Morgunblaðið - 05.02.1984, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.02.1984, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1984 77 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS toUMUnPK-Uhi'li ir Þessir hringdu . . . Endursýna hluta úr Kastljósi Björn Hjaltason hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — f Kastljósi föstudaginn 27. janúar var viðtal við Magnús Guðmundsson vegna njósnamáls Arne Treholt. Þetta viðtal var mjög athyglisvert og þar komu fram mjög merkilegar upplýs- ingar, til dæmis um það að reynt var að fá hann til að njósna fyrir Sovétmenn. Þetta njósnamál er náttúru- lega mjög alvarlegt og svo er einnig um þær aðferðir sem þessir menn nota til að veiða menn í njósnanet sín. Ég legg til að þessi hluti Kastljóss verði endursýndur, því hann var geysilega athyglisverð- ur. í leiðinni langar mig að vekja athygli á einu, nú þegar atvinna og kjaramál eru mjög til um- ræðu. Þessi umræddi maður sem kom fram í viðtalinu var spurð- ur, af starfsmanni sovésku leyni- þjónustunnar hvað hann hefði í laun. Ég tel að ein aðferðin sem þessir menn nota til að „veiða“ sér starfsmenn, sé að notfæra sér fjárhagslegan veikleika þeirra. Svo beita þeir víst fleiri aðferðum, þeir bjóða mönnum í veislur og bjóða þeim svo gull og græna skóga. í „staksteinum" í Morgunblað- inu fyrir skömmu kom fram að starfsmaður sovésku ieyniþjón- ustunnar sem flúði, hefur gefið þær upplýsingar að á annað hundrað íslendingar hafi starfað fyrir leyniþjónustuna undanfar- in ár. Að lokum er ég með fyrir- spurn til yfirvalda, sem er þann- ig: Hafa verið gerðar ráðstafanir til að láta sovétmenn fjarlægja þennan skerm sem þeir settu upp á húsi sínu við Túngötuna? Þakkir fyrir vel flutt efni 6410-8344, M.A. hringdi og hafði eftirfarandi að segja: Mig langar, fyrir hönd margra góðra kunningja, að þakka þeim Maríu Eiríksdóttur kennara, Torfa Ólafs. deildarstjóra og Björgvin Magnússyni kennara, fyrir frábærlega vel flutt efni í fjölmiðlum. Það er of lítið gert af því að þakka. Skíðalyftu í Ártúnsbrekku Lilja hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: Ég vil beina þeirri spurningu til yfirvalda, hvort ekki væri hægt að koma upp skíðalyftu í Ártúnsbrekku, þar er ágætis- brekka, sem gott er að renna sér í, án þess að þurfa að fara út fyrir höfuðborgarsvæðið. Svarið er í Biblíunni Yasmin hringdi og hafði eftir- farandi að segja: — Mig langar til að svara bréfi sem Bjartmar Kristjáns- son skrifaði og birtist í þættin- um föstudaginn 27. janúar. Bjartmar. Láttu ekki aðra um að lesa Biblíuna fyrir þig, ef þú ert læs. Eða láta segja þér hvað stendur í henni og hvað ekki. Lestu Biblíuna sjálfur og þá munt þú finna út allt um Drott- inn Guð, hvernig hann er og hver vilji hans er fyrir þá, sem á hann trúa, því ómælt gefur hann and- ann þeim, sem biðja um það. Svar við spurningu þinni getur þú lesið í þriðju Mósebók, kapit- ula 26, vers 1—45. Jesaja 45, vers 1—100 og 53. versi, 