Morgunblaðið - 05.02.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.02.1984, Blaðsíða 23
„Vonandi gefst tími til að fara á skíði“ Rætt við Kristínu Ingvadóttur, full- trúa íslands í Miss Europe- keppninni í Austurríki Kristín Ingvadóttir, fulltrúi fs- lands í Miss Europe-keppninni held- ur utan til Vínar tíunda febrúar. Þátttakendur frá öllum Evrópulönd- um koma þar saman, en keppnin sjálf mun verða haldin í skídabæn- um Badgastein 17. febrúar. „Ég hlakka mikið til ferðarinn- ar,“ sagði Kristín í samtali við Mbl. „Austurríki hefur lengi verið eitt af draumalöndunum, en ekki grunaði mig að fyrsta ferð mín þangað yrði með þessum hætti. Það er samt ekkert verra. Ég vona bara að dagskráin verði ekki svo stíf að mér gefist ekki tími til að fara á skíði. Kristín er 22 ára gömul. Hún var lengi ritari en vinnur nú í tískuvöruversluninni Basar. í frí- tíma sínum hefur hún starfað með Módel ’79 og í fyrra tók hún þátt í keppninni um titilinn Ungfrú ís- land þar sem hún hafnaði í öðru sæti. „Ég stefni að því seinna meir að læra fatahönnun," segir Kristín þegar minnst er á framtíðina. „Áhugi minn liggur mikið á þessu sviði en ég hef hingað til aðallega saumað á sjálfa mig. í keppninni komum við fram á kvöldkjól, sundbol og í þjóðbún- ingi eða einhverju táknrænu fyrir land okkar. Mig langar til að prófa eitthvað nýtt og útbúa föt úr gær- um en ef það tekst ekki kem ég fram í skautbúningi. Það er heilmikið fyrirtæki og kostnaðarsamt að fara í svona keppni. Þátttakendur eru yfirleitt veí útbúnir og vil ég ekki vera síðri. Ég hef fengið lánuð föt út um allt og hafa vinir og kunningj- ar verið mér mjög hjálplegir. Það verður gaman að taka þátt í þessu. Maður fer fyrst og fremst út með jákvæðu hugarfari og reynir að gera sitt besta, betur getur maður ekki gert.“ Og hoppa ... Ljósmynd Gunnlaugur Rögnvaldsson. Þessi mynd náöist af Superman yngri er hann lenti sem snöggvast á járnbrautarstöð í Bretlandi fyrir skömmu. Ljósmynd Gunnlaugur Rógnvaldsson. Öndin: Hvaö er hann að gera þessi lögregluþjónn? Ætli ég sé búin að standa hérna of lengi? Magnús „Fólkið sat grafalvar- legt undir misheppn- uðum bröndurum“ Stutt spjall við Magnús Ólafsson „íslendingar hlæja mest aö tví- ræöum bröndurum, þar sem ýmis- legt er gefið í skyn. Ég læt fólk draga eigin ályktanir af sögum. Sumir segja aö þetta sé klám, en þaö er alrangt. Þaö er ekkert klám þegar menn ekki klæmast." ÞaÖ er hinn landskunni skemmtikraft- ur Magnús Ólafsson, sem hefur oröiö. Hann hefur skemmt lands- mönnum viö góöar undirtektir. En gefum Magnúsi aftur orð- ið. „Fyrir utan að hlæja að tví- ræðum bröndurum hafa íslend- ingar gaman af óförum annarra. Þeir hafa gaman af því þegar grín er gert að náunganum. Ljómandi vel hefur gengið í „bransanum" í vetur. En auðvit- að er aldrei hægt að gera öllum til hæfis. Ég minnist skelfilegs laugar- dagskvölds í marz. Við Þorgeir Ástvaldsson vorum búnir að vera á þremur stöðum sama kvöldið og enduðum í Domus Medica á hátíð hjá Átthagafé- lagi Bolvíkinga. Við vorum í miklu stuði þegar í Domus kom, enda fengið góðar undirtektir fyrr um kvöldið — raunar verið æðisgengin stemmning. Við komum í Domus undir miðnætti og byrjuðum prógrammið, sem var rabb okkar í milli og brand- arar. En það hló alls enginn. Fyrr um kvöldið hafði þetta vak- ið mikla lukku en heppnaðist bara alls ekki hjá Bolvíkingum. Mér fannst þetta dulítið fyndið og var skapi næst að hlæja að þessu öllu saman, en stillti mig þó. En ég sá að Þorgeir var alls ekki jafn hrifinn. Hann svitnaði reiðinnar ósköp og leið ákaflega illa undir þessu. Enginn hló og Þorgeir svitn- aði. Við reyndum að ná upp stemmningu með fjöldasöng, en enginn söng, alls enginn. Þetta var skelfilegt — um leið og við höfðum lokið þessu sá ég í hæl- ana á Þorgeiri. Hann hljóp út án þess að tala við kóng eða prest. Ég hef enga skýringu af hverju móttökurnar voru eins og þær voru. Ef til vill höfum við komið of seint og fólkið verið orðið leitt á að bíða. í öllu falli var and- rúmsloftið slíkt, að fólki var ekki hlátur í huga. Það sat grafal- ... og Magnús varlegt undir misheppnuðum bröndurum okkar og því varð ekki haggað." — Þú hefur sótt um aðild að félagi islenzkra leikara, hvernig stenduf það mál, Magnús? „Ég sótti um aðiid að félaginu í annað sinn í fyrra ásamt Ladda, Þórhalli Sigurðssyni. Bón minni var hafnað og þær skýr- ingar gefnar að ég hefði ekki nógu mörg hlutverk að baki, en ég fengi aðild að ári. Nú er árið liðið og þessa dagana er ég að ganga frá umsókn. Vonandi finn ég náð fyrir augum hinna háu herra og þyki gjaldgengur í fé- lagið."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.