Morgunblaðið - 14.02.1984, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.02.1984, Blaðsíða 41
ftlorflimlilntnft ÓLYMPÍULEIKARNIR í SARAJEVO: MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 14. PEBR0AR 1984 Hamalainen komin með tvö gull í göngu Sjá nánar/24 Gífurleg öryggis- gæsla í Sarajevo AD SÖGN íslenska skíöafólksins sem keppir í Sarajevo er örygg- isgæslan gífurleg á staðnum. Fyrir utan allar byggingar í Ólympíuþorpinu eru öryggisverö- ir meö 50 metra millibili allir vopnaöir vólbyssum. Viö alla keppnisstaöi er líka mjög mikiö eftirlit. Veröir voru meö 100 metra millibili viö allar skíðagöngu- brautir og allir verðir eru vopnað- ir. Þaö er her og lögregla sem sér um þessa miklu gæslu í Sarajevo. Menn eru þess greinilega minn- ugir hvaö skeöi á Ólympíuleikun- um í MUnchen áriö 1972. Einar Ólafsson: „Sæmilega ánægðir með frammistööuna“ — VIÐ erum sæmilega ánægðir meö frammi- stööu okkar í 15 km göngunni. Þetta gekk ágætlega, færið var gott og smurningin á göngu- skíðunum var eins og best verður á kosiö. Brautin var aö vísu mjög Einar arkar hér áfram í 15 km göngukeppninni í gær. Morgunblaðiö/Símamynd AP. erfið en við erum sáttir við frammistöðuna þegar á heildina er litiö. Keppn- in er oröin svo gífurlega hörö, og sekúndubrot skilja oröið á milli manna. Viö erum um miðjan hóp og þaö er ágætt sagöi Einar Ólafsson göngu- maöur er Mbl. spjallaði við hann í gærkvöldi. Einar varö í 49. sæti i 15 km göngunni í Sarajevo í gær og félagi hans Gott- lieb Konráðsson varð í 55. sæti. 92 keppendur tóku þátt í 15 km skíöagöng- unni og luku 88 keppni. Tveir voru dæmdir úr leik og tveir hættu keppni. Einar sagði i gær að ekki væri loku fyrir það skotiö að hann myndi taka þátt í 50 km göngunni. Hann myndi ákveöa fljót- lega hvort svo yrði. — Allt skipulag hér er eins og best verður á kos- ið og það er alveg sérstök upplifun aö taka þátt i leikunum. Allur aöbúnað- ur, matur, húsnæöi og önnur aöstaða, er eins góður og hugsast getur, sagöi Einar. — ÞR. • Kevin Keegan Pétur skoraði á fyrstu mínútu ANTWERPEN átti góðan leik um helgina og þetta er allt fariö aö ganga betur hjá okkur núna. Viö erum í sjötta sæti og eigum eftir að færa okkur rólega upp töfluna. Viö sigruðum Lierse 3—0, en leik- urinn heföi allt eins getaö endað 5—0. Ég átti nokkur góö mark- tækifæri, sem ég var óheppinn aö nýta ekki. En nú er ég farinn aö leika miöherja aftur eftir eitt og hálft ár, sagði Pétur Pétursson í gær. — Ég skoraði fyrsta mark leiks- ins meö skalla strax á fyrstu mín- útu leiksins. í hálfleik var staöan 2—0 fyrir okkur og sigurinn var Keegan hættir Fré Bob Henneesy fréttaritara Mbl. é Englandi. KEVIN Keegan sem verður 33 ára í dag tilkynnti í sjónvarpi í gær- kvöldi aö hann myndi hætta aö leika knattspyrnu þegar keppn- istímabilinu lýkur. Orðrétt sagöi Keegan í fréttatíma BBC: „Ég hef ákveöið að hætta aö leika knatt- spyrnu þegar keppnistímabili mínu meö Newcastle lýkur f vor. Ég finn að ég hef ekki löngun til aö keppa lengur og þá er ekki rétt aö halda áfram. Þegar ég tek svona stóra ákvöröun í lífi mínu og tilkynni hana opinberlega stend ég