6 og 9—10. Þarna svarar Drottinn sjálfur þér spurningu þinni. Verkfall á engan rétt á sér Þorleifur Kr. Guðlaugsson skrifar: „Nú er það orðin staðreynd að launamenn gera kaupkröfur til vinnuveitenda sinna, án tillits til þess hve háar launagreiðslur fyrirtækin þola. Ekki er nú hugs- að langt, því ein staðreynd er sú að hagur fyrirtækis er hagur verkamannsins og tryggir stöð- uga atvinnu, auk möguleika til að taka við fleiri vinnandi höndum. Er öfundin virkilega svona alls- ráðandi hjá þessu fólki? Að fleyta fyrirtækjunum áfram á lánum og láta verkamanninn hirða allt umfram rekstrarkostn- að, er sú mesta fásinna sem hugsast getur og endar með stöðnun og uppgjöf, eins og nú er berlega komið í ljós eftir óhag- stjórnun liðinna ára. Allt virðist benda til þess að enginn megi nú njóta dugnaðar síns né framtaks. Ef einhver eignast eitthvað, er stór hluti Skrifið eða hringið Velvakandi hvetur les- endur til að skrifa þætt- inum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrit- uð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þátt- arins, þó að höfundar óski nafnleyndar. þess píndur út með sköttum. Jafnvel þó fólk eigi lítið eða ekk- ert í hlutunum, (samanber íbúð- arhúsnæði sem fólk á lítið eða ekkert í), er það látið greiða jafn háan fasteignaskatt og þeir sem eiga fasteignina skuldlausa. Þeir sem hafa háar tekjur greiða 40% tekna sinna í skatta, að maður tali nú ekki um alla vöruskattana, sem allir þurfa að greiða. Vinstrimenn komu því til leið- ar að hátekjuskatturinn var lagður á alla sem hafa háar tekj- ur. Því í ósköpunum notuðu þeir ekki tækifærið og kröfðust þess að þetta væri notað til tekjujöfn- unar? Það er ómögulegt að ætla annað en þeir hafi ekki viljað neina tekjujöfnun. Einkaatvinnurekstur er svo mik- ill þyrnir í augum að það verður að berja hann niður með öllum tiltækum ráðum, hverjar svo sem afleiðingarnar verða fyrir þjóð- ina. Þvílík vinnubrögð ættu að vera refsiverð. Launamismunur er svo óréttlátur, sem hugsast getur. Allir hafa skyldum að gegna gagnvart þjóðfélaginu og ábyrgð í starfi svo ekkert er sjálfsagðara en að jafna laun með þeim hætti sem ég greindi frá hér að framan. Ekki er nóg að hafa fimmföld verkamannalaun, heldur á að bæta við þessi háu laun ýmis- skonar hlunnindum sem nema allt að tvöföldum verkamanna- launum. Þetta á ekki að eiga sér stað. Kristján Thorlacius: Þegar þú færð kauphækkun og þið ríkis- starfsmenn fáið kauphækkun, jú þá fáum við kannski kauphækk- un líka, en þá fer hún bara öll í að borga ykkur ríkisstarfs- mönnum hærri laun. Vegna þessa, erum við að greiða til ríkis og bæja meira en helming tekna okkar í formi skatta til ríkisins. Getur þetta gengið svona til? Nauðsynlegt er að lækka risið á ríkisbákninu, en öll þessi skattheimta er ær og kýr Al- þýðubandalagsins og er er einn þáttur í undirbúningi á ríkis- rekstrarhugmynd þeirra. Eruð þið svo ábyrgir fyrir landi og þjóð, að þið krefjist óða- verðbólgu á nýjan leik, en