d. vegna veik- inda eða orlofs, gera sérstaka grein fyrir kröfu sinni með framlagningu gagna þar um með skattframtali sínu. Kaup og sala eigna Kári Þorsteinsson, Hömrum, ReykholLsdal, Borgarfirði, spyr: Hvernig á að fylla út E-dálkinn á blaðinu sem fylgir framtalseyðu- blaði, þar sem skýra á frá útreikn- ingi söluhagnaðar vegna kaupa eða sölu eignar? Hvernig ber að skýra frá því ef eign er keypt á móti seldri eign? Svar: Hér mun vera átt við eyðublaðið „Kaup og sala eigna". Ef um er að ræða ófyrnanlega eign, t.d. íbúðarhúsnæði, á að margfalda kostnaðarverð eða kaupverð með verðbreytingarstuðli viðkomandi byggingar- eða kaupárs. Upplýs- ingar um verðbreytingarstuðul fyrir eignir er framteljandi hef- ur eignast á árunum 1967—1982 eru á bls. 17 í Leiðbeiningum rík- isskattstjóra. Þannig framreikn- að stofnverð er dregið frá sölu- verði að frádregnum sölulaun- um. Mismunur þessara fjárhæða er annaðhvort söluhagnaður eða sölutap. Þetta eyðublað á að út- fylla hvort sem um kaup eða sölu á eign er að ræða, en E-lið útfyll- ir aðeins seljandi og gerir þar einnig athugasemdir varðandi skattalega meðferð söluhagnað- ar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.