Morgunblaðið - 05.02.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.02.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1984 53 York-borg. í New York lendir hún í ástarsambandi viö lesbíska stúlku, sem leikin er af Paula Sheppard, sem er eiturlyfjasali. En gamaniö hefst þó ekki fyrir alvöru fyrr en fljúgandi diskur utan úr geimnum lendir á þaki húss hennar og aðrir einkenni- legir atburöir eiga sér staö. ,lm dansing as fast as I can“ eöa Darraöardans er mynd frá 1982 eftir Jack Hofsiss en meö aöalhlutverk fara m.a. Jill Clay- burgh, Nicol Williamson og Ger- aldine Page. Kvikmyndin er byggö á sjálfsævisögulegri met- sölubók eftir kvikmyndaframleiö- andann Barböru Gordon og er hún lýsing á áralangri baráttu hennar viö „eiturlyfiö“ valium. „Born in flames" eftir Lizzy Bord- an. Leikstjórinn, John Waters, segir um mynd sína „Pink Flam- ingos“ aö hún fjalli um amerískt viöfangsefni, nefnilega sam- keppni og ófrið. Myndin var frumsýnd áriö 1972 og tímarit Andy Warhols, „Inter/view sagöi hana „eina sjúklegustu mynd, sem gerö hefur veriö og eina þá fyndnustu." Einhvern tíma sagöi Waters aö þaö hafi veriö sinn æskudraumur aö gera mestu óþverramyndir í sögu kvikmynd- anna og aö margra mati hefur honum tekist þaö m.a. meö „Pink Flamingos“. Sem dæmi má nefna aö í lokaatriöi myndarinnar étur aðalpersónan „Divine" hundaskít. Þaö var aö sögn atriöi sem Waters haföi gælt viö árum saman. Söguþráöurinn í mynd- inni er sá aö tvær fjölskyldur tak- ast á um titilinn „The filthiest people alive“. Nokkur eölismunur er á óþverraskap fjölskyldnanna en sem dæmi stundar önnur þeirra heróínsölu í barnaskólum og selur börn til lesbískra para. Spánn „Volver a Empezar", Að byrja aftur, eftir José Luis Garci, hlýtur aö teljast meö merkari myndum hátíöarinnar. Myndin er frá árinu 1982 og hún hlaut Óskarsverð- launin 1983 sem besta erlenda myndin. Söguþráöur hennar er á þessa leiö: Prófessor Albajara í Berkley-háskólanum í Kaliforníu fær Nóbelsverölaunin í bók- menntum. Enda þótt hann taki við þeim fyrir hönd Bandaríkj- anna er hann Spánverji, fæddur og uppalinn i Gijon. Eftir verö- launaafhendinguna i Stokkhólmi fer hann aftur á æskuslóöirnar en hann hefur ekki komiö þar eft- ir lok spænska borgarastriösins þar sem hann baröist meö lýö- veldissinnum. Nú gengur hann um götur og staöi heimaborgar sinnar og minningarnar hrannast upp. Hann hittir æskuástina sína Elenu og saman rifja þau upp og endurskapa stærstu hamingju- stundirnar frá löngu liönum æskudögum. Ennfremur hittir hann aftur æskuvin sem nú á viö ólæknandi sjúkdóm aö stríða. José Luis Garci er fæddur 1944. Hann var um tíma kvik- myndagagnrýnandi og frá upp- hafi hefur hann veriö einlægur aödáandi amerískrar kvikmynda- listar. Eftir aö hafa gert nokkrar velheppnaöar myndir stofnaöi hann sitt eigiö framleiöslufyrir- tæki, Nickel Odeon. Þaö var 1980 og áriö eftir stjórnaöi hann „El Crack" og kom þá í Ijós þekk- ing hans á sakamálamyndum og höfundum eins og Hammett og James M. Cain. El Crack er dæmigerö sakamálamynd, tekin í Madrid og New York. Sú mynd og annar hluti hennar „El Crack“ tvö eru á hátíöinni. Þriöja mynd hans sem sýnd er á hátíöinni er „Solos en la madrugada“, Einir í morgunsáriö. Auk þessara fjög- urra mynda Garci eru sýndar þrjár aörar myndir frá Spáni, Val- entína, Suöriö og „Vestida de az- ul“, Bláklædd. Suðriö er nýjasta mynd Spánverjans Victor Erice sem kemur fram á sjónarsviðiö aftur eftir tíu ára hlé. í myndinni er sögö saga lítillar stúlku og er hún jafnframt sögumaöur í myndinni og leiöir áhorfendur inn i myndbrot æsku sinnar. Frakkland Sex franskar kvikmyndir eru á hátíöinni. „Hótel des Amériqu- es“, Ameríkuhóteliö, er frá árinu 1982 og leikstjóri hennar er And- ré Téchiné. Með aöalhlutverk fer Catherine Deneuve en myndin gerist í borginni Biarritz syöst á Atlantshafsströnd Frakklands. Myndin hefst á nokkrum gömlum svart-hvítum myndskeiöum af Biarritz. Bifreiö er ekiö meö mikl- um hraöa um miöja nótt um sof- andi borgina. fskur í bremsum, snarstansaö. Þannig rekast þau saman Hélene undir stýri og Gill- es sem slapp naumlega undan bílnum. Þau rákust saman í orös- ins fyllstu merkingu í upphafi og ástríöuneistinn varö aö báli, seg- ir í sýningarskrá. „La destin de Juliette", Örlög Júlíu, er gerð 1983 og leikstýrir Aline Issermann henni. Isser- mann styöst viö sannsögulegt efni. Hún hitti konuna