það gerið þið með kröfu um miklar kauphækkanir. Eruð þið hræddir við þann frábæra árangur að ná niður verðbólgunni um 120% á hálfu ári? Þegar hagur fólksins getur nú loksins farið að vænk- ast, ætlið þið að eyðileggja allt, sem ríkir og fátækir lögðu á sig til að takast mætti að skapa betri lífskjör? Er nokkur neisti af ábyrgð til í þessum vinnubrögðum í kjara- málum? Það er fjandskapur við þjóðina í heild, að æsa menn til verkfalla. Það hlýtur að vera hægt að semja um kjarabætur til hinna lægst launuðu. Verkfall á engan rétt á sér.“ B3? SIGGA V/öGA í ‘ÍILVZ9AU HÚSGAGNAKAUPMENN Vorum aö taka heim meira en 20 mismunandi teg- undir af sófasettum, með leöur- og tauáklæöum. Heildsölubirgðir Hafiö samband viö sölumann. SÚSCA6NABÖLLIN BILDSHÖFÐA 20 -110 REYKJAVÍK S 91-81199 og 81410 Eigendur Spariskfrteina 1970 2. flokkur athugið! Lánstími skírteinanna rennur út 5. febrúar 1984. Sölugengi verðbréfa 6. febrúar 1984 SPARISKÍRTEINIRÍKISSJÓÐS: sölugengi mi&ad við 5,0% vexti umfram verðtr. pr. 100 kr. 1. FLOKKUR 2. FLOKKUR útg. Sölugengi pr. 100kr. 5,0%vextirgilda til Sölugengi pr. 100kr. 5.0% vextirgilda til 1970 1971 15.283 15.09.1985 D 1972 13.742 25.01.1986 11.401 15.09.1986 1973 8.694 15.09.1987 8.232 25.01.1988 1974 5.475 15.09.1988 - — 1975 4.0262’ 10.01.1985 3.0033' 25.01.1985 1976 2.795 10.03.1984 2.25741 25.01.1985 1977 2.038 25.03.1984 1.708 10.09.1984 1978 1.382 25.03.1984 1.091 10.09.1984 1979 935 25.02.1984 709 15.09.1984 1980 602 15.04.1985 467 25.10.1985 1981 400 25.01.1986 297 15.10.1986 1982 277 01.03.1985 206 01.10.1985 1983 159 01.03.1986 102 01.11.1986 1) Innlausnarverð Seðlabankans 5. febrúar 1984 17.415,64 2) Innlausnarverð Seðlabankans 10.janúar 1984 4.002,39 3) Innlausnarverð Seðlabankans 25. janúar 1984 3.021,25 4) Innlausnarverð Seðlabankans 25. janúar 1984 2.273,74 2000 "krónur :;::x: x X rr...r x : X “: x c 2 4 6 8 10 12 14 ar Spariskírteini ríkis- sjóðs gefa nú 5% vexti umfram verð- tryggingu sem þýðir að þú tvöfaldar höf- uðstól þinn á rúm- lega 14 árum. VEÐSKULDABRÉF VERÐTRYGGÐ ÓVERÐTRYGGÐ Með 2 qjalddöqum á ári Með 1 gialddaqa á ári Láns- Ávðxtun Sðkjoen ai j Sðiuoem 9' timi Sölu- umfram 18% 20% 18% 20% ár: gengi Vextir verðtr. ársvextir ársvextir HLV” ársvexlir ársvexlir HLV» 1 95,54 21/2 9 94 95 96 91 92 93 2 92,76 21/2 9 83 85 86 79 81 82 3 91,71 31/2 9 73 75 76 68 70 71 4 89,62 31/2 9 65 68 69 60 63 64 5 88,41 4 9 59 62 63 54 56 57 91/4 7 84,26 4 91/4 Athugið aö sölugengi veðskuldabrófa er háð 8 82,64 4 91/2 gjalddögum þeirra og er sérstaklega retknað út 9 81,10 4 91/2 fyrir hverl bréf sem tekið er í umboðssölu 10 78,13 4 10 1) Hæstu leyfilegu vextir. Kaupþing hf. reiknar gengi verðbréfa daglega KAUPÞING HF Husi Verzlunarinnar, 3. hæð simi 86988 s.86988 Þú VERW W TflLR W HBNfl ÓÖlTj Gmm. HÚN ER BÓKSTHFLE6R RLLTflF R KLÖINU 9- É& SKRLTRLR YFIR HRUSRMÓTUNDM fl HENNIÉHVRRERSl) flRMI SLAPINÓI NONfli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.