Morgunblaðið - 05.02.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.02.1984, Blaðsíða 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1984 m 'l Músarrindillinn, sagður minnsti fugl landsins. Fuglabók AB segir hann 12 sentimetra langan. Þar með á hann vinninginn gegn auðnutittlingnum, en naumlega þó, því hann er sagður í sömu góðu bók 13 sentimetrar. Munar litlu og sannast sagna, er munurinn vart sjáanlegur, nema vegna þess siðs músarrindilsins að trítla um með stélið sperrt upp í loftið. Margt var og er sagt um músarindilinn, nær allt gott, en þó ekki alveg. Er hér um margslunginn fugl og laumu- legan í atferli að ræða. Margt við músarrindilinn heillaði fólk fyrr á tímum og það las ýmislegt úr hátt- um hans og reyndi einnig að nýta Margir töldu að rindillinn vildi ekki óvirða krossinn með fótasparki. sér það. Fyrst skulum við drepa á ýmsum almennum upplýsingum, staðreyndum. Músarrindillinn er staðfugl, þó ekki hafi fólk fyrr á tímum gert sér ljósa grein fyrir því. Hann er auðþekkjanlegur í raun og lýsing hans í fuglabókinni ofannefndu stutt og laggóð á bls. 265: — 12 sentimetrar. Lítill og þybbinn, þéttþverrákóttur, brúnn fugl með stutt, uppsperrt stél. Ákaflega kvikur í hreyfingum. Leitar sér ætis í rotnandi laufi og moði á jörðu niðri líkt og mús, eða tínir skordýr í gróðri líkt og söngvari. Flýgur beint og með mjög tíðum vængjaburði." Músar- og uglubróðir, frændi arnarins og skammdegissöngvari með meiru Svo mörg voru þau orð. Nafn fuglsins gæti stafað af fyrrgreind- um háttum við fæðuöflun, „eins og mús.“ Nafnið gæti einnig hrein- lega stafað af smæð fuglsins og lit. í bók sinni „Vinafundir" greinir Björn J. Blöndal frá því að fuglinn hafi hann heyrt kallaðan ýmsum nöfnum öðrum. Eitt þeirra er þekktast, músarbróðir, og stafar það af þeirri fornu þjóðsögu, að músin og músarrindillinn hafi í árdaga verið systkin. Þá nefnir Björn nafnið „rindill" sem vart mun annað vera en stytting á nafninu músarrindill. Þá getur Björn nafnsins „döggvarbróðir" og segir það sjaldgæft nafn og stafi líklegast af því að talið var að fuglinn drykki dögg af blöðum blóma. Utbreiðsla músarrindla er mjög víð. Hann er eina tegundin af svokallaðri „rindlaætt", sem verp- ir utan Ameríku. Er músarrindill- inn útbreiddur um alla norðan- verða Norður-Ameríku, mest alla Evrópu, Norður-Afríku og sunn- anverða Asíu að Kyrrahafi. Þar sem þeir eru staðfuglar í heim- kynnum sínum, hafa þeir myndað að því að talið er, fjóra tugi deili- tegunda, þar af 27 í Evrópu og Asíu. íslenski músarrindillinn myndar sérstaka deilitegund, þar sem einstaklingarnir eru stærri, dekkri og rákóttari en músar- rindlar í nágrannalöndunum. Það er ekkert afbrigðilegt við varphætti tegundarinnar, þeir verpa á vorin og snemma á sumrin eins og aðrir fuglar hérlendis og hjálpast hjónin að við allt saman eins og á góðu heimili. En hreiður- gerð fuglsins útheimtir sérstaka athygli. Segja má, að þó „kúluhús" séu mjög nýlega farin að höfða til mannfólksins, hafi músarrindlar frá fornu fari búið sér slík hús. Hreiður músarrindilsins er sann- kallað kúluhús, fagurlega ofin kúla úr ýmsum stráum og öðrum heppilegum gróðri. Er kúlan meistaralega vel gerð eins og hreiður annarra spörfugla hér á landi. Músarrindillinn er staðfugl hér á landi og algengast mun að sjá hann í grýttum fjörum á vet- urna. Á sumrin er hann hins vegar barn birkiskóganna og hraun- anna, sérstaklega þó ef þau eru vaxin birki. Má þar nefna Grá- brókarhraun í Borgarfirði, en þar hefur grh., heyrt að mikið sé oft um músarrindla. Þeir eru nefni- lega ekki beinlínis algengir fuglar. A.m.k. fer heldur lítið fyrir þeim. Þó munu þeir einnig vera eftir at- vikum algengir í Skaftafelli og í Jökulsárgljúfrum fyrir norðan. Líklega víðar, þó