Morgunblaðið - 01.02.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.02.1984, Blaðsíða 32
EITT KORT AllS SIAÐAR MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. 39 ÁRA GÖMUL kona fannst látin í íbúð í húsinu Njálsgötu 48a í Reykjavík í gærkvöldi. Laust fyrir klukkan 19 hringdi maöur til lögreglunnar í Reykjavík og tilkynnti aö hann hefdi orðið konu að bana. Lögreglan fór þegar á vettvang og var konan látin í íbúðinni. Tveir menn voru í íbúðinni þegar lögregluna bar að garði og voru þeir handteknir. Þeir voru báðir ölvaðir, en samkvæmt heimiidum Mbl. mun annar þeirra hafa komið í íbúðina eftir Reykjavík: Kosið um hundahald árið 1986? „ÞAÐ kemur til greina að heimila hundahald í Reykjavík með ákveðn- um ströngum skilyrðum fljótlega og bera reynsluna af því fyrirkomulagi undir kjósendur í næstu borgar- stjórnarkosningum,“ sagði Davíð Oddsson, borgarstjóri, á fundi um borgarmálin sem Hvöt, félag sjálf- stæðiskvenna í Reykjavík, gekkst fyrir á mánudagskvöldið. að voðaatburðurinn átti sér stað. Sá er hringdi til lögregl- unnar er 36 ára gamall en hinn er 39 ára gamall. „Óljóst er með hvaða hætti lát konunnar bar að. En ég get sagt, að aðstæður eru mjög krítískar," sagði Þórir Oddsson, vararannsóknarlög- reglustjóri ríkisins, í samtali við blm. Mbl. í gærkvöldi. Lítið var hægt að yfirheyra mennina í gærkvöldi, þar sem þeir voru báðir ofurölvi. Sam- kvæmt heimildum Mbl. var fólk- inu vísað úr biðstöð Strætis- vagna Reykjavíkur við Hlemm í gærdag vegna ölvunar. Rann- sókn RLR var á frumstigi í gærkvöldi og gæsluvarðhalds- krafa hafði ekki verið sett fram, en búast má við að svo verði gert í dag. Kjaradeila BSRB og ríkisvaldsins: Lögreglumenn koma út úr hús- inu Njálsgötu 48a í Reykjavík í gærkvöldi. Voðaatburðurinn átti sér stað í stofu íbúöarinnar. Lögreglunni barst tilkynning um atburðinn laust fyrir klukkan 19 í gærkvöldi. Morgunblaftift/Júlíus. 39 ára kona fannst lát- in í íbúð við Njálsgötu Maður hringdi til lögreglu og tilkynnti að hann hefði orðið konunni að bana „Hundahald hefur verið bannað í Reykjavík í 60 ár, en mönnum hefur haldist uppi að brjóta þær reglur í miklum mæli. Eðlilegra er að setja ákveðnar reglur sem fælu í sér ákveðið eftirlit með hundum í höfuðborginni, sem hingað til hef- ur ekkert verið, og gefa borgar- búum kost á að meta hvort sú leið sé til bóta eða ekki.“ Spurt og svarað um skattamál Fyrstu svörin birtast í Mbl. í dag í Morgunblaöinu í dag birtast svör ríkisskattstjóra við fyrstu spurningum lesenda Morgun- blaðsins um skattamál, en blaðið aðstoðar að venju lesendur sína við að leita upplýsinga hjá yfir- völdum um skattamál. Til að koma spurningum sín- um á framfæri geta lesendur hringt í síma Morgunblaðsins, 10100, milli klukkan tvö og þrjú á daginn og beðið um um- sjónarmann þáttarins „Spurt og svarað um skattamál". Hann tekur niður spurn- ingarnar og kemur þeim til ríkisskattstjóra, Sigurbjarnar Þorbjörnssonar, sem hefur fallizt á að svara þeim. Svör ríkisskattstjóra munu síðan birtast í blaðinu. Sjá svör ríkisskattstjóra í miðopnu. Ríkisvaldið býður 12 þús- und króna lágmarkslaun NÝTT tilboð kom fram hjá ríkisvald- inu í kjaradeilu þess við Bandalag starfsmanna ríkis og bæja á fundi hjá ríkissáttasemjara í gær. BSRB svaraði tilboðinu með því að ítreka fyrri kröfur sínar og hittast deiluað- ilar að nýju í dag klukkan 13.30. Tilboð ríkisins felur í sér að lág- markstekjur fyrir fulla dagvinnu verði 12 þúsund