Morgunblaðið - 01.02.1984, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 01.02.1984, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1984 27 Magnea Vigfús- dóttir - Minning Fædd 17. ágúst 1903. Dáin 3. janúar 1984. Löng þá sjúkdómsleiðin verður lífið hvergi vægir þér þrautir magnast, þrjóta kraftar þungt og sárt hvert sporið er honum treystu hjálpin kemur hann af raunum sigur ber. Drottinn elskar — Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. S.Kr. Pétursson Þá er elskuleg frænka mín loks laus við allar þrautir. Langt varð sjúkdómsstríðið, en hún bar allar þjáningar með aðdáunarverðu þreki og æðruleysi. Ég vildi svo gjarnan að ég hefði getað heimsótt hana oftar þessa erfiðu mánuði og stytt henni stundir, því hugurinn var svo oft hjá henni. Magnea Vigfúsdóttir var fædd í Eystri-Skógum, Austur-Eyjafjöll- um 17. ágúst 1903, og ólst þar upp hjá foreldrum sínum, Vigfúsi ólafssyni og Guðrúnu Sigurðar- dóttur, er þar bjuggu. Hún var yngst 5 barna þeirra. Tveir bræð- ur hennar létust inn við 10 ára aldur. Þeir hétu Sigurjón og Magnús. Systkini Magneu er upp komust voru Sólveig, sem var elst en lést 1918 úr spönsku veikinni, og Guðmundur, faðir minn, fædd- ur 1901, er bjó í Eystri-Skógum. Hann lést 1950. Ung giftist Magnea sveitunga sínum Stefáni Björnssyni, er ólst upp í Drangshlíð. Varð það að ég hygg, mikið gæfuspor fyrir þaú bæði, og ekki síður hana, því Stef- án er að öllum öðrum ólöstuðum einhver sá elskulegasti og hjálp- samasti maður sem ég hef kynnst. Hann hefur alla tíð verið óþreyt- andi að gera öðrum greiða og lið- sinna á allan hátt, þeim sem þurft hafa á því að halda. Stefán var lengst af sjómaður á togurum bæði sem stýrimaður og skip- stjóri. Þau Magga og Stefán byrjuðu búskap i Reykjavík og bjuggu þar til ársins 1949, er þau fluttu í Kópavoginn í nýtt einbýlishús sem þau byggðu. Voru þau með þeim allra fyrstu sem hófu fasta búsetu þar, en fram að þeim tíma voru þar mestmegnis sumarbústaðir. Magga og Stefán eignuðust tvo syni, Björn og Rafn. Björn er kvæntur Valborgu Kristjánsdótt- ur, og eiga þau fjögur börn. Þau búa á Neskaupstað. Rafn er kvæntur bandarískri konu, Önnu Kennedy. Þau búa í Californíu og eiga tvo syni. Barnabörnin eru níu. . Margs er að minnast frá því ég man fyrst eftir sumarheimsókn- um Möggu og Stefáns, þegar við systkinin voru lítil. Við biðum með tilhlökkun eftir þeim og venjulega urðum við að minnsta kosti einni flíkinni rikari, annað hvort saum- aðri eða prjónaðri eftir Möggu. Þau koma alltaf færandi hendi og alla tíð síðan höfum við svo sann- arlega átt hauk í horni þar sem þau voru. Eins var mjög gott að koma í heimsókn til þeirra. Þar var manni ævinlega tekið opnum örmum og ekki stóð á veitingun- um. Magga var svo ótrúlega fljót að finna til mat eða kaffi, því henni hefur sjálfsagt fundist að við værum þess mjög þurfandi eft- ir að ferðast alla þessa leið. Ævinlega var jafn notalegt að koma á heimili þeirra og enga húsmóður hef ég þekkt sem var fljótari að finna til góðgjörðir. Það kom sér líka vel fyrir fleiri en mig og mína fjölskyldu, því hjá Möggu og Stefáni litu margir inn, gamlir sveitungar, vinir og kunn- ingjar, er vissu að þar voru vinir í varpa, er von var á gesti þar sem Magga og Stefán réðu húsum, og stóð þá ekki heldur á næturskjóli, og var ekki oft gestalaust á Borg- arholtsbrautinni. Það voru ekki eingöngu eldhús- störf er léku í höndum Möggu. Hún var frábær hagleiksmaður á marga hluti, og var sem henni færi jafn vel úr hendi, hvort sem taldist til nytsemdar eða skemmt- unar. Má þar nefna saumaskap, hekl, prjón, smíðar og bólstrun húsgagna eða þá að spila á spil, sem var einhver hennar besta skemmtun mörg síðari ár. Þar var einnig röskleikinn eftir- tektarverður. Það er næstum ekki hægt að minnast Möggu frænku svo í neinu lagi sé, án þess að Stef- án sé þar alltaf samtvinnaður. Því trúað gæti ég að þess væru ekki mörg dæmi, að hjón væru eins samtaka í verkum eins og þau voru fram á efri ár. Eftir að Stefán hætti að stunda vinnu utan heimilis var ótrúlegt að sjá þau verkefni sem þau unnu að í sameiningu, t.d. mála íbúðina, klæða á veggi og vinna í garðinum, alltaf saman við verk þar til heilsa Möggu bilaði og hún þurfti að fara