Morgunblaðið - 14.02.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1984
Hosni Mubarak forseti Egyptalands t.v. og Hussein Jórdaníukonungur t.h.
hittast að máli í Washington í dag. Á morgun, þriðjudag, hitta þeir Konald
Reagan forseta Bandaríkjanna að máli. Símamynd AP.
Mubarak
og Hussein
hjá Ronald
Reagan
Washington, 13. febrúar. AF.
HOSNI Mubarak, Egyptalandsfor-
seti, og Hussein, Jórdaníukonungur,
eru nú báðir staddir í Washington
og munu eiga fund með Reagan,
Bandaríkjaforseta, á morgun, þriðju-
dag. Talsmaður utanríkisráðuneyt-
isins segir, að það sé einskær tilvilj-
un, að þjóðarleiðtogarnir skuli koma
í heimsókn samtímis.
Á fundinum á morgun mun Líb-
anonmálið verða aðalumræðuefn-
ið og hugsanlegar leiðir til að
koma á friði í þessu stríðshrjáða
landi. Ástandið í Miðausturlönd-
um almennt verður einnig ofar-
lega á baugi en eftir að Arabaríki
ákváðu að taka Egypta í sátt hafa
áhrif þeirra aukist til mikilla
muna. Talið var líklegt, að þeir
Mubarak og Hussein ættu með sér
sérstakan fund áður en þeir hittu
Reagan að máli.
Bretland:
Austur-Evrópumönn-
um meinaöur aðgangur
London, 13. febrúar. AP.
BRESKA ríkisstjórnin ákvaö nú um
helgina að banna fimm starfs-
mönnum verkalýösfélaga í Austur-
Evrópu aö koma til landsins en þeir
ætluðu að taka þátt í eins dags ráð-
stefnu um afvopnunarmál þar sem
andstaðan við stýrieldflaugarnar er
aðalmálið. Er ráðstefnan haldin á
vegum bresku verkalýðssamtak-
anna.
Talsmaður stjórnarinnar sagði,
að fulltrúum frá Ungverjalandi,
Tékkóslóvakíu og Búlgaríu hefði
verið neitað um vegabréfsáritun
en fulltrúum frá Danmörku,
Vestur-Þýskalandi, Austurríki og
Ítalíu ekki. Fulltrúi Austur-
Þjóðverja fékk hins vegar áritun
CLAUDE Cheysson, utanrfkisrráð-
herra Frakklands, átti í dag klukku-
stundar langan fund með Sam Nuj-
oma, leiðtoga SWAPO, hreyfingu
blökkumanna í Namibíu. Sagði sá
síðarnefndi eftir fundinn, að hann
væri reiðubúinn til þess að ræða við
Suður-Afríku um vopnahlé, ef við-
ræðurnar færu fram á „hlutlausu
landsvæði".
Talsmaður franska utanríkis-
ráðuneytisins skýrði svo frá, að
hjá breska sendiráðinu í Austur-
Berlín fyrir einhver mistök og
mun þess vegna sitja ráðstefnuna.
Það er friðar- og afvopnunar-
nefnd verkalýðsfélaganna, sem
fyrir ráðstefnunni stendur, en að
áliti stjórnarinnar eru kommún-
istar einkennilega fjölmennir í
nefndinni. Sagði talsmaður
stjórnarinnar, að ef fulltrúum
Austur-Evrópuríkjanna hefði ver-
ið hleypt inn í landið hefðu þeir
„notað ráðstefnuna í áróðurs-
skyni." Ýmsir talsmenn verka-
lýðshreyfingarinnar hafa brugðist
illa við ákvörðun stjórnarinnar og
hefur James Milne, forystumaður
í skosku verkalýðshreyfingunni,
Cheysson hefði tjð Nujoma, að
Frakkar legðu nú mikið kapp á, að
Namibía fengi sjálfstæði og hafn-
aði hann þeirri stefnu Bandaríkja-
manna að gera það að skilyrði
fyrir sjálfstæði landsins, að herlið
Kúbu yrði kallað burtu frá Ang-
ola.
