Morgunblaðið - 14.02.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.02.1984, Blaðsíða 26
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1984 Dagatal fylgíblðanm * AT.TiTAF Á ÞRIÐJUDÖGUM * IÍROTTA. ALLTAFÁ FIMMTUDÖGUM Alltaf á föstudögum ALLTAF A LAUGARDÖGUM LESBOK ALLTAF A SUNNUDÖGUM SimA OG EFNISMEIRA BLAÐ! Fimm sinnum í viku fylgir auka fróöleikur og skemmtun Mogganum þínum! Norðurlandamót í skólaskák: íslenskir ungling- ar voru sigursælir Skák Margeir Pétursson Um helgina var háð í Hvassaleit- isskóla Noröurlandamót í skóla- skák. Fimmtíu þátttakendur frá öllum Norðurlöndum mættu til leiks og var teflt í fimm flokkum. íslendingar voru nú sigursælli en nokkru sinni áður í þessari keppni og sigruðu í þremur flokkum. í A-flokki þeirra sem fæddir eru á árunum 1963—66 sigraði Karl Þor- steins, í B-flokki 1967—68 sigraði Davíð Ólafsson, í C-flokki 1969—70 Ferdinand Hellers, Sví- þjóð, í D-flokki 1971—72 Hannes Hlífar Stefánsson og í E-flokki, þeirra sem fæddir eru eftir 1972, sigraði Thomas Habekost frá Danmörku. Þetta er annað árið í röð sem Karl Þorsteins sigrar í A-flokki. í bæði skiptin hefur það verið eftir harða keppni við Elvar Guðmundsson. Hannes Hlífar Stefánsson, sem er 11 ára gam- all, sigraði í fyrra í E-flokki og vann í D-flokki nú, þótt hann sé á fyrra ári sínu í þeim flokki og geti teflt þar aftur næsta ár. Davíð Ólafsson vann fimm fyrstu skákir sínar í B-flokki og óvænt tap í síðustu umferð breytti engu um öruggan sigur hans. f C-flokki tókst þeim Þresti Þórhallssyni, unglinga- meistara íslands, og Tómasi Björnssyni ekki að klekkja á Sví- anum Hellers, en hann er orðinn mjög góður skákmaður og varð m.a. í efstu sætum á Rilton- mótinu í Stokkhólmi um ára- mótin. Þeir Tómas og Þröstur veittu honum þó harða keppni og enduðu aðeins hálfum vinningi neðar. Úrslit í ein- stökum flokkum: I hverjum flokki tefldu tíu skákmenn sex umferðir eftir Monrad-kerfi. A-flokkur: 1. Karl Þorsteins 5% v., 2. Elvar Guðmundsson 5 v., 3. Johnny Hector, Svíþjóð, 3'/2 v., 4. Peter Bjarnehag, Svíþjóð, 3 v., 5. -7. Markku Lahtinen, Finn- landi, Björne Dyre Syvertsen, Noregi, og Lars Schandorff, Danmörku, 2'k v., 8.-9. Svend Christensen, Danmörku, og Trond Eikeland, Noregi, 2 v., 10. Pedri Houtsonen, Finnlandi, l'k v. B-flokkur: 1. Davíð Ólafsson 5 v., 2. Lars Bo Hansen, Danm., 4 v., 3. Ivar Bern, Noregi, 4 v., 4.-5. Fredrik A. Dahl, Noregi, og Harri Froberg, Finnlandi, 3'/2 v., 6. Gunnar Björnsson 3 v., 7. Sig- urbjörn Árnason 2'k v., 8. Reyn- ir Helgason, Svíþjóð, 2 v., 9. Pet- er Wegman, Danm., l'k v., 10. Esko-Matti Hakulinen, Finnl. 1 v. C-flokkur: 1. Ferdinand Hellers, Svíþjóð, 5 v., 2. Tómas Björnsson 4 'h v., 3. Þröstur Þórhallsson 4‘/2 v., 4.-5. Jens Albirk, Danmörku, og Ville Mákisarka, Finnl., 3 v., 6.-7. Uffe Nielsen, Danmörku, og Magnus Eriksson, Svíþjóð, 2'k v., 8. Matti Tommiska, Finnl., 2 v., 9.-10. Anders Övergaard, Nor- egi, og Richard Múller, Noregi, 1 'k v. D-flokkur: Hannes Hlífar Stef- ánsson 5 v., 2. Joose Norri, Finnlandi, 414 v., 3. Milad Kery- akes, Svíþjóð, 4 v., 4. Þröstur Árnason 4 v., 5. Christer Hen- riksson, Finnl., 3 '/2 v., 6. Per Gunnar Persson, Svíþjóð, 214 v., 7.-9. Sölve Lindgard, Noregi, Per Senderskov, Danmörku, og Sverre Skogen, Danmörku, 2 v., 10. Thomas Jensen, Danmörku, !4 v. E-flokkur: 1. Thomas Habekost, Danmörku, 5 v., 2. Andri Björnsson 4'k v., 3. Kim Korff, Danmörku, 4 v., 4.-6. Magnús Ármann, Oile Wademark, Sví- þjóð, og Tommy Evensen, Nor- egi, 3 v., 7.