Morgunblaðið - 01.02.1984, Page 28

Morgunblaðið - 01.02.1984, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. PEBRÚAR 1984 + MAGNÚS PÉTURSSON, Hétúni 12, lést 30. janúar. Vilborg Eiríksdóttir, Andrés Magnússon, Björn Magnúaaon, Pétur Magnússon. + Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma, STEINUNN GUÐRÚN GUONAOÓTTIR, Bésanda 7, lést í Borgarspítalanum 30. janúar. Guðmundur Jónaason, Margrét Guömundsdóttir, Guðjón Guómundsson, Karen Christensen, Snorrí Steinn Guðjónsson. Móöir mín, GUÐRÚN LÝDSDÓTTIR fré Skélholtsvík, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 2. febrúar kl. 15.00. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugaröi. Guöný Jónsdóttir og fjölskylda. + Móöir okkar, HALLDÓRA ÞÓRÐARDÓTTIR, Smiöjustlg 11, sem lést þann 25. janúar sl. veröur jarösungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 2. febrúar nk. kl. 13.30. Guörún Gfsladóttir, Guömundur Gíslason. Oddný Sigurrós Siguröardóttir + Elskuleg móöir okkar og tengdamóöir. JÓFRÍÐUR KRISTÍN ÞÓROARDÓTTIR, Njélsgötu 76, er látln. Edda Ólafsdóttir, Ólöf Ólafsdóttir, Kristín Ólafsdóttir, Bjarni Sigurösson. Fædd 30. september 1890 Dáin 15. janúar 1984 Oddný Sigurrós Sigurðardóttir, fyrrum húsmóðir í Bakkakoti í Skagafjarðarsýslu, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri hinn 15. janúar og var kvðdd hinstu kveðju frá Akureyrar- kirkju 21. sama mánaðar. Þann dag var bjart og fagurt veður, sem mjög var í samræmi við lífsvið- horf og andlegt atgervi þessarar látnu merkiskonu. Lífið hafði ekki alltaf farið um hana mjúkum höndum, en þrátt fyrir ýmsan mótgang, áföll og sorgir hafði hún aldrei látið bugast, heldur varð- veitt sálarstyrk sinn og trú á hið góða til síðustu stundar. Henni hafði verið gefið mikið þrek sem entist henni vel og lengi. Vinnu- dagurinn varð líka langur og því var hvíldin orðin kær, er hún féll frá nokkuð á 94. aldursári sínu. Oddný Sigurrós var vestfirsk að ætt og uppruna. Hún fæddist á Sæbóli á Ingjaldssandi 30. sept- ember 1890 og var fyrsta barn for- eldra sinna, sem voru hjónin Dagbjört Helga Jónsdóttir, ættuð úr Dýrafirði, og Sigurður Ólafs- son, ættaður frá Breiðafirði. Yngri börn þeirra hjóna voru Rafn Alex- ander, lengi skipstjóri á Kötlu og fleiri skipum, og ólafía, lengi hús- móðir á Sauðárkróki. Þau Dag- björt Helga og Sigurður voru fremur fátækt fólk, en bráðdugleg og útsjónarsöm við að bjarga sér og sínum. Þau dvöldust í hús- mennsku framan af, en bjuggu síðan búi sínu á Ketilseyri í nokk- ur ár. Sigurður stundaði löngum sjó, svo sem títt var þar vestra, og lá hvergi á liði sínu. Dagbjört var þá heima með börnin, sem snemma reyndust samhent, dug- leg og mannvænleg. En brátt dundi yfir reiðarslag, er heimilis- faðirinn drukknaði af skipi sínu árið 1906. Lauk þá brátt búskap fjölskyldunnar á Ketilseyri og fluttist Dagbjört með börnin til ■%^-Þingeyrar, þar sem auðveldara var um atvinnu. Oddný Sigurrós fór að vinna fyrir sér á barnsaldri og dvaldist á ýmsum stöðum í nágrenni móður sinnar, þar til hún réðst í vist til kaupmannshjóna norður á Sauð- árkróki. Dvaldist hún þar í nokkur ár og undi vel hag sínum. Móðir hennar og systir fylgdu brátt eftir og settust líka að á Sauðárkróki. I Skagafirði kynntist Oddný jafn- aldra sínum, Hjálmari Jónssyni frá Bakkakoti í Vesturdal, hinum ágætasta manni. Þau felldu hugi saman og gengu í hjónaband árið 1917. Hófu þau síðan búskap í Bakkakoti, þar sem foreldrar Hjálmars höfðu áður búið, þau Helga Hjálmarsdóttir frá Bakka- koti og Jón Jónasson frá