til sjúkrahúsdvalar á síðasta ári, þaðan sem hún átti ekki aftur- kvæmt. Eftir að ég fór að búa komu Magga og Stefán oftast í heimsókn til okkar á hverju sumri, meðan heilsan leyfði. Það var alltaf jafn gaman að fá þau til sín og börnin biðu komu þeirra með eftirvæntingu. Þau hændust að þeim, eins og öll önnur börn, því þau voru bæði mjög barngóð. Magga talaði lítið um trúmál og fór ekki oft í kirkju. Þó er ég næst- um viss um að hún var trúuð kona, það kom fram í hennar daglega fari. Það sem þér viljið að aðrir menn geri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Fannst mér hún fara nærri þessari setningu í sinni breytni. Hún var gestrisin, hjálpsöm og strangheiðarleg, þoldi ekki óheil- indi, og vildi jafnan vera sem lengst frá öllu slíku. Magga var jarðsett 13. janúar sl. Það var kannski tilviljun, en 13. janúar fyrir 18 árum misstum við dóttur er hét í höfuðið á henni. Þessa stúlku tregaði hún mjög sem fleiri er kynntust henni. Fáar óskir get ég sett fram þeim til handa sem mundi ylja meir en endurfundur þeirra. Þá er komið að því að kveðja, kveðja í hinsta sinn og þakka fyrir sig. Magga hefði nú ekki talið að það tæki langan tíma ef hún mætti ráða og best að fara að hennar ráðum. Hún var mér sem móðir hún kæra frænka mín. Það var ómet- anlegt að fá að kynnast henni. Hafi hún hjartans þökk fyrir allt, frá mér, frá Sigþóri og börnunum. Guð veri með henni. Stefán minn. Þú áttir mikið og hefur þess vegna mikið misst. Þetta hefur verið erfiður tími fyrir þig, við vissum öll að hverju dró og það varð ekki umflúið. Én þú hefur verið hetja. Þú getur ver- ið stoltur af að hafa átt þessa góðu konu, sem Magga var. Það hlýtur að vera mikils virði þegar litið er til baka og dýrmæt huggun í sorg- inni. Ég bið almættið að gefa þér styrk á þessum erfiðu tímamótum. Sólveig Guðmundsdóttir SVAR MITT eftir Billy (>raham Endurfæðing Það er mikið talað um endurfæðingu. Hvað merkir það? Þetta er orð, sem er að finna á nokkrum stöðum i Biblíunni. Hér er átt við þá staðreynd, að Guð getur komið inn í líf okkar og skapað okkur á ný á andlegan hátt. Við getum byrjað aftur — við getum endurfæðst. Aðalkaflinn, þar sem um þetta er fjallað, er þriðji kapítulinn í guðspjalli Jóhannesar. Þér ættuð að lesa hann og kynna yður efni hans. Þar greinir frá mjög trúhneigðum manni, sem Nikódemus hét. Hann kom til Jesú til þess að kynnast honum. Jesús sagði honum, að honum bæri að endurfæðast — þrátt fyrir alla trúrækni hans og dyggðir. í fyrstunni skyldi Nikódemus ekki Jesúm. Hann hélt, að Jesús ætti við, að hann yrði að fæðast líkamlega að nýju. — Guð einn getur komið þessu til vegar. Við getum tekið alls konar ákvarðanir um að breyta lífi okkar. Við get- um reynt ýmsar leiðir til þess, að Guði lítist vel á okkur. En allt slíkt er unnið fyrir gýg, af því að við erum syndug að eðli til. En Guð elskar okkur og vill verða veruleiki í lífi okkar. Hann vill snerta okkur og leiða okkur að nýju til hins rétta samfélags við sig. Þess vegna sendi hann son sinn í heiminn — svo að mögulegt væri, að við fædd- umst að nýju á andlegan hátt. Hann kom til þess að við gætum öðlast fyrirgefningu og nýtt líf, eða eins og Biblí- an segir: „Lofaður sé Guð og faðir drottins vors Jesú Krists, sem eftir mikilli miskunn sinni hefur endurfætt oss til lifandi vonar fyrir upprisu Jesú Krists frá dauð- um“ (1. Pét. 1,3). Þér getið líka endurfæðst — með því að trúa Guði á einfaldan hátt og treysta honum. Gefið yður Kristi. Snúið yður til hans í iðrun og bjóðið honum í trú að koma inn í líf yðar. Ef þér gerið það, komist þér að raun um þann sannleika, að Kristur gerir yður að nýjum manni. „Ef einhver er í Kristi, er hann ný skepna. Hið gamla varð að engu. Sjá, það er orðið nýtt“ (2. Kor. 5,17). iwem ár9e s'"“—sSss-' idr»f fr ra spyr°Uir íarÞega sein iðems liðieð3 N 3velt .ynrf-u.ste nnu iKl£ rkt Ia9» 6 ln pan ni9 mut!,^ði 100 a Hlic irsta aU° Aaða io°r Aeins Van'i,aðe‘ upP s3etul° farþeg®y l0 2 seK (2 0 L) . tpC *** ag 6 -a naau Það' ?kao° be ið' iiraða- 4 80 KI° vtraða 67dÞa°r;,m nra Kie9a rY( ðva pögO rnar' áby?t 0eira matgt tiinV- stur 1 10 úr- ■ BÍLABORG HF Smiðshöföa 23 sími 812 99 Gódan daginn!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.