Nujoma fór í dag frá París til
Moskvu, þar sem hann verður
viðstaddur útför Yuri Andropovs.
neitað því, að kommúnistar séu
allsráðandi í friðar- og afvopnun-
arnefndinni. Hann sagði þó, að
það gæti „vel verið að þar séu fé-
lagar í kommúnistaflokknum".
Kona land-
stjóri Kanada
JEANNE Sauvé, forseti neðri deild-
ar kanadíska þingsins, var fyrir
nokkru skipuð landstjóri Kanada.
Hún er fyrsta konan sem gegnir
þessu embætti. Landsstjórinn er
fulltrúi Elísabetar II drottningar í
Kanada. Forveri Jeanne Sauvé var
Edward Schreyer, sem hingað kom í
opinbera heimsókn um árið. Hann
hefur verið skipaður sendiherra
Kanada í Ástralíu.
Nýi landstjórinn er 61 árs. Hún
var á sínum tíma ráðherra í stjórn
frjálslyndra en Pierre Trudeau
forsætisráðherra er leiðtogi
Frjálslynda flokksins. Áður en
Jeanne Sauvé hóf virka þátttöku í
stjórnmálum starfaði hún sem
blaðamaður í 18 ár. Hún var fyrst
kjörin á þingið í Ottawa 1972. Hún
var tækni- og vísindaráðherra
1972—74, umhverfisráðherra
1974— 75 og samgönguráðherra
1975— 79. I apríl 1980 var hún
kjörin forseti neðri deildar þings-
ins.
Landstjóri Kanada er skipaður
til fimm ára í senn.
Ræddu um sjálf-
stæði Namibíu
Gólfið brast undir
fótum samkvæmisgesta
SEXTÍU og fimm manns slösuðust
er gólf brast í íbúð, þar sem sam-
kvæmi stóð yfir og dansinn dun-
aði. Gerðist þetta á laugardagsnótt
í East End í London. Féll fólkið
um 3 metra niður á jarðhæðina
fyrir neðan, sem er verzlunarhús-
næði og lenti þar á öðrum gestum
úr sama samkvæmi, er þangað
höfðu leitað sökum þrengsla í
íbúðinni uppi. Mikið brak og grjót
féll niður er gólfið lét undan.
Sautján ára gömul stúlka, Gina
Randall, slasaðist hættulega á
höfði og var hún í dag meðvitund-
arlaus og í öndunarvél. Sjö manns
aðrir voru enn á sjúkrahúsi vegna
meiðsla, er þeir höfðu hlotið og
hafði einn þeirra fótbrotnað.
Margt fólk dreif að eftir
óhappið til þess að hjálpa þeim
burtu, sem slasazt höfðu. Lög-
reglumaður, sem kom á vett-
vang, hafði á orði, að ekki hefði
verið hægt að ráða við þetta fólk.
„Það voru margir, sem létu
stjórnast af tómri móðursýki og
voru bara fyrir þjálfuðum björg-
unarmönnum, er þeir komu á
staðinn í sjúkrabílum sínum."
Talið er, að samkvæmisgestir
hafi verið um 200—300 talsins.
„Áður en gólfið brast mátti
heyra í því brakhljóð," var haft
eftir stúlku úr hópi samkvæm-
isgesta. „Við báðum þá um, að
lækkað væri í danstónlistinni.
Það var gert, en síðan var bara
hækkað aftur. Þá hrundi allt
sarnan."
undir
einu þaki!
yinnuvélaverkstæöi
Skipa-og vélaviögeröir
Efnissala____
Nýsmíöi
Renniverkstæöi
Betri þjónusta meö bættri aöstööu.
Veriö velkomin í Borgartún 26.
(Á horni Nóatúns).
HAMAR
Borgartúni 26. Sími 91-22123. Pósthólf 1444.
KAUPMENN - INNKAUPASTJÓRAR:
TÍSKAN
FYRIR
TÆRNAR!
Sívaxandi vinsældir sanna ágæti
sokkanna frá Víkurprjóni hf.
Kristjánsson hf. Ingólfsstræti 12
Reykjavík sér um dreifingu á
hinum viðurkenndu sokkum.
KRISTJÁNSSON
Ingólfsstræti 12. Sími 12800