viö hana,“ sagöi Keeg- an. Keegan hefur 80 þúsund sterl- ingspund í árslaun núna sem knattspyrnumaöur og miklar tekjur fyrir auglýsingar. Hann er búinn aö vera í fremstu röö um langt árabil sem knattspyrnumaöur. Þjálfari hans hjá Newcastle sagöi í gær- kvöldi aö Keegan gæti vel leikiö knattspyrnu þar til hann væri orö- inn fertugur, hann væri svo léttur á sér og hæfileikar hans og létt skap væri einstakt. Rúm 70.000 fyrir 11 rétta í Getraunum í 23. LEIKVIKU komu fram fimm raöir meö 11 rétta í 1. vinning og hlýtur hver röö kr. 72.585,- í vinning. í 2. vinning komu fram 99 raöir meö 10 rétta og vinningur á hverja röö kr. 1.571.-. aldrei í hættu. Við bættum einu marki viö í síöari hálfleik en þau heföu átt aö vera fleiri. Liö okkar er núna heilsteyptara en fyrir ára- mótin og meiri barátta í leik- mönnum. Pétur sagöist vera búinn aö skora mörk í síöustu þremur leikj- um sínum. Þá sagöist hann hafa gert glæsilegt mark gegn Stand- ard í fyrri viku en þaö heföi verið dæmt af á einhvern óskiljanlegan hátt. „Þetta var æðisgengiö mark af löngu færi beint í samskeytin og því sárgrætilegt aö þaö skyldi vera dæmt af, sagöi Pétur. Úrslit í Belgíu um helgina uröu þessi: Fc Mechlin — Beerschot 0—1 Beringen — Anderleicht 0—1 Beveren — Kortryk 2—1 FC Bruges — Seraing 3—1 Waregem — SK Bruges 2—1 RWD Molenb. — Waterschei 0—0 Standard — FC Liege 0—2 Antwerp — Lierse 3—0 Lokeren — Ghent 2—1 Staöan i Belgíu: Beveren 16 5 1 1 45—23 37 Seraing 13 4 5 44—24 30 Anderlecht 11 7 4 48—29 29 FC Bruges 10 8 4 39—24 28 Standard 11 5 6 34—23 27 Antwerp 8 8 6 36—27 24 FC Mechlin 7 10 5 26—26 24 Waregem 9 5 8 32—28 23 SK Bruges 9 4 9 25—22 22 Waterschei 7 6 9 20—33 20 Lokeren 7 5 10 23—31 19 Kortryk 6 7 9 23—29 19 Beerschot 5 9 8 29—41 19 FC Liege 6 5 10 20—31 17 Lierse 6 3 13 26—41 15 RWS Molenbeek 3 9 10 20—31 15 Beringen 5 4 12 20—44 14 Ghent 4 4 14 18—35 12 m • Pétur Pétursson skoraöi fyrir Antwerpen um helgina. Hann leikur nú | í stööu miöherja aö nýju. V* Jia • Bryndís Hólm Bryndís hlaut silfur á norska meistaramótinu BRYNDÍS Hólm frjálsíþrótta- kona úr ÍR stóð sig vel á norska innanhússmeistaramótinu í frjáisíþróttum um helgina, varö í öðru sæti í langstökki og aö- eins þremur sentimetrum frá ís- landsmeti sínu. ÍR-ingar sendu Bryndísi og Jó- hann Jóhannsson til norska mótsins, sem fram fór í Dramm- en i Noregi. Jóhann vann sinn riðil i 100 metra hlaupinu á 11,35 sekúndum, en varö síöan fjóröi í milliriöli, einnig á 11,35 sekúnd- um, og komst því ekki í úrslitin. Erlingur Jóhannsson UBK, sem stundar nám í Ósló og kepp- ir fyrir Óslóarfélagið Tjalve, keppti einnig í 100 metra hlaup- inu, varö fjóröi í sínum riöli á 11,50 og komst því ekki áfram. f langstökkinu sigraöi dönsk stúlka, Lisbeth Petersen, stökk 6,04 sentimetra, eöa átta senti- metrum lengra en Bryndís. Sú danska á miklu betri árangur. Á mótinu kepptu 430 norskir frjálsíþróttamenn auk 20 Dana og Svía og íslendinganna þriggja. Var þaö úrtökumót Norðmanna fyrir Evrópumeist- aramótiö innanhúss, sem fram fer í Gautaborg fyrstu heigina í marz. —ágás.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.