þessir staðir skjóti fyrst upp í kollinn. Og helst virðast þeir verpa í nánd við renn- andi vatn, gjarnan litlar lækj- arsprænur, og eru hreiðrin oftast nær afar vel falin. Konungur fuglanna? Margt hefur verið sagt um mús- arrindla eins og að framan er get- ið, í gamla daga spunnust margar sögur sem smáfuglar þessir léku aðalhlutverkið í. Er það ekki ný „En svo sá ég lítið brúnt höfuð gægjast út úr klettasprungu ... saga um fugla sem þóttu felu- gjarnir eða leynilegir í háttum. Gömul saga er til um, að eitt sinn þótti öllum fuglum heimsins tími til kominn að kjósa sér konung. Voru margir kallaðir í það emb- ætti, en aðeins einn hlaut að vera útvalinn. Erninum þótti tilhlýði- legt að hann yrði fyrir valinu, en ekki voru allir fuglarnir honum sammála. Loks var á það fallist, að sá fugl sem hæst gæti flogið væri verðugur konungur. Ýmsar fuglategundir töldu sig geta skák- að erninum. Aðrar fældust frá er þrautin óx í augum. Síðan reyndi hver fyrir sig og margir fuglar komust afar hátt. Hæst komst þó örninn og beið hann þar til síðast, að hann taldi, til að yfirburðir sín- ir væru þeim mun ljósari. örninn hamaðist og hamaðist, flaug æ hærra, en er hann komst ekki lengra og hugði að nóg væri kom- ið, sá hann skyndilega músarrind- ilinn fyrir ofan sig. Öminn hafði misst niður ferðina og náði sér ekki upp aftur og er niður kom, gerði músarrindillinn tilkall til tignarinnar. Urðu deilur miklar, því erninum þótti sýnt að sá litli hefði falið sig í fiðri sínu og skot- ist úr leynum er stundin var rétt. Músarrindillinn hefði svindlað og væri því úr leik, enda vissi það hver fugl að rindillinn flygi sjald- an í meir en meters hæð. Flestir fuglarnir eða allir þóttust þess vissir að rindillinn litli myndi hafa svindlað og því var að því hallast að örninn yrði konungur. En illa gekk erninum að sanna að sá litli hefði haft í frammi brögð. Vegna þessa máls er það gömul sögn hér á landi, að haförninn hræðist engan fugl hér á landi nema músarrindilinn einan. Sá litli hefur sýnt sig búa yfir kænsku og klækjum, auk þess sem örninn telur hann vilja hefna sín vegna ófaranna í flugkeppninni. Sagan segir, að örninn megi sann- arlega vara sig þegar hann hefur setið við bráð sína og étið nægju sína og oft rúmlega það. Hann reynir þá að hefja sig til flugs, en gengur erfiðlega vegna ofáts. En er hann rembist sem mest, opnast þarfagangur hans og það er tæki- færið sem rindillinn býður eftir. Hann skýst þá að erninum og reynir að smjúga inn í opið. Þar ætlar hann sér að rekja garnirnar úr erninum og launa honum lamb- ið gráa. Onnur saga er til um að rindill- inn stytti sér leið með sér stærri fuglum, í bók títtnefnds Björns J. Blöndal, „Hamingjudagar", segir hann að það sé ævagömul norræn sögn, að veiðimenn á norðaust- urströnd Englands trúi því margir enn í dag, að þegar stóra skógar- uglan flýgur yfir Norðursjó frá Svíþjóð og Noregi, fleiri hundruð kílómetra leið, þá beri hún oft bróður sinn á baki sínu. Sá bróðir er músarrindillinn. Galdrar og illir andar Þótt ótrúlegt kunni að virðast nú, þá töldu ýmsir í gamla daga að rindillinn litli væri illur andi. Sagt var að hann væri sólginn í hangi- kjötið sem hékk til reykingar nærri strompum bæjanna. Var hann sagður smjúga niður strompana og narta í kjötið, sumir sögðu að hann æti sig inn í hangi- lærin og ynni spjöll. Sem illur andi, þá var viðbúið að rindlinum myndi mislíka ef krossmark var smíðað yfir strompinn. Þóttust menn þannig koma í veg fyrir áleitni rindilsins. Vegna kjöt- áhuga fuglsins, telur Arni óla í bók sinni „Grúsk V“ að nafnið músarrindill sé komið, en mýs hafa frægan áhuga á því að bragða á kjöti. Árni óla greinir frá því í sömu bók, að ýmsis töfrabrögð hafi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.