Morgunblaðið - 01.02.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.02.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1984 25 Björn Bjarna- son — Minning Fæddur 30. janúar 1899 Dáinn 19. janúar 1984 Við fáum ekki skilið þau örlög sem manninum eru búin, né hverj- um klukkan glymur hinu síðasta kalli. Afl það sem hér er að verki er ofar fátæklegum skilningi okkar þegar við leiðum hugann að burtkölluðum félaga og vini. óaf- vitað hugsum við um þær mörgu stundir sem við áttum með honum og minningin um manninn verður ódauðleg í hugum okkar. Á löngu lífsskeiði reynir oft mikið á aðlögunarhæfni mannsins til þess að skilja kall hvers tíma, breyttra aðstæðna og lífsskilyrða. Björn Bjarnason var einn þeirra manna sem bjó yfir ótrúlegri framsýni, hann horfði af raunsæi og bjartsýni fram á veginn og ruddi ótrauður brautina fyrir þá sem minnst máttu sín. Af baráttuvilja og elju ein- kenndust orð og athafnir þessa stórbrotna brautryðjanda verka- lýðshreyfingarinnar. Björn var einn helsti hvatamað- ur þess að verkafólk sem starfaði í iðnaði, er þá var að stíga sín bernskuspor á 4. áratug aldarinn- ar, tæki höndum saman og stofn- aði samtök. Þeir voru þrír félag- arnir sem boðuðu til stofnfundar árið 1934. Fundurinn var haldinn á Hótel Heklu, og mættu 16 manns sem allir voru sammála um að stofna félag og boða til fram- haldsstofnfundar. Sá fundur var haldinn í Kaupþingssalnum og voru þar mættir 34. Björn var þá kosinn ritari og var það til 1941 og síðar formaður 1942—1946 og 1950—1956. Félag það sem þau stofnuðu hlaut nafnið Iðja, er síð- ar varð eitt af stærstu og öflug- ustu verkalýðsfélögum á íslandi. Þá var Björn kosinn fyrsti for- maður Landssambands iðnverka- fólks og gegndi því starfi á árabil- inu 1973-1978. Liðnir eru liðlega tveir áratugir síðan ég kynntist Birni fyrst, og hóf að leita til hans ráða er vörð- uðu störf mín sem trúnaðarmaður Iðju. Hann leysti ætíð fljótt og vel hvern þann vanda er að höndum bar og gaf góð ráð er reyndust vel. Með árunum skapaðist með okkur fölskvalaus vinátta sem aldrei brást. Við störfuðum saman á skrifstofu félagsins í rúman ára- tug og á þeim tíma kynntist ég enn betur þeim mikla persónu- leika er hann hafði að bera. Þrátt fyrir áratuga kynni undraðist ég oft seiglu og víðsýni Björns sem einkenndu aliar hans athafnir. Hið mikla baráttuþrek er hann hafði yfir að búa brást ekki þótt gustaði á móti, eða þá að geisuðu stríð og stormar. Þess varð aldrei vart að hann léti deigan síga. Ein bezta lýsingin af Birni finnst mér felast í stuttu svari er hann gaf á 40 ára afmæli Iðju þeg- ar hann var spurður að því hvort honum hafi ekki komið til hugar að gefast upp í baráttunni. Svarið var: „Nei, ég held að það hafi aldr- ei hvarflað að mér. Mitt geðslag var alltaf þannig, að því meiri erf- iðleikar sem voru, því meir harðn- aði skapið. Mér hefur yfirleitt ekki dottið í hug að gefast upp fyrir neinu. Hitt er svo annað mál að maður hefur marga vitleysuna gert og sér það eftirá." Þegar við nú að lyktum kveðjum vin okkar og félaga erum við minnt á að allt er í heiminum hverfult, og að á sérhverju hausti sölna hin fegurstu blóm jarðar. Og hina fyrstu hélunótt slær á gróð- urinn fölva. Þá munu hin fegurstu blóm ekki lengur bera sitt barr, og sólin lækkar á lofti frá sólstöðum uns skammdegismyrkrið nær há- marki um vetrarsólhvörf, en þá hefur allt gróðurlíf verið drepið í dróma. Þannig birtast okkur lögmál náttúrunnar, en við vitum að þetta eru ekki endalokin. Með þessum fátæklegu orðum flyt ég Guðnýju konu hans, syni og stjúpsyni mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Bjarni Jakobssor Það er erfitt að geta sér til um það, hvað 16 ára strákur hefur verið að hugsa þegar hann í fyrsta sinn lagði land undir fót — í bókstaflegri merkingu — suður yfir heiðar og fjöll í atvinnuleit. Þessi fyrsta ferð í verið var farin á þorranum. Ferðalög á þessum árstíma eru oft erfið og má því ætla að hugurinn væri bundinn við það, að komast í tæka tíð á áfangastað og það, sem í vændum var þegar þangað kæmi. Og fyrir þennan 16 ára Húnvetning var þessi för ekki bara ferð suður á vertíð, hann var að leggja upp í langa og stormasama ferð í gegn- um lífið. En hvað sem líður hugrenning- um stráksins þegar hann klofaði skaflana á Holtavörðuheiði eða aðrar torfærur á leiðinni, hefur það örugglega ekki komið í hug- ann að fyrir honum ætti að liggja áratuga forusta í samtökum snauðra og réttindalausra verka- manna og verkakvenna fyrir bætt- um kjörum og réttindum, fyrir betra og fegurra lífi. Og því síður hefur hann órað fyrir þvi, að hann ætti eftir að verða frumkvöðull að stofnun og helsti forystumaður verkafólks í atvinnugrein, sem ekki var til á Islandi, svo orð væri á gerandi, þegar hann axlaði poka sinn á bæjarhellunni á Blönduósi árið 1915 og hélt út í heiminn. Björn Bjarnason fæddist 30. janúar árið 1899 að Höskuldsstöð- um í Vindhælishreppi, Austur- Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru þau Bjarni Sigurðsson, sem lengst af var vinnumaður í Vatnsdal, en stundaði síðar sjó- sókn frá Kálfhamarsvík á Skaga, og Sólveig Andrésdóttir frá Kirkjuhvammi á Hvalsnesi. Sól- veig vann framan af ævinni við kaupamennsku, en stofnaði síðar heimili með Þórði Jóhannssyni á Blönduósi. Björn ólst upp hjá móður sinni, fyrst þar sem hún var vistráðin hverju sinni, en síðar á heimili þeirra Þórðar þar til hann hleypti heimdraganum. Árið 1915 heldur Björn suður í atvinnuleit, enda enga vinnu þar að fá og ræður sig á róðrabát, sem gerður var út frá Garðinum. Næstu árin stundar Björn síðan sjósókn af kappi frá verstöðvum víðs vegar um landið, fyrst á ára- bátum þá mótorbátum og loks tog- urum. Sjómennsku stundar Björn allt til ársins 1928, en þá er svo komið að hann verður að yfirgefa sjóinn vegna taugabólgu í fingr- um, sem hindrar Björn frá því að y. JÉtB i vinna þau verk sem krafist var af sjómönnum. Þegar Björn kemur í land hefur hann störf við sápugerð hjá Hreini þar sem hann er fram til ársins 1934. Um tíma er Björn við störf hjá efnagerðinni Val, en ræðst síðan til Smára, en lengst af vann hann hjá sápugerðinni Frigg. Hjá Frigg er Björn síðan allt til ársins 1967 er hann verður að láta af störfum vegna heilsu- brests. Þegar hér er komið sögu er Björn orðinn 68 ára að aldri, en það er fjarri lagi, að Björn sé þar með sestur í helgan stein. Þrátt fyrir að hann hafi ekki lengur lík- amlegt þol til að stunda stritvinnu er langt frá því að starfsævi Björns sé lokið. Árið 1967 ræðst Björn sem um- sjónarmaður með verklegum framkvæmdum við húseignina að Skólavörðustíg 16, sem Iðja, félag verksmiðjufólks og fleiri verka- lýðsfélög höfðu þá nýlega fest kaup á. Jafnframt fer Björn að sinna margs konar verkefnum fyrir skrifstofu félagsins. í janúar árið eftir er Björn síðan ráðinn sem fastur starfsmaður á skrif- stofu félagsins og því starfi gegndi hann þar til hann veiktist í apríl sl. og kom ekki aftur til starfa eft- ir það. I æsku kynntist Björn snemma kjörum og harðri lífsbaráttu ís- lenskrar alþýðu, fyrst til sveita og síðar í verstöðvunum og til sjós. Þessi kynni Björns af lífi alþýð- unnar og sú reynsla, sem hann sjálfur hafði af réttindaleysi og kröppum kjörum vinnandi fólks höfðu mikil áhrif á viðhorf hans og lífsstarf. Áhugi Björns beindist snemma að róttækum stjórnmála- skoðunum og hann hóf ungur virk afskipti af verkalýðs- og stjórn- málum. 