sem mynd- in fjallar um og greindi konan frá harmsögu sinni. Issermann gaf henni nafniö Júlía. Unglingur elst upp viö kröpp kjör og erfiöar fjöl- skylduaöstæöur í litlu þorpi þar sem faöir hennar er járnsmiöur. Sautján ára veröur hún ástfangin af ungum manni og stuttu síöar veröur fjölskyldan gjaldþrota og lendir á götunni. Kunningjar veröa þeim úti um húsaskjól hjá járnbrautarstarfsmanni en járnbrautarfélagiö telur þaö ófært og í angist sinni sjá foreldr- arnir engan annan kost en gifta Júlíu starfsmanninum. Þau eign- ast dóttur og flytja til úthverfa Parísar. Maöurinn verður drykkjusjúklingur og deyr eftir hartnær tuttugu ára martröö. All- an þann tíma þraukar Júlía af einhverjum undarlegum lífsþrótti. „Toute une nuit“, Alla nóttina, er gerö 1982 undir stjórn Chantal Akerman. I myndinni er ekki um aö ræöa neinn beinan söguþráö heldur tengingar á myndbrotum eöa sjálfstæðum myndköflum sem öll lúta persónulegri sýn Ak- erman af næturlífi i heimaborg hennar Bruxelles. Á heitri sumar- nótt kastar kona sér í fang manns og á sama andartaki ger- ist þaö sama víös vegar um borgina, menn og konur samein- ast og skilja. Tilfinningar og skynjanir sitja í fyrirrúmi og gefa áhorfandanum frelsi til aö njóta hugarflugsins eins og segir í sýn- ingarskrá. Loftiö er þrungiö þrá, ástieitni og nautn miili alls þessa fólks, sem leitar hvors annars í ótta sínum viö einmanaleikann, af þörf fyrir mannleg tengsl, af tilfinningaþrá. „Le prix du danger“ eða Áhættuþóknun, er frá árinu 1982 og gerö eftir sögu Roberts Sheckley en leikstjóri er Yves Boisset. Söguþráöur er á þessa leið. Ungur atvinnuleysingi fellst á aö taka þátt í sjónvarps„leik“ þar sem hann veröur aö komast undan fimm moröingjum sem settir eru honum til höfuös og verölaunin eru ein milljón dollara ef hann sleppur. Eltingarleiknum er sjónvarpaö beint af tækni- mönnum á mótorhjólum eöa úr þyrlum. Ungi maöurinn kemst fljótlega aö því aö maökar eru í mysunni þegar framleiöandi þáttarins birtist allt í einu í miöj- um eltingarleik og bjargar hon- um úr slæmri klípu í þeim eina tilgangi aö lengja útsendinguna eins og mögulegt er til þess aö koma aö sem flestum auglýsíng- um. Hinar frönsku myndirnar á há- tíöinni eru: „Un Chambre en ville" eöa Herbergi úti í bæ, eftir Jacques Demy og „L’été Meurtri- er“, Banvænt sumar, eftir Jean Becker. Vestur-Þýskaland Myndir frá Vestur-Þýskalandi hafa oft sett sterkan svip á kvik- myndahátíöir í Reykjavík en nú gefst kostur á aö sjá tvær myndir þaöan. Önnur er „Querelle", síö- asta mynd R.W. Fassbinders, og hin er „Der Bauer von Babylon" Galdramaöurinn frá Babýlon, sem leikstýrt er af Dieter Schidor og er heimildarmynd um Fass- binder aö vinna aö Querelle. I henni eru viötöl viö m.a. aöalleik- arann Brad Davis, Franco Nero og Jeanne Moreau um myndina. í upprunalegu útgáfunni er einnig viðtal viö Fassbinder sem tekiö var átta tímum fyrir dauöa hans. Þar er líka sagt frá leiktjöldum sem Fassbinder lét byggja í upp- tökusal bæði fyrir inni- og útisen- ur, en myndin er öll tekin í upp- tökusal. „Querelle“ byggði Fassbinder á erótískri samkynhneigöri sögu eftir Genet. Sjálfur lýsti Fass- binder söguþræöinum svo: „Sjó- maöur aö nafni Querelle kemur í SJÁ NÆSTU SÍÐU Ein finnsk mynd er á Kvikmyndahátíð 1984 og má hér sjá atriði úr henni. Myndin heitir einfaldlega Jón. Kjarni myndarinnar snýst um þær hroöalegu kvalir sem Gord- on gengur í gegnum þegar hún reynir aö losa síg undan ægivaldi lyfsins og þaö andlega skipbrot sem hún bíöur þegar hún gerir sér grein fyrir því hversu illa stödd hún er eftir áralanga neyslu þessa lyfs sem stundum hefur verið nefnt „heróín hús- móöurinnar“, eins og segir í sýn- ingarskrá kvikmyndahátíöarinn- ar. Leikstjórinn, Hofsiss, hefur getiö sér gott orö fyrir sviösleik- stjórn og leikstýröi m.a. „Fíla- manninum“ á Broadway. Segir í sýningarskrá aö sýning myndar- innar í Bandaríkjunum hafi vakið miklar deilur um lyfiö valium og áhrif þess. Aörar bandarískar myndir á hátíöinni eru „Pink Flamengos", „Female Trouble" og „Desparate Living", sem er eftir John Wat- ers, sem er einn af gestum hátíö- arinnar, „Last night at the Al- amo“ eftir Eagle Pennwell og Úr frönsku myndinni „L’été meurtrier” eða Banvæna sumarið. Úr frönsku myndinni Ameríkuhótelið. Það eru leikararnir Deneuve og Dewaere sem veltast um í sandinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.