krónur á mánuði. Laun hækki almennt um 3,5% og sérkjarasamningar verði fram- lengdir óbreyttir hvað útgjalda- hlið þeirra varðar. Samið verði um sérstakar reglur um færslu milli launaflokka þeirra sem grunnrað- að er í 6. launaflokk og neðar. Gildistími samningsins verði eitt ár og verði á þeim tíma verulegar breytingar á þeim forsendum varðandi þróun efnahags- og verð- lagsmála, sem fjárlögin byggjast á, geti hvor aðili um sig á síðari hluta samningstímans óskað við- ræðna um áhrif þeirra á samning- inn. Náist ekki samkomulag innan mánaðar skal launaliður samn- ingsins vera uppsegjanlegur. BSRB ítrekar í svari sínu kröf- una um 15 þúsund króna lág- markslaun og að tryggður verði sá kaupmáttur út samningstímabilið sem samið verður um í upphafi, en engin slík trygging felist í tilboði ríkisvaldsins. Samkvæmt því sem Albert Guð- mundsson, fjármálaráðherra, sagði í gær, þýðir þetta tilboð 13,3% hækkun lægstu launa sem merkir að lágmarkslaun verði 12.420 krónur á mánuði. Albert sagði, er hann var spurður hvert framhaldið yrði ef ekki yrði samið á þessum grundvelli: „Ég álít að þá eigi að kjósa upp á nýtt og að stjórnin eigi ekki að sitja eftir að stefna hennar springur. Það má enginn láta sér þykja það vænt um ráðherrastóla að þeir gangi fyrir þjóðarhag." Kristján Thorlacius, formaður BSRB, sagði: „Okkar kröfugerð er í slíku iágmarki að við höfum svo til ekkert svigrúm til þess að slaka til, enda höfum við miðað þessa kröfugerð við það ástand sem við viðurkennum að sé í þjóðfélaginu." Sji samtöl við Albert Guðmunds- son, fjármálaráðherra, og Kristján Thorlacius, formann BSRB, á blaðsíðu 2 í blaðinu í dag. Menntamálaráðuneytið í Víðishúsið á þessu ári? Umfangsmiklar skipulags breytingar á ráðuneytinu VERULEGAR breytingar eru fyrirhugaðar á skipulagi menntamálaráðuneyt- isins og voru tillögur Ragnhildar Helgadóttur menntamálaráðherra þar að lútandi staöfestar af ríkisstjórninni í gærmorgun. Hinu nýja skipulagi er ætlað að afnema margþætta skipulagslega vankanta á starfsemi ráðuneytis- ins. í því skyni verða settar á stofn þrjár skrifstofur í ráðuneytinu og munu núverandi tíu deildir þess verða settar undir skrifstofurnar, þ.e. fjármálaskrifstofu, skóla- málaskrifstofu og háskóla- og mer.ningarmálaskrifstofu. í forsendum tillagnanna segir m.a. að deildir ráðuneytisins séu of margar og smáar. Stjórnunar- verkefni ráðuneytisstjóra verði af þeim sökum illviðráðanlegt, óhjákvæmilegt sé að koma á meiri verkaskiptingu í yfirstjórn, skipt- ing verkefna í ráðuneytinu sé óregluleg og þótt samskonar mál eigi stundum erindi til mismun- andi deilda séu skörp skil á milli þeirra. Einnig segir að skortur sé á samnýtingu þekkingar, reynslu og tækjabúnaðar. Skipulagsbreytingarnar munu m.a. hafa það í för með sér, að skólarannsóknadeild verður íögð niður í núverandi mynd, verkefni hennar verða flutt til Námsgagna- stofnunar, fjármálaskrifstofu, Rannsóknarstofnunar uppeldis- mála og aðila utan ráðuneytisins. í skipulagstillögunum, sem unn- ar voru af Rekstrarstofunni, kem- ur fram að húsnæði ráðuneytisins sé mjög óhentugt. Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra sagði í samtali við blaðamann Mbl., að kraftur yrði nú settur i endurbætur á Víðishúsinu, m.a. með því að selja húsnæði Náms- gagnastofnunar í Tjarnargötu. Ekki væri útilokað að síðar á ár- , inu verði hægt að taka í notkun tvær hæðir í Víðishúsinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.