1928 gengur Björn í Spörtu, sem var félag kommúnista í Reykjavík, en þá voru þær skoð- anir að mestu mótaðar, sem ætíð síðan voru leiðarljós hans í stjórn- málastarfi og innan verkalýðs- hreyfingarinnar. Tveimur árum síðar er Björn einn af stofnendum Kommúnistaflokks íslands. í KFÍ skipaði Björn sér strax í fylk- ingarbrjóst og var í miðstjórn flokksins allt til þess að hann var lagður niður árið 1938, auk þess sem hann gegndi miklum fjölda annarra trúnaðarstarfa þar. Þeg- ar síðan Sameiningarflokkur al- þýðu — Sósíalistaflokkurinn — var stofnaður gegndi Björn þar mikilvægu hlutverki allt til ársins 1962 er leiðir skildu, en þá fannst Birni flokkurinn hafa fjarlægst upphafleg stefnumið sín meira en svo að við yrði unað. Auk trúnaðarstarfa innan stjórnmálahreyfingar verkalýðs- ins, gegndi Björn margháttuðum trúnaðarstörfum fyrir hreyfing- una út á við. Þar ber hæst seta Björns í bæjarstjórn Reykjavíkur á árunum 1934—1950, en Björn var fyrsti kjörni fulltrúi Komm- únistaflokksins í bæjarstjórn Reykjavíkur og gegndi miklu hlut- verki sem eini fulltrúi hans í stjórn bæjarins næstu 4 ár. Það eru óefað störf Björns að málefnum launafólks innan verka- lýðshreyfingarinnar serh hæst ber af verkum hans og lengst verða í minnum höfð, enda óhætt að full- yrða, að störf Björns á þeim vett- vangi hafi ekki einasta verið hreyfingunni mikill styrkur, held- ur jafnframt mótað mjög störf hennar og stefnu um áratuga skeið, hreyfingunni og öllu launa- fólki til framdráttar. Á sjómennskuárunum og fyrstu árin eftir að Björn kemur í land var hann virkur félagi 1 Sjó- mannafélagi Reykjavíkur og lét töluvert að sér kveða á þeim vett- vangi. 1934 er Björn síðan helsti frumkvöðull að stofnun Iðju, fé- lags verksmiðjufólks í Reykjavík og er kosinn í fyrstu stjórn þess. Björn gegnir síðan forystuhlut- verki í Iðju allt til ársins 1957. Hann er í stjórn félagsins allt þetta tímabil að þrem árum und- anskildum, fyrst sem ritari: 1934—’41 og síðar formaður: 1942-’46 og 1950—’56. Á 50 ára afmæli Björns þakkaði félagið honum fyrir forystu hans og óeig- ingjarnt og gifturíkt starf að hagsmunamálum iðnverkafólks með því að gera hann að heiðurs- félaga þess. Á þessum árum er Björn jafnframt kallaður til fjöl- margra trúnaðarstarfa fyrir heildarsamtök verkafólks. í mið- stjórn Alþýðusambandsins er Björn 1942—’48 og 1956-’58, lengst af sem gjaldkeri sambands- ins. Þá var Björn um árabil for- maður fulltrúaráðs verkalýðsfé- laganna í Reykjavík, svo eitthvað sé nefnt. Eru þá ótalin störf Björns í miklum fjölda nefnda og ráða á vegum verkalýðshreyf- ingarinnar og störf hans að sam- ningamálum á þessu tímabili. Áð- ur en skilið er við þetta tímabil í ævi Björns er þó rétt að geta starfa nans að málefnum hinnar alþjóðlegu verkalýðshreyfingar, enda voru þau honum einkar hug- leikin Árið 1945 fer Björn á vegum Al- þýðusambandsins til Lundúna á ráðstefnu til undirbúnings stofn- unar nýs alþjóðasambands verka- lýðsfélaga og sem varð að veru- leika ári síðar. Björn vann sér strax tiltrú og traust meðal ráð- stefnugestanna og var við stofnun sambandsins kjörin í fyrstu mið- stjórn þess. í miðstjórn Alþjóða- sambandsins — WFTU — sat Björn til ársins 1949, auk þess sem hann sat flest þing sambandsins lengi á eftir. Eins og fyrr segir lét Björn af formennsku í Iðju árið 1957 eftir að félagið hafði fallið í hendur stjórnar sem borin var uppi