Morgunblaðið - 05.02.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.02.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1984 69 A DROTTINSWGI UMSJÓN: Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir Félag guðfræðinema EIGUM VONINA SAMAN \ él M ö G O Alþjóðlegt þing lútherskra kvenna Svo sem við höfum áður nefnt hér var alþjóðlegt kvennaþing haldið nú í ársbyrjun í Genf á veg- um Kvennavettvangs Lútherska heimssambandsins. Nú ætlum við að flytja ykkur nánari fregnir það- an, en ofanrituð átti þvi láni að fagna að vera þátttakandi. Formið ... Þetta var langt þing, stóð frá 2.—10. janúar. Það var haldið í John Knox International Re- formed Center, vistarverum ungs námsfólks, sem enn var í jólafríi. Þátttakendur og gestir voru 81 frá 37 löndum. Forysta var í höndum forráðakvenna Kvennavettvangsins, Evu von Herzberg og séra Christinu Lövestam og dr. Lois Leffler frá Bandaríkjunum, sem stjórnar ráðgjafarnefnd Kvennavett- vangsins. Nýjar leiðir — um að standa jafnfætis og hlusta nvit hver á aðra, láta hugmyndir nyil samieiag hinna efla okkur og gera hlutina Konur eru sífellt að reyna að saman. Og við eigum að láta Fjársjóður himnaríkis 5. sunnudagur eftir þrettánda Matt. 13. 44—52 Líkt er himnaríki fjársióði, sem fólginn var í jörðu og maður fann og leyndi. I fögnuði sínum fór hann, seldi allar eigur sínar og keypti akur þann. Þannig byrjar guðspjall dagsins. Þá kemur mér það í huga að ég heyrði nú rétt nýlega um konu, sem varð svo hug- fangin af höggmyndalist að hún seldi íbúðina sína, sagði upp starfi sínu og setti á stofn listaverkasölu. Þetta var í útlöndunum. En eitthvað álíka held ég að gæti gerzt hér. Fólk er farið að hugsa á nýjan máta, gefa gaum að gildi listarinnar, mannræktarinnar og ýmsu þvílíku í meira mæli. Raunar höfum við mörg þekkt fólk á undanförnum áratugum hins víðfræga lífsgæðakapphlaups, sem mat það minnst af öllu að tryggja hag sinn í steinsteypu eða stórum bílum. Það, sem ég er að velta fyrir mér með þessu spjalli mínu um guðspjallstextann, er það, hvort „fjársjóður himnaríkis" geti hugsanlega verið hin djúpa lífsgleði, óháð því hvort hún sé tengd kristinni trú eða ekki. Himnaríki er friður hjarta þíns, sáttin við sjálf okkur, vissan um að líf okkar sé innihaldsríict, sagði maður við mig um daginn. En ég held ekki. Ég held að fjársjóður himnaríkis sé Kristur og við finnum þennan fjársjóð þá fyrst þegar við finnum trúna á hann. Ég held að allt hitt eigi að gefast okkur fyrir trúna á hann. Ég segi: Eigi að gefast — vegna þess að ég held að stundum höfum við ekki vit á að taka á móti því. Ég held að við eigum að æfa okkur í að lifa í lífshamingju trúarinnar. Þetta held ég. Vilt þú, kæri lesandi, fletta upp guðspjallatextanum og hugleiða hvað þér finnst. Þessi texti er eitt af gullkornum heimsbókmenntanna, eitt af fjölmörgum undursam- legum skilaboðum Guðs til okkar. og andinn Á svona ráðstefnum, ekki sízt svona löngum og margmennum, verður spjall og persónuleg kynni utan funda þýðingarmikill þáttur. Það er líka mikilvægt sem ævinlega hvernig fundum og hópum er stjórnað. Þessari ráðstefnu var svo stjórnað að forystukonurnar þrjár létu ekki bera á stjórn sinni en stjórnuðu samt. Þær fengu margar konur til fyrirlestra, biblíulestra, söng- stjórnar og hópstjórnar og ég hygg að okkur hinum hafi öllum fundizt við hafa eitthvað fram að færa. Það er líklega listin á fundum og ráðstefnum. Söngurinn skipaði háan sess á þinginu. Inge Becker sést hér með flautuna sína. annars hvatning til Lútherska heimssambandsins um að auka þátt kvenna í starfinu í aðal- stöðvunum sem og í nefndum, sem móta starfið. Óskað var eft- ir því að a.m.k. ‘A hluti þessa starfa yrði falinn konum. Þá voru þær kirkjur, sem enn ekki vígja konur, hvattar til að gera það tafarlaust. Ályktanir voru samdar um frið og réttlæti og