Tungu- hálsi. Vegnaði þeim Oddnýju og Hjálmari vel um skeið, enda sam- hent og dugleg í besta lagi. Þau eignuðust fjögur börn. Einn son misstu þau ungan, en upp komust Sigurður Helgi, húsasmiður á Ak- ureyri, Helga, húsmóðir á Akur- eyri, og Jón Rafnar, sem var skólastjóri í Skógum og er nú fræðslustjóri á Suðurlandi. En eftir góðan búskap í Bakkakoti í nokkur ár sóttu veikindi og aðrir erfiðleikar að þessum ungu hjón- um. Loks veiktist Hjálmar hast- arlega af lungnabólgu, sem í þá daga var oft banvæn, og andaðist hann eftir skamma legu vorið 1922. Oddný stóð þá ein uppi með þrjú ung börn og átti úr vöndu að ráða. Hún ákvað að freista þess að halda búskapnum áfram og hafa börnin hjá sér. Til hennar réðst þá Stefán Jóhannesson, mikill öðl- ingsmaður, sem reyndist henni vel í hvívetna. Þau gengu í hjónaband sumarið 1923. Börn eignuðust þau fimm. Tvö dóu ung, en upp komust Hjálmar Alexander, húsasmiður í Kópavogi, Aðalbjörg Sigrún og Dagbjört Hrefna, sem báðar eru húsmæður í Reykjavík. Með Stef- áni kom og í heimilið móðir hans, Guðrún Björg Guðmundsdóttir frá Geirmundarhóli. Þau Oddný og Stefán bjuggu síðan í Bakkakoti samfleytt til 1938, en dvöldust við vinnu á ýms- um stöðum í Skagafirði næstu ár. Lengst af áttu þau þá heima á Hofi, sem var smábýli skammt frá Varmahlíð. Loks fluttust þau svo til Akureyrar árið 1949 og eignuð- ust þar eigið húsnæði bráðlega. Einnig þar var haldið áfram við margvísleg störf, meðan þrek framast leyfði. Til Akureyrar sóttu þau gjarna heim börn og barnabörn sem og aðrir ættingjar og vinir af fjarlægari slóðum. Þá nutu þau hin síðari ár sérstakrar umhyggju og umönnunar þeirra barna sinna, sem á Akureyri dveljast, og venslafólks þeirra. Verður sú aðstoð seint metin að verðleikum. Þegar Oddný Sigurrós var kom- in yfir nírætt, fór þrek hennar að dvína og heilsu að hraka, svo að hún gat ekki lengur haldið eigið + Faöir okkar, tengdafaöir og afi, ÞORFINNUR GUNNAR GUOMUNDSSON, Langholtsvegi 105, sem andaöist 26. janúar veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 3. febrúar kl. 10.30. Kristjana Þorfinnsdóttir, Péll Þorfinnsson, Kolbrún Þorfinnsdóttir, Garóar Þorfinnsson, tengdabörn og barnabörn. + Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi, GUDMUNDUR RÓSMUNDSSON, Kleppsvegi 8, sem andaöist 25. janúar veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 2. febrúar kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afbeönir, en þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir. Sigríöur Guöjónsdóttir, Karólína Guömundsdóttir, Frímann Gunnlaugsson, Guömundur H. Frímannsson, Elísabet Hjörleifsdóttir, Gunnlaugur Frímannsson, Guölaug Halla fsaksdóttír, Sigríöur Frímannsdóttir, Katrín Regína Frímannsdóttir, Haraldur Bjarnason, Karl Frímannsson og barnabörn. Kjartan Júlíus- son - Isafirði Fæddur 6. júlí 1950 Dáinn 12. janúar 1984 „Ef við lítum yfir farinn veg og finnum »gamla slóð, færast löngu liðnar stundir okkur nær. Því að margar standa vörður þær, sem »einhver okkar hlóð, uppi um fjöll, þar sem vorvindurinn »hlær. Öll þau yndisfögru kvöld, okkar litlu skátatjöld, eru gömlum skátum endurminning kær. Þegar varðeldarnir seiða og við syngj- »um okkar ljóð, suðar fossinn og töfrahörpu slær. (Har. Ól.) Mig setti hljóða, þegar mér barst fregnin um að Kjartan væri látinn. Reyndar vissi ég, að hann gekk ekki heill til skógar, en hugs- uninni um að dauðinn biði við næsta leiti gaf ég ekki rúm í hugskoti mínu. Raunveruleg kynni okkar Kjart- ans hófust ekki fyrr en ég byrjaði að starfa í