-8. Einar Börs, Noregi, og Yrjö Markus Jouki, Finnl., 2!4 v., 9. Héðinn Steingrímsson 1!4 v., 10. Juha Mákinen, Finn- landi, 1 v. Glæsileg sóknar- skák Karls Karl Þorsteins náði stórkost- legri byrjun á mótinu með því að vinna Finnann Markku Lahtinen í skák, sem á áreiðanlega eftir að birtast víða. Lesendur Morgun- blaðsins verða eins og oft áður fyrstir til að sjá snilldina. Skák- in er í fyrsta lagi athyglisverð fyrir sviptingarnar og fórnirnar í miðtaflinu, en kannski þó ekki síður fyrir það að áður en hún var tefld, héldu stórmeistarar og fræðimenn í Englandi og víðar, að staðan eftir 18. — Bxg4 væri unnin á svart. Hvítt: Karl Þorsteins Svart: Markku Lahtinen 1. e4 — c5, 2. Rf3 — d6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — g6. Drekaafbrigðið fræga sem virðist eiga nokkuð undir högg að sækja um þessar mundir. A.m.k. verður þessi skák varla til að laða menn að því að tefla það. 6. Be3 — Bg7, 7. f3 — 0-0, 8. Dd2 — Rc6, 9. g4 Þetta gamla afbrigði hefur notið mikilla vinsælda síðustu tvö árin, ekki sízt fyrir tilstilli Karpovs heimsmeistara. 9. — Be6, 10. 0-0-0 — Rxd4, 11. Bxd4 — Da5, 12. a3 — Hfc8, 13. h4 — Hab8, 14. h5 — b5, 15. h6 — b4!? í skák Tal og Sax á milli- svæðamótinu í Moskvu 1982 valdi svartur rólegri leið: 15. — Bh8, 16. Rd5 - Dxd2+, 17. Hxd2 — Rxd5, 18. exd5 — Bxd4, 19. Hxd4 með heldur betri stöðu á hvítt. í skýringum fjallaði Tal um leikinn 15. — b4 og taldi hann ekki standast. En á móti í Brighton í Englandi í desember sl. reyndi ungur héimamaður, William Watson, hann gegn stórmeistaraefninu Plaskett og vann. Síðan hefur verið fjallað um hann í nokkrum skákblöðum og ávallt komist að sömu niður- stöðu, svarta sóknin væri hættu- legri. 16. hxg7 - bxa3, 17. Dh6 - axb2+, 18. Kd2 - Bxg4! Skákskýrendur hafa ekki haldið vatni yfir þessum leik Watsons og talið svart hafa unna stöðu. Finninn hafði séð þetta í ensku skákblaði, og hafði leikið öllum leikjum sínum fram að þessu á ógnarhraða. Það var því farið að fara um Karl, sem var allsendis ókunnugt um þetta. 19. Bxf6 — Bh5. 20. Bh3! Plaskett tókst ekki að leysa úr vandamálum hvíts í þessari stöðu og framhaldið í skák hans við Watson varð: 20. Bd4? — e5, 21. Hxh5 - gxh5, 22. Dg5 - Db4!, 23. Bd3 - Dxd4, 24. Rd5 - Df2+, 25. Be2 - Hxc2+!, 26. Kxc2 — Dxe2+, 27. Kc3 — Dxf3+, 28. Kc4 — Db3, mát. Þessa skák hafði Finninn séð, en eins og Karl sýnir fram á, er hæpið að trúa blint á fullyrðingar fræði- manna. 20. — Hc7. Hvítur er heilum hrók yfir eft- ir 20. — exf6, 21. Bxc8 — Hxc8, 22. De3. 21. Bf5H Kjarninn í hugmynd hvíts. Hann hótar nú 22. Dxh7+ með máti. 21. — exf6, 22. Hxh5 — Dxc3+. Svartur getur ekki losað sig úr mátnetinu og verður að setja allt sitt traust á eigin sókn, sem þó hlýtur fljótlega að sigla í strand. 23. Ke2 — Dxc2+, 24. Hd2 — Dxd2+, 25. Kxd2 — Hc2+, 26. Ke3 — Hb3+, 27. Kf4! Hvíti kóngurinn hefur fundið öruggt afdrep og svartur gafst því upp. Eftir þessa glæsilegu taflmennsku Karls má vænta mikils af honum á 11. Reykjavík- urskákmótinu. Sá eini sem veitti Karli um- talsverða keppni var Elvar Guð- mundsson, en þeir gerðu jafn- tefli í þriðju umferð mótsins. í fjórðu umferð dróst Elvar síðan aftur úr er hann varð að láta sér nægja jafntefli við Lars Schan- dorff, kunnan danskan ungl- ingameistara. I síðustu umferð leit einnig lengi vel út fyrir að Schandorff myndi takast að klípa a.m.k. hálfan vinning af Karli líka, en í tímahraki lék hann hrikalega af sér og þar með varð Karl einn efstur: Hvítt: Lars Schandorff Karl lék síðast 39. — Bf4-g3 og setti þar með á hvíta hrókinn á el. Ef hvítur hefði nú leikið 40. He3, hefði hann staðið betur eft- ir 40. - Hxb2, 41. f4 — Bh4, 42. Hc3, m.a. vegna góðrar kóngs- stöðu sinnar. En í þess stað lék Schandorff ótrúlega slökum leik; 40.Hgl?? og gafst upp eftir 40. — Bf2, því auk þess að hóta hrókn- um, hótar svartur 41. — Hd4 mát.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.