um ofbeldi gegn konum. Þá var hvatt til að berjast gegn kyn- þáttakúguninni í Suður-Afríku með því m.a. að kaupa ekki vörur þaðan og til að taka þátt í bar- áttu gegn sölu á lyfjum, sem seld eru í þróunarlöndum en bönnuð í þróuðum löndum. Hvatt var mjög til að leita nýrra leiða í kirkjustarfi, kvenprestar voru hvattir til að fyljga eftir hug- myndum sínum um nýjar leiðir í guðsþjónustu og safnaðarlífi og hvatt var til aukinnar þátttöku óvígðra kvenna í störfum kirkj- unnar og meiri viðurkenningar á störfum þeirra. Skilaboð til finna ný form, nýjar leiðir. Þetta kom vel í ljós á þessu þingi, bæði í samveru daganna og umræðum í biblíulestrum, fyrirlestrum og hópum. — Við eigum ekki að taka upp „pýramídafyrirkomu- lagið", þar sem ein situr á toppn- um og gefur fyrirskipanir niður eftir þunglamalegu, ópersónu- legu og dramblátu kerfi. Við eig- Biblíulestur vikuna 5.—11. febrúar: Himnaríki Sunnudagur 5. febrúar: Matt. 13.44—52 — Fjársjóður himnaríkis. Mánudagur 6. febrúar: Matt. 13.31—33 — Mustarðskorn og súrdeig. Þriðjudagur 7. febrúar: Matt. 13.24—30 — Leyndardómur. Miðvikudagur 8. febrúar: 13. 1—9 — Sáðmaðurinn. Fimmtudagur 9. febrúar: 13.18—23 — Útskýring. Föstudagur 10. febrúar: Matt. 12.22— 29 — Guðs ríki er komið. Laugardagur 11. febrúar: Matt. 16.24.28 — Guðs ríki kemur. upplýsingar berast, ekki láta litla hópa eða einstaklinga halda þeim fyrir sig. Allt þetta er liður í að efla kirkju okkar, efla sjálf okkur, konur og karla. Þetta var sagt. Og þetta var gert. Við hlustuðum, ræddum það, sem við skildum ekki. Og það var æði margt. Hvernig má annað vera þegar konur koma saman úr austri og vestri, norðri og suðri? Aðstæður svartra kvenna í Suður-Afríku og hugmyndir kvenna frá Indónesíu reyndust konu frá Islandi mikið umhugs- unarefni, líka framtak einnar amerísku konunnar. Hún keypti 90 bækur um kvennaguðfræði í bókabúð kirknanna í Genf, ætl- aði að taka þær með sér heim, senda þær út tii kvenfélaga kirknanna, sem hún vinnur fyrir, og standa fyrir umræðu um þær á væntanlegu þingi þeirra um páskana. Dansinn og söngurinn Á morgnana byrjuðum við að syngja. Við lærðum nýja söngva, marga þeirra frá heimsþingi Al- kirkjuráðsins í sumar. Inge Becker stjórnaði söngnum oftast, án hljóðfæris eða með flautuleik. Það gaf mér nýjar vonir um að hægt myndi að leysa hið mikla vandamál safnaðar- söngs í mínum eigin kirkjum. Kannski getum við sungið nýja söngva án undirleiks og í okkar eigin tónhæð, sungið öll og sung- ið af hjartans gleði. Svo sungum við öðru hverju alla daga og á kvöldin sátum við saman og sungum og spruttum upp til að dansa afríska dansa. Ég held að það hafi hjálpað til við að gera hina alvarlegu umræðu fund- anna betri. heimahaga Alyktanir Þvi auðvitað var umræðan al- varleg og átti það markmið að enda í vel orðuðum ályktunum til að senda út til kirknanna og til Lútherska heimssambandsins í þeirri von að efla til dugs og dáða. í ályktunum fólst meðal Ekki er að efa að þetta þing er þegar farið að hafa áhrif. Þátt- takendur hafa dreifzt út um gjörvalla heimsbyggðina og eru farnir að hafa áhrif á fólkið heima hjá sér, konur og karla, börn og aldna. Nýir söngvar og kannski dansar eru kenndir, nýj- ar hugmyndir ræddar og gamlar hugmyndir og vonir hafa fengið nýjan kraft. Eigum vonina sam- an. Það var yfirskrift þingsins. Því lauk með guðsþjónustu, sem við undirbjuggum og fluttum saman. Ég á þá von, væntanlega, já, áreiðanlega, með mörgum, mörgum, að við séum mörg, sem viljum reyna nýjar leiðir, jafn- framt því, sem við hyggjum stöðugt að gömlu götunum. Við erum svo mörg hér í okkar heimahögum, sem eigum saman vonir um nýjar leiðir í guðsþjón- ustum, nýjar leiðir í safnaðarlífi. Ég á mér þá von að skilaboðin frá kvennaráðstefnunni megi blandast öðrum góðum skilaboð- •t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.