af sjálfstæðismönnum innan félags- ins. Það var þó langt í frá að hann hætti afskiptum af máiefnum Iðju. Um tima er hann helsti tals- maður stjórnarandstöðunnar inn- an félagsins í þeim átökum innan félagsins sem fylgdu í kjölfar for- ystuskiptanna. Um miðjan 7. ára- tuginn þegar öldurnar síðan fara að lægja er það ekki síst fyrir til- verknað Björns. Eins og áður sagði verður Björn fastur starfs- maður Iðju í ársbyrjun 1968. Um það leyti hefur Björn aftur af- skipti af samningagerð félagsins og hefursvo verið ætíð síðan, auk þess sem hann vann mikið og gott starf á skrifstofu félagsins. Björn var fulltrúi Iðju á stofn- þingi Landssambands iðnverka- fólks 1973 og það féll í hlut hans að hafa leiðsögn fyrir störfum og stefnu sambandsins sem formaður þess um 5 ára skeið. í því bjó Björn mjög að áratuga reynslu sinni i störfum sínum innan verkalýðshreyfingarinnar hinu nýstofnaða sambandi til ómetan- legs styrks. Hér hefur verið stiklað á stóru í starfsferli Björns. Eins og nærri má geta sat hann í fjölda nefnda og í stjórnum, og gegndi marg- háttuðum trúnaðarstörfum, bæði fyrir hina faglegu og pólitísku hreyfingu, á löngum starfsferli sínum. Það sama má segja um flesta stærstu sigrana í réttindamálum verkafólks, þar átti Björn ævin- lega stóran hlut að máli, einkum fyrr á árum og skipaði sér ávallt þar í sveit sem harðast var barist. Björn var tvígiftur. Fyrri kona hans, 1925, var Brynhildur Magn- úsdóttir verkamanns í Reykjavík Einarssonar og Katrínar Magn- úsdóttur. Þau eignuðust einn son, Þóri. Þau skildu. Seinni kona hans, 1959, er Guðný Sigurðar- dóttir alþingismanns í Reykjavík og fyrrverandi formanns Dags- brúnar Guðnasonar og k.h. Krist- ínar Guðmundsdóttur. Þau Guðný bjuggu sér hlýlegt og fallegt heim- ili við Bergstaðastræti, svo af bar í smekkvísi. Milli þeirra hjóna ríkti gagnkvæmt traust og skiln- ingur. Björn talaði ekki oft um einkamál sín, en það duldist eng- um, sem til þekktu, að ást hans og virðing fyrir Guðnýju var einlæg. Það var Birni mikil gæfa að eiga Guðnýju að förunaut. í veikindum Björns síðustu mánuðina veitti Guðný honum alla þá umhyggju og aðstoð sem unnt er að veita. Samskipti okkar Björns hófust árið 1960. Sem félagi í Æskulýðs- fylkingunni viss ég hver hann var, en kynntist honum ekki fyrr en ég fór að vinna í Sápugerðinni Frigg. Ég var þá tvítugur, en hann sex- tugur. Þessi mikli aldursmunur varð ekki til þess að hindra að á milli okkar tækist góður kunn- ingsskapur, strax í byrjun, sem varð að einlægri vináttu og því nánari sem árin liðu og samstarf okkar var meira. í þann áratug, sem við Björn vorum vinnufélagar á skrifstofu Iðju, naut ég í ríkum mæli reynslu hans og þekkingar á þeim verkefn- um, sem til féllu á þeim bæ. Vissu- lega vorum við ekki alltaf sam- mála, en það var alltaf styrkur í því að ræða við Björn, hver sem niðurstaðan varð. íslenskur verkalýður sér nú á bak traustum forystumanni, sem stóð í fylkingarbrjósti baráttunn- ar þegar verkafólk var að rífa sig úr sárri fátækt til mannsæmandi lífs og brást aldrei. Við, félagar hans og vinir, kveðjum traustan samferðamann. Ég átti því láni að fagna að eiga Björnað vini og engum mér óskild- um manni á ég meira að þakka en honum. Þær mörgu stundir, sem við áttum saman, hvort heldur var á vinnustað, heimili hans eða ann- ars staðar, verða mér ógleyman- legar og ljúft að minnast. Fyrir það þakka ég á skilnaðarstundu. Guðnýju og öðrum ástvinum sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Guðm. Þ. Jónsson A1IKLIG4RÐUR MARKADUR VID SUND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.