skátahreyfingunni á ísafirði, enda þótt við værum bæði bornir og barnfæddir ísfirðingar. Þegar ég lít yfir farinn veg og minnist hinna fjölmörgu samverustunda okkar í Skáta- heimilinu, hvort sem um var að ræða námskeið, varðelda, undir- búning skátamóta eða bara rabb um daginn og veginn, kom það greinilega í ljós, hversu stóran sess skátastarfið átti í huga Kjartans. Foringjanámskeið og varðeldar stóðu og féllu með hon- um. Hann var óþreytandi þegar skátastarfið annars vegar. Sumarið 1978 stóðu ísfirsku skátafélögin, Valkyrjan og Ein- herjar, fyrir Skátamóti Vestfjarða í Álftafirði. Það var síðasta stóra verkefnið sem við unnum saman að, áður en ég fluttist búferlum til Danmerkur. Kjartan, sem sömuleiðis var fé- lagsforingi Einherjanna, tók að sér að vera mótsstjóri og sinnti því erilsama starfi af mikilli fórn- fýsi eins og hans var von og vísa. Á þeim fjölmörgu mótsnefndar- fundum, sem við héldum í sam- bandi við undirbúning mótsins, man ég, að mér hætti oft til að dvelja of lengi við smáatriðin. Og jafnoft dáðist ég að þeirri yfirsýn og þekkingu, sem Kjartan hafði á öllu sem að skátastarfi laut, svo og hæfileikum hans til að greina að- alatriðin frá aukaatriðunum. heimili. Fór hún þá á Elliheimilið í Skjaldarvík ásamt Stefáni vorið 1982. Þar leið henni eftir atvikum vel, þótt ekki festi hún verulegt yndi á þeim stað. Skömmu eftir síðustu áramót fór hún á Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri og þar andaðist hún eftir skamma dvöl. Nú þegar Oddný Sigurðardóttir er horfin okkur sjónum yfir móð- una miklu stendur eftir minningin um hana sem einstaklega glæsi- lega og heilsteypta konu. Hún var alla tíð dugleg, glaðvær, bjartsýn og vel af guði gerð í alla staði. Akdrei lét hún bugast, þótt á móti blési, heldur varðveitti heiðríkju hugans og óbilandi sálarstyrk til hinstu stundar. Hún var alla tíð áhugasöm við vinnu og verklagin með afbrigðum. Þá var hún orð- hög vel, kunni mikið af ljóðum og las góðar bækur, þegar næðis- stundir gáfust. Létt var henni og um að skrifa og ritaði til dæmis fyrir nokkrum árum ágætar endurminningar frá æskuárum sínum í tímaritið Heima er best. Þannig lagði hún gjörva hönd á margt og reyndist í hvívetna traustur fulltrúi þeirrar alda- mótakynslóðar, sem með elju og atorku lyfti þjóðinni og færði flest til betri vegar í landi okkar. Við sem þekktum þessa merku konu minnumst hennar með sér- stakri virðingu og þakklæti. Eink- um minnumst við systkinin margra ánægjulegra samfunda við hana, er hún heimsótti okkur í Skógum við fermingar og önnur tækifæri. Slíkar stundir voru dýrmætar og munu jafnan í endurminningu sveipaðar mikilli fegurð og birtu, sem lýsir leiðir um ókomin ár. Við sendum Stefáni afa innileg- ar samúðarkveðjur um leið og við þökkum ógleymanleg kynni við ömmu á Akureyri og biðjum góð- an guð að blessa minningu henn- ar. Systkinin frá Skógum Kjartan átti það til að vera hinn mesti grallari, en undir gáskafullu yfirbragðinu bjó alvaran og ábyrgðartilfinningin. Hann var vanur að heilsa mér glettnislega með því að segja: „Jæja, Stína ... æ, fyrirgefðu; Kristín! Hvað segirðu þá?“ Nú er sú rödd hljóðnuð. En eftir lifir minningin. Minningin um góðan dreng, sannan skáta. Því allar þær „vörður", sem Kjartan hlóð á sinni lífsleið, munu standa um ókominn tíma, okkur hinum sem leiðarljós í óvissri framtíð. Guð blessi minningu Kjartans. Ástvinum hans sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Kristín Oddsdóttir Bonde, Kaupmannahöfn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.