Morgunblaðið - 05.02.1984, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.02.1984, Blaðsíða 10
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1984 Kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar frumsýnd r i Háskólabíói íslenskir kvikmyndagerðar- menn hafa verið iðnir við kolann að undanförnu þótt afraksturinn hafi ef til vill ekki alltaf verið í réttu hlutfalli við fyrirhöfn. Kaun- ar má segja að það sé þrekvirki út af fyrir sig að ráðast í kvikmynda- gerð hér á landi við núverandi að- stæður og víst er, að ekki skortir þá hugrekki sem leggja út í slíkt áhættuspil. íslenskri kvikmynda- gerð hefur vissulega vaxiö fiskur um hrygg á undanfornum árum og frumsýning nýrrar kvikmyndar er merkisatburður í íslensku menningarlífi. Slfkur atburöur átti sér einmitt stað nú um helg- ina er kvikmynd Hrafns Gunnl- augssonar, „Hrafninn flýgur“, var frumsýnd í Háskólabíói. Hrafn hefur cft komið mönnum á óvart með verkum sínum og ef að líkum lætur mun þessi kvikmynd koma mörgum á óvart, þó á annan hátt en oftast áður enda er myndin gjörólík öllu því sem hann hefur fengist við til þessa. Á írlandi búa kristnir menn og ala börn sín upp samkvæmt þeirri kenningu að „hið mjúka muni sigra hið harða“. En þegar lítill drengur horfir upp á norræna víkinga drepa foreldra sína, brenna heimilið og nema systur sína á brott, gleymist hinn kristni siðaboðskapur og hefndarþorstinn grefur um sig í hjarta barnsins. Sjálfur var drengurinn of ungur til að koma að gagni sem þræll þeirra fóstbræðra Þórðar og Eiríks, en „nógu gamall til að hafa séð of mikið". Tuttugu árum síðar hefur leik- urinn borist til hinnar nýfundnu eyju í Norðurhöfum, fslands, þangað sem Þórður og Eiríkur hafa flúið, ásamt mönnum sín- um, undan Haraldi hárfagra. Þangað er einnig kominn dularfullur maður, sem á erindi við þá fóstbræður og dregur nú brátt til mikilla tíðinda. Um það hvort hið mjúka sigrar hið harða skal ósagt látið, enda aukaatriði í þeirri atburðarás sem myndin lýsir. Hins vegar hefur maður á tilfinningunni, þegar upp er staðið, að allt eigi þetta eftir að endurtaka sig. Það hefur stundum örlað á þeirri gagn- rýni, að nýjar íslenskar myndir hafi verið „frumsýndar í fjölmiðlum", og hefur um- fjöllunin ekki alltaf þótt vera í samræmi við efni og ástæður. Hér skal því reynt að sneiða hjá hástemmdum yfirlýsingum enda er grein þessi ekki kvikmyndagagn- rýni. Hér verður aðeins drepið á nokkrar staðreyndir varðandi gerð þessarar nýju kvikmyndar og væntanlegum áhorfendum látið eftir að dæma hvernig til hefur tekist enda viðbúið að myndin tali sínu máli sjálf. Kammíslensk mynd með alþjóðlegu yfírbragði Framleiðendur verksins eru FILM Reykjavík, Viking Film og Sænska kvik- myndastofnunin og eru flestir úr hópi tæknimanna sænskir. Má þar ef til vill finna skýringu á því að „Hrafninn flýgur" hefur á sér annað yfirbragð hvað tækni- Verslunarstaöur viö suöurströnd íslands í upphafsatriöi myndar- innar. Hin stórfenglega leikmynd af bæjarstæöinu undir Drangshlíö, hönnuö af Gunnari Baldurssyni og íslenskum náttúruöflum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.