Morgunblaðið - 05.02.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.02.1984, Blaðsíða 28
76 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1984 « l»M U.IWTUI r™ Ivndlcit. „Hlushdu a 'Konni, ec) kem elcki i' keíiuépiL í kv/ölcí." . að finna rétta vökvann. TM A*g U.S Pal. Ofl — all rights reserv«) 01983 4°* AnS<l«s Times Syndicate Þetta veröur allt í lagi. — Þegar þú ert orðinn stór og þín börn fá leik- fóng, þá ... tiie Heyrir þú eins og klukkutif? HÖGNI HREKKVlSI ’AOOfl EH ByóóJMG jarPGAHGNANHA VEKÐUK ”SAMþyKKT 'AK'SApOM V/lg> AÐLEITA 5ÉKF(5€f>/Nó5." Kvæðin sem spurt var um 2. febrúar: Eftir Jóhannes úr Kötlum og sjúkling á Vífilsstöðum Frú Hróðný Einarsdóttir, ekkja Jóhannesar skálds úr Kötlum, sendi Velvakanda eftirfarandi bréf: „Fimmtudaginn 2. febrúar skrifar Þóra Jó- hannsdóttir frá Sauðárkróki til Velvakanda og spyr um höfunda tveggja kvæða. Síðara kvæðið er ort af Jóhannesi úr Kötlum og heitir „Jóns- messunótt“, ort árið 1928. Það er að finna í ljóða- bókinni „Álftirnar kvaka" og í Ljóðasafni, fyrsta bindi. Kvæðið er sjö erindi og er þannig í heild: Hér opnast mér ríki hins íslenzka máttar, og yfir mér hvelfist nú blásalur fagur. Hér uppfyllist þráin frá eilífðar dögum, sem ýmsum var helgust: að nótt yrði dagur. Hér fjarlægist nöldur þess kotungakyns, sem kafaði moldina og gróf þar sitt bú. Hér rætist nú draumur hins árborna aðals, sem andaði og hrærðjst í ljóssins trú. Auk trú mína sól! Er það frelsarans fingur, sem framandi litbrigðum sjónhringinn málar? Er guðs ríki í nánd? Er það kærleiksrík kveðja frá konungi lífsins til volaðrar sálar, sem er rituð úr blóði hins deyjandi dags, með dýrðlegum rúnum á kvikandi sæ? Er það ilmur af fórnum hins ókomna tíma, sem angar í vorloftsins mjúka blæ? í gullstrauma miðnætur sorgirnar sökkva, og sektin er horfin með dauðleikans fylgjum. — Auk trú mína sól! Er það himnanna hliðskjálf, sem hlær út við norðrið í logandi bylgjum? Allt rennur þar saman í signaða dýrð. — Ó, hve sjáandans tunga er máttvana og snauð, þegar allt, sem er bezt, lætur fallast í faðma og fylgir þeim lögum, sem Drottinn bauð! Ó, heilaga nótt! í þinn hátignarljóma ég horfi með lotning í skjálfandi barmi. Eg halla mér grátandi að glófaðmi þínum og gleymi um leið allrar veraldar harmi. Mín tár eru leifar frá öreigans öld, þegar óskirnar týndust í hverfulan glaum. Þau hverfa, eins og síðasti sársaukavottur hins synduga mannkyns — í tímans straum. Vér rísum, vér hnígum með hverfleikans sogum, og hjörtu voru byltast í rastanna flaumi. En er það þá dauðlegt, sem býr oss í brjósti í björtustu vöku, í sælasta draumi? Vér rísum með vorinu í heiðblámans hæð, — með haustinu bliknaðir drúpum vér. Allt heilsar og kveður með kossum og tárum. Það kemur — það kemur. Það fer — það fer. Hve sárt verður ekki, er sumrinu hallar og sðngvarinn hörpuna þagna lætur. — ó, guð minn, að skammdegisbyljirnir breyttust í bjartar og þögular Jónsmessunætur! ö, guð minn, að kraftur hins lifanda lífs oss lyfti yfir kuldans og myrkursins þraut, — að stunurnar breyttust í hátíðarhljóma og haustfölvans svipir í júnískraut! Ó, heilaga nótt! Við þitt hlið vil ég deyja og hverfa inn í leyndardóm elskenda þinna. — Ég hræðist ei dauðann, ef Ijómi þinn lifir í Ijósbrotum síðustu táranna minna. Þér skuluð ei gráta hinn glataða son, því gröfin var aldrei hin sárasta neyð. — Sæll hver sá, er finnur í fylling tímans hið fegursta á jörðu — og deyr um leið." Margrét Arnadóttir hringdi til okkar og sagði að fyrra kvæðið, sem hún segir að sjúklingur á Víf- ilsstöðum hafi ort árið 1929, hafi birst í Morgun- blaðinu áður. Kvæðið sagði Margrét að væri þannig: Lýstu, ó lýstu mér ljúfa sól, Ijómaðu um stofuna mína, gefðu mér geislana þína, góða, láttu mér hlýna. Mér leiðist ef Ijósblikin dvína. Dveldu nú hjá mér dýra sól, daglega láttu mér skína gullbjarta von, eins og geislana þína. Gleddu nú barnið þitt góða sól, grætur það hjartaþrá sína, blómunum búið að týna, brosin á vörunum dvína. Gef mér því gullkrónu þína. Ljómaðu kæra líknarsól, lýstu upp brautina mína. Mig langar að horfa á ljósið þitt skína. Móðir, ó hjartans móðir sól, mýktu nú tárin sem falla. Huggaðu, huggaðu alla, harmþrungnu raddirnar kalla, þú mátt ei til hvíldar þér halla. Almættiskraftur þinn, undrasól, eldur á fómarstalla, leiði nú kærleikans lífsflóð um alla. Þátturinn „Krummi er fuglinn minn“ frá RÚVAK: A engin orð til að lýsa þakklæti mínu Jónas Pétursson skrifar frá Eg- ilsstöðum: „Nú á stundinni, (fimmtu- dagskvöldið 19. janúar, já klukkan 21.32) var ég að rísa upp frá því að hlusta á þátt frá Ríkisútvarpinu á Akureyri um Davíð Stefánsson. Ég var á leiðinni til að hringja eitt símtal, er ég heyrði þennan dagskrárlið kynntan. Ég hætti við það samstundis, lagðist endilang- ur í rúmið og hlustaði! Margt er vel gert og hrífandi sem útvarpið flytur, ekki síst það efni sem kem- ur frá Akureyri. En þessi þáttur smaug svo í gegnum merg og bein, hrærði svo sálarstrengina, að lengi ber menjar. Bros gegnum tár, tár í kringum bros. Viðfangs- efni hefur leitað á hugann — ég hef nefnt það: Að rækta Islend- inga! Ræktun er móðir menningar og nú rann upp ljós: Þátturinn frá Akureyri, „Krummi er fuglinn minn“, er að formi og efni rétt mynd í því ræktunarstarfi. Skólarnir eru að týna tilgangin- um. Útvarpið er vegurinn, leiðin að hjarta íslenskrar æsku með þáttum svo frábærum sem „Krummi er fuglinn minn“! Ég á engin orð til að lýsa þakk- læti mínu og hrifningu. Alvaldur blessi alla er að þessum þætti Þátturinn „Krummi er fuglinn minn“ fjallaói um Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi og Ijóð hans. stóðu — og vermi alla visku og störf sem skapa mega framhald þessa ræktunarstarfs!"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.