Morgunblaðið - 05.02.1984, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.02.1984, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1984 51 i i TEXTI: GUÐMUNDUR GUOJÓNSSON TEIKNINGAR: HERDlS BENEDIKTSDÓTTIR Músarrindill. Ljósm.: Grétar Eiríksmn. mátt framkvæma með aðstoð músarrindla. Til dæmis gat sá sem bar volgt músarrindlablóð i augu sín séð jafnt á nóttu sem degi. Þá mátti halda menn f greipum svefnsins að vild með því að hengja höfuð af músarrindli yfir höfðalagið. Vaknaði þá maðurinn ekki fyrr en höfuðið var fjarlægt. En er músarrindillinn eitthvað annað en fallegur lítill fugl? Göm- ul sögn segir að hann sé voldugur loftandi í álögum og í raun ná- skyldur erninum. örninn er sam- kvæmt sömu sögn ekki síður vold- ugur loftandi. Sagan segir að þeir hafi verið hnepptir í álög af æðri máttarvöldum vegna mikils deilu- máls sem ekki er getið hvað var. Og þeir losni ekki úr álögunum fyrr en deilan er leyst. Það er kannski eigingirni, en vonandi leysist deilan ekki, því þá hverfa kannski músarrindlar og ernir. En það voru ekki allir sáttir við að rindillinn litli væri illur andi og galdrakvikindi. Þeir voru margir sem þóttust vita að krossmörkin á strompunum héldu rindlunum í burtu einfaldlega vegna þess að þeir væru góðar og guðhræddar sálir sem ekki vildu óvirða kross- inn með fótasparki. Þeir sem voru þessarar skoðunar settu ekki krossa á strompa sína og sáu ekki t eftir nokkrum kjötmolum ofan í litlu skinnin. Rindlarnir þóttu oft borga fyrir sig með veðurspám. Til dæmis voru til þeir sjómenn sem veigruðu sér við að róa ef þeir sáu músarrindil skjótast í fjörunni er þeir gerðu sig klára. Sáu þeir m * oftast ekki eftir því að hafa tekið mark á spánni. Þetta hlaut þó að vera stopul veðurspá, því að öllu jöfnu ber ekki mikið á músarrindl- um í fjörum á vetrum, þeir eru svo strjálir. „Söngvar himinsins“ Þeir sem trúðu engu illu upp á þennan smælingja vísuðu einnig til raddarinnar, en músarrindill- inn þykir syngja afar fallega. Sögðu sumir að það væru „söngvar himinsins" sem hann syngi og ekki væri til illt í þeim. í bók Björns J. Blöndal, „Dagg- ardropar" er falleg saga sem við hæfi er að enda þetta spjall um stórmerkilegan lítinn fuglakóng. Björn leggur hana í munn gamals manns sem er kallaður ólafur gamli. Svona er sagan: — Músarrindlinum var gefin sú gáfa að geta sungið sumar og vet- ur. Glatt sjálfan sig og aðra með undrafögrum söng. Hann er eini fuglinn á ísalndi sem syngur á dimmum skammdegisdögum. Einu sinni var ég móður og þre- yttur í smalamennsku. Þá var norðanbylur. Þetta var í örnólfsd- alsskógi. Ég kastaði mæðinni í skjóli af skógivöxnum kletti. Þá heyrði ég þann fallegasta sam- söng, sem ég hef heyrt á ævinni. Fyrst hélt ég, að huldufólk væri að syngja. En svo sá ég Htið brúnt höfuð gægjast út úr klettaspr- ungu. Vissi «ég þá, að það voru músarindlar, sem sungu. - m- Opnum á morgun nýja tegund verslunar á íslandi Vöruloftió er á 600 fm gólffleti í Markaóshúsinu, Sigtúni 3. Viö tökum frá framleióendum, heildsölum, verslunum og einstaklingum og önnumst söluþjónustuna. Vörurnar eru margvíslegar, t.d. uppþvottalögur, 0,75 I, á 16 kr., gallabuxur á 295 kr., barnabuxur á 145 kr., slæður á 8 kr. Þú getur líka keypt 6 tölur á 8 kr., en þeim fylgir líka blússa. Úlpur á 495 kr. og margt fleira. Sjampó, 0,5 I, á 16 kr. Eins og þú sérð, gerir þú vart betri kaup í dag. w í Betri eru tveir fuglar í hendi en einn í skógi. Opið frá kl. 12—18 virka daga, föstudag kl. 12—19, laugardag kl. 10—16. Vöruloftið Sigtúni 3. Namm.... 3Ó3Ó hrinfir ....ein af rpi Eagnarsvörunum i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.